11. febrúar 2011
Maraþon bæjarstjórnarfundi lauk ekki fyrr en klukkan var nærri átta í kvöld. Í upphafi fundar mætti Kristín Hreinsdóttir, framkvæmdastjóri Skólaskrifstofu Suðurlands, til að kynna starfsemi skrifstofunnar. Það var svo fróðlegt og skemmtilegt að ræða við hana að bæjarstjórn gleymdi sér alveg. Það væri mikil synd ef þessi góða starfsemi flosnaði upp. Á fundinum var þriggja ára áætlun vísað til síðari umræðu. Mikil umræða var um áætlunina eðli máls samkvæmt enda væri nú eitthvað skrýtið ef allar áherslurnar sem þar eru lagðar hefðu hlotið hljómgrunn minnihlutans. Andstaða þeirra við Hamarshöllina er auðvitað kunn þannig að það kom okkur ekki á óvart.
Fyrr í dag áttum við Ninna Sif góðan fund um hagræðingar tillögurnar sem viðraðar hafa verið vegna leikskólanna. Í því spjalli fæddust nokkrar góðar hugmyndir sem ræddar verða betur á morgun og sem einnig voru ræddar í símtölum við nokkra aðila í dag.
Átti langt og gott samtal við einn að tenglum mínum hjá Strætó bs. Það er afar mikilvægt að haldið verði úti góðum og öruggum almenningsamgöngum og ræddum við leiðir sem hugsanlega geta tryggt leið 51 til framtíðar. Það er ljóst að notkun Sunnlendinga á Strætó er mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir í upphafi og er það auðvitað mjög gott. Slíkt kallar aftur á móti á stærri vagna og meiri sveigjanleika eins og reyndin hefur orðið hér.
Foreldrafundur í körfunni hans Alberts í kvöld. Krakkarnir ætla að selja bestu rækjur á Íslandi fyrir páska þannig að fastakúnnarnir geta strax farið að hafa samband :-)
Fyrr í dag áttum við Ninna Sif góðan fund um hagræðingar tillögurnar sem viðraðar hafa verið vegna leikskólanna. Í því spjalli fæddust nokkrar góðar hugmyndir sem ræddar verða betur á morgun og sem einnig voru ræddar í símtölum við nokkra aðila í dag.
Átti langt og gott samtal við einn að tenglum mínum hjá Strætó bs. Það er afar mikilvægt að haldið verði úti góðum og öruggum almenningsamgöngum og ræddum við leiðir sem hugsanlega geta tryggt leið 51 til framtíðar. Það er ljóst að notkun Sunnlendinga á Strætó er mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir í upphafi og er það auðvitað mjög gott. Slíkt kallar aftur á móti á stærri vagna og meiri sveigjanleika eins og reyndin hefur orðið hér.
Foreldrafundur í körfunni hans Alberts í kvöld. Krakkarnir ætla að selja bestu rækjur á Íslandi fyrir páska þannig að fastakúnnarnir geta strax farið að hafa samband :-)
Comments:
Skrifa ummæli