<$BlogRSDUrl$>

7. nóvember 2010

Á fimmtudaginn var Safnahelgi Suðurlands opnuð við hátíðlega athöfn hér í Listasafninu. Kammerkór Suðurlands söng nokkur lög og tríóið AER skemmti einnig viðstöddum. Menntamálaráðherra ávarpaði samkomuna og það sama gerði einnig Inga Jónsdóttir, forstöðumaður Listasafns Árnesinga. Eyþór H. Ólafsson stýrði samkomunni af miklu öryggi en veitingar dagsins voru framreiddar af heimamönnunum í Eden, Kjörís og HNLFÍ. Þetta var flott samkoma og gestir vafalaust nálægt öðru hundraðinu.

Fundur í Héraðsnefnd Árnesinga allan föstudaginn. Fundurinn haldinn að Borg í Grímsnesi í yndislega fallega, vel uppgerða, gamla félagsheimilinu á staðnum.
Fundurinn var hinn ágætasti nema að mér fannst afar sérkennilegt að framlög til allra safna sýslunnar voru hækkuð nema ekki til Listasafnsins. Þar hefur þó gestum fjölgað lang mest undanfarin ár og eru þeir nú farnir að nálgast tíunda þúsundið árlega. Inga, forstöðumaður, hefur unnið þrekvirki við metnaðarfulla uppbyggingu safnsins og því undrast ég mjög hvers vegna nefndarmenn horfðu ekki til þess þegar framlög næsta árs voru ákvörðuð. Það hlýtur að verða breyting á þessu að ári.
Skoðunarferð um Grímsnesið, heimsókn í glæsilegu garðyrkjustöðina að Ártanga og móttaka á vegum Skógræktarfélags Árnesinga að Snæfoksstöðum gerði daginn enn eftirminnilegri.

Laugardagurinn hófst með fundi með stjórn Sjálfstæðisfélags Hveragerði. Nú er verið að gera við húsnæði félagsins eftir jarðskjálftann en mikill hiti er núna undir sökkli hússins sem þarf að losna við. Á meðan að framkvæmdir eru í gangi falla opnu húsin á laugardagsmorgnum niður en væntanlega munu þau hefjast aftur annan laugardag í janúar. Eftir fundinn fór ég í vinnuna,svaraði tölvupóstum og símtölum og gekk frá bréfum sem þurfti að skrifa. Það er alltaf gott að vinna þegar skrifstofan er lokuð þá er svo þægilega rólegt :-) Síðdegis skrapp ég á tónleika í Listasafninu sem þar voru haldnir í tilefni af Menningarhelgi. Feðgarnir léku Shadows lög af mikilli snilld en þeir eru Hörður og Páll ásamt sonum sínum Davíð og Matthíasi. Tríóið Tímamót spilaði nokkur lög en það skipar Dagný Lísa, Berglind og Sædís. Rapparinn Alex var síðan með skemmtilegt atriði. Það var greinilegt á viðtökunum að krakkarnir eru að gera góða hluti og við eigum örugglega eftir að heyra meira í þeim í framtíðinni.

Skrapp síðan til Öddu á spítalann áður en við fórum á Finnska hestinn í Þjóðleikhúsinu. Leikritið hefur fengið ansi misjafna dóma en okkur fannst það skemmtilegt. Sett upp sem farsi þó að efnið gæti auðveldlega verið afskaplega dramatískt ef sú leið hefði verið valin. En það var mikið hlegið og við skemmtum okkur vel. Alveg óhætt að mæla með þessari sýningu...

Í dag sunnudag gekk ég frá garðinum í rigningunni. Nú er búið að pakka inn trjánum sem þess þurftu með, breiða yfir rósirnar og tæma alla blómapottana. Margaríturnar hafa næstum því blómstrað þar til núna svo þær hafa enst ótrúlega vel.

Eftir hádegi skruppum við mamma á tónleika í kirkjunni sem haldnir voru til styrktar Alþjóðlegu barnahjálpinni. Stundum gerist það að viðburðir koma manni á óvart og það gerðist í dag. Mikið lifandis býsn var gaman. Söngsveitin fór á kostum, Davíð Ólafs og Stefán Íslandi með nýja dagskrá sem var afskaplega góð og Kristjána og Gísli Stefánsbörn eru alltaf yndisleg. Þetta voru frábærir tónleikar sem alltof margir misstu af!

Síðdegis fórum við til Reykjavíkur. Fórum á ljósmyndasýninguna Herrar, menn og stjórar í Hugmyndahúsi háskólanna en þar eru ljósmyndir af um 40 konum sem gegna hefðbundnum karlastörfum. Þar erum við mamma svo heppnar að vera báðar. Fínar myndir af okkur svo við þurfum ekkert að skammast okkar fyrir það :-)
Sýningin er sniðug og gaman að sjá hversu fjölbreyttum störfum konur gegna. Síðar á árinu mun hún væntanlega verða sett upp á Akureyri og væntanlega líka í Kaupmannahöfn. Við mamma verðum víðförular eftir þetta :-)

Skruppum síðan til Öddu áður en við fórum á hátíð á vegum indverska sendiráðsins, Diwali ljósahátíðina. Hún kom mér líka á óvart. Glæsileg skemmtun og gómsætur matur í góðum félagsskap.

Náði síðan loksins einum þætti af Himmelblå í kvöld. Verð sennilega að fá þættina senda frá Noregi því ég er búin að missa af þeim svotil öllum...

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet