26. júlí 2011
Vöxtur trjáa í garðinum hefur verið með miklum ólíkindum undanfarin ár. Á fyrri myndinni sem er tekin árið 2006 má sjá thujuna okkar (cypress) fyrir sunnan hús. Á 5 árum hefur hún stækkað svo mikið að það er lyginni líkast. Reyndar drengurinn líka en það er nú önnur saga. Á seinni myndinni má sjá hvernig thujan lítur út í dag.
Í viðtali við mig í þættinum "Okkar á milli" á RÚV nú nýlega, var ég spurð um áhugamál og auðvitað minntist ég á gróður, blóm og garðinn. Enda fátt sem mér finnst skemmtilegra en að vesenast þar. Í kjölfarið fékk ég senda þessa fínu mynd og afskaplega notalegt bréf frá henni Brynhildi Einarsdóttur á Akureyri. Þetta blóm er í dag 52 ára og á því eru 53 blóm. Ég var sérlega ánægð með að ég skyldi muna að þetta væri gloxinia. Mamma mín og örugglega önnur hver húsmóðir fyrir um 30 árum átti svona blóm. Mjög flott!
Í viðtali við mig í þættinum "Okkar á milli" á RÚV nú nýlega, var ég spurð um áhugamál og auðvitað minntist ég á gróður, blóm og garðinn. Enda fátt sem mér finnst skemmtilegra en að vesenast þar. Í kjölfarið fékk ég senda þessa fínu mynd og afskaplega notalegt bréf frá henni Brynhildi Einarsdóttur á Akureyri. Þetta blóm er í dag 52 ára og á því eru 53 blóm. Ég var sérlega ánægð með að ég skyldi muna að þetta væri gloxinia. Mamma mín og örugglega önnur hver húsmóðir fyrir um 30 árum átti svona blóm. Mjög flott!
22. júlí 2011
Ég var ekki með myndavél svo þetta eru myndirnar sem ég náði í gær með herkjum á símann. Þær eru ekki sérlega góðar! Þarna er eldurinn kominn í gegnum þakið og klukkan er tólf mínútur yfir 12. Mynd númer 2 er tekin mínútu síðan en sú síðasta 18 mínútum yfir 12.
21. júlí 2011
Bæjarráðs fundur í morgun. Fjöldi mála á dagskrá og greinilega mikið um að vera. Endilega lesið fundargerðina inná heimasíðu Hveragerðisbæjar. Sýndi formanni bæjarráðs breytingarnar í Verslunarmiðstöðinni og leist henni vel á. Þetta er alltaf að verða betra og betra :-)
Hitti Harald Guðmundsson sem sér um gróður og garðar hér í bæ í hádeginu og skoðuðum við nokkur svæði í Listigarðinum sem þarf aðeins að huga að. Nú eru rósirnar í listgarðinum alveg að fara að springa út og þá verður nú flott um að litast. Þetta er rósasafn á vegum Garðyrkjufélagsins svo þarna má sjá margar fágætar tegundir.
Við Jóhanna og Sigurdís áttum síðan skemmtilegan hugarflugsfund um jarðskjálftasýninguna. Það eru alltaf að fæðast nýjar og skemmtilegar hugmyndir og ef við pössum okkur ekki þá verður húsnæðið orðið fullt af trjám, rótum og steinum áður en við er litið. Hlakka til að hitta Björn G. Björnsson leikmyndahönnuð eftir helgi en hann ætlar að vera okkur innan handar með uppsetningu.
Sendi út allar afgreiðslur bæjarráðs síðdegis en það er heilmikil handavinna. Hér er fámennt á skrifstofunni enda sumarfrí í algleymingi.
Hef verið að biðja um myndir sem teknar voru í kjölfar jarðskjálftans sem við gætum nýtt á sýninguna. Hef fengið viðbrögð en þó alltof lítil. Fékk nokkrar ótrúlega góðar myndir frá Ingibjörgu Zoega og meðal annars þessa.
Þessi mynd ætti að minna alla á hvers vegna það á ALLTAF að loka klósettinu :-)
Hitti Harald Guðmundsson sem sér um gróður og garðar hér í bæ í hádeginu og skoðuðum við nokkur svæði í Listigarðinum sem þarf aðeins að huga að. Nú eru rósirnar í listgarðinum alveg að fara að springa út og þá verður nú flott um að litast. Þetta er rósasafn á vegum Garðyrkjufélagsins svo þarna má sjá margar fágætar tegundir.
Við Jóhanna og Sigurdís áttum síðan skemmtilegan hugarflugsfund um jarðskjálftasýninguna. Það eru alltaf að fæðast nýjar og skemmtilegar hugmyndir og ef við pössum okkur ekki þá verður húsnæðið orðið fullt af trjám, rótum og steinum áður en við er litið. Hlakka til að hitta Björn G. Björnsson leikmyndahönnuð eftir helgi en hann ætlar að vera okkur innan handar með uppsetningu.
Sendi út allar afgreiðslur bæjarráðs síðdegis en það er heilmikil handavinna. Hér er fámennt á skrifstofunni enda sumarfrí í algleymingi.
Hef verið að biðja um myndir sem teknar voru í kjölfar jarðskjálftans sem við gætum nýtt á sýninguna. Hef fengið viðbrögð en þó alltof lítil. Fékk nokkrar ótrúlega góðar myndir frá Ingibjörgu Zoega og meðal annars þessa.
Þessi mynd ætti að minna alla á hvers vegna það á ALLTAF að loka klósettinu :-)
20. júlí 2011
Ég er svo ánægð með það að Heimir og Þráinn skuli vera mættir aftur í vinnuna. Bylgjan í bítið var ekki svipur hjá sjón án þeirra. Þeir eru hreinlega snillingar :-)
Enn eina ferðina náði síðan Gissur að koma Hveragerði í morgunfréttirnar. Í þetta sinn út af blásandi og hvæsandi borholu á hverasvæðinu! Byrjaði því daginn í gamla áhaldahúsinu þar sem Orkuveitan hefur bækistöðvar sínar. Holan lét öllum illum látum og blés alltof kröftuglega. Ég skil mæta vel að íbúar í nágrenninu skuli hafa gefist upp á þessu og hringt í lögregluna! Vandinn er að notkun á gufunni er alltof lítil yfir sumartímann og til að varna því að holurnar falli saman eru þær látnar blása til að halda þrýstingi á þeim. Starfsmenn Orkuveitunnar voru allir af vilja gerðir til að finna lausn á málinu og vonandi tekst það. Merkilegt reyndar að bæði holan í Klettahlíð og á hverasvæðinu skuli valda þessum vandræðum núna, en allt er þetta reyndar tengt og það er ástæða fyrir þessum hrakförum öllum.
Við Sigurdís stikuðum og mældum á nýju Upplýsingamiðstöðinni eftir bestu getu í morgun. Röðuðum upp steinull til að sjá hvernig skrifborð og annað tæki sig út svo okkur fannst við harla góðar í innanhúss arkitektúrnum :-)
Síðdegis kom hingað nýkjörinn formaður Landverndar og formaður Náttúruverndarsamtaka Suðurlands. Hvergerðingar eiga sameiginlegt áhugamál með þessum félögum en það er verndum dalanna hér fyrir ofan bæinn. Áttum gott og skemmtilegt spjall um virkjunarhugmyndir, rammaáætlun og rannsóknarleyfi.
Undirbjó síðan bæjarráðsfund sem hefst í fyrramálið kl. 8.
Enn eina ferðina náði síðan Gissur að koma Hveragerði í morgunfréttirnar. Í þetta sinn út af blásandi og hvæsandi borholu á hverasvæðinu! Byrjaði því daginn í gamla áhaldahúsinu þar sem Orkuveitan hefur bækistöðvar sínar. Holan lét öllum illum látum og blés alltof kröftuglega. Ég skil mæta vel að íbúar í nágrenninu skuli hafa gefist upp á þessu og hringt í lögregluna! Vandinn er að notkun á gufunni er alltof lítil yfir sumartímann og til að varna því að holurnar falli saman eru þær látnar blása til að halda þrýstingi á þeim. Starfsmenn Orkuveitunnar voru allir af vilja gerðir til að finna lausn á málinu og vonandi tekst það. Merkilegt reyndar að bæði holan í Klettahlíð og á hverasvæðinu skuli valda þessum vandræðum núna, en allt er þetta reyndar tengt og það er ástæða fyrir þessum hrakförum öllum.
Við Sigurdís stikuðum og mældum á nýju Upplýsingamiðstöðinni eftir bestu getu í morgun. Röðuðum upp steinull til að sjá hvernig skrifborð og annað tæki sig út svo okkur fannst við harla góðar í innanhúss arkitektúrnum :-)
Síðdegis kom hingað nýkjörinn formaður Landverndar og formaður Náttúruverndarsamtaka Suðurlands. Hvergerðingar eiga sameiginlegt áhugamál með þessum félögum en það er verndum dalanna hér fyrir ofan bæinn. Áttum gott og skemmtilegt spjall um virkjunarhugmyndir, rammaáætlun og rannsóknarleyfi.
Undirbjó síðan bæjarráðsfund sem hefst í fyrramálið kl. 8.
19. júlí 2011
Fámennt en góðmennt á skrifstofunni í dag. Nóg að gera enda þurfti að undirbúa bæjarráðsfund og koma út fundarboði í dag. Sökkti mér í nokkra stund í málefni dýralækna, ormalyfja og hundahreinsunar en það er eitt af verkefnum sveitarfélaga. Afrakstur þessara vangaveltna fór út í minnisblaði fyrir fundinn.
Ræddi við nokkra aðila um almenningssamgöngur á Suðurlandi en boðaður hefur verið fundur næstkomandi föstudag þar sem væntanlega verður skrifað undir samning við Vegagerðina og á milli sveitarfélaganna.
Ræddi við leikskólastjóra Óskalands um viðhald á húsnæðinu og náðum við fínni lendingu í því máli.
Átti góðan fund hér eftir hádegi með aðilum sem kynntu afskaplega athyglisverða hugmynd um nýsköpun í atvinnulífi Hvergerðinga. Mun skoða þessa möguleika ítarlega í framhaldinu ásamt félögunum í meirihlutanum.
Eftir hádegi fengum við háværar kvartanir frá íbúum í Klettahlíð og Laufskógum sem fengu yfir hús sín og lóðir gríðarmikið magn af affallsvatni frá borholunni fyrir ofan Klettahlíð. Svo mikið var vatnið að það myndaði um 10 cm djúpa tjörn á einni lóðinni. Sjóðheitt! Starfsmenn sem unnu þarna við hreinsun á holunni hættu strax við það verkefni enda ótækt að unnið sé með þessum hætti. Nú þarf að sjá hverja skemmdirnar verða á gróðri þarna á svæðinu og finna betri leið til að hreinsa holuna en þessa sem notuð var í dag. Heimsótti íbúana síðdegis til að fá upplýsingar um málið frá fyrstu hendi og skoða verksummerki. Fékk meira að segja afar gott te í kaupbæti sem var vel þegið.
Fékk þessa fínu mynd senda í dag frá Guðmundi Þór, bæjarfulltrúa. Hún er tekin á Blómum í bæ en þarna má sjá Ásdísi Ríkharðsdóttur, dóttur Ríkharðs Jónssonar, myndhöggvara en hann byggði sumarhús í Frumskógum fyrir rúmum 70 árum sem enn stendur. Ásdís kemur ásamt tvíburasystur sinni Ólöfu enn í húsið en þarna er hún að taka við viðurkenningu sem húseigandi við fegurstu götu ársins 2011 sem einmitt er Frumskógarnir. Ég ætla líka að líta svona vel út þegar ég nálgast nírætt !
Ræddi við nokkra aðila um almenningssamgöngur á Suðurlandi en boðaður hefur verið fundur næstkomandi föstudag þar sem væntanlega verður skrifað undir samning við Vegagerðina og á milli sveitarfélaganna.
Ræddi við leikskólastjóra Óskalands um viðhald á húsnæðinu og náðum við fínni lendingu í því máli.
Átti góðan fund hér eftir hádegi með aðilum sem kynntu afskaplega athyglisverða hugmynd um nýsköpun í atvinnulífi Hvergerðinga. Mun skoða þessa möguleika ítarlega í framhaldinu ásamt félögunum í meirihlutanum.
Eftir hádegi fengum við háværar kvartanir frá íbúum í Klettahlíð og Laufskógum sem fengu yfir hús sín og lóðir gríðarmikið magn af affallsvatni frá borholunni fyrir ofan Klettahlíð. Svo mikið var vatnið að það myndaði um 10 cm djúpa tjörn á einni lóðinni. Sjóðheitt! Starfsmenn sem unnu þarna við hreinsun á holunni hættu strax við það verkefni enda ótækt að unnið sé með þessum hætti. Nú þarf að sjá hverja skemmdirnar verða á gróðri þarna á svæðinu og finna betri leið til að hreinsa holuna en þessa sem notuð var í dag. Heimsótti íbúana síðdegis til að fá upplýsingar um málið frá fyrstu hendi og skoða verksummerki. Fékk meira að segja afar gott te í kaupbæti sem var vel þegið.
Fékk þessa fínu mynd senda í dag frá Guðmundi Þór, bæjarfulltrúa. Hún er tekin á Blómum í bæ en þarna má sjá Ásdísi Ríkharðsdóttur, dóttur Ríkharðs Jónssonar, myndhöggvara en hann byggði sumarhús í Frumskógum fyrir rúmum 70 árum sem enn stendur. Ásdís kemur ásamt tvíburasystur sinni Ólöfu enn í húsið en þarna er hún að taka við viðurkenningu sem húseigandi við fegurstu götu ársins 2011 sem einmitt er Frumskógarnir. Ég ætla líka að líta svona vel út þegar ég nálgast nírætt !
Vinna í dag að loknu letilegu tveggja vikna sumarfríi. Notalegt :-)
En eins og alltaf þá tekur það dágóðan tíma að plægja í gegnum tölvupóstinn og raða upp verkefnum þegar komið er til baka úr fríi. Nú er mikið í gangi í verslunarmiðstöðinni Sunnumörk en þar er verið að breyta húsnæði Upplýsingamiðstöðvar og bókasafns þannig að rými myndist til að setja upp sýningu um jarðskjálftann 2008. Við þessar breytingar verður líka aðkoma að þessum tveimur stofnunum miklu betri og sýnilegri og allt flæði í Verslunarmiðstöðinni betra. Það er allavega von okkar sem stöndum að þessu öllu saman :-)
Hitti Hlíf og verktakana í bóksafninu fyrir hádegi og Sigurdísi á Upplýsingamiðstöðinni síðdegis. Það eru auðvitað margir lausir endar svona á lokametrunum. Get ekki betur séð en að húsnæði kennt við Kidda Rót sé núna tilbúið til að taka við nýjum leigjanda en Hverablóm er að flytja þangað inn. Hugmyndaríkir eigendur þeirrar verslunar munu lífga uppá Verslunarmiðstöðina, það er nokkuð ljóst.
Hitti Þór Ólaf Hammer sem rekur tjaldsvæðið og fórum við yfir ýmis mál er snúa að þeim rekstri. Tjaldsvæðið er vinsælt enda heldur Þór Ólafur vel utan um alla hluti. Það er helst að nú vanti viðbótar salernisaðstöðu enda gestafjöldinn löngu búinn að sprengja allt utan af sér.
Við Jóhanna fórum yfir dagskrá Blómstrandi daga en hún er að nálgast endanlega mynd. Fjöldi skemmtilegra sýningaratriða og ljóst að það fer enginn í útilegu þessa helgi, ja nema þá utanbæjarfólk sem kemur hingað :-)
Við Jóhanna fórum einnig yfir öryggisatriði sundlaugarinnar í Laugaskarði en þau eru í góðu lagi og í fullu samræmi við reglur þar um.
María félagsmálastjóri er í sumarfríi en hún leit samt við og ræddum við framhald mála vegna ráðningar félagsráðgjafa til sveitarfélaganna Hveragerðis og Ölfuss í kjölfar sameiningar félagsþjónustu sveitarfélaganna í Árnessýslu. Nokkur fjöldi umsókna barst um stöðurnar og nú þarf að fara betur yfir þær.
Meirihlutafundur kl. 18 til undirbúnings bæjarráði næsta fimmtudag. Fundurinn varð nokkuð langur enda fjöldi mála á dagskrá. Kvöldmatur var því afar seinn í dag og enn einu sinni farið of seint að sofa. Öll fögur fyrirheit brotin ....
En eins og alltaf þá tekur það dágóðan tíma að plægja í gegnum tölvupóstinn og raða upp verkefnum þegar komið er til baka úr fríi. Nú er mikið í gangi í verslunarmiðstöðinni Sunnumörk en þar er verið að breyta húsnæði Upplýsingamiðstöðvar og bókasafns þannig að rými myndist til að setja upp sýningu um jarðskjálftann 2008. Við þessar breytingar verður líka aðkoma að þessum tveimur stofnunum miklu betri og sýnilegri og allt flæði í Verslunarmiðstöðinni betra. Það er allavega von okkar sem stöndum að þessu öllu saman :-)
Hitti Hlíf og verktakana í bóksafninu fyrir hádegi og Sigurdísi á Upplýsingamiðstöðinni síðdegis. Það eru auðvitað margir lausir endar svona á lokametrunum. Get ekki betur séð en að húsnæði kennt við Kidda Rót sé núna tilbúið til að taka við nýjum leigjanda en Hverablóm er að flytja þangað inn. Hugmyndaríkir eigendur þeirrar verslunar munu lífga uppá Verslunarmiðstöðina, það er nokkuð ljóst.
Hitti Þór Ólaf Hammer sem rekur tjaldsvæðið og fórum við yfir ýmis mál er snúa að þeim rekstri. Tjaldsvæðið er vinsælt enda heldur Þór Ólafur vel utan um alla hluti. Það er helst að nú vanti viðbótar salernisaðstöðu enda gestafjöldinn löngu búinn að sprengja allt utan af sér.
Við Jóhanna fórum yfir dagskrá Blómstrandi daga en hún er að nálgast endanlega mynd. Fjöldi skemmtilegra sýningaratriða og ljóst að það fer enginn í útilegu þessa helgi, ja nema þá utanbæjarfólk sem kemur hingað :-)
Við Jóhanna fórum einnig yfir öryggisatriði sundlaugarinnar í Laugaskarði en þau eru í góðu lagi og í fullu samræmi við reglur þar um.
María félagsmálastjóri er í sumarfríi en hún leit samt við og ræddum við framhald mála vegna ráðningar félagsráðgjafa til sveitarfélaganna Hveragerðis og Ölfuss í kjölfar sameiningar félagsþjónustu sveitarfélaganna í Árnessýslu. Nokkur fjöldi umsókna barst um stöðurnar og nú þarf að fara betur yfir þær.
Meirihlutafundur kl. 18 til undirbúnings bæjarráði næsta fimmtudag. Fundurinn varð nokkuð langur enda fjöldi mála á dagskrá. Kvöldmatur var því afar seinn í dag og enn einu sinni farið of seint að sofa. Öll fögur fyrirheit brotin ....