<$BlogRSDUrl$>

7. apríl 2011

Á fundi bæjarráðs sem hófst kl. 18 vakti mesta athygli sú staðreynd að við verðum að breyta greiðslumáta vegna Hamarshallarinnar þar sem norskur viðskiptabanki birgjans okkar neitar að taka við íslenskum bankaábyrgðum. Og það þrátt fyrir að við höfum leitað til tveggja banka hér heima og einnig leitað aðstoðar framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra sveitarfélaga. Svörin sem við fengum væri að þeir tækju enga pappíra frá Íslandi gilda. Þetta er staða sem ég átti ekki von á en það er greinilegt að efnahagslegt umhverfi og óstöðugleiki hefur þau áhrif að trúverðugleiki okkar er að engu orðinn. Þykir mér það sorglegt. Öll upphæðin um (105 mkr) verður því tekin að láni árið 2012 og geymd á norskum reikningi þar til húsið er komið og risið. Þetta hefur engin áhrif á fjárhag ársins 2011 eins og skilja mátti á ágætri grein oddvita A listans sem birtist á facebook í kvöld. En breytir aftur á móti forsendum sem voru gefnar í þriggja ára fjárhagsáætlun bæjarins.

Verð að játa að ég hef áhyggjur að framtíðinni ef þetta er afstaðan erlendis til okkar Íslendinga?

Rétt fyrir 10 í morgun kom hingað fréttamaður frá hádegisútvarpi RÚV en hún var að gera innslag um Hveragerði. Fór m.a. niður á Heilsustofnun og fjallaði um hótelið. Ræddi við Jóhönnu, menningar- og frístundafulltrúa, um Hveragarðinn og afþreyingu ferðamanna hér í Hveragerði, tók viðtal við mig um Hamarshöllina sem hún sýndi mikinn áhuga og örugglega hefur hún rætt við fleiri. Gleymdi að spyrja hvenær þetta verður flutt en það er allavega í kringum kl. 12 á hinni stórgóðu útvarpsrás nr. 1.

Klukkan 11 var ég mætt niður í Þorlákshöfn þar sem ég, Ásta og Ólafur Örn hittum Ólaf Guðmundsson frá FÍB. Hann kynnti fyrir okkur þá vinnu sem félagið hefur innt af hendi við að meta vegakerfið hér á landi og greina hættulegustu vegkaflana. Þetta var afar fróðlegt og eftir stendur að slysatíðni er einna mest hér á Suðurlandsvegi en það sem vakti sérstaka athygli var að einn hættulegasti vegkaflinn hér í Árnessýslu er leiðin milli Svínavatns og Laugarvatns, það vissi ég ekki!

Brunaði beint í bæinn til fundar við forsvarsmenn Reita fasteignafélags en við höfum verið að vinna að ákveðnum breytingum hér í verslunarmiðstöðinni Sunnumörk. Þar er Hveragerðisbær með hundruðir fermetra á leigu svo hagsmunir bæjarbúa eru ríkir þar innandyra. Það er ríkur vilji hjá Reitum til að gera skurk í því að miðstöðin verði meira aðlaðandi og næstu vikur munu skera úr um það hvort slíkt mun gerast.

Fundur í Innanríkisráðuneytinu með ráðherra, vegamálastjóra, þingmönnum og sveitarstjórnarmönnum. Átti von á góðum fréttum um að hefja ætti framkvæmdir við veginn fljótlega og að ríkisstjórnin hefði séð að sér varðandi vegtollana. En nei þar urðum við fyrir ákveðnum vonbrigðum og ekki náðist sátt á þessum fundi. Ég tel samt afar brýnt að þegar verði ráðist í úrbætur á þeim stöðum þar sem það er hægt. Kambarnir og háheiðin eru þar fremst í flokki. Mér fannst ráðherra taka ágætlega í það sjónarmið. Það er sjálfsagt stutt í næsta fund.

Sátum eftir nokkur og ræddum með ráðuneytismönnum framhald viðræðna um almenningssamgöngur. Þar þurfum við að ná lendingu á allra næstu dögum en marga mánuði tekur að panta nýjar rútur sem sett verður sem skilyrði í næsta samningi. Það verður lögð áhersla á að í rútunum megi standa séu öll sæti setin. Það myndi koma í veg fyrir að fólk væri skilið eftir sem er helsta umkvörtunarefni notenda þjónustunnar.

Klukkan sjö í kvöld fór bæjarstjórn til fundar við brunaverði Hveragerðisbæjar. Þar voru einnig mættir slökkviliðsstjóri og aðstoðarslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu sem kynntu starfsemi þeirra. Það er engin launung að nú er litið til þeirra möguleika sem falist geta í sameiningu þessara liða en ekkert viljum við gera í óþökk brunavarða þannig að það var gott að finna andann sem var í hópnum í kvöld. Það er reyndar alltaf gott að hitta brunverðina okkar, þetta er harðsnúinn og samhentur hópur sem leggur mikið á sig til að tryggja öryggi okkar hinna. Slíkt er ómetanlegt.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet