31. október 2014
Byrjaði daginn snemma á fundi með Júlíusi Rafnssyni, framkvæmdastjóra Dvalarheimilisins Áss og Maríu yfirmanni velfeðrarmála um sameiginlegt áhugamál okkar allra sem er bætt þjónusta og velferð þeirra sem elstir eru í bæjarfélaginu okkar. Hér eru ríflega 15% íbúa 67 ára eða eldri sem er mun hærra hlutfall heldur en víðast hvar annars staðar. Á landsvísu er þetta hlutfall rétt um 11%. Við viljum gjarnan gera eins vel og við getum varðandi þjónustu við þennan hóp íbúa og höfum lagt metnað í það. Við erum reyndar afar vel sett á mörgum sviðum en dvalar og hjúkrunarheimilið Ás er veitir framúrskarandi þjónustu, dagdvöl eldri borgara er virkilega góð og félag eldri borgara er víðfrægt fyrir frábæra starfsemi. Fyrir þetta allt erum við afar þakklát. Framundan er síðan að skipa öldungaráð í bæjarfélaginu sem verður þá bæjarstjórn til halds og trausts varðandi þau málefni sem snúa að þessum hópi.
Eftir hádegi hittist stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Á fundinum var unnið að stefnumörkun Sambandsins fyrir kjörtímabilið en sú vinna byggir á málefnavinnu landsfundar sem haldinn var á Akureyri í haust. Fjöldi annarra mála var á dagskrá fundarins en eins og oft áður voru það samskipti ríkis og sveitarfélaga sem voru þar hvað efst á baugi.
Á morgun verður haldinn flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þar verður lögð fram tillaga um að embætti annars varaformanns verði lagt niður og í þess stað komi embætti ritara. Mér finnst reyndar að það hefði frekar átt að leggja þetta embætti niður eins og fram kemur hér:
Hvað varðar þessa stórkostlegu mynd af mér sem þarna birtist með fréttinni þá held ég að sennilega verði ég að brjótast inn á 365 miðla í skjóli nætur til að eyða þessari þunglyndu hörmung miðað við það hversu oft ég er búin að senda þeim nýjar og miklu betri myndir og grátbiðja um að þetta verði ekki birt framan. Veit reyndar alveg af hverju ég losna ekki við þetta - sennilega vegna reiðisvipsins sem þarna er á mér og hentar ágætlega í sumum tilfellum. Til dæmis þegar þessi mynd var tekin vegna Eyktarmálsins fyrir áratug að minnsta kosti :-)
Í vikunni komu þessir flottu krakkar í 2 bekk H og Ö í heimsókn og fengu fund með bæjarstjóranum. Það er alltaf meiriháttar að hitta ungmenni þessa bæjarfélags því þau eru svo ótrúlega skemmtileg og með svo margar góðar hugmyndir.
Eftir hádegi hittist stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Á fundinum var unnið að stefnumörkun Sambandsins fyrir kjörtímabilið en sú vinna byggir á málefnavinnu landsfundar sem haldinn var á Akureyri í haust. Fjöldi annarra mála var á dagskrá fundarins en eins og oft áður voru það samskipti ríkis og sveitarfélaga sem voru þar hvað efst á baugi.
Á morgun verður haldinn flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þar verður lögð fram tillaga um að embætti annars varaformanns verði lagt niður og í þess stað komi embætti ritara. Mér finnst reyndar að það hefði frekar átt að leggja þetta embætti niður eins og fram kemur hér:
Hvað varðar þessa stórkostlegu mynd af mér sem þarna birtist með fréttinni þá held ég að sennilega verði ég að brjótast inn á 365 miðla í skjóli nætur til að eyða þessari þunglyndu hörmung miðað við það hversu oft ég er búin að senda þeim nýjar og miklu betri myndir og grátbiðja um að þetta verði ekki birt framan. Veit reyndar alveg af hverju ég losna ekki við þetta - sennilega vegna reiðisvipsins sem þarna er á mér og hentar ágætlega í sumum tilfellum. Til dæmis þegar þessi mynd var tekin vegna Eyktarmálsins fyrir áratug að minnsta kosti :-)
Í vikunni komu þessir flottu krakkar í 2 bekk H og Ö í heimsókn og fengu fund með bæjarstjóranum. Það er alltaf meiriháttar að hitta ungmenni þessa bæjarfélags því þau eru svo ótrúlega skemmtileg og með svo margar góðar hugmyndir.
30. október 2014
Morguninn fór í ýmis verkefni tengd fjárhagsáætlun og launum en það er alltaf svolítið stress þegar útborgunardagur nálgast. Hef haft fyrir sið að fara yfir laun hvers einasta starfsmanns og finnst mér það gott. Það eru reyndar tilmæli frá endurskoðanda að þetta verklag skuli viðhaft. Bíð því eftir útborgunarlistanum eldsnemma í fyrramálið.
Hitti Sigurdísi á Upplýsingamiðstöðinni og fórum við yfir greinargerð um starfsemina sem hún er að vinna að. Umsvifin hafa aukist gríðarlega í Upplýsingamiðstöðinni og margt hefur breyst þar í rekstrinum undanfarin ár. Er það ekki hvað síst því að þakka hversu sýnileg starfsemin er á nýjum stað og góðu viðmóti starfsmanna sem eru einstaklega liprir og bóngóðir. Það finna þeir fjölmörgu sem þarna eiga leið um.
Héldum starfsmannafund hér á skrifstofunni í morgun. Fórum yfir mál bæði tengd vinnu og skemmtunum. Hér vinnur afar góður og ekki síst skemmtilegur hópur fólks sem alltaf er gaman að hitta. Núna stefnum við á leikhúsferð í næstu viku og svo er jólahlaðborð á Varmá í bígerð. Nóg um að vera sem sagt :-)
Fórum yfir launaáætlun næsta árs með stjórnendum grunnskólans en við færumst æ nær því að ná fjárhagsáætlun saman. Bæjarfulltrúar munu væntanlega hittast næsta mánudag og fara yfir plaggið í sameiningu.
Grenjandi rigning og rok er ekki skemmtilegasta veðrið sem ég veit en á meðan ekki snjóar er ég afskaplega kát með veðráttuna :-)
Hitti Sigurdísi á Upplýsingamiðstöðinni og fórum við yfir greinargerð um starfsemina sem hún er að vinna að. Umsvifin hafa aukist gríðarlega í Upplýsingamiðstöðinni og margt hefur breyst þar í rekstrinum undanfarin ár. Er það ekki hvað síst því að þakka hversu sýnileg starfsemin er á nýjum stað og góðu viðmóti starfsmanna sem eru einstaklega liprir og bóngóðir. Það finna þeir fjölmörgu sem þarna eiga leið um.
Héldum starfsmannafund hér á skrifstofunni í morgun. Fórum yfir mál bæði tengd vinnu og skemmtunum. Hér vinnur afar góður og ekki síst skemmtilegur hópur fólks sem alltaf er gaman að hitta. Núna stefnum við á leikhúsferð í næstu viku og svo er jólahlaðborð á Varmá í bígerð. Nóg um að vera sem sagt :-)
Fórum yfir launaáætlun næsta árs með stjórnendum grunnskólans en við færumst æ nær því að ná fjárhagsáætlun saman. Bæjarfulltrúar munu væntanlega hittast næsta mánudag og fara yfir plaggið í sameiningu.
Grenjandi rigning og rok er ekki skemmtilegasta veðrið sem ég veit en á meðan ekki snjóar er ég afskaplega kát með veðráttuna :-)
29. október 2014
Aldís! annað hvort bloggar maður reglulega eða maður hreinlega lokar síðunni ! ! !
Þetta fékk ég mjög svo skorinort að heyra í Bónus í dag þegar ég rakst þar á einn af mínum albestu félögum. Þessi skilaboð hafa semsagt nú þegar haft þau áhrif að ég er sest við bloggið enn og aftur.
Reyndar alltaf spurning hversu mikið á að týna til af atburðum undanfarinna daga þegar skrif pásan er orðin þetta löng. Held reyndar að flestir viti að þessi árstími er harla annasamur í sveitarstjórnarmálunum. Nú er verið að vinna hörðum höndum að gerð fjárhagsáætlunar en það er ansi snúið þetta árið. Áhrif nýrra kjarasamninga eru mun meiri heldur en við gerðum ráð fyrir. Við Helga sátum við fram eftir kvöldi í kvöld og unnum í áætluninni. Á morgun erum við búnar að boða til okkar skólastjórnendur til að fara yfir málefni grunnskólans en þar er hækkun á milli ára með þeim hætti að hana verður að skoða betur. Síðdegis stóð til að hafa fund allra bæjarfulltrúa en honum var frestað þar til búið er að fara yfir áhrif kjarasamninganna á heildarniðurstöðuna.
Í dag var þriðji dagur leiðtoganámskeiðs sem ég er svo lánsöm að taka þátt í þetta haustið. Námskeiðið, sem í dag var haldið á Flúðum, er á vegum Skólaþjónustu Árnesþings en þar taka þátt stjórnendur leik- og grunnskóla auk sveitarstjóra, skrifstofustjóra og starfsmanna skólaþjónustunnar. Virkilega gott og gagnlegt námskeið í sérlega góðum félagsskap.
Síðan síðast var skrifað er búið að halda flest haustþing sveitarstjórnarmanna, fjármálaráðstefnuna, ársþing SASS og haustfund Héraðsnefndar Árnessýslu. Allt eru þetta góðir fundir þar sem fjallað er um sameiginleg hagsmunamál sveitarfélaganna. Héraðsnefndin rekur til dæmis tónlistarskóla, listasafn, byggðasafn, héraðsskjalasafn, almannavarnir og brunavarnir svo þar var fundurinn ansi viðamikill. SASS var haldið á Kirkjubæjarklaustri og þar fór meðal annars fram góð málefnavinna um þau atriði sem við í sameiningu setjum á oddinn á okkar svæði.
Vinna sem þessi skilar oft meiru en maður heldur en í ár fóru flestir Sunnlendingar á fund fjárlaganefndar með sama málefnið efst á blaði og það er endurbætur á hafnaraðstöðunni í Þorlákshöfn. Verkefni sem mun breyta mjög miklu ef af verður og þá ekki eingöngu fyrir Þorlákshafnarbúa heldur fyrir alla Sunnlendinga. Vonumst við til að tekið verði vel í beiðni um fjárframlag til þess verks.
--------------------
Kjörís hefur verið meira í kastljósi fjölmiðla en oft áður í kjölfar umfjöllunar um MS og markaðsmisnotkun þess fyrirtækis í gegnum tíðina. Verð að benda ykkur á fínan þátt á ÍNN um Kjörís þar sem systkini mín og ekki síst mamma fara á kostum.
Þetta fékk ég mjög svo skorinort að heyra í Bónus í dag þegar ég rakst þar á einn af mínum albestu félögum. Þessi skilaboð hafa semsagt nú þegar haft þau áhrif að ég er sest við bloggið enn og aftur.
Reyndar alltaf spurning hversu mikið á að týna til af atburðum undanfarinna daga þegar skrif pásan er orðin þetta löng. Held reyndar að flestir viti að þessi árstími er harla annasamur í sveitarstjórnarmálunum. Nú er verið að vinna hörðum höndum að gerð fjárhagsáætlunar en það er ansi snúið þetta árið. Áhrif nýrra kjarasamninga eru mun meiri heldur en við gerðum ráð fyrir. Við Helga sátum við fram eftir kvöldi í kvöld og unnum í áætluninni. Á morgun erum við búnar að boða til okkar skólastjórnendur til að fara yfir málefni grunnskólans en þar er hækkun á milli ára með þeim hætti að hana verður að skoða betur. Síðdegis stóð til að hafa fund allra bæjarfulltrúa en honum var frestað þar til búið er að fara yfir áhrif kjarasamninganna á heildarniðurstöðuna.
Í dag var þriðji dagur leiðtoganámskeiðs sem ég er svo lánsöm að taka þátt í þetta haustið. Námskeiðið, sem í dag var haldið á Flúðum, er á vegum Skólaþjónustu Árnesþings en þar taka þátt stjórnendur leik- og grunnskóla auk sveitarstjóra, skrifstofustjóra og starfsmanna skólaþjónustunnar. Virkilega gott og gagnlegt námskeið í sérlega góðum félagsskap.
Síðan síðast var skrifað er búið að halda flest haustþing sveitarstjórnarmanna, fjármálaráðstefnuna, ársþing SASS og haustfund Héraðsnefndar Árnessýslu. Allt eru þetta góðir fundir þar sem fjallað er um sameiginleg hagsmunamál sveitarfélaganna. Héraðsnefndin rekur til dæmis tónlistarskóla, listasafn, byggðasafn, héraðsskjalasafn, almannavarnir og brunavarnir svo þar var fundurinn ansi viðamikill. SASS var haldið á Kirkjubæjarklaustri og þar fór meðal annars fram góð málefnavinna um þau atriði sem við í sameiningu setjum á oddinn á okkar svæði.
Vinna sem þessi skilar oft meiru en maður heldur en í ár fóru flestir Sunnlendingar á fund fjárlaganefndar með sama málefnið efst á blaði og það er endurbætur á hafnaraðstöðunni í Þorlákshöfn. Verkefni sem mun breyta mjög miklu ef af verður og þá ekki eingöngu fyrir Þorlákshafnarbúa heldur fyrir alla Sunnlendinga. Vonumst við til að tekið verði vel í beiðni um fjárframlag til þess verks.
--------------------
Kjörís hefur verið meira í kastljósi fjölmiðla en oft áður í kjölfar umfjöllunar um MS og markaðsmisnotkun þess fyrirtækis í gegnum tíðina. Verð að benda ykkur á fínan þátt á ÍNN um Kjörís þar sem systkini mín og ekki síst mamma fara á kostum.
12. október 2014
Rólegur sunnudagur sem hófst þó með viðtali um Hveragerði og verkefnin framundan við Örn Guðnason hjá Dagskránni. Afskaplega fallegt haustveður svo myndatakan var við Reykjafoss og bleikum október gert hátt undir höfði :-)
Þessa dagana eru þýskir dagar hjá Almari bakara sem klárlega er hægt að mæla með! Bretzel kringlurnar eru lygilega góðar hjá þeim !
En annars varð garðurinn vettvangur útiverunnar í dag. Tók upp slatta af kartöflum en uppskeran var í fullkomnu samræmi við væntingar vorsins. Þegar maður setur ekki niður fyrr en seint og um síðir og skuggi er á kartöflugarðinum mestan part dagsins er ekki von á góðu! En það kom samt upp meira en sett var niður og það meira að segja þónokkuð miklu meira. Það er nú bara ágætt :-) Klippti síðan tré og runna og reif upp gras og illgresi sem sáir sér alls staðar þar sem það á ekki að vera! Fátt betra en að vinna í garðinum ! ! !
------------------
Laugardagurinn fór allur í vinnu að fjárhagsáætlun með bæjarfulltrúum en eftir fundinn svaraði ég tölvupóstum sem höfðu safnast upp dagana á undan.
----------------
Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna, fyrsti fundur nýrrar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, aðalfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaganna, aðalfundur sveitarstjórnarráðs Sjálfstæðisflokksins og margt fleira var á dagskrá síðustu viku. Þess á milli unnið að fjárhagsáætlun svo það er nóg að gera !
5. október 2014
Fjölskyldan stækkar og dafnar vel. Varð að sýna ykkur nýjasta fjölskyldumeðliminn
Guðjón og Rakel alsæl með litla prinsinn sem fæddist þann 29. september.
Amma og stoltur afi með litla gullið !
Haraldur Fróði stækkar og dafnar - hress og skemmtilegur strákur :-)
2. október 2014
Fundur bæjarráðs í morgun þar sem einna hæst bar bókun bæjarráðs vegna fyrirhugaðs flutnings Svæðisskrifstofu Vinnueftirlitsins frá Hveragerði til Selfoss.
Bæjarráð mótmælti þessum gjörning harðlega með svo hljóðandi bókun:
"Hvergerðingar undrast þær fréttir sem borist hafa um væntan flutning Svæðisskrifstofu Vinnueftirlits frá Hveragerði til Selfoss. Vinnueftirlitið hefur haft skrifstofu sína í Hveragerði í áratugi og er í dag í afar góðu sérhönnnuðu húsnæði sem hentar Vinnueftirlitinu vel. Er þetta eina starfsemin sem rekin er á vegum ríkisins í Hveragerði ef undan er skilin heilsugæslan. Þykir okkur því lítill sómi að því að færa þessi 5 stöðugildi á Selfoss og valda þar með enn meiri skekkju en orðin er í dreifingu starfa á vegum ríkisins. Ekkert getur í fljótu bragði skýrt þessa ákvörðun sem bæjarfulltrúar í Hveragerði fordæma harðlega um leið og þeir hvetja félagsmálaráðherra til að endurskoða ákvörðun sína. "
Strax að loknum fundi fór bæjarráð í sínar árlegu stofnanaheimsóknir. Þetta er gamall og góður siður sem tryggir að bæjarfulltrúar eru með á nótunum í starfsemi stofnana bæjarins. Ætalði að setja hér inn nokkrar myndir frá deginum en mér er lífsins fyrirmunað að láta þær snúa rétt. Þarf að gúggla þetta en set þær á facebook í staðinn :-)
Bæjarráð mótmælti þessum gjörning harðlega með svo hljóðandi bókun:
"Hvergerðingar undrast þær fréttir sem borist hafa um væntan flutning Svæðisskrifstofu Vinnueftirlits frá Hveragerði til Selfoss. Vinnueftirlitið hefur haft skrifstofu sína í Hveragerði í áratugi og er í dag í afar góðu sérhönnnuðu húsnæði sem hentar Vinnueftirlitinu vel. Er þetta eina starfsemin sem rekin er á vegum ríkisins í Hveragerði ef undan er skilin heilsugæslan. Þykir okkur því lítill sómi að því að færa þessi 5 stöðugildi á Selfoss og valda þar með enn meiri skekkju en orðin er í dreifingu starfa á vegum ríkisins. Ekkert getur í fljótu bragði skýrt þessa ákvörðun sem bæjarfulltrúar í Hveragerði fordæma harðlega um leið og þeir hvetja félagsmálaráðherra til að endurskoða ákvörðun sína. "
Strax að loknum fundi fór bæjarráð í sínar árlegu stofnanaheimsóknir. Þetta er gamall og góður siður sem tryggir að bæjarfulltrúar eru með á nótunum í starfsemi stofnana bæjarins. Ætalði að setja hér inn nokkrar myndir frá deginum en mér er lífsins fyrirmunað að láta þær snúa rétt. Þarf að gúggla þetta en set þær á facebook í staðinn :-)
1. október 2014
"Þetta er bara vont svona rétt á meðan þú borgar" er klárlega setning dagsins. Sölumaður með mjög góða hugmynd sem örugglega myndi geta gert góða hluti en í dýrari kantinum fannst bæjarstjóranum. Sumir eru bara með´etta :-)
--------------------
Fundur með þingmönnum kjördæmisins í morgun og fulltrúum frá Árborg, Hveragerði og Ölfusi. Við kynntum okkar áherslur sem fólust í fjölgun hjúkrunarrýma í Árnessýslu, bættum samskiptum ríkis og sveitarfélaga, áframhaldandi framkvæmdum við Suðurlandsveginn og síðan mótmæltum við harðlega fyrirhuguðum flutningi Svæðisskrifstofu Vinnueftirlitsins héðan frá Hveragerði til Selfoss. Þessi árátta að allt skuli dragast til stóru kjarnanna er fyrir löngu orðin óþolandi og oft eru fá sýnileg rök fyrir breytingunum. Bæjarráð mun álykta um þetta mál í fyrramálið.
Fundurinn með þingmönnum var annars mjög líflegur og góður og skipst var á skoðunum um fjölmörg mál sem sameiginleg eru þessum sveitarfélögum.
----------------------
Hér hefur ringt sem aldrei fyrr og erum við þó öllu vön. Það er með ólíkindum hvað það er mikið vatn þarna uppi og ekkert lát á ! Á svona dögum er gott að stunda sund í góðum hópi :-)
Maður er úti og rennandi blaut hvort sem er. Það er síðan algjörlega ómissandi að ná aðeins pottaspjalli. Þar fréttir maður af öllu sem er að gerast !