4. apríl 2011
Byrjaði daginn á fundi í Þingborg þar sem fulltrúar flestra sveitarfélaga í Árnessýslu gengu frá síðustu útgáfu af nýjum samstarfssamningi um sameiginlega yfirstjórn félagsþjónustunar og erindisbréfi sameiginlegrar velferðarnefndar. Nú munu sveitarstjórnir á svæðinu samþykkja þessi skjöl ein af annarri og hægt verður að hefja hið formlega ferli. Þessi vinna hefur gengið einstaklega vel og það er gaman að sjá hversu samtaka þessi sveitarfélög eru í þessari vegferð.
Að loknum fundi hitti ég Kristján dýraeftirlitsmann og heimsóttum við hundahótelið að Arnarstöðum en þar dvelur nú einn af þekktari íbúum Hveragerðisbæjar, Rottweiler tíkin Chrystel. Það var greinilegt að það fer vel um tíkina þarna en hún var í gönguferð úti móa með Gunnari bónda á Arnarstöðum þegar okkur bar að garði. Það var gott að sjá góðan aðbúnað dýranna á Arnarstöðum og ekki síður að finna fyrir þeim hlýhug sem hjónin bera til ferfættra skjólstæðinga sinna.
Vann í nokkrum málum eftir hádegi, gekk frá ýmsu og átti góð símtöl við marga. Síðdegis var bæjarstjórn og fleiri aðilum boðið til Mortens og Kollu en þau reka gistiheimilið í Frumskógum. Þar fengum við kynningu á heimildamynd sem húsráðendur ástamt fleirum dreymir um að gera um lífið í Skáldagtöunni á árum áður. Þetta getur orðið góð mynd og skapað mikla og jákvæða ímynd fyrir bæjarfélagið.
Meirihlutafundur hófst síðar en venjulega og lauk ekki fyrr en undir átta. Fékk síðan góðan gest en alltof sjaldgæfan í kvöldkaffi, en Habbi Bjarna kíkti hér inn. Hann var lengi með mér í bæjarstjórn og er enn einn af mínum bestu og tryggustu félögum.
Að loknum fundi hitti ég Kristján dýraeftirlitsmann og heimsóttum við hundahótelið að Arnarstöðum en þar dvelur nú einn af þekktari íbúum Hveragerðisbæjar, Rottweiler tíkin Chrystel. Það var greinilegt að það fer vel um tíkina þarna en hún var í gönguferð úti móa með Gunnari bónda á Arnarstöðum þegar okkur bar að garði. Það var gott að sjá góðan aðbúnað dýranna á Arnarstöðum og ekki síður að finna fyrir þeim hlýhug sem hjónin bera til ferfættra skjólstæðinga sinna.
Vann í nokkrum málum eftir hádegi, gekk frá ýmsu og átti góð símtöl við marga. Síðdegis var bæjarstjórn og fleiri aðilum boðið til Mortens og Kollu en þau reka gistiheimilið í Frumskógum. Þar fengum við kynningu á heimildamynd sem húsráðendur ástamt fleirum dreymir um að gera um lífið í Skáldagtöunni á árum áður. Þetta getur orðið góð mynd og skapað mikla og jákvæða ímynd fyrir bæjarfélagið.
Meirihlutafundur hófst síðar en venjulega og lauk ekki fyrr en undir átta. Fékk síðan góðan gest en alltof sjaldgæfan í kvöldkaffi, en Habbi Bjarna kíkti hér inn. Hann var lengi með mér í bæjarstjórn og er enn einn af mínum bestu og tryggustu félögum.
Comments:
Skrifa ummæli