22. ágúst 2016
Átti langt og gott samtal við Odd Árnason hjá lögreglunni á Suðurlandi vegna hinna dularfullu kattahvarfa og dauðsfalla í bæjarfélaginu undanfarið. Það er ljóst að lögreglan vinnur að þessu máli af einurð og fullum heilindum og vill leita allra leiða til að komast að hinu sanna í málinu. Því er líka mikilvægt að bæjarbúar sem mögulega geta gefið upplýsingar um málið að þeir geri það þegar í stað. Netfang lögreglunnar er sudurland@logreglan.is
Í samtali okkar kom einnig fram að lögreglan hefur merkt marktæka fækkun innbrota og skemmdarverka hér í Hveragerði frá því að myndavélarnar við innkeyrslurnar voru settar upp og nágrannavarsla tekin upp. Nú er svo komið, sem betur fer, að innbrot eru hér afar fátíð. Greinilegt er að þetta tvennt hefur letjandi áhrif á misindismenn. En mikilvægt er nú samt að halda því á lofti að við búum öll saman í þessum bæ og getum haft áhrif á nánasta umhverfi og eigum að gera það alls staðar þar sem það getur orðið til góðs. Til dæmis með því að hafa auga með nágrenninu og nágrönnum okkar. Það er svo klárlega kosturinn við bæ eins og okkar að það er svo einfalt að vera vinur í raun...
Í samtali okkar kom einnig fram að lögreglan hefur merkt marktæka fækkun innbrota og skemmdarverka hér í Hveragerði frá því að myndavélarnar við innkeyrslurnar voru settar upp og nágrannavarsla tekin upp. Nú er svo komið, sem betur fer, að innbrot eru hér afar fátíð. Greinilegt er að þetta tvennt hefur letjandi áhrif á misindismenn. En mikilvægt er nú samt að halda því á lofti að við búum öll saman í þessum bæ og getum haft áhrif á nánasta umhverfi og eigum að gera það alls staðar þar sem það getur orðið til góðs. Til dæmis með því að hafa auga með nágrenninu og nágrönnum okkar. Það er svo klárlega kosturinn við bæ eins og okkar að það er svo einfalt að vera vinur í raun...
Comments:
Skrifa ummæli