12. október 2014
Rólegur sunnudagur sem hófst þó með viðtali um Hveragerði og verkefnin framundan við Örn Guðnason hjá Dagskránni. Afskaplega fallegt haustveður svo myndatakan var við Reykjafoss og bleikum október gert hátt undir höfði :-)
Þessa dagana eru þýskir dagar hjá Almari bakara sem klárlega er hægt að mæla með! Bretzel kringlurnar eru lygilega góðar hjá þeim !
En annars varð garðurinn vettvangur útiverunnar í dag. Tók upp slatta af kartöflum en uppskeran var í fullkomnu samræmi við væntingar vorsins. Þegar maður setur ekki niður fyrr en seint og um síðir og skuggi er á kartöflugarðinum mestan part dagsins er ekki von á góðu! En það kom samt upp meira en sett var niður og það meira að segja þónokkuð miklu meira. Það er nú bara ágætt :-) Klippti síðan tré og runna og reif upp gras og illgresi sem sáir sér alls staðar þar sem það á ekki að vera! Fátt betra en að vinna í garðinum ! ! !
------------------
Laugardagurinn fór allur í vinnu að fjárhagsáætlun með bæjarfulltrúum en eftir fundinn svaraði ég tölvupóstum sem höfðu safnast upp dagana á undan.
----------------
Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna, fyrsti fundur nýrrar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, aðalfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaganna, aðalfundur sveitarstjórnarráðs Sjálfstæðisflokksins og margt fleira var á dagskrá síðustu viku. Þess á milli unnið að fjárhagsáætlun svo það er nóg að gera !
Comments:
Skrifa ummæli