17. ágúst 2016
Nú er unnið að hönnun endurbóta á efri hæð sundlaugarhússins Laugaskarði. Áttum fund með arkitektunum á Arkibúllunni og fræðingunum á Verkís þar sem farið var yfir öll smáatriði aðalteikninga en stefnt er að því að þær verði lagðar fram á fundi Skipulags- og bygginganefndar í september. Gert er ráð fyrir að afgreiðslan flýti og að hægt verði að opna út á svalir á góðum dögum. Þetta eru skemmtilegar hugmyndir sem verður gaman að fylgja eftir.
Undirbjó síðan fund bæjarráðs í fyrramálið þar sem óvanalega mikið af stórum málum verða tekin til afgreiðslu.
Comments:
Skrifa ummæli