6. febrúar 2011
Yndislegt úti núna, snjór yfir öllu og blankalogn og sól með köflum í dag. Er hægt að hafa það betra?
Í gærkvöldi fögnuðum við því að Guðjón, hennar Rakelar okkar, er orðinn viðskiptafræðingur. Sérlega góð veisla og mikið fjör. Skyldi reyndar allan karlpeninginn eftir heima þar sem þeir voru annað hvort heilsulausir eða í körfubolta...
Liðþófinn var lagður í Lárusi í gærdag og á meðan fór ég í Valhöll á gríðarlega fjölmennan fund með Bjarna Ben. Mikill meirihluti fundarmanna var greinilega sammála afstöðu formannsins í Icesave málinu. Það er ég líka og ég er stolt af því að Bjarni og þeir þingmenn sem standa með honum í þessu máli skuli sýna staðfestu og skynsemi og hafa hag þjóðarinnar í fyrirrúmi þegar þeir ákveða að styðja samninginn um Icesave. Mér finnst lítill heiðarleiki fólginn í því að skipa okkar mann í samninganefndina ef síðan er ekki vilji til að semja yfirleitt! Þessi samningur er eins góður og hann getur orðið að mínu mati og hagsmunirnir sem fólgnir eru í því að lenda þessu máli eru gríðarlegir.
----------------------------
Það er ekki algengt að dönsk tónlist slái í gegn á klakanum. En þetta lag hljómar núna oft á dag í útvarpinu. Varð hugsað til dönsku nemendanna minna frá því í den, hefði sko klárlega látið þau hlusta á þetta í þá daga! Þrátt fyrir textann :-)
Í gærkvöldi fögnuðum við því að Guðjón, hennar Rakelar okkar, er orðinn viðskiptafræðingur. Sérlega góð veisla og mikið fjör. Skyldi reyndar allan karlpeninginn eftir heima þar sem þeir voru annað hvort heilsulausir eða í körfubolta...
Liðþófinn var lagður í Lárusi í gærdag og á meðan fór ég í Valhöll á gríðarlega fjölmennan fund með Bjarna Ben. Mikill meirihluti fundarmanna var greinilega sammála afstöðu formannsins í Icesave málinu. Það er ég líka og ég er stolt af því að Bjarni og þeir þingmenn sem standa með honum í þessu máli skuli sýna staðfestu og skynsemi og hafa hag þjóðarinnar í fyrirrúmi þegar þeir ákveða að styðja samninginn um Icesave. Mér finnst lítill heiðarleiki fólginn í því að skipa okkar mann í samninganefndina ef síðan er ekki vilji til að semja yfirleitt! Þessi samningur er eins góður og hann getur orðið að mínu mati og hagsmunirnir sem fólgnir eru í því að lenda þessu máli eru gríðarlegir.
----------------------------
Það er ekki algengt að dönsk tónlist slái í gegn á klakanum. En þetta lag hljómar núna oft á dag í útvarpinu. Varð hugsað til dönsku nemendanna minna frá því í den, hefði sko klárlega látið þau hlusta á þetta í þá daga! Þrátt fyrir textann :-)
Comments:
Skrifa ummæli