26. apríl 2011
Páskafríið yndislegt á heimaslóðum. Fórum ekkert um helgina heldur nutum alls þess sem Hveragerði hefur uppá að bjóða. Gönguferðir, sund, skvísuboð, kalkúnaveisla á Heiðmörkinni, ferming Dagnýjar Lísu og frábærar samverustundir með vinum og vandamönnum alla helgina. Mestur tíminn fór þó í að aðstoða Laufeyju Sif við að ganga frá BS ritgerðinni hennar. Hún er að vinna greiningu á gönguleiðinni inn Reykjadal og gera tillögur þar til úrbóta. Við sátum yfir þessu mæðgur og spáðum og spjölluðum um efnið. Afskaplega áhugavert og ritgerðin hennar er mjög fín. Má heldur ekki gleyma Mini Expoinu sem Hjalti Úrsus hélt hér í Hveragerði um helgina. Líkamsræktarmenn í sínu besta formi öttu kappi í skemmtilegri keppni sem fullt af fólki skemmti sér við að horfa á. Þessi fína mynd er tekin í dumbungnum undir Reykjafjalli um páskahelgina.
Í dag var farið yfir fjölmörg mál í vinnunni. Mestur tími fór þó í að skoða breytingar á Upplýsingamiðstöð Suðurlands hér í Sunnumörkinni. Nú er ljóst að Sparisjóðurinn er að loka en það rými hefur bærinn á leigu til næstu 18 ára. Því er brýnt að velta nú við öllum steinum með það fyrir augum að finna hagkvæmustu lausnirnar sem vonandi verða til þess að bæta og auka þjónustu.
Erum farin að vinna að útgáfu fréttabréfs Hveragerðisbæjar. Tvær greinar frá bæjarbúum eru í Dagskránni í síðustu viku þar sem kallað er eftir upplýsingum frá bæjarstjórn. Það er sjálfsagt að verða við því.
Í dag var farið yfir fjölmörg mál í vinnunni. Mestur tími fór þó í að skoða breytingar á Upplýsingamiðstöð Suðurlands hér í Sunnumörkinni. Nú er ljóst að Sparisjóðurinn er að loka en það rými hefur bærinn á leigu til næstu 18 ára. Því er brýnt að velta nú við öllum steinum með það fyrir augum að finna hagkvæmustu lausnirnar sem vonandi verða til þess að bæta og auka þjónustu.
Erum farin að vinna að útgáfu fréttabréfs Hveragerðisbæjar. Tvær greinar frá bæjarbúum eru í Dagskránni í síðustu viku þar sem kallað er eftir upplýsingum frá bæjarstjórn. Það er sjálfsagt að verða við því.
Comments:
Skrifa ummæli