4. október 2016

Á þessari fínu mynd erum við Steinar öðru nafni "Baron von Lufthausen" á fullri ferð á rafmagns farartæki sem verð hefur til prufu í Hamarshöllinni að undanförnu. Þetta er svo hrikalega stórt hús að svona apparat getur komið sér vel. Þarna má vel sjá hversu hratt rafmagns apparatið kemst - allavega erum við eins vindvél hafi verið sett í gang þarna innandyra :-)
Dagurinn byrjaði á góðum fundi með þessum þremur en Bragi og Leó eru frá ungliðastarfi Hjálparsveitar skáta. Þar er nú unnið að verkefni sem felur í sér móttöku á þýskum ungmennum næsta sumar og undirbúningi að ferð okkar ungmenna til Þýskalands þar sem þau munu kynna sér starfið sem þar fer fram. Mikil fjölgun hefur orðið í ungmennastarfinu en nú eru um 39 ungmenni skráð í deildina.
Comments:
Skrifa ummæli