17. október 2016
Nú er vinna við gerð fjárhagsáætlunar komin á fullan skrið og nóg að gera eins og vera ber þegar sú vinna er komin vel af stað.
Við sjáum fram á miklar fjárfestingar á næsta ári enda á þá að fullgera nýjan leikskóla. Kostnaður við hann mun nema vel á sjöunda hundrað milljónum. Ákveðið verður á fundi bæjarráðs á miðvikudag hvaða aðili fær verkið en tveir voru svo til hnífjafnir og lægstir. Verkfræðistofan Mannvit mun skila áliti á tilboðunum fyrir fund bæjarráðs. Það er afar mikilvægt að vel takist til við byggingu leikskólans enda er þetta langstærsta fjárfesting þessara missera.
En það stefnir í fleiri stórframkvæmdir á næsta ári en unnið er að hönnun á breytingum á Sundlaugarhúsinu Laugaskarði. Það verk verður sífellt umfangsmeira eins og mátti búast við þegar farið var að hrófla við þessu gamla húsi.
Í dag fór bæjarráð í stofnana heimsóknir eins og gert er árlega. Alltaf bæði fróðlegt og skemmtilegt. Núna heimsóttum við m.a. dagdvölina á Ási en það gerum við ekki á hverju ári. Þar er nú fullskipað enda ekki vona á öðru þar sem starfseminn og andinn í húsinu er með eindæmum góður.
Þegar við mættum var búið að dekka borð með morgunverði og beðið eftir dagdvalar fólkinu. Það fer greinilega vel um alla hjá flotta starfsfólkinu sem þarna vinnur og hugað að öllum smáatriðum eins og þið sjáið á myndinni. Rósir og alles ....
Heimsóttum líka leikskólana báða, heimilið Birkimörk og áhaldahúsið. Aðrar stofnanir bíða seinni umferðar á miðvikudaginn.
Fundur allra bæjarfulltrúa í kvöld þar sem við fórum yfir fundarboð bæjarráðsfundarins á miðvikudaginn og héldum áfram ýmsum vangaveltum um fjárhagsáætlun.
Zumba í morgun kl. 6 og átaks æfing kl. 18. Frekar notalegt ef ég myndi nú ná þessu í rútinu eins og í fyrra :-)
Við sjáum fram á miklar fjárfestingar á næsta ári enda á þá að fullgera nýjan leikskóla. Kostnaður við hann mun nema vel á sjöunda hundrað milljónum. Ákveðið verður á fundi bæjarráðs á miðvikudag hvaða aðili fær verkið en tveir voru svo til hnífjafnir og lægstir. Verkfræðistofan Mannvit mun skila áliti á tilboðunum fyrir fund bæjarráðs. Það er afar mikilvægt að vel takist til við byggingu leikskólans enda er þetta langstærsta fjárfesting þessara missera.
En það stefnir í fleiri stórframkvæmdir á næsta ári en unnið er að hönnun á breytingum á Sundlaugarhúsinu Laugaskarði. Það verk verður sífellt umfangsmeira eins og mátti búast við þegar farið var að hrófla við þessu gamla húsi.
Í dag fór bæjarráð í stofnana heimsóknir eins og gert er árlega. Alltaf bæði fróðlegt og skemmtilegt. Núna heimsóttum við m.a. dagdvölina á Ási en það gerum við ekki á hverju ári. Þar er nú fullskipað enda ekki vona á öðru þar sem starfseminn og andinn í húsinu er með eindæmum góður.
Þegar við mættum var búið að dekka borð með morgunverði og beðið eftir dagdvalar fólkinu. Það fer greinilega vel um alla hjá flotta starfsfólkinu sem þarna vinnur og hugað að öllum smáatriðum eins og þið sjáið á myndinni. Rósir og alles ....
Heimsóttum líka leikskólana báða, heimilið Birkimörk og áhaldahúsið. Aðrar stofnanir bíða seinni umferðar á miðvikudaginn.
Fundur allra bæjarfulltrúa í kvöld þar sem við fórum yfir fundarboð bæjarráðsfundarins á miðvikudaginn og héldum áfram ýmsum vangaveltum um fjárhagsáætlun.
Zumba í morgun kl. 6 og átaks æfing kl. 18. Frekar notalegt ef ég myndi nú ná þessu í rútinu eins og í fyrra :-)
Comments:
Skrifa ummæli