<$BlogRSDUrl$>

17. febrúar 2011

Átti, ásamt Róberti Hlöðverssyni, oddvita minnihlutans, góðan fund með forsvarsmönnum Heilsustofnunar NLFÍ þar sem fjallað var um stöðuna sem skapast hefur í rekstri stofnunarinnar og þá möguleika og þær ógnanir sem hugsanlega bíða í framtíðinni. Allir bæjarfulltrúar í Hveragerði munu einhenda sér í það að styðja með öllum tiltækum ráðum við þá góðu starfsemi sem í gangi er á Heilsustofnun. Það er í mínum huga enginn efi um það að sá rekstur og sú þjónusta sem þar er veitt er bráðnauðsynleg fyrir samfélagið allt fyrir nú utan að vera miklu mun ódýrari fyrir ríkið heldur en á öðrum sambærilegum stofnunum. Við ræddum einnig um hótelið sem reka á í húsakynnum stofnunarinnar í 8 vikur í sumar eða frá og með 20. júní. Það verður gaman að fylgjast með þeim rekstri en þarna verður rekið fyrsta og flottasta wellness hótel landsins. Ég er hrædd um að mörgum bregði í brún þegar blóðugar gómsætar lambasteikur verða framreiddar í matsalnum ásamt dýrindis vínum. En maturinn verður í hæsta klassa og þjónustan og aðbúnaður hvergi betri.

Kíkið endilega á heimasíðuna www.hotspringshotel.is

Dagurinn byrjaði annars árla á fundi að Borg í Grímsnesi en þar hittust oddvitar, sveitarstjórar og formenn félagsmálanefnda í Árnessýslu utan Árborgar. Þessi hópur hefur hist nokkuð oft að undanförnu til að ræða ýmsa möguleika í félagsþjónustu á þessu svæði . Þetta hefur verið góð og gagnleg vinna og nú nálgumst við niðurstöðu.

Annars var dagurinn sólríkur og góður, kaka í morgunkaffi og kaka í hádegismat. Það fer að verða útséð um það að maður komist í kjólinn fyrir árshátíðatörnina :-)


16. febrúar 2011

Símtöl, tölvupóstur, viðtöl og bréfaskriftir. Erilsamur dagur ...

Átti gott spjall við Sigmund á Sunnlenska um almenningssamgöngur. Það spjall rataði á forsíðu. Inntak fréttarinnar var að ríksisvaldið þarf að auka framlög til almenningssamgangna eða létta álögum af bifreiðum og olíu til að rekstur sem þessi sé lífvænlegur. Það er með ólíkindum að ríkið skuli hafa umtalsverðar tekjur af almenningssamgöngum á saman tíma og fjálglega er rætt um það með hvaða hætti með auka þær, bæta og styrkja. Ef eitthvað er að marka 20/20 áætlun ríkisstjórnarinnar þá verður núna tekið á þessum málum af skynsemi og festu.

Í kvöld upplifði ég frábæran leik í íþróttahúsinu þegar unglingaflokkur Hamars/Þórs vann lið Fjölnis í Grafarvogi í 4. liða úrslitum Bikarkeppninnar. Það er ekki oft sem maður sér svona spennandi lokamínútur. En staðan var jöfn þegar 3 sekúndur voru eftir. Þá tók Hamar/Þór innkast frá miðju, Emil Þorvalds fékk boltann, dripplaði innfyrir þriggja stiga línuna og tók skot í fallegum boga yfir varnarmann Fjölnis og beint ofaní körfuna. Þá voru 0,2 sekúndur eftir og leikurinn var unninn. Meiriháttar og gefur góðan tón fyrir úrslitaleikinn við Hauka á næstunni...

15. febrúar 2011

Langur og viðburðarríkur dagur ...

Í morgun fór ég yfir tölvupóst og sinnti símtölum sem höfðu setið á hakanum. Undirbjó síðan fundarboð bæjarráðs sem fór út síðdegis í dag. Þar í eru minnisblöð um skipan starfshóps sem vinna á að undirbúningi garðyrkju- og blómasýningarinnar en nú viljum við gjarnan virkja breiðari hóp fólks til þátttöku. Ennfremur er þar minnisblað frá menningar- og frístunda fulltrúa vegna atvinnulífssýningarinnar Suðurland - Já takk sem halda á í ráðhúsi Reykjavíkur í mars. Það er mikilvægt að atvinnulífið í Hveragerði nýti þetta tækifæri til að kynna starfsemi sína fyrir höfuðborgarbúum. Viðtal við íbúa eftir hádegi og kl. 15:30 hófst fundur sem við Ninna Sif höfðum óskað eftir með foreldraráðum og foreldrarfélagi leikskólanna. Afskaplega góður fundur þar sem við fórum vel yfir forsendur rekstrar á skólunum og þær hugmyndir sem uppi voru um hagræðingu þar. Að öllum líkindum er fundin lausn á því máli sem allir geta fellt sig við.

Eftir fundinn undirbjó ég veislustjórn kvöldsins en ég hafði tekið að mér að stjórna fagnaði Zonta kvenna á Suðvesturhorninu sem haldinn var að Hótel Hlíð. Kvöldið varð síðan mjög skemmtilegt. Afskaplega skemmtilegar konur og góð dagskrá. Takk fyrir gott kvöld, kæru vinkonur !

14. febrúar 2011

Frábær helgi að baki með yndislega skemmtilegum vinkonum í bústað. Það trúir því enginn hvað við vorum duglegar en heill hellingur af handavinnuverkum leit dagsins ljós og í mínu tilfelli er Víðimýrarkirkja orðin að veruleika í krosssaumuðu eldhúsgardínunum sem vonandi verða einhvern tíma tilbúnar :-)

Annars stungum við nokkrar af úr bústaðnum til að sjá stelpurnar í Hamri spila á móti Keflavík. Ef þær hefðu unnið hefðu þær fengið titilinn og bikarinn afhentan. Pressan varð of mikil og þetta gekk ekki upp því miður. Kemur næst !

Í staðinn unnu strákarnir í meistaraflokknum Tindastól hér í húsinu í gær. Það var hrein unun á að horfa !

Næsta miðvikudag kl. 19 keppir unglingaflokkur karla móti Fjölni í fjögurra liða úrslitum bikarkeppninnar. Okkar strákar unnu bikarinn í fyrra, nú er spurning hvort Hvergerðingar fjölmenni ekki í húsið og styðji ungu strákana til sigurs. Sama kvöld fer Slavica með unglingaflokk stúlkna í Stykkishólm. Það er stöðugt fjör í körfunni ....

Í dag mánudag byrjaði ég á fundi í Reykjavík með formanni félags landslagsarkitekta og Ástu Camillu. Þar ræddum við ýmislegt er varðar aðkomu félagsins að sýningunni Blóm í bæ. Margar góðar hugmyndir komu upp sem vinna þarf betur úr. Félagið kom afar veglega að sýningunni árið 2009 en þá var haldin hugmyndasamkeppni um smágarða sem enn standa öllum til mikillar ánægju.

Fór strax eftir fundinn í hið nýja ráðuneyti innanríkismála þar sem hópur aðila hittist úr ráðuneytinu,frá landshlutasamtökum og frá Strætó auk framkvæmdastjóra Árborgar, sveitarstjóranum í Garðinum og þeirri sem þetta ritar til að ræða framtíð almenningssamgangna á landinu. Ég var með erindi og kynnti reynslu okkar hér fyrir austan fjall af strætó en hægt er að fullyrða að samstarf sveitarfélaganna við Strætó bs hefur verið afar gott og árangursríkt.

Var komin austur um þrjú. Við Helga fórum yfir aðstöðuna á skrifstofunni en það er orðið verðugt verkefni að finna góða staði fyrir alla sem nú eru í húsi. Á morgun mætir Ásta Camilla sem ráðin hefur verið umhverfisráðgjafi næstu 5 mánuði og hún þarf eðlilega aðstöðu. Undirbjó síðan fund meirihlutans í kvöld en áður en hann byrjaði var farið í laugina. Þar var alveg krökkt af fólki, en krakkarnir í tómstundastarfi kirkjunnar voru þar mætt í fatasund. Líflegur og skemmtilegur hópur sem greinilega skemmti sér afar vel.

11. febrúar 2011

Maraþon bæjarstjórnarfundi lauk ekki fyrr en klukkan var nærri átta í kvöld. Í upphafi fundar mætti Kristín Hreinsdóttir, framkvæmdastjóri Skólaskrifstofu Suðurlands, til að kynna starfsemi skrifstofunnar. Það var svo fróðlegt og skemmtilegt að ræða við hana að bæjarstjórn gleymdi sér alveg. Það væri mikil synd ef þessi góða starfsemi flosnaði upp. Á fundinum var þriggja ára áætlun vísað til síðari umræðu. Mikil umræða var um áætlunina eðli máls samkvæmt enda væri nú eitthvað skrýtið ef allar áherslurnar sem þar eru lagðar hefðu hlotið hljómgrunn minnihlutans. Andstaða þeirra við Hamarshöllina er auðvitað kunn þannig að það kom okkur ekki á óvart.

Fyrr í dag áttum við Ninna Sif góðan fund um hagræðingar tillögurnar sem viðraðar hafa verið vegna leikskólanna. Í því spjalli fæddust nokkrar góðar hugmyndir sem ræddar verða betur á morgun og sem einnig voru ræddar í símtölum við nokkra aðila í dag.

Átti langt og gott samtal við einn að tenglum mínum hjá Strætó bs. Það er afar mikilvægt að haldið verði úti góðum og öruggum almenningsamgöngum og ræddum við leiðir sem hugsanlega geta tryggt leið 51 til framtíðar. Það er ljóst að notkun Sunnlendinga á Strætó er mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir í upphafi og er það auðvitað mjög gott. Slíkt kallar aftur á móti á stærri vagna og meiri sveigjanleika eins og reyndin hefur orðið hér.

Foreldrafundur í körfunni hans Alberts í kvöld. Krakkarnir ætla að selja bestu rækjur á Íslandi fyrir páska þannig að fastakúnnarnir geta strax farið að hafa samband :-)

9. febrúar 2011

Vann í málefnum Upplýsingamiðstöðvarinnar, ræddi við fulltrúa Ferðamálastofu um þeirra aðkomu að rekstrinum og einnig við Fasteignafélagið Reiti sem er leigusali húsnæðisins. Við bindum enn vonir við að Markaðsstofa Suðurlands sjái hag sinn í því að flytja starfsemi sína hingað aftur en það eru klár samlegðaráhrif fólgin í því að Upplýsingamiðstöðin og Markaðsstofan séu reknar í sem mestum tengslum.

Eftir hádegi var Dvalarheimilið Ás heimsótt og einnig Heilsustofnun NLFÍ í fylgd þeirra Ragnheiðar Elínar og Árna Johnsen, þingmanna. Á báðum stöðum notuðu framkvæmdastjórarnir tækifærið og kynntu þessar glæsilegu stofnanir og gerðu jafnframt grein fyrir áhrifum niðurskurðar ríkisins á starfsemina.

Síðdegis var afmæliskaffi hjá Sigurbjörgu systur vegna afmæla Guðrúnar og Valdimars. Það er svo gaman að hafa alla fjölskylduna hér í Hveragerði og alltaf mikið fjör þegar hópurinn hittist. Til hamingju með afmælin bæði tvö :-)

Afmælisgjöfin hennar Guðrúnar var ferð á King´s speech í góðum félagsskap. Fantagóð mynd með frábærum leikurum. Mæli með þessari...

8. febrúar 2011

Afbókaði mig á fundi í Reykjavík í morgun, þar sem bæði var útlit fyrir vont veður og alltof mikið að gera hér fyrir austan.

Skrifaði umsögn bæjarfulltrúa héðan um drög að breytingum á sveitarstjórnarlögum. Margt er þar fært til betri vegar en annað er verra og sumt hreint fáránlegt. Við gerum stærstu athugasemdirnar við ákvæði um að beita megi sveitarstjórnarfólk dagsektum verði það uppvíst að vanrækslu eða mistökum í starfi. Dagsektirnar eiga að fara eftir stöðu og tekjum fólks sem er einsdæmi hér á landi. Ekki nóg með það heldur ákærir ráðherra, rannsakar og dæmir í málum og slík meðferð mála er einnig afar sérstök. Ég á von á því að þessar greinar falli út enda erum við ekki þau einu sem gerum athugasemdir við þetta. Umsögnin var send fram og til baka milli bæjarfulltrúa þar til allir gátu unað þokkalega vel við niðurstöðuna.

Skrifaði líka greinargerð með þriggja ára áætlun sem lögð verður fram á fundi bæjarsjórnar næstkomandi fimmtudag. Þar ber helst til tíðinda að gert er ráð fyrir að Hamarshöllin rísi árið 2012 og að hún verði fullinnréttuð árið 2013. Ef allt gengur samkvæmt áætlun á sveitarfélagið að geta farið í þessa framkvæmd og samt verið undir skuldaþakinu umtalaða árið 2014. Það byggir auðvitað á því að höllin er ótrúlega ódýr miðað við stærð. Þetta verður algjör bylting í íþrótta og útivistarlífi bæjarbúa. Efast ekki um að önnur sveitarfélög munu fylgja í kjölfarið um leið og þau sjá hversu vel mun takast til. Hér er myndasyrpa frá Tromsö í Noregi en þar er nú risin höll sem er heldur minni en okkar. Rétt er að geta þess að höllin í Tromsö hefur staðið af sér veðurofsa þar sem vindur fór í 40 m/sek og snjórinn er jafnfallin 1,5 metrar. Þetta myndband er mjög flott og sýnir nákvæmlega hvernig höllin í Þrándheimi reis.

Skipulagði heimsókn þingmanna Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi sem hingað mæta á morgun. Mun kynna fyrir þeim starfsemi Áss og HNLFÍ og áhrif niðurskurðar ríkisins á fjárveitingar til þeirra stofnana. Ekkert tækifæri er látið ónotað til að koma réttum skilaboðum um mikilvægi þessa reksturs til ráðamanna.

Í kvöld svaraði ég óralöngum spurningalista frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um þær aðgerðir til hagræðingar sem við stefnum á hér í Hveragerði á þessu ári. Þær eru nokkrar en þar sem við gripum tiltölulega fljótt til aðgerða eftir hrun þá þurfum við ekki að bregðast eins harkalega við núna og annars hefði orðið.

Veðrið er ansi slæmt núna, hífandi rok, rigning og alls ekkert ferðaveður á svæðinu.

7. febrúar 2011

Vann að umsögn um frumvarp til laga um ný sveitarstjórnarlög. Þar er margt gott en fjölmargt sem þarfnast nánari skoðunar.

Við Helga hittum Ólaf endurskoðanda bæjarins til að ræða ýmis mál er varða reikningshald bæjarins og þá ekki síst til framtíðar litið.

Gekk frá tveimur greinum í Hverafuglinn. Einni um sorpflokkun bæjarbúa og annarri um framtíðina, stefnumörkun og fjárhag. Hverafuglinn ætti að detta inn um lúgur bæjarbúa undir lok vikunnar.

Vann tillögu vegna félagsmála í Árnessýslu utan Árborgar en vinnuhópur um það mál hefur hist alloft síðustu mánuði. Nú þarf að kasta tillögunni á milli manna áður en hún fer til umræðu í sveitarstjórnunum. Hópnum var gert að skila af sér í febrúarbyrjun svo það er ekki seinna vænna að ljúka þessari vinnu.

Sund síðdegis, meirihlutafundur í kvöld og síðan skemmtilegir gestir í kvöld.
-------------------------------------------
Mín beið bréf þegar ég kom heim frá Heidi vinkonu minni í Noregi. Mamma hennar hún Else Brith lést í lok ársins. Við náðum alltaf mjög vel saman en ég var mikið hjá þeim í Larvik þegar ég bjó í Noregi. Yndisleg kona sem ég hef alltaf haft mikð samband við og hún kom meira að segja einu sinni hingað í heimsókn með Heidi. Það var eftirminnileg heimsókn.

6. febrúar 2011

Yndislegt úti núna, snjór yfir öllu og blankalogn og sól með köflum í dag. Er hægt að hafa það betra?

Í gærkvöldi fögnuðum við því að Guðjón, hennar Rakelar okkar, er orðinn viðskiptafræðingur. Sérlega góð veisla og mikið fjör. Skyldi reyndar allan karlpeninginn eftir heima þar sem þeir voru annað hvort heilsulausir eða í körfubolta...

Liðþófinn var lagður í Lárusi í gærdag og á meðan fór ég í Valhöll á gríðarlega fjölmennan fund með Bjarna Ben. Mikill meirihluti fundarmanna var greinilega sammála afstöðu formannsins í Icesave málinu. Það er ég líka og ég er stolt af því að Bjarni og þeir þingmenn sem standa með honum í þessu máli skuli sýna staðfestu og skynsemi og hafa hag þjóðarinnar í fyrirrúmi þegar þeir ákveða að styðja samninginn um Icesave. Mér finnst lítill heiðarleiki fólginn í því að skipa okkar mann í samninganefndina ef síðan er ekki vilji til að semja yfirleitt! Þessi samningur er eins góður og hann getur orðið að mínu mati og hagsmunirnir sem fólgnir eru í því að lenda þessu máli eru gríðarlegir.
----------------------------

Það er ekki algengt að dönsk tónlist slái í gegn á klakanum. En þetta lag hljómar núna oft á dag í útvarpinu. Varð hugsað til dönsku nemendanna minna frá því í den, hefði sko klárlega látið þau hlusta á þetta í þá daga! Þrátt fyrir textann :-)


1. febrúar 2011

Ræddi lengi í morgun við Jóhönnu, menningar- og frístundafulltrúa, um hátíðahöld ársins og allt það sem er framundan. Það verður víst alveg ábyggilega nóg við að vera og verkefnin ærin að undirbúa þetta allt saman. Nú er gott að hafa gott fólk í öllum stöðum.

Funduðum með Rögnvaldi Guðmundssyni ferðamálafrömuði sem unnið hefur miklar og góðar skýrslur um ferðamál á Íslandi. Meðal annars vann hann hér í Hveragerði stefnumörkun á sviði ferðamála árið 1998. Nú ætlum við Jóhanna að dusta rykið af þeirri skýrslu og kanna hvað hefur áunnist síðan þá.

Vann með Unni, formanni velferðarnefndar, ýmsar tölulegar upplýsingar vegna félagsþjónustu í Árnessýslu. Næsti fundur starfshópsins sem er að skoða þessi mál er á föstudaginn þannig að þangað til fara fulltrúar annarra sveitarfélaga yfir þessi gögn.

Vann síðan ýmsa undirbúningsvinnu vegna fjárfestinga næstu þriggja ára. Ræddi meðal annars við Per Thore söluaðila loftborna íþróttahússins um möguleika í byggingu þess. Per sagði mér frá því að nú væri verið að reisa loftborið íþróttahús í Þrándheimi sem er vel helmingi stærra en það sem hér er í deiglunni. Svipuð hús hafa einnig risið á öðrum stöðum í Noregi og reynst vel.

Kraftganga með gönguhópnum síðdegis og íslenskunám 9. bekkjar í kvöld. Lotupróf á morgun svo kvöldið fór í að læra um ópersónulegar sagnir, stofn orða, orðflokkagreiningu, þágufallssýki, gildishlaðin orð og margt fleira. Ég læri satt best að segja heilmikið á þessu sjálf :-)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

 • Um Aldísi ...
 • Ræður og greinar ...
 • Aftur á forsíðu...
 • Tenglar
 • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
 • Síða Sjálfstæðisflokksins
 • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
 • Sjálfstæðiskonur
 • Sjálfstæðismenn í Suður.
 • Gagnagátt Sambandsins
 • Besti ísinn!
 • Morgunblaðið á netinu
 • Vísir.is
 • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
 • Fleiri Sunnlenskar fréttir
 • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
 • Hveragerði
 • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
 • Grunnskólinn í­ Hveragerði
 • Íþróttafélagið Hamar
 • Veðurspá fyrir Hveragerði
 • Fjölbrautaskóli Suðurlands
 • Gagnasöfn Hvar.is
 • Besti bloggarinn ! ! !
 • Vefbanki Valla...
 • SASS
 • Myndir Bjössa á Bláfelli
 • Nátturan.is
 • Orðaþýðingar - frábær síða
 • Færð og veður á SV-landi
 • Leitarvélin
 • Sí­maskráin
 • Ýmsar myndir
 • Myndasíða
 • Úr reisubókinni
 • Flórída janúar 2017
 • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
 • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
 • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
 • Búkarest í Rúmení­u 2006
 • Ítalía 2007
 • Svartfjallaland 2008
 • Danmörk 2010
 • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
 • Hefur þú skoðun?
 • Hafðu samband!
  Eldri færslur
 • 1.1.2004 - 1.2.2004
 • 1.2.2004 - 1.3.2004
 • 1.3.2004 - 1.4.2004
 • 1.5.2004 - 1.6.2004
 • 1.6.2004 - 1.7.2004
 • 1.7.2004 - 1.8.2004
 • 1.8.2004 - 1.9.2004
 • 1.9.2004 - 1.10.2004
 • 1.10.2004 - 1.11.2004
 • 1.11.2004 - 1.12.2004
 • 1.12.2004 - 1.1.2005
 • 1.1.2005 - 1.2.2005
 • 1.3.2005 - 1.4.2005
 • 1.4.2005 - 1.5.2005
 • 1.5.2005 - 1.6.2005
 • 1.6.2005 - 1.7.2005
 • 1.7.2005 - 1.8.2005
 • 1.8.2005 - 1.9.2005
 • 1.9.2005 - 1.10.2005
 • 1.10.2005 - 1.11.2005
 • 1.11.2005 - 1.12.2005
 • 1.12.2005 - 1.1.2006
 • 1.1.2006 - 1.2.2006
 • 1.2.2006 - 1.3.2006
 • 1.3.2006 - 1.4.2006
 • 1.4.2006 - 1.5.2006
 • 1.5.2006 - 1.6.2006
 • 1.6.2006 - 1.7.2006
 • 1.7.2006 - 1.8.2006
 • 1.8.2006 - 1.9.2006
 • 1.9.2006 - 1.10.2006
 • 1.10.2006 - 1.11.2006
 • 1.11.2006 - 1.12.2006
 • 1.12.2006 - 1.1.2007
 • 1.1.2007 - 1.2.2007
 • 1.2.2007 - 1.3.2007
 • 1.3.2007 - 1.4.2007
 • 1.4.2007 - 1.5.2007
 • 1.5.2007 - 1.6.2007
 • 1.6.2007 - 1.7.2007
 • 1.7.2007 - 1.8.2007
 • 1.8.2007 - 1.9.2007
 • 1.9.2007 - 1.10.2007
 • 1.10.2007 - 1.11.2007
 • 1.11.2007 - 1.12.2007
 • 1.12.2007 - 1.1.2008
 • 1.1.2008 - 1.2.2008
 • 1.2.2008 - 1.3.2008
 • 1.3.2008 - 1.4.2008
 • 1.4.2008 - 1.5.2008
 • 1.5.2008 - 1.6.2008
 • 1.6.2008 - 1.7.2008
 • 1.7.2008 - 1.8.2008
 • 1.8.2008 - 1.9.2008
 • 1.9.2008 - 1.10.2008
 • 1.10.2008 - 1.11.2008
 • 1.11.2008 - 1.12.2008
 • 1.12.2008 - 1.1.2009
 • 1.1.2009 - 1.2.2009
 • 1.2.2009 - 1.3.2009
 • 1.3.2009 - 1.4.2009
 • 1.4.2009 - 1.5.2009
 • 1.5.2009 - 1.6.2009
 • 1.6.2009 - 1.7.2009
 • 1.7.2009 - 1.8.2009
 • 1.8.2009 - 1.9.2009
 • 1.9.2009 - 1.10.2009
 • 1.10.2009 - 1.11.2009
 • 1.11.2009 - 1.12.2009
 • 1.12.2009 - 1.1.2010
 • 1.1.2010 - 1.2.2010
 • 1.2.2010 - 1.3.2010
 • 1.3.2010 - 1.4.2010
 • 1.4.2010 - 1.5.2010
 • 1.5.2010 - 1.6.2010
 • 1.6.2010 - 1.7.2010
 • 1.7.2010 - 1.8.2010
 • 1.8.2010 - 1.9.2010
 • 1.9.2010 - 1.10.2010
 • 1.10.2010 - 1.11.2010
 • 1.11.2010 - 1.12.2010
 • 1.12.2010 - 1.1.2011
 • 1.1.2011 - 1.2.2011
 • 1.2.2011 - 1.3.2011
 • 1.3.2011 - 1.4.2011
 • 1.4.2011 - 1.5.2011
 • 1.5.2011 - 1.6.2011
 • 1.6.2011 - 1.7.2011
 • 1.7.2011 - 1.8.2011
 • 1.8.2011 - 1.9.2011
 • 1.9.2011 - 1.10.2011
 • 1.10.2011 - 1.11.2011
 • 1.11.2011 - 1.12.2011
 • 1.12.2011 - 1.1.2012
 • 1.1.2012 - 1.2.2012
 • 1.2.2012 - 1.3.2012
 • 1.3.2012 - 1.4.2012
 • 1.4.2012 - 1.5.2012
 • 1.5.2012 - 1.6.2012
 • 1.6.2012 - 1.7.2012
 • 1.7.2012 - 1.8.2012
 • 1.8.2012 - 1.9.2012
 • 1.9.2012 - 1.10.2012
 • 1.10.2012 - 1.11.2012
 • 1.11.2012 - 1.12.2012
 • 1.12.2012 - 1.1.2013
 • 1.1.2013 - 1.2.2013
 • 1.2.2013 - 1.3.2013
 • 1.3.2013 - 1.4.2013
 • 1.4.2013 - 1.5.2013
 • 1.5.2013 - 1.6.2013
 • 1.6.2013 - 1.7.2013
 • 1.7.2013 - 1.8.2013
 • 1.8.2013 - 1.9.2013
 • 1.9.2013 - 1.10.2013
 • 1.10.2013 - 1.11.2013
 • 1.11.2013 - 1.12.2013
 • 1.12.2013 - 1.1.2014
 • 1.1.2014 - 1.2.2014
 • 1.2.2014 - 1.3.2014
 • 1.3.2014 - 1.4.2014
 • 1.4.2014 - 1.5.2014
 • 1.5.2014 - 1.6.2014
 • 1.8.2014 - 1.9.2014
 • 1.9.2014 - 1.10.2014
 • 1.10.2014 - 1.11.2014
 • 1.11.2014 - 1.12.2014
 • 1.12.2014 - 1.1.2015
 • 1.1.2015 - 1.2.2015
 • 1.2.2015 - 1.3.2015
 • 1.3.2015 - 1.4.2015
 • 1.4.2015 - 1.5.2015
 • 1.6.2015 - 1.7.2015
 • 1.7.2015 - 1.8.2015
 • 1.8.2015 - 1.9.2015
 • 1.9.2015 - 1.10.2015
 • 1.10.2015 - 1.11.2015
 • 1.11.2015 - 1.12.2015
 • 1.12.2015 - 1.1.2016
 • 1.1.2016 - 1.2.2016
 • 1.2.2016 - 1.3.2016
 • 1.3.2016 - 1.4.2016
 • 1.4.2016 - 1.5.2016
 • 1.5.2016 - 1.6.2016
 • 1.6.2016 - 1.7.2016
 • 1.7.2016 - 1.8.2016
 • 1.8.2016 - 1.9.2016
 • 1.9.2016 - 1.10.2016
 • 1.10.2016 - 1.11.2016
 • 1.11.2016 - 1.12.2016
 • 1.12.2016 - 1.1.2017
 • 1.1.2017 - 1.2.2017
 • 1.2.2017 - 1.3.2017
 • 1.3.2017 - 1.4.2017
 • 1.5.2017 - 1.6.2017
 • 1.6.2017 - 1.7.2017
 • 1.8.2017 - 1.9.2017
 • 1.9.2017 - 1.10.2017
 • 1.10.2017 - 1.11.2017
 • 1.11.2017 - 1.12.2017
 • 1.12.2017 - 1.1.2018
 • 1.1.2018 - 1.2.2018
 • 1.2.2018 - 1.3.2018
 • 1.3.2018 - 1.4.2018
 • 1.4.2018 - 1.5.2018
 • 1.5.2018 - 1.6.2018
 • 1.8.2018 - 1.9.2018
 • 1.11.2018 - 1.12.2018
 • 1.4.2021 - 1.5.2021
 • 1.5.2021 - 1.6.2021
 • 1.6.2021 - 1.7.2021
 • 1.7.2021 - 1.8.2021
 • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet