1. febrúar 2011
Ræddi lengi í morgun við Jóhönnu, menningar- og frístundafulltrúa, um hátíðahöld ársins og allt það sem er framundan. Það verður víst alveg ábyggilega nóg við að vera og verkefnin ærin að undirbúa þetta allt saman. Nú er gott að hafa gott fólk í öllum stöðum.
Funduðum með Rögnvaldi Guðmundssyni ferðamálafrömuði sem unnið hefur miklar og góðar skýrslur um ferðamál á Íslandi. Meðal annars vann hann hér í Hveragerði stefnumörkun á sviði ferðamála árið 1998. Nú ætlum við Jóhanna að dusta rykið af þeirri skýrslu og kanna hvað hefur áunnist síðan þá.
Vann með Unni, formanni velferðarnefndar, ýmsar tölulegar upplýsingar vegna félagsþjónustu í Árnessýslu. Næsti fundur starfshópsins sem er að skoða þessi mál er á föstudaginn þannig að þangað til fara fulltrúar annarra sveitarfélaga yfir þessi gögn.
Vann síðan ýmsa undirbúningsvinnu vegna fjárfestinga næstu þriggja ára. Ræddi meðal annars við Per Thore söluaðila loftborna íþróttahússins um möguleika í byggingu þess. Per sagði mér frá því að nú væri verið að reisa loftborið íþróttahús í Þrándheimi sem er vel helmingi stærra en það sem hér er í deiglunni. Svipuð hús hafa einnig risið á öðrum stöðum í Noregi og reynst vel.
Kraftganga með gönguhópnum síðdegis og íslenskunám 9. bekkjar í kvöld. Lotupróf á morgun svo kvöldið fór í að læra um ópersónulegar sagnir, stofn orða, orðflokkagreiningu, þágufallssýki, gildishlaðin orð og margt fleira. Ég læri satt best að segja heilmikið á þessu sjálf :-)
Funduðum með Rögnvaldi Guðmundssyni ferðamálafrömuði sem unnið hefur miklar og góðar skýrslur um ferðamál á Íslandi. Meðal annars vann hann hér í Hveragerði stefnumörkun á sviði ferðamála árið 1998. Nú ætlum við Jóhanna að dusta rykið af þeirri skýrslu og kanna hvað hefur áunnist síðan þá.
Vann með Unni, formanni velferðarnefndar, ýmsar tölulegar upplýsingar vegna félagsþjónustu í Árnessýslu. Næsti fundur starfshópsins sem er að skoða þessi mál er á föstudaginn þannig að þangað til fara fulltrúar annarra sveitarfélaga yfir þessi gögn.
Vann síðan ýmsa undirbúningsvinnu vegna fjárfestinga næstu þriggja ára. Ræddi meðal annars við Per Thore söluaðila loftborna íþróttahússins um möguleika í byggingu þess. Per sagði mér frá því að nú væri verið að reisa loftborið íþróttahús í Þrándheimi sem er vel helmingi stærra en það sem hér er í deiglunni. Svipuð hús hafa einnig risið á öðrum stöðum í Noregi og reynst vel.
Kraftganga með gönguhópnum síðdegis og íslenskunám 9. bekkjar í kvöld. Lotupróf á morgun svo kvöldið fór í að læra um ópersónulegar sagnir, stofn orða, orðflokkagreiningu, þágufallssýki, gildishlaðin orð og margt fleira. Ég læri satt best að segja heilmikið á þessu sjálf :-)
Comments:
Skrifa ummæli