<$BlogRSDUrl$>

28. apríl 2011

Linkurinn á árshátíðar myndina er kominn í lag :-)

Hér er hægt að skoða myndina !

27. apríl 2011

Dagurinn hófst í Reykjavík á fundi sýningarstjórnar Blóma í bæ með framkvæmdastjóra og formanni Skógræktarfélags Íslands. Farið var yfir hugsanlega aðkomu félagsins að sýningunni en þema hennar er í ár „Skógur“. Það er auðvelt að leika sér með það á ýmsan máta. Skógræktarmenn voru afar áhugasamir og það er ljóst að þeir munu koma til með að setja sinn svip á sýninguna þetta árið.

Hér fyrir austan biðu ýmis verkefni, m.a. var áfram unnið að málefnum Upplýsingamiðstöðvarinnar og rætt við ýmsa aðila þess vegna. Farið yfir málefni Strætós og búfjáreftirlits svo fátt eitt sé nefnt.

Við Ásta Camilla, umhverfisráðgjafi bæjarins, fórum í bílferð um Hveragerði til að skoða það sem helst má lagfæra í bænum. Það er auðvitað ýmislegt en þegar á heildina er litið er bærinn að koma fallega og snyrtilega undan vetri. Þessi árstími núna er aftur á móti ekki sá alfegursti, snjórinn farinn og gróður ekki farinn að láta á sér kræla. Rokið undanfarið hefur feykt rusli útum allt svo nú er tímabært að fara að taka til i görðum og á opnum svæðum.

Hitti eigendur Álfafells en ákveðið hefur verið að bærinn leysi til sín þá lóð en húsakostur á lóðinni eyðilagðist í jarðskjálftanum 2008.

Síðdegis var annar fundur í Reykjavík og núna í kjaramálanefnd Sambandsins. Kjaraviðræður á hinum almenna vinnumarkaði eru komnar í alvarlegan hnút en kjarasamningar opinberra aðila hafa hingað til fylgt í kjölfar hins almenna markaðar. Spurning hvernig framhaldið verður næstu vikur.

Var komin austur aftur kl. 17:30 til að taka á móti hópi evrópskra þingmanna sem ásamt nokkrum þingmönnum héðan frá Íslandi skoðuðu hverasvæðið, fengu hverasoðin egg, hveraeldað brauð og gúrkusnafs áður en við héldum í Listasafnið að skoða ljósmyndasýninguna skemmtilegu sem þar er núna.

Var að finna atriðið mitt frá árshátíð Hveragerðisbæjar á youtube áðan. Hélt ekki að mér hefði tekist að setja þetta inn á sínum tíma en þarna var þetta þá :-) Áhugasamir geta nálgast myndbandið hér.

26. apríl 2011

Páskafríið yndislegt á heimaslóðum. Fórum ekkert um helgina heldur nutum alls þess sem Hveragerði hefur uppá að bjóða. Gönguferðir, sund, skvísuboð, kalkúnaveisla á Heiðmörkinni, ferming Dagnýjar Lísu og frábærar samverustundir með vinum og vandamönnum alla helgina. Mestur tíminn fór þó í að aðstoða Laufeyju Sif við að ganga frá BS ritgerðinni hennar. Hún er að vinna greiningu á gönguleiðinni inn Reykjadal og gera tillögur þar til úrbóta. Við sátum yfir þessu mæðgur og spáðum og spjölluðum um efnið. Afskaplega áhugavert og ritgerðin hennar er mjög fín. Má heldur ekki gleyma Mini Expoinu sem Hjalti Úrsus hélt hér í Hveragerði um helgina. Líkamsræktarmenn í sínu besta formi öttu kappi í skemmtilegri keppni sem fullt af fólki skemmti sér við að horfa á. Þessi fína mynd er tekin í dumbungnum undir Reykjafjalli um páskahelgina.

Í dag var farið yfir fjölmörg mál í vinnunni. Mestur tími fór þó í að skoða breytingar á Upplýsingamiðstöð Suðurlands hér í Sunnumörkinni. Nú er ljóst að Sparisjóðurinn er að loka en það rými hefur bærinn á leigu til næstu 18 ára. Því er brýnt að velta nú við öllum steinum með það fyrir augum að finna hagkvæmustu lausnirnar sem vonandi verða til þess að bæta og auka þjónustu.

Erum farin að vinna að útgáfu fréttabréfs Hveragerðisbæjar. Tvær greinar frá bæjarbúum eru í Dagskránni í síðustu viku þar sem kallað er eftir upplýsingum frá bæjarstjórn. Það er sjálfsagt að verða við því.

16. apríl 2011

Framkvæmdir eru hafnir við endurnýjun Heiðmerkur en þar voru allar lagnir meira og minna komnar í brýna viðhaldsþörf og gangstéttin hreinlega orðin hættuleg. Verktakafyrirtækið Rein sér um framkvæmdina og heldur utan um hana með afar góðum hætti.

15. apríl 2011

Rabbfundur í grunnskólanum í morgun með stjórnendum og formanni skólanefndar.

Elínborg sem verið hefur í starfsnámí hjá Jóhönnu Hjartar að undanförnu kvaddi okkur með glæstum veitingum í morgun. Hún er að læra viðburðastjórnum og hefur fengist við hin fjölbreyttustu verkefni hjá okkur að undanförnu. Hún er mikill fítonskraftur hún Elínborg !

Hitti stjórnarformann ITA bókunarmiðstöðvarinnar og fórum yfir ýmsi mál tengd ferðaþjónustu. Nú þarf að fara að setja á framkvæmdastig allar þær hugmyndir sem ræddar hafa verið að undanförnu í þá veru að auka heimsónir ferðamanna á Upplýsingamiðstöðina.

Guðmundur föðurbróðir minn og Árni Vald. kíktu hér við í morgun og slógu í gegn á skrifstofunni. Frændi sló um sig með svæsnum sögum úr biblíunni og vakti að vanda mikla athygli. Ég held ég verði að fletta þessu upp til að kanna hvort þetta standi virkilega í hinni helgu bók !

Annars var erilsamt eins og stundum er og mikið um að vera í allan dag.



Hér er eitt af þeim fjölmörgu klassísku dönsku lögum sem hún Charlotte söng í gær. Det er dansk, det er så dejligt :-)

14. apríl 2011

Dagurinn byrjaði á námskeiði um hvatningu og endurgjöf í Háskólanum í Reykjavík í morgun. Námskeiðið var áhugavert og ekki spillti glæsilegt húsnæðið fyrir.
Í hádeginu var fundur í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Rætt um úrslit kosninganna um vantraust á ríkisstjórnina og Icesave kosninguna. Hreinskiptnar og góðar umræður.


Bæjarstjórnarfundur kl. 17. Þar var m.a. ákveðið að sameina yfirstjórn félagsþjónustu Hveragerðis, Ölfuss, Uppsveita og Flóa. Skemmtileg tilraun til aukinnar samvinnu sem vafalaust á eftir að reynast vel. Einnig var samþykkt að hefja nú þegar viðræður við Brunavarnir Árnessýslu vegna hugsanlegrar sameiningar liðsins hér við Brunavarnir.

Guðrún systir beið svo eftir mér eftir fundinn og þegar Albert var farinn strokinn og fínn á árshátíð grunnskólans brugðum við systurnar undir okkur betri fætinum, brugðum okkur til Reykjavíkur og sáum þar sýningu Charlotte Böving, "Þetta er lífið". Mjög skemmtileg og alveg sérstaklega fyrir aðdáendur þess ágæta lands,Danmörku.

13. apríl 2011

Byrjaði daginn á morgunverðarfundi Innanríkisráðuneytisins um almenningssamgöngur á Hótel Sögu. Var komin þangað kl. 8:15 en greinilegt var að háskólafólk er komið í páskafrí því umferðin var miklu minni en maður hafði ímyndað sér á þessum tíma vestur í bæ. Fundurinn var góður, Ögmundur Jónasson, tilkynnti að settir yrðu nýir fjármunir í almenningssamgöngur rúmur milljarður á ári næstu tíu árin. Er þetta nýtt og jákvætt útspil hjá ráðherra sem væntanlega mun ýta við framþróun á þessu sviði. Ég sat þarna í pallborði að loknum framsögum ásamt Ögmundi, Vegamálastjóra, Degi B. Eggertssyni, Reyni framkvæmdastjóra Strætó bs og Ásgerði bæjarstjóra á Seltjarnarnesi. Kom þar á framfæri sjónarmiðum okkar Sunnlendinga á þessu sviði en við hér og í Árborg erum nú að vinna í að tryggja áframhaldandi almenningssamgöngur á leið 51. Eftir fundinn hittumst við nokkur til að ræða framhald mála hér fyrir austan en ráðuneytismenn eru afar áhugasamir um Strætóinn okkar enda er hann skólabókardæmi um vellukkaðar almenningssamgöngur.

Hitti Guðjón skólastjóra grunnskólans þegar ég kom austur, en nú flykkjast að umsóknir um kennarastöður við skólann. Gaman að sjá að margir hafa hug á því að bætast í okkar góða kennaralið.

Hitti Jóhönnu, menningar- og frístundafulltrúa og fórum við yfir umsóknir sem borist hafa um sumarstörf. Fjöldi umsókna er miklu meiri en störfin sem eru í boði en það væri svo gaman að geta boðið öllum sem sóttu um starf vinnu. Því miður er ekki víst að það takist.

Sigurdís á Upplýsingamiðstöðinni bættist síðan í hópinn og fórum við yfir breytingar sem hugsanlegar eru á umhverfi Upplýsingamiðstöðvar. Ég er sannfærð um að hægt er að gera þar breytingar sem aukið geta til mikilla muna aðsókn að Upplýsingamiðstöðinni og verslunarmiðstöðinni í leiðinni. Við munum vinna í því áfram.

Hingað kom Svavar frá Orkusölunni og fórum við yfir raforkukaup bæjarfélagsins. Það er einstaklega ergilegt að það er einhvern veginn alveg sama hversu mikið er dregið saman í raforku notkun, reikingurinn er alltaf jafn hár! Ef sparað er í orku hækkar bara viðhaldsgjaldið í staðinn sem núna er orðið helmingi hærra en verð per kWh.

Gæti skrifað óralangan pistil um atburði undanfarinna daga en læt það ógert, framtaksleysi í skrifum gerir að verkum að það vantar viku í þessa dagbók :-)

En svona til gamans má geta þess að miklar umræður eru nú í bæjarfélaginu um það hvort fella beri fururnar sem eru sunnan við stóra heita pottinn í Laugaskarði. Viljum við skjól eða sól? Allir sérfræðingarnir okkar fóru í gær saman að skoða aðstæður, Jóhanna, Halli og Ásta Camilla og svei mér ef þau eru ekki búin að finna góða lausn á þessari illvígu deilu!

7. apríl 2011

Á fundi bæjarráðs sem hófst kl. 18 vakti mesta athygli sú staðreynd að við verðum að breyta greiðslumáta vegna Hamarshallarinnar þar sem norskur viðskiptabanki birgjans okkar neitar að taka við íslenskum bankaábyrgðum. Og það þrátt fyrir að við höfum leitað til tveggja banka hér heima og einnig leitað aðstoðar framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra sveitarfélaga. Svörin sem við fengum væri að þeir tækju enga pappíra frá Íslandi gilda. Þetta er staða sem ég átti ekki von á en það er greinilegt að efnahagslegt umhverfi og óstöðugleiki hefur þau áhrif að trúverðugleiki okkar er að engu orðinn. Þykir mér það sorglegt. Öll upphæðin um (105 mkr) verður því tekin að láni árið 2012 og geymd á norskum reikningi þar til húsið er komið og risið. Þetta hefur engin áhrif á fjárhag ársins 2011 eins og skilja mátti á ágætri grein oddvita A listans sem birtist á facebook í kvöld. En breytir aftur á móti forsendum sem voru gefnar í þriggja ára fjárhagsáætlun bæjarins.

Verð að játa að ég hef áhyggjur að framtíðinni ef þetta er afstaðan erlendis til okkar Íslendinga?

Rétt fyrir 10 í morgun kom hingað fréttamaður frá hádegisútvarpi RÚV en hún var að gera innslag um Hveragerði. Fór m.a. niður á Heilsustofnun og fjallaði um hótelið. Ræddi við Jóhönnu, menningar- og frístundafulltrúa, um Hveragarðinn og afþreyingu ferðamanna hér í Hveragerði, tók viðtal við mig um Hamarshöllina sem hún sýndi mikinn áhuga og örugglega hefur hún rætt við fleiri. Gleymdi að spyrja hvenær þetta verður flutt en það er allavega í kringum kl. 12 á hinni stórgóðu útvarpsrás nr. 1.

Klukkan 11 var ég mætt niður í Þorlákshöfn þar sem ég, Ásta og Ólafur Örn hittum Ólaf Guðmundsson frá FÍB. Hann kynnti fyrir okkur þá vinnu sem félagið hefur innt af hendi við að meta vegakerfið hér á landi og greina hættulegustu vegkaflana. Þetta var afar fróðlegt og eftir stendur að slysatíðni er einna mest hér á Suðurlandsvegi en það sem vakti sérstaka athygli var að einn hættulegasti vegkaflinn hér í Árnessýslu er leiðin milli Svínavatns og Laugarvatns, það vissi ég ekki!

Brunaði beint í bæinn til fundar við forsvarsmenn Reita fasteignafélags en við höfum verið að vinna að ákveðnum breytingum hér í verslunarmiðstöðinni Sunnumörk. Þar er Hveragerðisbær með hundruðir fermetra á leigu svo hagsmunir bæjarbúa eru ríkir þar innandyra. Það er ríkur vilji hjá Reitum til að gera skurk í því að miðstöðin verði meira aðlaðandi og næstu vikur munu skera úr um það hvort slíkt mun gerast.

Fundur í Innanríkisráðuneytinu með ráðherra, vegamálastjóra, þingmönnum og sveitarstjórnarmönnum. Átti von á góðum fréttum um að hefja ætti framkvæmdir við veginn fljótlega og að ríkisstjórnin hefði séð að sér varðandi vegtollana. En nei þar urðum við fyrir ákveðnum vonbrigðum og ekki náðist sátt á þessum fundi. Ég tel samt afar brýnt að þegar verði ráðist í úrbætur á þeim stöðum þar sem það er hægt. Kambarnir og háheiðin eru þar fremst í flokki. Mér fannst ráðherra taka ágætlega í það sjónarmið. Það er sjálfsagt stutt í næsta fund.

Sátum eftir nokkur og ræddum með ráðuneytismönnum framhald viðræðna um almenningssamgöngur. Þar þurfum við að ná lendingu á allra næstu dögum en marga mánuði tekur að panta nýjar rútur sem sett verður sem skilyrði í næsta samningi. Það verður lögð áhersla á að í rútunum megi standa séu öll sæti setin. Það myndi koma í veg fyrir að fólk væri skilið eftir sem er helsta umkvörtunarefni notenda þjónustunnar.

Klukkan sjö í kvöld fór bæjarstjórn til fundar við brunaverði Hveragerðisbæjar. Þar voru einnig mættir slökkviliðsstjóri og aðstoðarslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu sem kynntu starfsemi þeirra. Það er engin launung að nú er litið til þeirra möguleika sem falist geta í sameiningu þessara liða en ekkert viljum við gera í óþökk brunavarða þannig að það var gott að finna andann sem var í hópnum í kvöld. Það er reyndar alltaf gott að hitta brunverðina okkar, þetta er harðsnúinn og samhentur hópur sem leggur mikið á sig til að tryggja öryggi okkar hinna. Slíkt er ómetanlegt.

6. apríl 2011

Við Jóhanna hittum Þurý og Erling frá Golfklúbbnum í dag. Fórum yfir samninginn sem í gildi er milli Hveragerðisbæjar og golfaranna en þau sjá m.a. um allan slátt og viðhald á fótboltavöllum bæjarins. Þetta er alltaf spurning um fjölda slátta og magn og tegund áburðar. Við erum svo heppin að Hafsteinn hjá Golfklúbbnum er sérfræðingur í svona löguðu og því þurfum við ekki að setja okkur náið inní öll þessi atriði :-)

Eftir hádegi var fundur hjá Sass um almenningssamgöngur. Þar var farið yfir öll sérleyfin hér fyrir austan fjall en þau eru ansi mörg. Það vekur furðu að öll byrja þau í Reykjavík, rúturnar keyra síðan í halarófu austur fyrir fjall og leiðir skilja smám saman en allar keyra þær á Selfoss. Þetta er ekki skynsamleg nýting fjármuna.

Fundur í Almannavarnanefnd Árnessýslu strax á eftir. Ákveðið að halda skrifborðsæfingu í nefndinni í byrjun maí, hér í Hveragerði. Við vonumst auðvitað til þess að hjálparsveitin geti hýst æfinguna enda væri vel við hæfi að fudna í þeirra glæsilega húsnæði. Nefndin skoðaði síðan nýju björgunarmiðstöðina á Selfossi. Hún er afar glæsileg en lítið þarf að gera til að hægt sé að flytja þar inn.

Við Helga sátum síðan fram yfir kvöldmat og fórum yfir ársreikninginn. Mér sýnist reksturinn vera í góðu samræmi við fjárhagsáætlun og er það afskaplega gleðilegt. Hér reka stjórnendur stofnanir sínar af metnaði og skynsemi og fyrir það erum við afar þakklát.

Sit núna og horfi á finnskan þátt um gufuböð. Stórkostlegur þáttur! Þar var m.a. sýnt ansi skondið myndbrot af þéttvöxnum konum í sundleikfimi þá klikkti Bjarni Rúnar út með þessari setningu: Hefur einhvern tíma einhver, í sögunni, misst kíló í sundleikfimi? Manni getur nú sárnað þó maður grenji ekki á staðnum :-)

4. apríl 2011

Byrjaði daginn á fundi í Þingborg þar sem fulltrúar flestra sveitarfélaga í Árnessýslu gengu frá síðustu útgáfu af nýjum samstarfssamningi um sameiginlega yfirstjórn félagsþjónustunar og erindisbréfi sameiginlegrar velferðarnefndar. Nú munu sveitarstjórnir á svæðinu samþykkja þessi skjöl ein af annarri og hægt verður að hefja hið formlega ferli. Þessi vinna hefur gengið einstaklega vel og það er gaman að sjá hversu samtaka þessi sveitarfélög eru í þessari vegferð.

Að loknum fundi hitti ég Kristján dýraeftirlitsmann og heimsóttum við hundahótelið að Arnarstöðum en þar dvelur nú einn af þekktari íbúum Hveragerðisbæjar, Rottweiler tíkin Chrystel. Það var greinilegt að það fer vel um tíkina þarna en hún var í gönguferð úti móa með Gunnari bónda á Arnarstöðum þegar okkur bar að garði. Það var gott að sjá góðan aðbúnað dýranna á Arnarstöðum og ekki síður að finna fyrir þeim hlýhug sem hjónin bera til ferfættra skjólstæðinga sinna.

Vann í nokkrum málum eftir hádegi, gekk frá ýmsu og átti góð símtöl við marga. Síðdegis var bæjarstjórn og fleiri aðilum boðið til Mortens og Kollu en þau reka gistiheimilið í Frumskógum. Þar fengum við kynningu á heimildamynd sem húsráðendur ástamt fleirum dreymir um að gera um lífið í Skáldagtöunni á árum áður. Þetta getur orðið góð mynd og skapað mikla og jákvæða ímynd fyrir bæjarfélagið.

Meirihlutafundur hófst síðar en venjulega og lauk ekki fyrr en undir átta. Fékk síðan góðan gest en alltof sjaldgæfan í kvöldkaffi, en Habbi Bjarna kíkti hér inn. Hann var lengi með mér í bæjarstjórn og er enn einn af mínum bestu og tryggustu félögum.

1. apríl 2011

Brunaði enn eina ferðina eldsnemma til Reykjavíkur. Byrjaði á að hitta Arnar Jónsson hjá Capacent en hann hefur aðstoðað okkur við ýmislegt. Hann er ekki að vinna að verkefni fyrir okkur núna en í staðinn spjöllum við stundum um ýmis mál. Strax í kjölfarið átti ég góðan fund með Friðfinni Hermannssyni hjá Capacent þar sem við fórum yfir álitamál varðandi fyrirhugaðann flutning á málefnum aldraðra yfir til sveitarfélaganna. Friðfinnur var á sama tíma og ég í MA, giftur bekkjarsystur minni henni Berlindi Svavars. MA tengslin klikka aldrei :-)

Strax eftir Capacent fundina var fundur í Ferðamálaráði í Iðnaðarráðuneytinu. Þar er margt í gangi. Meðal annars er verið að leggja lokahönd á ný lög um farþega- og gistináttagjald en tekjurnar af þeim munu renna í nýjan framkvæmdasjóð ferðaþjónustunnar. Einnig er verið að vinna ný ferðamálalög og um öll þessi lög fjallar Ferðamálaráð.

Beint austur um hádegi og á fund í Fagráði Upplýsingamiðstöðvar Suðurlands. Þar erum við að skoða ýmsar útfærslur að breyttri þjónustu og bættri aðstöðu og það verður virkilega spennandi að fylgja því eftir.

Síðdegis hitti ég Ástu framkvæmdastjóra Árborgar og bárum við saman bækur okkar áður en við hittum fulltrúa frá fyrirtækinu Bílar og fólk vegna almenningssamgangna. Áttum með framkvæmdastjóranum góðan fund þar sem við fórum yfir fjölmörg álitaefni varðandi Strætó.

Þar sem dagurinn var svona hrikalega pakkfullur af fundum þá lauk honum við símtöl og tölvupóstvinnu áður en ég komst heim rétt um hálf átta. Humarsúpan hans Lárusar beið síðan, gómsæt sem aldrei fyrr...

Apríl gabb bæjarstjórans heppnaðist vonum framar og meira að segja Gissur á Bylgjunni notaði "fréttina" bæði kl. 8 og 8:30 í morgun. Spurning hversu margir mæta í Listigarðinn í kvöld kl. 22 á æfingu strípalinga fyrir Jónsmessu velting og hlaup :-)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet