21. júlí 2011
Bæjarráðs fundur í morgun. Fjöldi mála á dagskrá og greinilega mikið um að vera. Endilega lesið fundargerðina inná heimasíðu Hveragerðisbæjar. Sýndi formanni bæjarráðs breytingarnar í Verslunarmiðstöðinni og leist henni vel á. Þetta er alltaf að verða betra og betra :-)
Hitti Harald Guðmundsson sem sér um gróður og garðar hér í bæ í hádeginu og skoðuðum við nokkur svæði í Listigarðinum sem þarf aðeins að huga að. Nú eru rósirnar í listgarðinum alveg að fara að springa út og þá verður nú flott um að litast. Þetta er rósasafn á vegum Garðyrkjufélagsins svo þarna má sjá margar fágætar tegundir.
Við Jóhanna og Sigurdís áttum síðan skemmtilegan hugarflugsfund um jarðskjálftasýninguna. Það eru alltaf að fæðast nýjar og skemmtilegar hugmyndir og ef við pössum okkur ekki þá verður húsnæðið orðið fullt af trjám, rótum og steinum áður en við er litið. Hlakka til að hitta Björn G. Björnsson leikmyndahönnuð eftir helgi en hann ætlar að vera okkur innan handar með uppsetningu.
Sendi út allar afgreiðslur bæjarráðs síðdegis en það er heilmikil handavinna. Hér er fámennt á skrifstofunni enda sumarfrí í algleymingi.
Hef verið að biðja um myndir sem teknar voru í kjölfar jarðskjálftans sem við gætum nýtt á sýninguna. Hef fengið viðbrögð en þó alltof lítil. Fékk nokkrar ótrúlega góðar myndir frá Ingibjörgu Zoega og meðal annars þessa.
Þessi mynd ætti að minna alla á hvers vegna það á ALLTAF að loka klósettinu :-)
Hitti Harald Guðmundsson sem sér um gróður og garðar hér í bæ í hádeginu og skoðuðum við nokkur svæði í Listigarðinum sem þarf aðeins að huga að. Nú eru rósirnar í listgarðinum alveg að fara að springa út og þá verður nú flott um að litast. Þetta er rósasafn á vegum Garðyrkjufélagsins svo þarna má sjá margar fágætar tegundir.
Við Jóhanna og Sigurdís áttum síðan skemmtilegan hugarflugsfund um jarðskjálftasýninguna. Það eru alltaf að fæðast nýjar og skemmtilegar hugmyndir og ef við pössum okkur ekki þá verður húsnæðið orðið fullt af trjám, rótum og steinum áður en við er litið. Hlakka til að hitta Björn G. Björnsson leikmyndahönnuð eftir helgi en hann ætlar að vera okkur innan handar með uppsetningu.
Sendi út allar afgreiðslur bæjarráðs síðdegis en það er heilmikil handavinna. Hér er fámennt á skrifstofunni enda sumarfrí í algleymingi.
Hef verið að biðja um myndir sem teknar voru í kjölfar jarðskjálftans sem við gætum nýtt á sýninguna. Hef fengið viðbrögð en þó alltof lítil. Fékk nokkrar ótrúlega góðar myndir frá Ingibjörgu Zoega og meðal annars þessa.
Þessi mynd ætti að minna alla á hvers vegna það á ALLTAF að loka klósettinu :-)
Comments:
Skrifa ummæli