29. október 2014
Aldís! annað hvort bloggar maður reglulega eða maður hreinlega lokar síðunni ! ! !
Þetta fékk ég mjög svo skorinort að heyra í Bónus í dag þegar ég rakst þar á einn af mínum albestu félögum. Þessi skilaboð hafa semsagt nú þegar haft þau áhrif að ég er sest við bloggið enn og aftur.
Reyndar alltaf spurning hversu mikið á að týna til af atburðum undanfarinna daga þegar skrif pásan er orðin þetta löng. Held reyndar að flestir viti að þessi árstími er harla annasamur í sveitarstjórnarmálunum. Nú er verið að vinna hörðum höndum að gerð fjárhagsáætlunar en það er ansi snúið þetta árið. Áhrif nýrra kjarasamninga eru mun meiri heldur en við gerðum ráð fyrir. Við Helga sátum við fram eftir kvöldi í kvöld og unnum í áætluninni. Á morgun erum við búnar að boða til okkar skólastjórnendur til að fara yfir málefni grunnskólans en þar er hækkun á milli ára með þeim hætti að hana verður að skoða betur. Síðdegis stóð til að hafa fund allra bæjarfulltrúa en honum var frestað þar til búið er að fara yfir áhrif kjarasamninganna á heildarniðurstöðuna.
Í dag var þriðji dagur leiðtoganámskeiðs sem ég er svo lánsöm að taka þátt í þetta haustið. Námskeiðið, sem í dag var haldið á Flúðum, er á vegum Skólaþjónustu Árnesþings en þar taka þátt stjórnendur leik- og grunnskóla auk sveitarstjóra, skrifstofustjóra og starfsmanna skólaþjónustunnar. Virkilega gott og gagnlegt námskeið í sérlega góðum félagsskap.
Síðan síðast var skrifað er búið að halda flest haustþing sveitarstjórnarmanna, fjármálaráðstefnuna, ársþing SASS og haustfund Héraðsnefndar Árnessýslu. Allt eru þetta góðir fundir þar sem fjallað er um sameiginleg hagsmunamál sveitarfélaganna. Héraðsnefndin rekur til dæmis tónlistarskóla, listasafn, byggðasafn, héraðsskjalasafn, almannavarnir og brunavarnir svo þar var fundurinn ansi viðamikill. SASS var haldið á Kirkjubæjarklaustri og þar fór meðal annars fram góð málefnavinna um þau atriði sem við í sameiningu setjum á oddinn á okkar svæði.
Vinna sem þessi skilar oft meiru en maður heldur en í ár fóru flestir Sunnlendingar á fund fjárlaganefndar með sama málefnið efst á blaði og það er endurbætur á hafnaraðstöðunni í Þorlákshöfn. Verkefni sem mun breyta mjög miklu ef af verður og þá ekki eingöngu fyrir Þorlákshafnarbúa heldur fyrir alla Sunnlendinga. Vonumst við til að tekið verði vel í beiðni um fjárframlag til þess verks.
--------------------
Kjörís hefur verið meira í kastljósi fjölmiðla en oft áður í kjölfar umfjöllunar um MS og markaðsmisnotkun þess fyrirtækis í gegnum tíðina. Verð að benda ykkur á fínan þátt á ÍNN um Kjörís þar sem systkini mín og ekki síst mamma fara á kostum.
Þetta fékk ég mjög svo skorinort að heyra í Bónus í dag þegar ég rakst þar á einn af mínum albestu félögum. Þessi skilaboð hafa semsagt nú þegar haft þau áhrif að ég er sest við bloggið enn og aftur.
Reyndar alltaf spurning hversu mikið á að týna til af atburðum undanfarinna daga þegar skrif pásan er orðin þetta löng. Held reyndar að flestir viti að þessi árstími er harla annasamur í sveitarstjórnarmálunum. Nú er verið að vinna hörðum höndum að gerð fjárhagsáætlunar en það er ansi snúið þetta árið. Áhrif nýrra kjarasamninga eru mun meiri heldur en við gerðum ráð fyrir. Við Helga sátum við fram eftir kvöldi í kvöld og unnum í áætluninni. Á morgun erum við búnar að boða til okkar skólastjórnendur til að fara yfir málefni grunnskólans en þar er hækkun á milli ára með þeim hætti að hana verður að skoða betur. Síðdegis stóð til að hafa fund allra bæjarfulltrúa en honum var frestað þar til búið er að fara yfir áhrif kjarasamninganna á heildarniðurstöðuna.
Í dag var þriðji dagur leiðtoganámskeiðs sem ég er svo lánsöm að taka þátt í þetta haustið. Námskeiðið, sem í dag var haldið á Flúðum, er á vegum Skólaþjónustu Árnesþings en þar taka þátt stjórnendur leik- og grunnskóla auk sveitarstjóra, skrifstofustjóra og starfsmanna skólaþjónustunnar. Virkilega gott og gagnlegt námskeið í sérlega góðum félagsskap.
Síðan síðast var skrifað er búið að halda flest haustþing sveitarstjórnarmanna, fjármálaráðstefnuna, ársþing SASS og haustfund Héraðsnefndar Árnessýslu. Allt eru þetta góðir fundir þar sem fjallað er um sameiginleg hagsmunamál sveitarfélaganna. Héraðsnefndin rekur til dæmis tónlistarskóla, listasafn, byggðasafn, héraðsskjalasafn, almannavarnir og brunavarnir svo þar var fundurinn ansi viðamikill. SASS var haldið á Kirkjubæjarklaustri og þar fór meðal annars fram góð málefnavinna um þau atriði sem við í sameiningu setjum á oddinn á okkar svæði.
Vinna sem þessi skilar oft meiru en maður heldur en í ár fóru flestir Sunnlendingar á fund fjárlaganefndar með sama málefnið efst á blaði og það er endurbætur á hafnaraðstöðunni í Þorlákshöfn. Verkefni sem mun breyta mjög miklu ef af verður og þá ekki eingöngu fyrir Þorlákshafnarbúa heldur fyrir alla Sunnlendinga. Vonumst við til að tekið verði vel í beiðni um fjárframlag til þess verks.
--------------------
Kjörís hefur verið meira í kastljósi fjölmiðla en oft áður í kjölfar umfjöllunar um MS og markaðsmisnotkun þess fyrirtækis í gegnum tíðina. Verð að benda ykkur á fínan þátt á ÍNN um Kjörís þar sem systkini mín og ekki síst mamma fara á kostum.
Comments:
Skrifa ummæli