11. september 2006
Helginni eytt í London í góðra vina hópi. Fórum út á fimmtudagsmorgun sem þýddi að það þurfti að vakna fyrir 4 til að komast á völlinn á réttum tíma. Það voru því skiljanlega svolítið þreytulegir Íslendingar sem settust í sætin sín á Mama Mia um kvöldið. Abba sýningin stóð fullkomlega undir væntingum, eins og við var að búast. Frábær lög og fjörug uppsetning. Það ættu allir að skella sér á söngleik sem fara til London. Mikil upplifun og virkilega gaman.
Dagskráin var þétt skrifuð eins og alltaf er þegar Heiðmerkur fólk fer til útlanda. Maður getur sofið þegar maður er dauður eins og einhver sagði! ! Í útlöndum sefur maður ekki, heldur nýtur þess að vera á framandi slóðum. Oxford Street og nágrenni var auðvitað vel kannað en síðan gáfust líka stundir til að fara í skoðunarferð, líta á Westminster, Big Ben, Trafalgar torgið, Soho og garðana í miðborginni. Náðum líka að fara uppí Notting Hill á laugardeginum þar sem markaðurinn á Portobello er engu líkur. Síðan er alltaf gaman að koma í Kensington höll og fá sér “high tea” í Orangerie´inu. Eitthvað svo ekta breskt.
Á kvöldin voru frábærir veitingastaðir heimsóttir og er óhætt að mæla með þeim öllum. Áhugasamir Londonfarar hikið ekki við að hafa samband.....
Síðan er rétt að hafa í huga að nú þurfa farþegar að gera ráð fyrir vel rúmum tíma á flugstöðinni úti. Vorum í einn og hálfan tíma að komast í gegnum inntékkið og öryggisleitina á Heathrow. Enginn tími til annars á flugstöðinni en að koma sér út í vél með það sama. Muna það næst...
-------------------
Missti semsagt af fjörugu SASS þingi sem haldið var hér í Hveragerði á fimmtudag og föstudag. Verð að bæta við, mér til afsökunar, að London ferðin var ákveðin með mun meiri fyrirvara en SASS þingið.
Á SASS þinginu var Gunnar Þorgeirsson endurkjörinn formaður. Ég var ánægð með þau úrslit enda hefur hann staðið sig vel og hefur greinilega breiðan stuðning til áframhaldandi starfa. Það er kvennaveldi í stjórn SASS en við erum í meirihluta þar stelpurnar eins og svo víða á Suðurlandi. Fjallað var í Sunnlenska í síðustu viku um kvennaveldið sem nú ríkir á Suðurlandi og er athyglisvert að sjá að við skerum okkur frá öðrum landshlutum hvað það varðar. Vel að merkja allt án utanaðkomandi stýringa.
---------------
Í morgun heimsótti ég 7. bekk Grunnskólans og skrifaði þar undir samning við nemendurna um hreinsun Hveragerðisbæjar. Þau skuldbinda sig til þess að halda bæjarfélaginu hreinu í vetur, í samræmi við ákveðna áætlun og fá í staðinn peningaupphæð sem rennur í ferðasjóð. Það var gaman að hitta krakkana en þau voru áhugasöm um verkefnið og efast ég ekki um að þau muni sinna því með mikilli prýði.
-------------
Það var skemmtileg tilviljun að strax á eftir fékk ég góða heimsókn frá forsvarsmanni Veraldarvina en það er félag sem skipuleggur sjálfboðastörf útlendinga hér á Íslandi. Störfin felast í fjölbreyttum umhverfisstörfum sem unnin eru í samvinnu sveitarfélaga og Veraldarvina. Hingað mun koma hópur á miðvikudaginn sem verður hér við störf fram að helgi en síðan ræddum við einnig framhald verkefnisins sem yrði þá næsta sumar. Það væri gaman að því ef Veraldarvinir gætu heimsótt 7. bekkinn sem í dag ákvað að sjá til þess að bærinn verði þrifalegur í vetur.
------------------------
Mér skilst að á pólitíska sviðinu hafi dregið til tíðinda um helgina. Árni Mathiesen búinn að tilkynna framboð í fyrsta sætið hjá okkur Sjálfstæðismönnum og aðrir frambjóðendur hafa fylgt í kjölfarið. Kjördæmisþingið verður haldið síðustu helgina í september og er ekki að efa að það verður bæði fjölmennt og fjörugt.
Dagskráin var þétt skrifuð eins og alltaf er þegar Heiðmerkur fólk fer til útlanda. Maður getur sofið þegar maður er dauður eins og einhver sagði! ! Í útlöndum sefur maður ekki, heldur nýtur þess að vera á framandi slóðum. Oxford Street og nágrenni var auðvitað vel kannað en síðan gáfust líka stundir til að fara í skoðunarferð, líta á Westminster, Big Ben, Trafalgar torgið, Soho og garðana í miðborginni. Náðum líka að fara uppí Notting Hill á laugardeginum þar sem markaðurinn á Portobello er engu líkur. Síðan er alltaf gaman að koma í Kensington höll og fá sér “high tea” í Orangerie´inu. Eitthvað svo ekta breskt.
Á kvöldin voru frábærir veitingastaðir heimsóttir og er óhætt að mæla með þeim öllum. Áhugasamir Londonfarar hikið ekki við að hafa samband.....
Síðan er rétt að hafa í huga að nú þurfa farþegar að gera ráð fyrir vel rúmum tíma á flugstöðinni úti. Vorum í einn og hálfan tíma að komast í gegnum inntékkið og öryggisleitina á Heathrow. Enginn tími til annars á flugstöðinni en að koma sér út í vél með það sama. Muna það næst...
-------------------
Missti semsagt af fjörugu SASS þingi sem haldið var hér í Hveragerði á fimmtudag og föstudag. Verð að bæta við, mér til afsökunar, að London ferðin var ákveðin með mun meiri fyrirvara en SASS þingið.
Á SASS þinginu var Gunnar Þorgeirsson endurkjörinn formaður. Ég var ánægð með þau úrslit enda hefur hann staðið sig vel og hefur greinilega breiðan stuðning til áframhaldandi starfa. Það er kvennaveldi í stjórn SASS en við erum í meirihluta þar stelpurnar eins og svo víða á Suðurlandi. Fjallað var í Sunnlenska í síðustu viku um kvennaveldið sem nú ríkir á Suðurlandi og er athyglisvert að sjá að við skerum okkur frá öðrum landshlutum hvað það varðar. Vel að merkja allt án utanaðkomandi stýringa.
---------------
Í morgun heimsótti ég 7. bekk Grunnskólans og skrifaði þar undir samning við nemendurna um hreinsun Hveragerðisbæjar. Þau skuldbinda sig til þess að halda bæjarfélaginu hreinu í vetur, í samræmi við ákveðna áætlun og fá í staðinn peningaupphæð sem rennur í ferðasjóð. Það var gaman að hitta krakkana en þau voru áhugasöm um verkefnið og efast ég ekki um að þau muni sinna því með mikilli prýði.
-------------
Það var skemmtileg tilviljun að strax á eftir fékk ég góða heimsókn frá forsvarsmanni Veraldarvina en það er félag sem skipuleggur sjálfboðastörf útlendinga hér á Íslandi. Störfin felast í fjölbreyttum umhverfisstörfum sem unnin eru í samvinnu sveitarfélaga og Veraldarvina. Hingað mun koma hópur á miðvikudaginn sem verður hér við störf fram að helgi en síðan ræddum við einnig framhald verkefnisins sem yrði þá næsta sumar. Það væri gaman að því ef Veraldarvinir gætu heimsótt 7. bekkinn sem í dag ákvað að sjá til þess að bærinn verði þrifalegur í vetur.
------------------------
Mér skilst að á pólitíska sviðinu hafi dregið til tíðinda um helgina. Árni Mathiesen búinn að tilkynna framboð í fyrsta sætið hjá okkur Sjálfstæðismönnum og aðrir frambjóðendur hafa fylgt í kjölfarið. Kjördæmisþingið verður haldið síðustu helgina í september og er ekki að efa að það verður bæði fjölmennt og fjörugt.
Comments:
Skrifa ummæli