4. október 2016
Mér til ægilegra vonbrigða þá var myndavélin stillt með röngum hætti í skírninni hans Stefáns Þórs og því eru svo.til allar myndirnar mínar hreyfðar. Ákvað samt að leyfa ykkur að sjá þessa en þarna er ég með stelpurnar mínar báðar tvær og Stefán Þór skírnardreng, svona líka alsælan eða hitt þó heldur !
Á þessari fínu mynd erum við Steinar öðru nafni "Baron von Lufthausen" á fullri ferð á rafmagns farartæki sem verð hefur til prufu í Hamarshöllinni að undanförnu. Þetta er svo hrikalega stórt hús að svona apparat getur komið sér vel. Þarna má vel sjá hversu hratt rafmagns apparatið kemst - allavega erum við eins vindvél hafi verið sett í gang þarna innandyra :-)
Dagurinn byrjaði á góðum fundi með þessum þremur en Bragi og Leó eru frá ungliðastarfi Hjálparsveitar skáta. Þar er nú unnið að verkefni sem felur í sér móttöku á þýskum ungmennum næsta sumar og undirbúningi að ferð okkar ungmenna til Þýskalands þar sem þau munu kynna sér starfið sem þar fer fram. Mikil fjölgun hefur orðið í ungmennastarfinu en nú eru um 39 ungmenni skráð í deildina.
Comments:
Skrifa ummæli