12. ágúst 2016
Dagurinn fór að mestu í alls konar undirbúning fyrir blómstrandi daga. Viðtöl, kaup á auglýsingum og fleira slíkt. Hitti þó Sævar skólastjóra Grunnskólans og áttum við gott spjall um ýmislegt er snýr að skólastarfinu. Ræddi einnig við fulltrúa Íbúðalánasjóðs um íbúðir sem sjóðurinn á hér í Hveragerði. Þær eru ekki margar (16) en sala á íbúðum í eigu sjóðsins hefur gengið afskaplega vel hér í bæ. Það finnst mér reyndar ekki skrýtið enda er gríðarleg eftirspurn eftir húsnæði en afar lítið framboð, hvort sem er til kaups eða leigu. Á lóðinni á móti okkur milli Heiðmerkur og Þelamerkur er fyrir löngu búið að samþykkja að byggðar verði 24 íbúðir í raðhúsum. Það er afar mikilvægt að þegar í stað verði ráðist í byggingu þessara húsa til að hægt verði að létta á þrýstingi á húsnæðismarkaðnum í bæjarfélaginu.
Í kvöld voru haldnir hér afar góðir tónleikar þar sem Jón Ólafssong og Gunni Þórðar fóru yfir lögin hans Gunnars. Skemmtileg kvöldstund á góðum stað. Nú er svo margt framundan að manni gætu fallist hendur. EN þetta verður afskaplega skemmtileg helgi, ég er sannfærð um það :-)
Í kvöld voru haldnir hér afar góðir tónleikar þar sem Jón Ólafssong og Gunni Þórðar fóru yfir lögin hans Gunnars. Skemmtileg kvöldstund á góðum stað. Nú er svo margt framundan að manni gætu fallist hendur. EN þetta verður afskaplega skemmtileg helgi, ég er sannfærð um það :-)
Comments:
Skrifa ummæli