8. nóvember 2010
Nú fer fjárhagsáætlun ársins 2011 að taka öll völd. Við Helga hittum Ólaf endurskoðanda í dag og fórum yfir breytingar sem gera þarf á endurskoðaðri fjárhagsáætlun ársins 2010 til að hún uppfylli nýjar reglur um skráningu leigusamninga og lóða. Áætlunin verður lögð fram aftur á fundi bæjarstjórnar í vikunni með þeim breytingum sem endurskoðandi leggur til að veri gerðar.
Fórum síðan vel yfir þann ramma sem við eigum von á að þurfa að starfa eftir á næsta ári. Það er ljóst að enn þarf að spara og skera niður. Það er jafn ljóst að við munum með öllum ráðum reyna að halda þeirri þjónustu sem við teljum að geri bæinn okkar jafn góðan og raun er á. Vonandi erum við á leið uppúr öldudalnum en ekki enn á leið niður...
Átti fjölmörg samtöl við ýmsa aðila um margvísleg málefni. Sorpstöðin, verslunarmiðstöðin, ferðamál, grunnskólinn, sundlaugin og margt fleira bar á góma.
Í kvöld var síðan meirihlutafundur en í upphafi hans fór María, félagsmálastjóri, yfir stöðu velferðarmála og yfirfærslu málefna fatlaðra. Mikil aukning er á fjárhagsaðstoð það sem af er ári og einnig hefur orðið aukning á greiddum húsaleigubótum. Aukningin virðist vera mun meiri hér en í nágrannasveitarfélögunum og það er nokkuð ljóst að velferðarnefnd þar að fara vel yfir ástæður þessa.
Fórum síðan vel yfir þann ramma sem við eigum von á að þurfa að starfa eftir á næsta ári. Það er ljóst að enn þarf að spara og skera niður. Það er jafn ljóst að við munum með öllum ráðum reyna að halda þeirri þjónustu sem við teljum að geri bæinn okkar jafn góðan og raun er á. Vonandi erum við á leið uppúr öldudalnum en ekki enn á leið niður...
Átti fjölmörg samtöl við ýmsa aðila um margvísleg málefni. Sorpstöðin, verslunarmiðstöðin, ferðamál, grunnskólinn, sundlaugin og margt fleira bar á góma.
Í kvöld var síðan meirihlutafundur en í upphafi hans fór María, félagsmálastjóri, yfir stöðu velferðarmála og yfirfærslu málefna fatlaðra. Mikil aukning er á fjárhagsaðstoð það sem af er ári og einnig hefur orðið aukning á greiddum húsaleigubótum. Aukningin virðist vera mun meiri hér en í nágrannasveitarfélögunum og það er nokkuð ljóst að velferðarnefnd þar að fara vel yfir ástæður þessa.
Comments:
Skrifa ummæli