18. september 2006
Mývatnssveit um helgina ...
Fórum á niðjamót um helgina en að Stöng í Mývatnssveit var haldið mót afkomenda systranna Guðrúnar og Bjargar Þorsteinsdætra sem báðar voru giftar Sigurði Friðrikssyni bónda í Sandvík, Bárðardal. Eldri systirin Guðrún lést einungis 27 ára og þá kom sú yngri, Björg, á heimilið til að hugsa um þrjú börn systurinnar, eignaðist hún síðan 4 börn með Sigurði og eitt í viðbót að honum látnum með Tryggva Indriðasyni. Samanlagður var systkinahópurinn í Sandvík því 8 talsins og af þeim komust 6 til fullorðinsára. Ein af þeim er Lára amma Lárusar míns sem tekin var í fóstur að Álftagerði í Mývatnssveit en giftist síðar Kristjáni Ásmundssyni en þau bjuggu að Stöng í Mývatnssveit. Undirbúningsnefndina skipuðu nokkrar valkyrjur úr ættinni og eiga þær heiður skilinn fyrir skipulagninguna og ekki síst fyrir að taka saman niðjatal sem gefið var öllum gestum. Björn Dagbjartsson hélt síðan góða tölu um lífshlaup þeirra systra og barna þeirra sem gaman var að hlusta á enda hef ég ekki mikið vitað um þennan ættboga þar til nú.
Yndislegt veður og góður félagsskapur gerði þessa daga einstaklega vel lukkaða. Glaðasólskin og hiti á laugardeginum minnti frekar á bestu sumardaga heldur en miðjan september. Farið var í ferð frá Stöng og yfir Mývatnsheiði niður í Bárðardal. Það er merkilegt að bæir eins og Engidalur skuli enn haldast í byggð jafn afskekktur og hann er. En það var heilmikil upplifun að fara þessa leið, við höfum aldrei áður komið á þessar slóðir en náttúrufegurð er mikil þarna á heiðinni og ekki skemmdu haustlitirnir fyrir.
Stangarhjón sáu um glæsilegar veitingar um kvöldið og skemmtu menn sér hið besta fram eftir nóttu. Myndir eru komnar inná myndasíðuna, en myndatextar koma síðar.
Fórum á niðjamót um helgina en að Stöng í Mývatnssveit var haldið mót afkomenda systranna Guðrúnar og Bjargar Þorsteinsdætra sem báðar voru giftar Sigurði Friðrikssyni bónda í Sandvík, Bárðardal. Eldri systirin Guðrún lést einungis 27 ára og þá kom sú yngri, Björg, á heimilið til að hugsa um þrjú börn systurinnar, eignaðist hún síðan 4 börn með Sigurði og eitt í viðbót að honum látnum með Tryggva Indriðasyni. Samanlagður var systkinahópurinn í Sandvík því 8 talsins og af þeim komust 6 til fullorðinsára. Ein af þeim er Lára amma Lárusar míns sem tekin var í fóstur að Álftagerði í Mývatnssveit en giftist síðar Kristjáni Ásmundssyni en þau bjuggu að Stöng í Mývatnssveit. Undirbúningsnefndina skipuðu nokkrar valkyrjur úr ættinni og eiga þær heiður skilinn fyrir skipulagninguna og ekki síst fyrir að taka saman niðjatal sem gefið var öllum gestum. Björn Dagbjartsson hélt síðan góða tölu um lífshlaup þeirra systra og barna þeirra sem gaman var að hlusta á enda hef ég ekki mikið vitað um þennan ættboga þar til nú.
Yndislegt veður og góður félagsskapur gerði þessa daga einstaklega vel lukkaða. Glaðasólskin og hiti á laugardeginum minnti frekar á bestu sumardaga heldur en miðjan september. Farið var í ferð frá Stöng og yfir Mývatnsheiði niður í Bárðardal. Það er merkilegt að bæir eins og Engidalur skuli enn haldast í byggð jafn afskekktur og hann er. En það var heilmikil upplifun að fara þessa leið, við höfum aldrei áður komið á þessar slóðir en náttúrufegurð er mikil þarna á heiðinni og ekki skemmdu haustlitirnir fyrir.
Stangarhjón sáu um glæsilegar veitingar um kvöldið og skemmtu menn sér hið besta fram eftir nóttu. Myndir eru komnar inná myndasíðuna, en myndatextar koma síðar.
13. september 2006
Í dag var 25 ára afmæli Fjölbrautaskóla Suðurlands haldið hátíðlegt. Fyrst og fremst voru það nemendur og starfsmenn sem gerðu sér glaðan dag í tilefni þessara tímamóta.
Því miður tepptist ég á fundi á síðustu stundu og komst því ekki í kaffiboðið sem haldið var seinnipartinn í dag en ég vona að hamingjuóskirnar hafi komist til skila.
Fundir eru ansi fyrirferðamiklir í dagskránni, en í dag komu ýmsir aðilar í heimsókn sem flestir áttu það sammerkt að hafa áhuga á skipulags- og byggingamálum.
Mörg stór svæði í eigu einkaaðila eru nú í skoðun og útlit fyrir að framkvæmdir á nokkrum þeirra fari í gang á næsta ári. Þar á meðal eru 46 íbúðir sem Búmenn hafa hug á að reisa hér í Hveragerði. Hér eru í dag 16 íbúðir á þeirra vegum sem notið hafa mikilla vinsælda. Allt útlit fyrir að nýju íbúðirnar, sem rísa munu þar sem Gróðrarstöð Óttars stóð áður, muni einnig slá í gegn.
Því miður tepptist ég á fundi á síðustu stundu og komst því ekki í kaffiboðið sem haldið var seinnipartinn í dag en ég vona að hamingjuóskirnar hafi komist til skila.
Fundir eru ansi fyrirferðamiklir í dagskránni, en í dag komu ýmsir aðilar í heimsókn sem flestir áttu það sammerkt að hafa áhuga á skipulags- og byggingamálum.
Mörg stór svæði í eigu einkaaðila eru nú í skoðun og útlit fyrir að framkvæmdir á nokkrum þeirra fari í gang á næsta ári. Þar á meðal eru 46 íbúðir sem Búmenn hafa hug á að reisa hér í Hveragerði. Hér eru í dag 16 íbúðir á þeirra vegum sem notið hafa mikilla vinsælda. Allt útlit fyrir að nýju íbúðirnar, sem rísa munu þar sem Gróðrarstöð Óttars stóð áður, muni einnig slá í gegn.
12. september 2006
Dagurinn hófst með fundi í stýrihóp Sunnan3. Verkefnið er nú að komast á lokastig en framundan er vinna við uppsetningu á notendagátt á sviði skipulags- og byggingamála. Íbúar sveitarfélaganna Hveragerðis, Ölfuss og Árborgar hafa tekið vel við sér og fjölmargir nýtt sér það að panta skólamáltíðir og vistun í frístundaskólunum rafrænt á netinu.
------------------
Erlendir gestir voru áberandi í dag. Fyrir hádegi komu í heimsókn fulltrúar frá Evrópska knattspyrnusambandinu og KSÍ. Tilgangur heimsóknarinnar var að skoða sparkvöllinn við grunnskólann sem reistur var í átaksverkefni KSÍ og sveitarfélaganna. Leist gestum vel á aðstæður hér í Hveragerði og fannst þeim umgengni um völlinn til fyrirmyndar. Það var líflegt um að litast á skólalóðinni á meðan á heimsókninni stóð en i dag voru malbikaðir allir vellirnir og gangstígarnir á nýju skólalóðinni. Ég bind vonir við að hún verði fullkláruð innan nokkurra vikna.
Hinir erlendu gestir höfðu heilmikinn áhuga á Hveragerðisbæ svo við fórum í stutta ferð um bæinn og skoðuðum meðal annars golfvöllinn og hverasvæðið.
--------------------
Héraðsráð Árnesinga fundaði í fyrsta sinn í dag. Þar bar hæst kæru sem fulltrúar Samfylkingarinnar í Árborg hafa sent Félagsmálaráðuneytinu þar sem þeir krefjast ógildingar fyrsta fundar Héraðsnefndar í sumar. Telja þeir ágalla á fundarboði en það var sent fulltrúum í tölvupósti. Héraðsráð mun að sjálfsögðu senda svar sitt við kærunni til ráðuneytisins og málið fer þar með í hefðbundið ferli.
-------------
Tók á móti 13 ungmennum frá jafnmörgum löndum sem mættu hingað seinnipartinn á vegum Veraldarvina. Þetta er líflegur og skemmtilegur hópur sem strax í fyrramálið mun taka til hendinni í skógræktinni undir Hamrinum. Þau verða hér út vikuna og munu setja svip sinn á bæjarlífið á meðan. Gaman að því.
-------------------------
Fékk heimsókn á skrifstofuna í dag, dönsk hjón, sem ég hef verið í samskiptum við á vegum Kjörís í meira en áratug. Mikið af mínum gömlu birgjum hjá Kjörís halda sambandi þrátt fyrir að ég hafi skipt um starfsvettvang og þykir mér vænt um það.
-------------------------
Hripaði þessa færslu niður í hinum mýmörgu auglýsingahléum í Rockstar Supernova. Fylgdist auðvitað með Magnavöku til loka. Ætli þeir verði ekki margir sem eiga erfitt með að vakna í fyrramálið! ! En mikið rosalega er gaman að fylgjast með Borgfirðningum að austan gera það svona gott í útlandinu. Síðan er lyginni líkast að fylgjast með rembingnum í sófasnillingunum sem fæstir geta fundið nokkuð gott að segja um Magna eða hljómsveitina Á móti sól. Hljómsveit sem spilar lög sem fólki finnast skemmtileg og heldur uppi feikna stuði á böllum hlýtur náttúrulega að vera léleg í augum þeirra sem enginn nennir eða vill hlusta á ! ! !
Ég er allavega bæði stolt og ánægð fyrir hönd Magna og hljómsveitarinnar ÁMS og mun fylgjast með lokaþættinum með athygli og andakt annað kvöld.
------------------
Erlendir gestir voru áberandi í dag. Fyrir hádegi komu í heimsókn fulltrúar frá Evrópska knattspyrnusambandinu og KSÍ. Tilgangur heimsóknarinnar var að skoða sparkvöllinn við grunnskólann sem reistur var í átaksverkefni KSÍ og sveitarfélaganna. Leist gestum vel á aðstæður hér í Hveragerði og fannst þeim umgengni um völlinn til fyrirmyndar. Það var líflegt um að litast á skólalóðinni á meðan á heimsókninni stóð en i dag voru malbikaðir allir vellirnir og gangstígarnir á nýju skólalóðinni. Ég bind vonir við að hún verði fullkláruð innan nokkurra vikna.
Hinir erlendu gestir höfðu heilmikinn áhuga á Hveragerðisbæ svo við fórum í stutta ferð um bæinn og skoðuðum meðal annars golfvöllinn og hverasvæðið.
--------------------
Héraðsráð Árnesinga fundaði í fyrsta sinn í dag. Þar bar hæst kæru sem fulltrúar Samfylkingarinnar í Árborg hafa sent Félagsmálaráðuneytinu þar sem þeir krefjast ógildingar fyrsta fundar Héraðsnefndar í sumar. Telja þeir ágalla á fundarboði en það var sent fulltrúum í tölvupósti. Héraðsráð mun að sjálfsögðu senda svar sitt við kærunni til ráðuneytisins og málið fer þar með í hefðbundið ferli.
-------------
Tók á móti 13 ungmennum frá jafnmörgum löndum sem mættu hingað seinnipartinn á vegum Veraldarvina. Þetta er líflegur og skemmtilegur hópur sem strax í fyrramálið mun taka til hendinni í skógræktinni undir Hamrinum. Þau verða hér út vikuna og munu setja svip sinn á bæjarlífið á meðan. Gaman að því.
-------------------------
Fékk heimsókn á skrifstofuna í dag, dönsk hjón, sem ég hef verið í samskiptum við á vegum Kjörís í meira en áratug. Mikið af mínum gömlu birgjum hjá Kjörís halda sambandi þrátt fyrir að ég hafi skipt um starfsvettvang og þykir mér vænt um það.
-------------------------
Hripaði þessa færslu niður í hinum mýmörgu auglýsingahléum í Rockstar Supernova. Fylgdist auðvitað með Magnavöku til loka. Ætli þeir verði ekki margir sem eiga erfitt með að vakna í fyrramálið! ! En mikið rosalega er gaman að fylgjast með Borgfirðningum að austan gera það svona gott í útlandinu. Síðan er lyginni líkast að fylgjast með rembingnum í sófasnillingunum sem fæstir geta fundið nokkuð gott að segja um Magna eða hljómsveitina Á móti sól. Hljómsveit sem spilar lög sem fólki finnast skemmtileg og heldur uppi feikna stuði á böllum hlýtur náttúrulega að vera léleg í augum þeirra sem enginn nennir eða vill hlusta á ! ! !
Ég er allavega bæði stolt og ánægð fyrir hönd Magna og hljómsveitarinnar ÁMS og mun fylgjast með lokaþættinum með athygli og andakt annað kvöld.
11. september 2006
Helginni eytt í London í góðra vina hópi. Fórum út á fimmtudagsmorgun sem þýddi að það þurfti að vakna fyrir 4 til að komast á völlinn á réttum tíma. Það voru því skiljanlega svolítið þreytulegir Íslendingar sem settust í sætin sín á Mama Mia um kvöldið. Abba sýningin stóð fullkomlega undir væntingum, eins og við var að búast. Frábær lög og fjörug uppsetning. Það ættu allir að skella sér á söngleik sem fara til London. Mikil upplifun og virkilega gaman.
Dagskráin var þétt skrifuð eins og alltaf er þegar Heiðmerkur fólk fer til útlanda. Maður getur sofið þegar maður er dauður eins og einhver sagði! ! Í útlöndum sefur maður ekki, heldur nýtur þess að vera á framandi slóðum. Oxford Street og nágrenni var auðvitað vel kannað en síðan gáfust líka stundir til að fara í skoðunarferð, líta á Westminster, Big Ben, Trafalgar torgið, Soho og garðana í miðborginni. Náðum líka að fara uppí Notting Hill á laugardeginum þar sem markaðurinn á Portobello er engu líkur. Síðan er alltaf gaman að koma í Kensington höll og fá sér “high tea” í Orangerie´inu. Eitthvað svo ekta breskt.
Á kvöldin voru frábærir veitingastaðir heimsóttir og er óhætt að mæla með þeim öllum. Áhugasamir Londonfarar hikið ekki við að hafa samband.....
Síðan er rétt að hafa í huga að nú þurfa farþegar að gera ráð fyrir vel rúmum tíma á flugstöðinni úti. Vorum í einn og hálfan tíma að komast í gegnum inntékkið og öryggisleitina á Heathrow. Enginn tími til annars á flugstöðinni en að koma sér út í vél með það sama. Muna það næst...
-------------------
Missti semsagt af fjörugu SASS þingi sem haldið var hér í Hveragerði á fimmtudag og föstudag. Verð að bæta við, mér til afsökunar, að London ferðin var ákveðin með mun meiri fyrirvara en SASS þingið.
Á SASS þinginu var Gunnar Þorgeirsson endurkjörinn formaður. Ég var ánægð með þau úrslit enda hefur hann staðið sig vel og hefur greinilega breiðan stuðning til áframhaldandi starfa. Það er kvennaveldi í stjórn SASS en við erum í meirihluta þar stelpurnar eins og svo víða á Suðurlandi. Fjallað var í Sunnlenska í síðustu viku um kvennaveldið sem nú ríkir á Suðurlandi og er athyglisvert að sjá að við skerum okkur frá öðrum landshlutum hvað það varðar. Vel að merkja allt án utanaðkomandi stýringa.
---------------
Í morgun heimsótti ég 7. bekk Grunnskólans og skrifaði þar undir samning við nemendurna um hreinsun Hveragerðisbæjar. Þau skuldbinda sig til þess að halda bæjarfélaginu hreinu í vetur, í samræmi við ákveðna áætlun og fá í staðinn peningaupphæð sem rennur í ferðasjóð. Það var gaman að hitta krakkana en þau voru áhugasöm um verkefnið og efast ég ekki um að þau muni sinna því með mikilli prýði.
-------------
Það var skemmtileg tilviljun að strax á eftir fékk ég góða heimsókn frá forsvarsmanni Veraldarvina en það er félag sem skipuleggur sjálfboðastörf útlendinga hér á Íslandi. Störfin felast í fjölbreyttum umhverfisstörfum sem unnin eru í samvinnu sveitarfélaga og Veraldarvina. Hingað mun koma hópur á miðvikudaginn sem verður hér við störf fram að helgi en síðan ræddum við einnig framhald verkefnisins sem yrði þá næsta sumar. Það væri gaman að því ef Veraldarvinir gætu heimsótt 7. bekkinn sem í dag ákvað að sjá til þess að bærinn verði þrifalegur í vetur.
------------------------
Mér skilst að á pólitíska sviðinu hafi dregið til tíðinda um helgina. Árni Mathiesen búinn að tilkynna framboð í fyrsta sætið hjá okkur Sjálfstæðismönnum og aðrir frambjóðendur hafa fylgt í kjölfarið. Kjördæmisþingið verður haldið síðustu helgina í september og er ekki að efa að það verður bæði fjölmennt og fjörugt.
Dagskráin var þétt skrifuð eins og alltaf er þegar Heiðmerkur fólk fer til útlanda. Maður getur sofið þegar maður er dauður eins og einhver sagði! ! Í útlöndum sefur maður ekki, heldur nýtur þess að vera á framandi slóðum. Oxford Street og nágrenni var auðvitað vel kannað en síðan gáfust líka stundir til að fara í skoðunarferð, líta á Westminster, Big Ben, Trafalgar torgið, Soho og garðana í miðborginni. Náðum líka að fara uppí Notting Hill á laugardeginum þar sem markaðurinn á Portobello er engu líkur. Síðan er alltaf gaman að koma í Kensington höll og fá sér “high tea” í Orangerie´inu. Eitthvað svo ekta breskt.
Á kvöldin voru frábærir veitingastaðir heimsóttir og er óhætt að mæla með þeim öllum. Áhugasamir Londonfarar hikið ekki við að hafa samband.....
Síðan er rétt að hafa í huga að nú þurfa farþegar að gera ráð fyrir vel rúmum tíma á flugstöðinni úti. Vorum í einn og hálfan tíma að komast í gegnum inntékkið og öryggisleitina á Heathrow. Enginn tími til annars á flugstöðinni en að koma sér út í vél með það sama. Muna það næst...
-------------------
Missti semsagt af fjörugu SASS þingi sem haldið var hér í Hveragerði á fimmtudag og föstudag. Verð að bæta við, mér til afsökunar, að London ferðin var ákveðin með mun meiri fyrirvara en SASS þingið.
Á SASS þinginu var Gunnar Þorgeirsson endurkjörinn formaður. Ég var ánægð með þau úrslit enda hefur hann staðið sig vel og hefur greinilega breiðan stuðning til áframhaldandi starfa. Það er kvennaveldi í stjórn SASS en við erum í meirihluta þar stelpurnar eins og svo víða á Suðurlandi. Fjallað var í Sunnlenska í síðustu viku um kvennaveldið sem nú ríkir á Suðurlandi og er athyglisvert að sjá að við skerum okkur frá öðrum landshlutum hvað það varðar. Vel að merkja allt án utanaðkomandi stýringa.
---------------
Í morgun heimsótti ég 7. bekk Grunnskólans og skrifaði þar undir samning við nemendurna um hreinsun Hveragerðisbæjar. Þau skuldbinda sig til þess að halda bæjarfélaginu hreinu í vetur, í samræmi við ákveðna áætlun og fá í staðinn peningaupphæð sem rennur í ferðasjóð. Það var gaman að hitta krakkana en þau voru áhugasöm um verkefnið og efast ég ekki um að þau muni sinna því með mikilli prýði.
-------------
Það var skemmtileg tilviljun að strax á eftir fékk ég góða heimsókn frá forsvarsmanni Veraldarvina en það er félag sem skipuleggur sjálfboðastörf útlendinga hér á Íslandi. Störfin felast í fjölbreyttum umhverfisstörfum sem unnin eru í samvinnu sveitarfélaga og Veraldarvina. Hingað mun koma hópur á miðvikudaginn sem verður hér við störf fram að helgi en síðan ræddum við einnig framhald verkefnisins sem yrði þá næsta sumar. Það væri gaman að því ef Veraldarvinir gætu heimsótt 7. bekkinn sem í dag ákvað að sjá til þess að bærinn verði þrifalegur í vetur.
------------------------
Mér skilst að á pólitíska sviðinu hafi dregið til tíðinda um helgina. Árni Mathiesen búinn að tilkynna framboð í fyrsta sætið hjá okkur Sjálfstæðismönnum og aðrir frambjóðendur hafa fylgt í kjölfarið. Kjördæmisþingið verður haldið síðustu helgina í september og er ekki að efa að það verður bæði fjölmennt og fjörugt.