22. nóvember 2010
Dagurinn í dag með fjölbreyttasta móti. Skoðaði mál varðandi höfundarrétt og gerði samning um slíkt sem fór síðan til yfirlestrar hjá sérfróðum aðila um málið. Jóhanna kláraði jóladagatal bæjarins en við lásum það yfir í sameiningu til að þar leyndust nú örugglega engar villur. Það er virkilega flott og greinilegt að bæjarbúar hafa nóg við að vera í desember. Yfirleitt er það nú reyndar ekki vandamál hjá flestum. Hvergerðingar munu aftur í ár opna jólagluggana hvern á fætur öðrum í desember. Núna leynast þar bókstafir sem mynda orð tengt jólum. Lausnum á að skila á bæjarskrifstofuna og heppnir fá vinning frá Hveragerðisbæ.
Lögreglan mætti í morgun til að skoða upptökur úr öryggismyndavélunum en innbrot var framið hjá Kjöt og kúnst um helgina. Það er greinilegt að myndavélarnar eru að skila góðum árangri þó að ekki sé öruggt að innbrotið upplýsist þrátt fyrir þær.
Eftir hádegi sátum við Guðmundur skipulags- og byggingafulltrúi þrjá fundi. Einn um frágang Kambalandsins sem vonandi kemst í skikkanlegt horf innan skamms. Annan með Inga Þór hjá Heilsustofnun vegna ýmissa mála tengdum starfsemi þeirra og þann þriðja með dr. Magga Jónssyni, arkitekt grunnskólans, en hann hefur þegar gert þarfagreiningu og frumhönnun næstu áfanga viðbyggingar við skólann og nú er spurning hvernig framhaldið verður þar.
Síðdegis náði ég í sund áður en farið var á góðan aðalfund Sjálfstæðisfélagsins sem haldinn var í kvöld. Dauðsakna opnu húsanna og þeirrar góðu umræðu sem þar fer fram. Stefnt er að því að viðgerðum á húsi Sjálfstæðisfélagsins ljúki í janúar og að opnu húsin á laugardagsmorgnum hefjist að nýju þann 15. janúar.
Labbaði fram og til baka á fundinn í kvöld, veðrið var einstaklega fallegt. Alveg stillt, hrím yfir öllu og glampandi tunglsljós. Mann langar hreinlega að sofa úti þegar svona viðrar :-)
Lögreglan mætti í morgun til að skoða upptökur úr öryggismyndavélunum en innbrot var framið hjá Kjöt og kúnst um helgina. Það er greinilegt að myndavélarnar eru að skila góðum árangri þó að ekki sé öruggt að innbrotið upplýsist þrátt fyrir þær.
Eftir hádegi sátum við Guðmundur skipulags- og byggingafulltrúi þrjá fundi. Einn um frágang Kambalandsins sem vonandi kemst í skikkanlegt horf innan skamms. Annan með Inga Þór hjá Heilsustofnun vegna ýmissa mála tengdum starfsemi þeirra og þann þriðja með dr. Magga Jónssyni, arkitekt grunnskólans, en hann hefur þegar gert þarfagreiningu og frumhönnun næstu áfanga viðbyggingar við skólann og nú er spurning hvernig framhaldið verður þar.
Síðdegis náði ég í sund áður en farið var á góðan aðalfund Sjálfstæðisfélagsins sem haldinn var í kvöld. Dauðsakna opnu húsanna og þeirrar góðu umræðu sem þar fer fram. Stefnt er að því að viðgerðum á húsi Sjálfstæðisfélagsins ljúki í janúar og að opnu húsin á laugardagsmorgnum hefjist að nýju þann 15. janúar.
Labbaði fram og til baka á fundinn í kvöld, veðrið var einstaklega fallegt. Alveg stillt, hrím yfir öllu og glampandi tunglsljós. Mann langar hreinlega að sofa úti þegar svona viðrar :-)
Comments:
Skrifa ummæli