19. júlí 2011
Fámennt en góðmennt á skrifstofunni í dag. Nóg að gera enda þurfti að undirbúa bæjarráðsfund og koma út fundarboði í dag. Sökkti mér í nokkra stund í málefni dýralækna, ormalyfja og hundahreinsunar en það er eitt af verkefnum sveitarfélaga. Afrakstur þessara vangaveltna fór út í minnisblaði fyrir fundinn.
Ræddi við nokkra aðila um almenningssamgöngur á Suðurlandi en boðaður hefur verið fundur næstkomandi föstudag þar sem væntanlega verður skrifað undir samning við Vegagerðina og á milli sveitarfélaganna.
Ræddi við leikskólastjóra Óskalands um viðhald á húsnæðinu og náðum við fínni lendingu í því máli.
Átti góðan fund hér eftir hádegi með aðilum sem kynntu afskaplega athyglisverða hugmynd um nýsköpun í atvinnulífi Hvergerðinga. Mun skoða þessa möguleika ítarlega í framhaldinu ásamt félögunum í meirihlutanum.
Eftir hádegi fengum við háværar kvartanir frá íbúum í Klettahlíð og Laufskógum sem fengu yfir hús sín og lóðir gríðarmikið magn af affallsvatni frá borholunni fyrir ofan Klettahlíð. Svo mikið var vatnið að það myndaði um 10 cm djúpa tjörn á einni lóðinni. Sjóðheitt! Starfsmenn sem unnu þarna við hreinsun á holunni hættu strax við það verkefni enda ótækt að unnið sé með þessum hætti. Nú þarf að sjá hverja skemmdirnar verða á gróðri þarna á svæðinu og finna betri leið til að hreinsa holuna en þessa sem notuð var í dag. Heimsótti íbúana síðdegis til að fá upplýsingar um málið frá fyrstu hendi og skoða verksummerki. Fékk meira að segja afar gott te í kaupbæti sem var vel þegið.
Fékk þessa fínu mynd senda í dag frá Guðmundi Þór, bæjarfulltrúa. Hún er tekin á Blómum í bæ en þarna má sjá Ásdísi Ríkharðsdóttur, dóttur Ríkharðs Jónssonar, myndhöggvara en hann byggði sumarhús í Frumskógum fyrir rúmum 70 árum sem enn stendur. Ásdís kemur ásamt tvíburasystur sinni Ólöfu enn í húsið en þarna er hún að taka við viðurkenningu sem húseigandi við fegurstu götu ársins 2011 sem einmitt er Frumskógarnir. Ég ætla líka að líta svona vel út þegar ég nálgast nírætt !
Ræddi við nokkra aðila um almenningssamgöngur á Suðurlandi en boðaður hefur verið fundur næstkomandi föstudag þar sem væntanlega verður skrifað undir samning við Vegagerðina og á milli sveitarfélaganna.
Ræddi við leikskólastjóra Óskalands um viðhald á húsnæðinu og náðum við fínni lendingu í því máli.
Átti góðan fund hér eftir hádegi með aðilum sem kynntu afskaplega athyglisverða hugmynd um nýsköpun í atvinnulífi Hvergerðinga. Mun skoða þessa möguleika ítarlega í framhaldinu ásamt félögunum í meirihlutanum.
Eftir hádegi fengum við háværar kvartanir frá íbúum í Klettahlíð og Laufskógum sem fengu yfir hús sín og lóðir gríðarmikið magn af affallsvatni frá borholunni fyrir ofan Klettahlíð. Svo mikið var vatnið að það myndaði um 10 cm djúpa tjörn á einni lóðinni. Sjóðheitt! Starfsmenn sem unnu þarna við hreinsun á holunni hættu strax við það verkefni enda ótækt að unnið sé með þessum hætti. Nú þarf að sjá hverja skemmdirnar verða á gróðri þarna á svæðinu og finna betri leið til að hreinsa holuna en þessa sem notuð var í dag. Heimsótti íbúana síðdegis til að fá upplýsingar um málið frá fyrstu hendi og skoða verksummerki. Fékk meira að segja afar gott te í kaupbæti sem var vel þegið.
Fékk þessa fínu mynd senda í dag frá Guðmundi Þór, bæjarfulltrúa. Hún er tekin á Blómum í bæ en þarna má sjá Ásdísi Ríkharðsdóttur, dóttur Ríkharðs Jónssonar, myndhöggvara en hann byggði sumarhús í Frumskógum fyrir rúmum 70 árum sem enn stendur. Ásdís kemur ásamt tvíburasystur sinni Ólöfu enn í húsið en þarna er hún að taka við viðurkenningu sem húseigandi við fegurstu götu ársins 2011 sem einmitt er Frumskógarnir. Ég ætla líka að líta svona vel út þegar ég nálgast nírætt !
Comments:
Skrifa ummæli