<$BlogRSDUrl$>

23. ágúst 2016

Hef að undanförnu vakið athygli ráðherra og þingmanna á þeirri stöðu að nú er samningur Heilsustofnunar enn eina ferðina laus.  Get ekki nógsamlega ítrekað mikilvægi þess að gerður verði langur samningur sem taki á þeirri staðreynd að halda þarf húsakosti og tækjum við til að hægt sé að tryggja góðan rekstur til framtíðar.  Heilsustofnun hefur fyrir löngu sannað að sjúklingar og dvalargestir hafa stórbætt heilsu sína og líðan með dvöl þar og þannig hafa sparast gríðarleg fjárútlát fyrir hið opinbera sem annars þyrfti að sinna fjölda fólks með miklu dýrari úrræðum.  Það getur ekki kallast góð pólítik að skera endalaust niður hjá stofnun sem sparað hefur ríkinu stórar fjárhæðir í gegnum tíðina  :-)

22. ágúst 2016

Átti langt og gott samtal við Odd Árnason hjá lögreglunni á Suðurlandi vegna hinna dularfullu kattahvarfa og dauðsfalla í bæjarfélaginu undanfarið.  Það er ljóst að lögreglan vinnur að þessu máli af einurð og fullum heilindum og vill leita allra leiða til að komast að hinu sanna í málinu.  Því er líka mikilvægt að bæjarbúar sem mögulega geta gefið upplýsingar um málið að þeir geri það þegar í stað. Netfang lögreglunnar er sudurland@logreglan.is

Í samtali okkar kom einnig fram að lögreglan hefur merkt marktæka fækkun innbrota og skemmdarverka hér í Hveragerði frá því að myndavélarnar við innkeyrslurnar voru settar upp og nágrannavarsla tekin upp. Nú er svo komið, sem betur fer, að innbrot eru hér afar fátíð.  Greinilegt er að þetta tvennt hefur letjandi áhrif á misindismenn.  En mikilvægt er nú samt að halda því á lofti að við búum öll saman í þessum bæ og getum haft áhrif á nánasta umhverfi og eigum að gera það alls staðar þar sem það getur orðið til góðs.  Til dæmis með því að hafa auga með nágrenninu og nágrönnum okkar.  Það er svo klárlega kosturinn við bæ eins og okkar að það er svo einfalt að vera vinur í raun...



19. ágúst 2016

Magnús Hlynur tók við okkur Ástu, framkvæmdastjóra Árborgar, viðtal fyrir Stöð 2 þar sem við ræddum úrbætur á Suðurlandsveginum á milli Hveragerðis og Selfoss.  Þarna er fyrir löngu orðið tímabært að ráðast í lagfæringar enda er þessi vegkafli stórhættulegur að mati þeirra sem best þekkja til þeirra mála.

Magnúsi Hlyni fannst síðan tilvalið að skella mér óundirbúið í viðtal um kattamálið í Hveragerði sem ég vona að ég hafi komist skammlaust frá.  Þar vona ég svo innilega að lögreglan komist til botns í þessu og það er hinn eini rétti farvegur fyrir svona mál.  Það er illt til þess að vita að mögulega sé einhver eða einhverjir þarna úti svo illa innrættir að þeir séu að drepa húsdýrin okkar.  Ef svo er þá verður lögreglan að finna út úr því máli.

Átti einnig góðan fund með Maríu, forstöðumanni Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings þar sem við fórum yfir drög að frumvarpi til laga um málefni fatlaðs fólks og breytingar sem til stendur að gera samhliða á lögum um félagsþjónust sveitarfélaga.  Margt af þessu er til bóta en í langflestum tilfellum stendur sú spurning eftir hver eigi að fjármagna og greiða fyrir aukna og bætta þjónustu?

Það er reyndar á mörgum vígstöðvum sem sú spurning knýr á sérstaklega þegar fylgst er með umræðunni um að ótrúlega margt eigi að vera ókeypis fyrir alla !  Þetta á til dæmis við um umræðuna um ritfangakaupin þessa dagana.  Ég er alveg sammála því að skólarnir geta klárlega unnið öðru vísi og betur með hina svokölluðu innkaupalista og margt af því sem á þeim er á einfaldlega að vera til í skólunum.  Hér í Hveragerði hafa kennarar á yngsta stigi útrýmt þessum listum, kaupa inn fyrir veturinn sameiginlega og foreldrar hafa greitt lágmarksupphæð fyrir.  Held að þetta hafi mælst vel fyrir og spurning hvort ekki megi þróa þetta innan skólanna.  Hér mælist bæjarráð til þess að það verði skoðað.



18. ágúst 2016




Forsíða Moggans í dag og tveggja síðna umfjöllun um Reykjadal.  Eins og myndin sýnir glöggt er mikill mannfjöldi daglega í Reykjadalnum hér fyrir ofan Hveragerði.  Í umfjöllun blaðsins kalla viðmælendur eftir landvörslu og úrbótum á svæðinu.  Ég skil reyndar alls ekki hvers vegna blaðamenn ræða ekki hreinlega við landeiganda sem er í lófa lagið að gera allar þær breytingar og úrbætur sem þörf er á.  Reykjadalur er hluti Reykjalandsins en það er í eigu íslenska ríkisins.  Þarna eru engir landeigendur að þvælast fyrir framkvæmdum því eignarhaldið er alveg skýrt.  Íslendingar eiga Reykjadal saman og ríkisstjórnin getur farið í úrbætur þarna hvað varðar landvörslu og aðgengi ef vilji er til staðar.  Sveitarfélögin, Hveragerði og Ölfus, hafa sett peninga í framkvæmdir og lagt fram ómælda vinnu við framkvæmdir sem við sjáum ekkert eftir. En nú væri óneitanlega gott að fá kröftugt útspil íslenska ríkissins og þá sérstaklega varðandi landvörslu og úrbætur hvað varðar salernisaðstöðu.


17. ágúst 2016

Nú er unnið að hönnun endurbóta á efri hæð sundlaugarhússins Laugaskarði.  Áttum fund með arkitektunum á Arkibúllunni og fræðingunum á Verkís þar sem farið var yfir öll smáatriði aðalteikninga en stefnt er að því að þær verði lagðar fram á fundi Skipulags- og bygginganefndar í september.  Gert er ráð fyrir að afgreiðslan flýti og að hægt verði að opna út á svalir á góðum dögum. Þetta eru skemmtilegar hugmyndir sem verður gaman að fylgja eftir. 

Undirbjó síðan fund bæjarráðs í fyrramálið þar sem óvanalega mikið af stórum málum verða tekin til afgreiðslu. 

12. ágúst 2016

Dagurinn fór að mestu í alls konar undirbúning fyrir blómstrandi daga. Viðtöl, kaup á auglýsingum og fleira slíkt.  Hitti þó Sævar skólastjóra Grunnskólans og áttum við gott spjall um ýmislegt er snýr að skólastarfinu.  Ræddi einnig við fulltrúa Íbúðalánasjóðs um íbúðir sem sjóðurinn á hér í Hveragerði.  Þær eru ekki margar (16) en sala á íbúðum í eigu sjóðsins hefur gengið afskaplega vel hér í bæ.  Það finnst mér reyndar ekki skrýtið enda er gríðarleg eftirspurn eftir húsnæði en afar lítið framboð, hvort sem er til kaups eða leigu.  Á lóðinni á móti okkur milli Heiðmerkur og Þelamerkur er fyrir löngu búið að samþykkja að byggðar verði 24 íbúðir í raðhúsum.  Það er afar mikilvægt að þegar í stað verði ráðist í byggingu þessara húsa til að hægt verði að létta á þrýstingi á húsnæðismarkaðnum í bæjarfélaginu.

Í kvöld voru haldnir hér afar góðir tónleikar þar sem Jón Ólafssong og Gunni Þórðar fóru yfir lögin hans Gunnars.  Skemmtileg kvöldstund á góðum stað.  Nú er svo margt framundan að manni gætu fallist hendur.  EN þetta verður afskaplega skemmtileg helgi, ég er sannfærð um það :-)

10. ágúst 2016

Það var nú svei mér vel lukkað hjá mér að hætta að blogga um leið og ég keypti auglýsingar um bloggið í nýja bæjarblaðinu ! ! !   Snilld Aldís, snilld :-)

En hér er allavega örlítið lífsmark.  Nenni ekki að afsaka letina sem fyrst og fremst helgast af góðu veðri og nýja gróðurhúsinu mínu sem ég hreinlega elska !

En núna er allt á fullu fyrir blómstrandi daga sem hefjast á morgun.  Dagskráin er afar glæsileg og allir ættu að geta fundið ýmislegt við sitt hæfi.  Menningarviðburðir eru á hverju strái, opnanir, sýningar, tónleikar, bílskúrssölur, ísdagurinn og margt, margt fleira.  Á hverju ári þegar dagskráin er komin út, þá merki ég þá viðburði sem ég vil ekki missa af og set þá svo í röð í dagbókina í símanum. Svo hjóla ég eins og galin manneskja á milli staða alla helgina til að reyna að ná öllu.  Ég vil alls ekki missa af neinu og reyni eins og ég get að vera á flestum stöðum.  Tekst alls ekki alveg, en ég geri þó heiðarlega tilraun...

Í dag átti ég góðan fund með aðila sem hefur áhuga á að koma að uppbyggingu á ferðatengdri þjónustu hér í Hveragerði.  Í mínum huga er þetta ekki lengur mjög flókið.  Það eru nægir peningar í umferð til að byggja upp slíkan stað ef að aðili eða aðilar finnst sem vilja leggja líf og sál í að reka combóið.  Frumkvöðlar, dugnaðarforkar og eldhugar eiga nú að sjá sér leik á borði og koma með góðar hugmyndir og framkvæma þær - tækifærin eru hreinlega alls staðar.

Fékk aldeilis frábæra kennslustund í dag í lagningu þakefna og fleira tengt húsbyggingunum þegar Róbert Pétursson, arkitekt, kíkti hingað í heimsókn.  Þetta finnst mér svo skemmtilegt - að læra eitthvað nýtt og uppgötva :-)  Róbert ætlaði reyndar að ræða ferðamál og það gerðum við líka en enduðum í þakefnum, gaman að því.

Hitti líka hana Hlíf á bóksafninu en núna ræddum við ekki málefni safnsins heldur ræddum við vinabæjamótið sem framundan er um helgina. Það fellur saman við bæjarhátíðina svo það verður bara skemmtilegt.  Í kvöld vann ég svo myndasýningu til að sýna á kvöldverði sem bærinn býður gestunum og gestgjöfum þeirra til á sunnudagskvöldið.

Ég fylltist þvílíku stolti og ánægju með bæinn minn og allt flotta fólkið sem hér býr þegar ég sá myndbandið við lagið sem Hljómlistarfélag Hveragerðis ætlar að gefa bæjarbúum í tilefni af 70 ára afmæli bæjarins.  Þetta er svo hrikaleg flott og svo gaman að svona margir hæfileikaríkir einstaklingar skuli búa hér í bænum okkar.

Hér er myndbandið ef þið viljið njóta þess... 



This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet