9. nóvember 2010
Forstöðumannafundur í morgun. Farið yfir ýmis mál vegna fjárhagsáætlunargerðar, Guðmundur kynnti nýtt form á skipulagi viðhaldsframkvæmda eigna bæjarins og Helga fór yfir nýtt forrit sem áætla mun laun með miklu betri hætti en við hingað til höfum getað gert. Einnig á það eftir að létta mjög alla eftirfylgni og ætti því að auka líkur á því að fjárhagsáætlun standist miðað við þær forsendur sem gefnar eru.
Ég fór almennt yfir þær væntingar sem gerðar eru til næsta árs og bað alla um að leggja nú höfuð í bleyti ef enn skyldu leynast einhvers staðar góðar og gagnlegar hugmyndir sem létt geta róðurinn. Ennfremur tilkynnti ég að lokað yrði fyrir Facebook og aðrar óþarfa síður í öllum tölvum bæjarins frá og með næsta mánudegi. Komið hefur í ljós af facebook er ein af þremur mest heimsóttu síðum hjá bæjarfélaginu en það er jafn ljóst að þangað á enginn nauðsynlegt erindi auk þess sem þessi "traffík" er að kosta bæjarfélagið umtalsverða fjármuni.
Fundaði áfram með Maríu og Jóhönnu vegna málefna velferðar og fjölskyldusviðs en þar er margt á döfinni þó að hæst beri auðvitað yfirfærslu málefna fatlaðra nú um áramótin.
Helga og ég áttum síðan nokkuð langan fund með Ólafi endurskoðanda en dagurinn hefur farið í því að lemja saman endurskoðaða fjárhagsáætlun í nýja áætlunarlíkani KPMG. Það gekk ekki þrautalaust en hafðist þó á endanum. Helga er hreinn snillingur í þessum efnum !
Fundarboð bæjarstjórnar fór út síðdegis, óvanalega þunnt, en fundir eru orðnir harla sjaldgæfir í nefndum bæjarins enda voru fjárveitingar til þeirra flestra skornar niður um helming árið 2010.
Kvöldið fór í lestur gagna vegna fundar í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga á morgun. Afskaplega þykkt fundarboð þar á ferð, ábyggilega yfir 200 blaðsíður sem þar þurfti að skanna...
Gunna vinkona sendi mér afar skemmtilegan tengil á viðtal við sjálfsagt elsta bæjarstjóra í heimi hana Hazel í Missisauga í Kanada. Hún er 88 ára og búin að vera bæjarstjóri í 31 ár. Var að vinna sínar 12. kosningar í röð með 92% atkvæða á bak við sig. Hreint ótrúlega flott kona. Hér með hefur nýtt markmið verið skráð í stóru bókina :-D
En við Íslendingar eigum reyndar einn svipaðann henni Hazel þó að hann sé nú hreinasta unglamb í þeim samanburði. Sigurgeir Sigurðsson fv.bæjarstjóri á Seltjarnarnesi var kosinn fyrst í hreppsnefnd þar árið 1962. Hann var síðan oddviti sjálfstæðismanna í 10 bæjarstjórnarkosningum í röð og var sveitarstjóri og síðar bæjarstjóri frá 1965 til 2002. Enginn annar hefur verið kosinn til slíkra starfa á fjögurra ára fresti í 40 ár. Met sem sjálfsagt verður erfitt að slá !
Ég fór almennt yfir þær væntingar sem gerðar eru til næsta árs og bað alla um að leggja nú höfuð í bleyti ef enn skyldu leynast einhvers staðar góðar og gagnlegar hugmyndir sem létt geta róðurinn. Ennfremur tilkynnti ég að lokað yrði fyrir Facebook og aðrar óþarfa síður í öllum tölvum bæjarins frá og með næsta mánudegi. Komið hefur í ljós af facebook er ein af þremur mest heimsóttu síðum hjá bæjarfélaginu en það er jafn ljóst að þangað á enginn nauðsynlegt erindi auk þess sem þessi "traffík" er að kosta bæjarfélagið umtalsverða fjármuni.
Fundaði áfram með Maríu og Jóhönnu vegna málefna velferðar og fjölskyldusviðs en þar er margt á döfinni þó að hæst beri auðvitað yfirfærslu málefna fatlaðra nú um áramótin.
Helga og ég áttum síðan nokkuð langan fund með Ólafi endurskoðanda en dagurinn hefur farið í því að lemja saman endurskoðaða fjárhagsáætlun í nýja áætlunarlíkani KPMG. Það gekk ekki þrautalaust en hafðist þó á endanum. Helga er hreinn snillingur í þessum efnum !
Fundarboð bæjarstjórnar fór út síðdegis, óvanalega þunnt, en fundir eru orðnir harla sjaldgæfir í nefndum bæjarins enda voru fjárveitingar til þeirra flestra skornar niður um helming árið 2010.
Kvöldið fór í lestur gagna vegna fundar í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga á morgun. Afskaplega þykkt fundarboð þar á ferð, ábyggilega yfir 200 blaðsíður sem þar þurfti að skanna...
Gunna vinkona sendi mér afar skemmtilegan tengil á viðtal við sjálfsagt elsta bæjarstjóra í heimi hana Hazel í Missisauga í Kanada. Hún er 88 ára og búin að vera bæjarstjóri í 31 ár. Var að vinna sínar 12. kosningar í röð með 92% atkvæða á bak við sig. Hreint ótrúlega flott kona. Hér með hefur nýtt markmið verið skráð í stóru bókina :-D
En við Íslendingar eigum reyndar einn svipaðann henni Hazel þó að hann sé nú hreinasta unglamb í þeim samanburði. Sigurgeir Sigurðsson fv.bæjarstjóri á Seltjarnarnesi var kosinn fyrst í hreppsnefnd þar árið 1962. Hann var síðan oddviti sjálfstæðismanna í 10 bæjarstjórnarkosningum í röð og var sveitarstjóri og síðar bæjarstjóri frá 1965 til 2002. Enginn annar hefur verið kosinn til slíkra starfa á fjögurra ára fresti í 40 ár. Met sem sjálfsagt verður erfitt að slá !
Comments:
Skrifa ummæli