10. ágúst 2016
Það var nú svei mér vel lukkað hjá mér að hætta að blogga um leið og ég keypti auglýsingar um bloggið í nýja bæjarblaðinu ! ! ! Snilld Aldís, snilld :-)
En hér er allavega örlítið lífsmark. Nenni ekki að afsaka letina sem fyrst og fremst helgast af góðu veðri og nýja gróðurhúsinu mínu sem ég hreinlega elska !
En núna er allt á fullu fyrir blómstrandi daga sem hefjast á morgun. Dagskráin er afar glæsileg og allir ættu að geta fundið ýmislegt við sitt hæfi. Menningarviðburðir eru á hverju strái, opnanir, sýningar, tónleikar, bílskúrssölur, ísdagurinn og margt, margt fleira. Á hverju ári þegar dagskráin er komin út, þá merki ég þá viðburði sem ég vil ekki missa af og set þá svo í röð í dagbókina í símanum. Svo hjóla ég eins og galin manneskja á milli staða alla helgina til að reyna að ná öllu. Ég vil alls ekki missa af neinu og reyni eins og ég get að vera á flestum stöðum. Tekst alls ekki alveg, en ég geri þó heiðarlega tilraun...
Í dag átti ég góðan fund með aðila sem hefur áhuga á að koma að uppbyggingu á ferðatengdri þjónustu hér í Hveragerði. Í mínum huga er þetta ekki lengur mjög flókið. Það eru nægir peningar í umferð til að byggja upp slíkan stað ef að aðili eða aðilar finnst sem vilja leggja líf og sál í að reka combóið. Frumkvöðlar, dugnaðarforkar og eldhugar eiga nú að sjá sér leik á borði og koma með góðar hugmyndir og framkvæma þær - tækifærin eru hreinlega alls staðar.
Fékk aldeilis frábæra kennslustund í dag í lagningu þakefna og fleira tengt húsbyggingunum þegar Róbert Pétursson, arkitekt, kíkti hingað í heimsókn. Þetta finnst mér svo skemmtilegt - að læra eitthvað nýtt og uppgötva :-) Róbert ætlaði reyndar að ræða ferðamál og það gerðum við líka en enduðum í þakefnum, gaman að því.
Hitti líka hana Hlíf á bóksafninu en núna ræddum við ekki málefni safnsins heldur ræddum við vinabæjamótið sem framundan er um helgina. Það fellur saman við bæjarhátíðina svo það verður bara skemmtilegt. Í kvöld vann ég svo myndasýningu til að sýna á kvöldverði sem bærinn býður gestunum og gestgjöfum þeirra til á sunnudagskvöldið.
Ég fylltist þvílíku stolti og ánægju með bæinn minn og allt flotta fólkið sem hér býr þegar ég sá myndbandið við lagið sem Hljómlistarfélag Hveragerðis ætlar að gefa bæjarbúum í tilefni af 70 ára afmæli bæjarins. Þetta er svo hrikaleg flott og svo gaman að svona margir hæfileikaríkir einstaklingar skuli búa hér í bænum okkar.
Hér er myndbandið ef þið viljið njóta þess...
En hér er allavega örlítið lífsmark. Nenni ekki að afsaka letina sem fyrst og fremst helgast af góðu veðri og nýja gróðurhúsinu mínu sem ég hreinlega elska !
En núna er allt á fullu fyrir blómstrandi daga sem hefjast á morgun. Dagskráin er afar glæsileg og allir ættu að geta fundið ýmislegt við sitt hæfi. Menningarviðburðir eru á hverju strái, opnanir, sýningar, tónleikar, bílskúrssölur, ísdagurinn og margt, margt fleira. Á hverju ári þegar dagskráin er komin út, þá merki ég þá viðburði sem ég vil ekki missa af og set þá svo í röð í dagbókina í símanum. Svo hjóla ég eins og galin manneskja á milli staða alla helgina til að reyna að ná öllu. Ég vil alls ekki missa af neinu og reyni eins og ég get að vera á flestum stöðum. Tekst alls ekki alveg, en ég geri þó heiðarlega tilraun...
Í dag átti ég góðan fund með aðila sem hefur áhuga á að koma að uppbyggingu á ferðatengdri þjónustu hér í Hveragerði. Í mínum huga er þetta ekki lengur mjög flókið. Það eru nægir peningar í umferð til að byggja upp slíkan stað ef að aðili eða aðilar finnst sem vilja leggja líf og sál í að reka combóið. Frumkvöðlar, dugnaðarforkar og eldhugar eiga nú að sjá sér leik á borði og koma með góðar hugmyndir og framkvæma þær - tækifærin eru hreinlega alls staðar.
Fékk aldeilis frábæra kennslustund í dag í lagningu þakefna og fleira tengt húsbyggingunum þegar Róbert Pétursson, arkitekt, kíkti hingað í heimsókn. Þetta finnst mér svo skemmtilegt - að læra eitthvað nýtt og uppgötva :-) Róbert ætlaði reyndar að ræða ferðamál og það gerðum við líka en enduðum í þakefnum, gaman að því.
Hitti líka hana Hlíf á bóksafninu en núna ræddum við ekki málefni safnsins heldur ræddum við vinabæjamótið sem framundan er um helgina. Það fellur saman við bæjarhátíðina svo það verður bara skemmtilegt. Í kvöld vann ég svo myndasýningu til að sýna á kvöldverði sem bærinn býður gestunum og gestgjöfum þeirra til á sunnudagskvöldið.
Ég fylltist þvílíku stolti og ánægju með bæinn minn og allt flotta fólkið sem hér býr þegar ég sá myndbandið við lagið sem Hljómlistarfélag Hveragerðis ætlar að gefa bæjarbúum í tilefni af 70 ára afmæli bæjarins. Þetta er svo hrikaleg flott og svo gaman að svona margir hæfileikaríkir einstaklingar skuli búa hér í bænum okkar.
Hér er myndbandið ef þið viljið njóta þess...
Comments:
Skrifa ummæli