<$BlogRSDUrl$>

25. nóvember 2010

Var á afar fámennum en þó góðmennum aðalfundi Foreldrafélags Grunnskólans í Hveragerði í kvöld. Þar ræddum við foreldrastarf og mikilvægi þess frá ýmsum hliðum og ekki síst með hvaða hætti má virkja það þannig að foreldrar mæti og taki þátt. Foreldrafélagið hér er öflugt en eitthvað virðist skorta á almenna þátttöku í þeim viðburðum sem boðið er uppá. Glæsilegt námskeið um slysavarnir var til dæmis illa sótt og fundurinn í kvöld líka. Gott foreldrasamstarf er ein aðalbreytan í góðu skólastarfi þannig að nú þykir mér einsýnt að finna verði leiðir til að efla það með öllum ráðum. Svipað er uppá teningnum varðandi foreldrafélag leikskólans þannig að nú ættu öflugir einstaklingar að bretta upp ermar og taka þátt í þessu skemmtilega starfi, það er eitt það besta sem við gerum fyrir börnin okkar ...
Á fundinum var skrifað undir samning milli foreldrafélagsins og Hveragerðisbæjar sem tryggir félaginu rekstrarstyrk til framtíðar. Samningur sem þessi er að því að við teljum einsdæmi, allavega vissu fundarmenn ekki til þess að önnur sveitarfélög gerðu slíkt hið saman.

22. nóvember 2010

Dagurinn í dag með fjölbreyttasta móti. Skoðaði mál varðandi höfundarrétt og gerði samning um slíkt sem fór síðan til yfirlestrar hjá sérfróðum aðila um málið. Jóhanna kláraði jóladagatal bæjarins en við lásum það yfir í sameiningu til að þar leyndust nú örugglega engar villur. Það er virkilega flott og greinilegt að bæjarbúar hafa nóg við að vera í desember. Yfirleitt er það nú reyndar ekki vandamál hjá flestum. Hvergerðingar munu aftur í ár opna jólagluggana hvern á fætur öðrum í desember. Núna leynast þar bókstafir sem mynda orð tengt jólum. Lausnum á að skila á bæjarskrifstofuna og heppnir fá vinning frá Hveragerðisbæ.

Lögreglan mætti í morgun til að skoða upptökur úr öryggismyndavélunum en innbrot var framið hjá Kjöt og kúnst um helgina. Það er greinilegt að myndavélarnar eru að skila góðum árangri þó að ekki sé öruggt að innbrotið upplýsist þrátt fyrir þær.

Eftir hádegi sátum við Guðmundur skipulags- og byggingafulltrúi þrjá fundi. Einn um frágang Kambalandsins sem vonandi kemst í skikkanlegt horf innan skamms. Annan með Inga Þór hjá Heilsustofnun vegna ýmissa mála tengdum starfsemi þeirra og þann þriðja með dr. Magga Jónssyni, arkitekt grunnskólans, en hann hefur þegar gert þarfagreiningu og frumhönnun næstu áfanga viðbyggingar við skólann og nú er spurning hvernig framhaldið verður þar.

Síðdegis náði ég í sund áður en farið var á góðan aðalfund Sjálfstæðisfélagsins sem haldinn var í kvöld. Dauðsakna opnu húsanna og þeirrar góðu umræðu sem þar fer fram. Stefnt er að því að viðgerðum á húsi Sjálfstæðisfélagsins ljúki í janúar og að opnu húsin á laugardagsmorgnum hefjist að nýju þann 15. janúar.

Labbaði fram og til baka á fundinn í kvöld, veðrið var einstaklega fallegt. Alveg stillt, hrím yfir öllu og glampandi tunglsljós. Mann langar hreinlega að sofa úti þegar svona viðrar :-)

20. nóvember 2010

Furðudagur í dag og allir (nokkurn veginn) mættu með neglurnar skreyttar í dag. Já, líka Guðmundur :-) Veitingar í kaffinu og notalegheit. Gaman að því !

Við Helga, skrifstofustjóri, hittum Ólaf Gestson og Ingibjörgu Guðmundsdóttur, endurskoðendur bæjarins á fundi þar sem við fórum yfir verkferla við endurskoðun ársreikningsins en sú vinna fer á fullt strax eftir áramót.

Eftir hádegi mætti ég á starfsmannafund í Grunnskólanum þar sem sköpuðust miklar og góðar umræður um stöðuna í þjóðfélaginu, framtíðina, Hveragerði og ekki síst hvers megi vænta varðandi rekstur grunnskólans á næsta ári. Það er alveg ljóst í mínum huga að árið 2011 verður ekki einfalt í rekstri bæjarfélagsins. Hætt er við að tekjur verði enn og aftur minni og sumir ganga jafnvel svo langt að tala um hrun í tekjum en ljóst er að framlög úr Jöfnunarsjóði verða minni en þau hafa verið um langt árabil. Útsvar mun ekki hækka en reynt verður að halda sömu tekjum og verið hefur af fasteignagjöldum en þau munu taka breytingum vegna nýs fasteignamats. Húseigendur hafa allir fengið sent nýtt mat frá Fasteignamati ríkisins og það er æði misjafnt hvernig nýjar og breyttar reglur hafa áhrif á fasteignamat húsa. Sum hafa hækkað og önnur lækkað en ekki er lengur um flata álagningu á heilu bæjarfélögin að ræða heldur er núna tekið tillit til raunvirðis viðkomandi húseignar. Einhverjir muna sjálfsagt umræðuna sem varð í sumar á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar nýs fasteignamats en þar er hækkun/lækkun æði misjöfn eftir hverfum.
Á starfsmannafundinum fannst mér skilningur ríkja á þeirri stöðu sem bæjarfélagið er í en ég miðlaði jafnframt þeim upplýsingum til hópsins að bæjarfulltrúar myndu reyna sitt ítrasta til að skerða sem minnst þjónustu í skólanum og standa vörð um störfin.
Núna er velt við hverjum steini til að finna matarholur og sem dæmi má nefna þá samþykkti bæjarráð í vikunni að hætta með staðgreiðsluafslátt fasteignagjalda en sú ákvörðun mun skila rúmum 8,5 mkr í kassann. Rétt er líka að geta þess að staðgreiðsluafsláttur fasteignagjalda er svo til óþekkt fyrirbrigði annars staðar og hér væntanlega arfur fortíðar.

Síðdegis fór ég út í Kjörís og tók þátt í að framleiða rúmlega 2000 ltr af vanillu ís sem á að gefa núna fyrir jólin til Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálparinnar. Fjölmargir starfsmenn gáfu vinnu sína við þetta verkefni en auk þeirra mættum við systkinin, Sigrún mágkona og Guðbjörg dóttir Valda og Sigrúnar. Þetta var ferlega skemmtilegt og ég komst að því að ég yrði ansi snögg að temja mér aftur handbrögðin í salnum. Ég var ellefu ára þegar ég fékk fyrst sumarvinnu í ísgerðinni og vann síðan í salnum ein 8 sumur í röð og í öllum jóla- og páskafríum líka. Maður gleymir þessu nú ekki svo glatt! En takk fyrir skemmtilega samveru kæru félagar, þetta var ferlega skemmtilegt og jólalögin ómuðu yfir hópinn. Alveg eins og í gamla daga ;-)

Hamborgaraveisla á Heiðmörkinni í faðmi stórfjölskyldu um kvöldið og spjallað, skrafað og skeggrætt fram eftir. Einstaklega ljúft !

18. nóvember 2010

Ruglaðist alveg ferlega í morgun og vaknaði klukkutíma of snemma. Var komin á stjá fyrir hálf sex sem var nú í fyrra fallinu :-)
Fundur bæjarráðs hófst óvanalega snemma eða hálf átta. Á þeim fundi voru mörg mál til umfjöllunar en af því að hópurinn hafði fundað í gærkvöldi þá voru nú málin fljótafgreidd. Bæjarráðsmenn fóru síðan af stað í árlegar stofnanaheimsóknir en ég brá mér á Selfoss á fund stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands sem hófst kl. 9:30. Að loknum þeim fundi náði ég bæjarráðinu sem þá var í grunnskólanum. Missti því af Óskalandi, Undralandi og megninu af grunnskólanum. Verð að kíkja við hjá þeim síðar. Reyndar er ég á starfsmannafundi í grunnskólanum á morgun svo þá gefst ágætis tækifæri til að ræða við hópinn.

Það er heilmikil törn að heimsækja með þessum hætti allar stofnanir bæjarins. Fórum í íþróttahúsið, sundlaugina, aðstöðuhúsið, hverasvæðið, bókasafnið, áhaldahúsið og slökkvistöðina. Einnig heimsóttum við Sambýlið við Birkimörk en um áramót mun starfsemi þess að öllu óbreyttu flytjast yfir til bæjarins. Heimsóknin þangað var mjög góð, það var afar gagnlegt að fara yfir þær breytingar sem í vændum eru og þær væntingar sem gerðar eru til yfirfærslunnar. Einnig er alltaf gaman að skoða þetta glæsilega húsnæði þar sem búið er jafn vel að heimilisfólki og raun ber vitni.

Síðdegis átti stjórn Sorpstöðvar að hitta fulltrúa í bæjarstjórn Ölfuss og var ég komin niður í Þorlákshöfn þegar ég uppgötvaði að fundinum hafði verið frestað! Svona fer þegar maður les ekki tölvupóstinn sinn :-)

Sjoppureksturinn og að sjálfsögðu sonurinn í liði Hamars sjá til þess að mætt er á leiki körfunnar en í kvöld sigruðu Hamarsmenn lið KFÍ hér heima. Árangur kvenna og karla liðanna er afar góður. Það er sérlega gaman að fylgjast með ungu krökkunum í liðunum sem nú eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Það er ólíkt skemmtilegra að mæta á leiki þegar maður þekkir leikmennina og hefur fylgst með þeim í gegnum árin!
Hollusturétta gerð í kvöld en í fyrramálið mæta allir með furðuleg naglalökk og veitingar með kaffinu!

Getur maður annars mætt svona útlítandi á fundi ?

17. nóvember 2010

Góður fundur í morgun þar sem farið var yfir málefni fráveitumannvirkisins að Vorsabæ. Þar eigum við Hvergerðingar eina bestu skólphreinsistöð landsins þar sem skólp er hreinsað með fullkomnum aðferðum þannig að hægt sé að veita því Varmá sem er afar viðkvæmur viðtaki. Ýmis konar rannsóknir eru framkvæmdar í stöðinni en þar þurfa slík mál að vera í góðu lagi. Í morgun fengum við til okkar fyrirtæki sem sérhæfir sig í slíku og var fróðlegt að ræða þessi mál við þá sem hingað mættu.

Strax eftir þann fund mættu hingað nemendur í 2. bekk H og Ö. Hvor bekkur í sínu lagi. Þeim var boðið hér til fundar með bæjarstjóranum þar sem nemendurnir spurðu mig í þaula um ýmislegt sem þau hafa áhuga á. Það er gaman að því að mörg börn ætluðu að verða bæjarstjórar en nokkur vildu nú reyndar frekar vera forsetar. Einn var harðákveðinn í því að verða forseti Alþingis og velti því mikið fyrir sér hversu mörgum hann þyrfti þá að stjórna. Þau voru afskaplega fróðleiksfús og skemmtileg og afar gaman að fá svona líflega hópa í heimsókn.

Eftir hádegi vann ég í máli sem er afleiðing jarðskjálftans 2008. Það er nokkuð ljóst að mál verða að koma upp vegna hans í nokkurn tíma enn. Fjárhagsáætlunargerð og undirbúningur bæjarráðs í fyrramálið og fundar meiri- og minnihluta í kvöld tók síðan lungann úr deginu. Í kvöld var síðan góður fundur allra bæjarfulltrúa en samstarf hópsins gengur afar vel. Bæjarráð mun funda kl. 7:30 í fyrramálið og að því loknu taka við stofnanaheimsóknir það sem eftir lifir dagsins. Tveir fundir reyndar í stjórn Sorpstöðvar á morgun, þeir munu aðeins slíta í sundur fyrir mér daginn :-)

16. nóvember 2010

Mánudagurinn góður. Hitti bæjarstjóra Árborgar og Ölfuss á góðum fundi þar sem við fórum vítt og breitt yfir ýmislegt sem snýr að sveitarfélögunum öllum. Það er afskaplega gott að bera reglulega saman bækur sínar með þessum hætti því verkefnin eru alls staðar keimlík. Annars voru ekki aðrir formlegir fundir þann daginn en gott spjall við ýmsa um fjárhagsáætlunargerð og framtíðina. Nú snýst allt um að koma fjárhagsáætlun næsta árs saman þannig að sem flestir geti þokkalega vel við unað. Um kvöldið keyrði ég í Borgarnes til Laufeyjar og Ella en þau hafa búið þar í á annað ár núna.

Þriðjudagurinn hófst hjá okkur mæðgum með fyrirlestri sem ég flutti um skipulag og lýðheilsu fyrir nemendur við Landsbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Hveragerði hefur skipað sér í fararbrodd sveitarfélaga á sviði skipulagsmála og ekki síður með þeim áherslum sem lagðar hafa verið varðandi græn svæði, útvist og heilsurækt. Sérstaka athygli vakti áhersla bæjarins á lifandi græn svæði en mikið hefur áunnist að undanförnu í þá átt að gera grænu svæðin okkar eftirsóknarverðari til útivistar. Við stefnum ótrauð áfram á sömu braut. Var komin aftur í vinnuna síðdegis og náði nokkrum góðum tímum þar meðal annars við frágang á fundarboði bæjarráðs sem fór út síðdegis.

Í kvöld fórum við Jóhanna ásamt mömmu og Guðrúnu að sjá uppfærslu Leikfélags Hveragerðis á Galdar Lofti. Þetta var góð sýning og gaman að sjá hversu mjög leikararnir lifðu sig inní hlutverk sín. Hvergerðingar mega ekki missa af þessari sýningu !

14. nóvember 2010

Sameiginlegur fundur stjórna sorpsamlaga á Suðvesturlandi á föstudagsmorgun. Þar var farið yfir stöðu mála hjá einstaka sorpsamlögum en greinilegt er að þessi málaflokkur hefur sífellt meira vægi og kostnaður vegna hans mun ekkert gera annað en aukast á komandi árum. Því er afar mikilvægt að leita allra leiða til að lækka kostnað og það gerum við hér í Hveragerði með þriggja tunnu kerfinu sem reynst hefur afar vel. Íbúar hafa svo sannarlega lagt sitt af mörkum með því að flokka sorpið heima og koma því síðan í réttar tunnur. Hér erum við að ná afar góðum árangri og sorp til urðunar hefur minnkað mikið frá því sem áður var.

Eftir hádegi á föstudag var fundur í kjaramálanefnd Sambandsins en framundan er verkefni vetrarins sem verður að ná samkomulagi um kjarasamninga til framtíðar litið.


Í dag sunnudag fór ég tvisvar hringinn undir fjallinu enda veðrið alveg frábært. Fyrra skiptið fór ég með Lárusi og sáum við þá að líkamsræktarstöðvarnar sem tilheyra "Heilsustígnum" eru komnar upp á nokkrum stöðum og því fór ég annan hring og þá með Alberti til að taka myndir af stöðvunum fyrir fyrirlestur sem ég held á Hvanneyri á þriðjudaginn en þar mun ég fjalla um lýðheilsu, skipulag og græn svæði hér í Hveragerði. Skipulagið okkar hér hefur vakið verðskuldaða athygli og þykir sérlega athyglisvert og reyndar til eftirbreytni varðandi útlit og ytri ramma sveitarfélagsins. Ákvað að setja líka inn mynd af "þjálfanum" fyrir utan sundlaugina. Það var góð ákvörðun að mínu mati að færa hann en áður hafði þetta flotta tæki verið staðsett innan við fótboltavöllinn undir Hamrinum. Þar naut það sín ekki sem skyldi en nú er það í notkun alla daga og verður einnig ein af stöðvunum í "Heilsustígnum".

Eftir hádegi skruppum við vinkonurnar til Öddu á Landspítalann en eftir það var brunað austur til að ná fundi meiri- og minnihlutans þar sem við fórum yfir forsendur fjárhagsáætlunar og ýmis önnur atriði er snúa að rekstri sveitarfélagsins næsta árið. Allir bæjarfulltrúar hafa ákveðið að vinna saman og fer það samstarf afskaplega vel af stað.

9. nóvember 2010

Forstöðumannafundur í morgun. Farið yfir ýmis mál vegna fjárhagsáætlunargerðar, Guðmundur kynnti nýtt form á skipulagi viðhaldsframkvæmda eigna bæjarins og Helga fór yfir nýtt forrit sem áætla mun laun með miklu betri hætti en við hingað til höfum getað gert. Einnig á það eftir að létta mjög alla eftirfylgni og ætti því að auka líkur á því að fjárhagsáætlun standist miðað við þær forsendur sem gefnar eru.
Ég fór almennt yfir þær væntingar sem gerðar eru til næsta árs og bað alla um að leggja nú höfuð í bleyti ef enn skyldu leynast einhvers staðar góðar og gagnlegar hugmyndir sem létt geta róðurinn. Ennfremur tilkynnti ég að lokað yrði fyrir Facebook og aðrar óþarfa síður í öllum tölvum bæjarins frá og með næsta mánudegi. Komið hefur í ljós af facebook er ein af þremur mest heimsóttu síðum hjá bæjarfélaginu en það er jafn ljóst að þangað á enginn nauðsynlegt erindi auk þess sem þessi "traffík" er að kosta bæjarfélagið umtalsverða fjármuni.

Fundaði áfram með Maríu og Jóhönnu vegna málefna velferðar og fjölskyldusviðs en þar er margt á döfinni þó að hæst beri auðvitað yfirfærslu málefna fatlaðra nú um áramótin.

Helga og ég áttum síðan nokkuð langan fund með Ólafi endurskoðanda en dagurinn hefur farið í því að lemja saman endurskoðaða fjárhagsáætlun í nýja áætlunarlíkani KPMG. Það gekk ekki þrautalaust en hafðist þó á endanum. Helga er hreinn snillingur í þessum efnum !

Fundarboð bæjarstjórnar fór út síðdegis, óvanalega þunnt, en fundir eru orðnir harla sjaldgæfir í nefndum bæjarins enda voru fjárveitingar til þeirra flestra skornar niður um helming árið 2010.

Kvöldið fór í lestur gagna vegna fundar í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga á morgun. Afskaplega þykkt fundarboð þar á ferð, ábyggilega yfir 200 blaðsíður sem þar þurfti að skanna...

Gunna vinkona sendi mér afar skemmtilegan tengil á viðtal við sjálfsagt elsta bæjarstjóra í heimi hana Hazel í Missisauga í Kanada. Hún er 88 ára og búin að vera bæjarstjóri í 31 ár. Var að vinna sínar 12. kosningar í röð með 92% atkvæða á bak við sig. Hreint ótrúlega flott kona. Hér með hefur nýtt markmið verið skráð í stóru bókina :-D

En við Íslendingar eigum reyndar einn svipaðann henni Hazel þó að hann sé nú hreinasta unglamb í þeim samanburði. Sigurgeir Sigurðsson fv.bæjarstjóri á Seltjarnarnesi var kosinn fyrst í hreppsnefnd þar árið 1962. Hann var síðan oddviti sjálfstæðismanna í 10 bæjarstjórnarkosningum í röð og var sveitarstjóri og síðar bæjarstjóri frá 1965 til 2002. Enginn annar hefur verið kosinn til slíkra starfa á fjögurra ára fresti í 40 ár. Met sem sjálfsagt verður erfitt að slá !

8. nóvember 2010

Nú fer fjárhagsáætlun ársins 2011 að taka öll völd. Við Helga hittum Ólaf endurskoðanda í dag og fórum yfir breytingar sem gera þarf á endurskoðaðri fjárhagsáætlun ársins 2010 til að hún uppfylli nýjar reglur um skráningu leigusamninga og lóða. Áætlunin verður lögð fram aftur á fundi bæjarstjórnar í vikunni með þeim breytingum sem endurskoðandi leggur til að veri gerðar.

Fórum síðan vel yfir þann ramma sem við eigum von á að þurfa að starfa eftir á næsta ári. Það er ljóst að enn þarf að spara og skera niður. Það er jafn ljóst að við munum með öllum ráðum reyna að halda þeirri þjónustu sem við teljum að geri bæinn okkar jafn góðan og raun er á. Vonandi erum við á leið uppúr öldudalnum en ekki enn á leið niður...

Átti fjölmörg samtöl við ýmsa aðila um margvísleg málefni. Sorpstöðin, verslunarmiðstöðin, ferðamál, grunnskólinn, sundlaugin og margt fleira bar á góma.

Í kvöld var síðan meirihlutafundur en í upphafi hans fór María, félagsmálastjóri, yfir stöðu velferðarmála og yfirfærslu málefna fatlaðra. Mikil aukning er á fjárhagsaðstoð það sem af er ári og einnig hefur orðið aukning á greiddum húsaleigubótum. Aukningin virðist vera mun meiri hér en í nágrannasveitarfélögunum og það er nokkuð ljóst að velferðarnefnd þar að fara vel yfir ástæður þessa.

7. nóvember 2010

Á fimmtudaginn var Safnahelgi Suðurlands opnuð við hátíðlega athöfn hér í Listasafninu. Kammerkór Suðurlands söng nokkur lög og tríóið AER skemmti einnig viðstöddum. Menntamálaráðherra ávarpaði samkomuna og það sama gerði einnig Inga Jónsdóttir, forstöðumaður Listasafns Árnesinga. Eyþór H. Ólafsson stýrði samkomunni af miklu öryggi en veitingar dagsins voru framreiddar af heimamönnunum í Eden, Kjörís og HNLFÍ. Þetta var flott samkoma og gestir vafalaust nálægt öðru hundraðinu.

Fundur í Héraðsnefnd Árnesinga allan föstudaginn. Fundurinn haldinn að Borg í Grímsnesi í yndislega fallega, vel uppgerða, gamla félagsheimilinu á staðnum.
Fundurinn var hinn ágætasti nema að mér fannst afar sérkennilegt að framlög til allra safna sýslunnar voru hækkuð nema ekki til Listasafnsins. Þar hefur þó gestum fjölgað lang mest undanfarin ár og eru þeir nú farnir að nálgast tíunda þúsundið árlega. Inga, forstöðumaður, hefur unnið þrekvirki við metnaðarfulla uppbyggingu safnsins og því undrast ég mjög hvers vegna nefndarmenn horfðu ekki til þess þegar framlög næsta árs voru ákvörðuð. Það hlýtur að verða breyting á þessu að ári.
Skoðunarferð um Grímsnesið, heimsókn í glæsilegu garðyrkjustöðina að Ártanga og móttaka á vegum Skógræktarfélags Árnesinga að Snæfoksstöðum gerði daginn enn eftirminnilegri.

Laugardagurinn hófst með fundi með stjórn Sjálfstæðisfélags Hveragerði. Nú er verið að gera við húsnæði félagsins eftir jarðskjálftann en mikill hiti er núna undir sökkli hússins sem þarf að losna við. Á meðan að framkvæmdir eru í gangi falla opnu húsin á laugardagsmorgnum niður en væntanlega munu þau hefjast aftur annan laugardag í janúar. Eftir fundinn fór ég í vinnuna,svaraði tölvupóstum og símtölum og gekk frá bréfum sem þurfti að skrifa. Það er alltaf gott að vinna þegar skrifstofan er lokuð þá er svo þægilega rólegt :-) Síðdegis skrapp ég á tónleika í Listasafninu sem þar voru haldnir í tilefni af Menningarhelgi. Feðgarnir léku Shadows lög af mikilli snilld en þeir eru Hörður og Páll ásamt sonum sínum Davíð og Matthíasi. Tríóið Tímamót spilaði nokkur lög en það skipar Dagný Lísa, Berglind og Sædís. Rapparinn Alex var síðan með skemmtilegt atriði. Það var greinilegt á viðtökunum að krakkarnir eru að gera góða hluti og við eigum örugglega eftir að heyra meira í þeim í framtíðinni.

Skrapp síðan til Öddu á spítalann áður en við fórum á Finnska hestinn í Þjóðleikhúsinu. Leikritið hefur fengið ansi misjafna dóma en okkur fannst það skemmtilegt. Sett upp sem farsi þó að efnið gæti auðveldlega verið afskaplega dramatískt ef sú leið hefði verið valin. En það var mikið hlegið og við skemmtum okkur vel. Alveg óhætt að mæla með þessari sýningu...

Í dag sunnudag gekk ég frá garðinum í rigningunni. Nú er búið að pakka inn trjánum sem þess þurftu með, breiða yfir rósirnar og tæma alla blómapottana. Margaríturnar hafa næstum því blómstrað þar til núna svo þær hafa enst ótrúlega vel.

Eftir hádegi skruppum við mamma á tónleika í kirkjunni sem haldnir voru til styrktar Alþjóðlegu barnahjálpinni. Stundum gerist það að viðburðir koma manni á óvart og það gerðist í dag. Mikið lifandis býsn var gaman. Söngsveitin fór á kostum, Davíð Ólafs og Stefán Íslandi með nýja dagskrá sem var afskaplega góð og Kristjána og Gísli Stefánsbörn eru alltaf yndisleg. Þetta voru frábærir tónleikar sem alltof margir misstu af!

Síðdegis fórum við til Reykjavíkur. Fórum á ljósmyndasýninguna Herrar, menn og stjórar í Hugmyndahúsi háskólanna en þar eru ljósmyndir af um 40 konum sem gegna hefðbundnum karlastörfum. Þar erum við mamma svo heppnar að vera báðar. Fínar myndir af okkur svo við þurfum ekkert að skammast okkar fyrir það :-)
Sýningin er sniðug og gaman að sjá hversu fjölbreyttum störfum konur gegna. Síðar á árinu mun hún væntanlega verða sett upp á Akureyri og væntanlega líka í Kaupmannahöfn. Við mamma verðum víðförular eftir þetta :-)

Skruppum síðan til Öddu áður en við fórum á hátíð á vegum indverska sendiráðsins, Diwali ljósahátíðina. Hún kom mér líka á óvart. Glæsileg skemmtun og gómsætur matur í góðum félagsskap.

Náði síðan loksins einum þætti af Himmelblå í kvöld. Verð sennilega að fá þættina senda frá Noregi því ég er búin að missa af þeim svotil öllum...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

 • Um Aldísi ...
 • Ræður og greinar ...
 • Aftur á forsíðu...
 • Tenglar
 • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
 • Síða Sjálfstæðisflokksins
 • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
 • Sjálfstæðiskonur
 • Sjálfstæðismenn í Suður.
 • Gagnagátt Sambandsins
 • Besti ísinn!
 • Morgunblaðið á netinu
 • Vísir.is
 • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
 • Fleiri Sunnlenskar fréttir
 • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
 • Hveragerði
 • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
 • Grunnskólinn í­ Hveragerði
 • Íþróttafélagið Hamar
 • Veðurspá fyrir Hveragerði
 • Fjölbrautaskóli Suðurlands
 • Gagnasöfn Hvar.is
 • Besti bloggarinn ! ! !
 • Vefbanki Valla...
 • SASS
 • Myndir Bjössa á Bláfelli
 • Nátturan.is
 • Orðaþýðingar - frábær síða
 • Færð og veður á SV-landi
 • Leitarvélin
 • Sí­maskráin
 • Ýmsar myndir
 • Myndasíða
 • Úr reisubókinni
 • Flórída janúar 2017
 • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
 • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
 • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
 • Búkarest í Rúmení­u 2006
 • Ítalía 2007
 • Svartfjallaland 2008
 • Danmörk 2010
 • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
 • Hefur þú skoðun?
 • Hafðu samband!
  Eldri færslur
 • 1.1.2004 - 1.2.2004
 • 1.2.2004 - 1.3.2004
 • 1.3.2004 - 1.4.2004
 • 1.5.2004 - 1.6.2004
 • 1.6.2004 - 1.7.2004
 • 1.7.2004 - 1.8.2004
 • 1.8.2004 - 1.9.2004
 • 1.9.2004 - 1.10.2004
 • 1.10.2004 - 1.11.2004
 • 1.11.2004 - 1.12.2004
 • 1.12.2004 - 1.1.2005
 • 1.1.2005 - 1.2.2005
 • 1.3.2005 - 1.4.2005
 • 1.4.2005 - 1.5.2005
 • 1.5.2005 - 1.6.2005
 • 1.6.2005 - 1.7.2005
 • 1.7.2005 - 1.8.2005
 • 1.8.2005 - 1.9.2005
 • 1.9.2005 - 1.10.2005
 • 1.10.2005 - 1.11.2005
 • 1.11.2005 - 1.12.2005
 • 1.12.2005 - 1.1.2006
 • 1.1.2006 - 1.2.2006
 • 1.2.2006 - 1.3.2006
 • 1.3.2006 - 1.4.2006
 • 1.4.2006 - 1.5.2006
 • 1.5.2006 - 1.6.2006
 • 1.6.2006 - 1.7.2006
 • 1.7.2006 - 1.8.2006
 • 1.8.2006 - 1.9.2006
 • 1.9.2006 - 1.10.2006
 • 1.10.2006 - 1.11.2006
 • 1.11.2006 - 1.12.2006
 • 1.12.2006 - 1.1.2007
 • 1.1.2007 - 1.2.2007
 • 1.2.2007 - 1.3.2007
 • 1.3.2007 - 1.4.2007
 • 1.4.2007 - 1.5.2007
 • 1.5.2007 - 1.6.2007
 • 1.6.2007 - 1.7.2007
 • 1.7.2007 - 1.8.2007
 • 1.8.2007 - 1.9.2007
 • 1.9.2007 - 1.10.2007
 • 1.10.2007 - 1.11.2007
 • 1.11.2007 - 1.12.2007
 • 1.12.2007 - 1.1.2008
 • 1.1.2008 - 1.2.2008
 • 1.2.2008 - 1.3.2008
 • 1.3.2008 - 1.4.2008
 • 1.4.2008 - 1.5.2008
 • 1.5.2008 - 1.6.2008
 • 1.6.2008 - 1.7.2008
 • 1.7.2008 - 1.8.2008
 • 1.8.2008 - 1.9.2008
 • 1.9.2008 - 1.10.2008
 • 1.10.2008 - 1.11.2008
 • 1.11.2008 - 1.12.2008
 • 1.12.2008 - 1.1.2009
 • 1.1.2009 - 1.2.2009
 • 1.2.2009 - 1.3.2009
 • 1.3.2009 - 1.4.2009
 • 1.4.2009 - 1.5.2009
 • 1.5.2009 - 1.6.2009
 • 1.6.2009 - 1.7.2009
 • 1.7.2009 - 1.8.2009
 • 1.8.2009 - 1.9.2009
 • 1.9.2009 - 1.10.2009
 • 1.10.2009 - 1.11.2009
 • 1.11.2009 - 1.12.2009
 • 1.12.2009 - 1.1.2010
 • 1.1.2010 - 1.2.2010
 • 1.2.2010 - 1.3.2010
 • 1.3.2010 - 1.4.2010
 • 1.4.2010 - 1.5.2010
 • 1.5.2010 - 1.6.2010
 • 1.6.2010 - 1.7.2010
 • 1.7.2010 - 1.8.2010
 • 1.8.2010 - 1.9.2010
 • 1.9.2010 - 1.10.2010
 • 1.10.2010 - 1.11.2010
 • 1.11.2010 - 1.12.2010
 • 1.12.2010 - 1.1.2011
 • 1.1.2011 - 1.2.2011
 • 1.2.2011 - 1.3.2011
 • 1.3.2011 - 1.4.2011
 • 1.4.2011 - 1.5.2011
 • 1.5.2011 - 1.6.2011
 • 1.6.2011 - 1.7.2011
 • 1.7.2011 - 1.8.2011
 • 1.8.2011 - 1.9.2011
 • 1.9.2011 - 1.10.2011
 • 1.10.2011 - 1.11.2011
 • 1.11.2011 - 1.12.2011
 • 1.12.2011 - 1.1.2012
 • 1.1.2012 - 1.2.2012
 • 1.2.2012 - 1.3.2012
 • 1.3.2012 - 1.4.2012
 • 1.4.2012 - 1.5.2012
 • 1.5.2012 - 1.6.2012
 • 1.6.2012 - 1.7.2012
 • 1.7.2012 - 1.8.2012
 • 1.8.2012 - 1.9.2012
 • 1.9.2012 - 1.10.2012
 • 1.10.2012 - 1.11.2012
 • 1.11.2012 - 1.12.2012
 • 1.12.2012 - 1.1.2013
 • 1.1.2013 - 1.2.2013
 • 1.2.2013 - 1.3.2013
 • 1.3.2013 - 1.4.2013
 • 1.4.2013 - 1.5.2013
 • 1.5.2013 - 1.6.2013
 • 1.6.2013 - 1.7.2013
 • 1.7.2013 - 1.8.2013
 • 1.8.2013 - 1.9.2013
 • 1.9.2013 - 1.10.2013
 • 1.10.2013 - 1.11.2013
 • 1.11.2013 - 1.12.2013
 • 1.12.2013 - 1.1.2014
 • 1.1.2014 - 1.2.2014
 • 1.2.2014 - 1.3.2014
 • 1.3.2014 - 1.4.2014
 • 1.4.2014 - 1.5.2014
 • 1.5.2014 - 1.6.2014
 • 1.8.2014 - 1.9.2014
 • 1.9.2014 - 1.10.2014
 • 1.10.2014 - 1.11.2014
 • 1.11.2014 - 1.12.2014
 • 1.12.2014 - 1.1.2015
 • 1.1.2015 - 1.2.2015
 • 1.2.2015 - 1.3.2015
 • 1.3.2015 - 1.4.2015
 • 1.4.2015 - 1.5.2015
 • 1.6.2015 - 1.7.2015
 • 1.7.2015 - 1.8.2015
 • 1.8.2015 - 1.9.2015
 • 1.9.2015 - 1.10.2015
 • 1.10.2015 - 1.11.2015
 • 1.11.2015 - 1.12.2015
 • 1.12.2015 - 1.1.2016
 • 1.1.2016 - 1.2.2016
 • 1.2.2016 - 1.3.2016
 • 1.3.2016 - 1.4.2016
 • 1.4.2016 - 1.5.2016
 • 1.5.2016 - 1.6.2016
 • 1.6.2016 - 1.7.2016
 • 1.7.2016 - 1.8.2016
 • 1.8.2016 - 1.9.2016
 • 1.9.2016 - 1.10.2016
 • 1.10.2016 - 1.11.2016
 • 1.11.2016 - 1.12.2016
 • 1.12.2016 - 1.1.2017
 • 1.1.2017 - 1.2.2017
 • 1.2.2017 - 1.3.2017
 • 1.3.2017 - 1.4.2017
 • 1.5.2017 - 1.6.2017
 • 1.6.2017 - 1.7.2017
 • 1.8.2017 - 1.9.2017
 • 1.9.2017 - 1.10.2017
 • 1.10.2017 - 1.11.2017
 • 1.11.2017 - 1.12.2017
 • 1.12.2017 - 1.1.2018
 • 1.1.2018 - 1.2.2018
 • 1.2.2018 - 1.3.2018
 • 1.3.2018 - 1.4.2018
 • 1.4.2018 - 1.5.2018
 • 1.5.2018 - 1.6.2018
 • 1.8.2018 - 1.9.2018
 • 1.11.2018 - 1.12.2018
 • 1.4.2021 - 1.5.2021
 • 1.5.2021 - 1.6.2021
 • 1.6.2021 - 1.7.2021
 • 1.7.2021 - 1.8.2021
 • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet