18. september 2006
Mývatnssveit um helgina ...
Fórum á niðjamót um helgina en að Stöng í Mývatnssveit var haldið mót afkomenda systranna Guðrúnar og Bjargar Þorsteinsdætra sem báðar voru giftar Sigurði Friðrikssyni bónda í Sandvík, Bárðardal. Eldri systirin Guðrún lést einungis 27 ára og þá kom sú yngri, Björg, á heimilið til að hugsa um þrjú börn systurinnar, eignaðist hún síðan 4 börn með Sigurði og eitt í viðbót að honum látnum með Tryggva Indriðasyni. Samanlagður var systkinahópurinn í Sandvík því 8 talsins og af þeim komust 6 til fullorðinsára. Ein af þeim er Lára amma Lárusar míns sem tekin var í fóstur að Álftagerði í Mývatnssveit en giftist síðar Kristjáni Ásmundssyni en þau bjuggu að Stöng í Mývatnssveit. Undirbúningsnefndina skipuðu nokkrar valkyrjur úr ættinni og eiga þær heiður skilinn fyrir skipulagninguna og ekki síst fyrir að taka saman niðjatal sem gefið var öllum gestum. Björn Dagbjartsson hélt síðan góða tölu um lífshlaup þeirra systra og barna þeirra sem gaman var að hlusta á enda hef ég ekki mikið vitað um þennan ættboga þar til nú.
Yndislegt veður og góður félagsskapur gerði þessa daga einstaklega vel lukkaða. Glaðasólskin og hiti á laugardeginum minnti frekar á bestu sumardaga heldur en miðjan september. Farið var í ferð frá Stöng og yfir Mývatnsheiði niður í Bárðardal. Það er merkilegt að bæir eins og Engidalur skuli enn haldast í byggð jafn afskekktur og hann er. En það var heilmikil upplifun að fara þessa leið, við höfum aldrei áður komið á þessar slóðir en náttúrufegurð er mikil þarna á heiðinni og ekki skemmdu haustlitirnir fyrir.
Stangarhjón sáu um glæsilegar veitingar um kvöldið og skemmtu menn sér hið besta fram eftir nóttu. Myndir eru komnar inná myndasíðuna, en myndatextar koma síðar.
Fórum á niðjamót um helgina en að Stöng í Mývatnssveit var haldið mót afkomenda systranna Guðrúnar og Bjargar Þorsteinsdætra sem báðar voru giftar Sigurði Friðrikssyni bónda í Sandvík, Bárðardal. Eldri systirin Guðrún lést einungis 27 ára og þá kom sú yngri, Björg, á heimilið til að hugsa um þrjú börn systurinnar, eignaðist hún síðan 4 börn með Sigurði og eitt í viðbót að honum látnum með Tryggva Indriðasyni. Samanlagður var systkinahópurinn í Sandvík því 8 talsins og af þeim komust 6 til fullorðinsára. Ein af þeim er Lára amma Lárusar míns sem tekin var í fóstur að Álftagerði í Mývatnssveit en giftist síðar Kristjáni Ásmundssyni en þau bjuggu að Stöng í Mývatnssveit. Undirbúningsnefndina skipuðu nokkrar valkyrjur úr ættinni og eiga þær heiður skilinn fyrir skipulagninguna og ekki síst fyrir að taka saman niðjatal sem gefið var öllum gestum. Björn Dagbjartsson hélt síðan góða tölu um lífshlaup þeirra systra og barna þeirra sem gaman var að hlusta á enda hef ég ekki mikið vitað um þennan ættboga þar til nú.
Yndislegt veður og góður félagsskapur gerði þessa daga einstaklega vel lukkaða. Glaðasólskin og hiti á laugardeginum minnti frekar á bestu sumardaga heldur en miðjan september. Farið var í ferð frá Stöng og yfir Mývatnsheiði niður í Bárðardal. Það er merkilegt að bæir eins og Engidalur skuli enn haldast í byggð jafn afskekktur og hann er. En það var heilmikil upplifun að fara þessa leið, við höfum aldrei áður komið á þessar slóðir en náttúrufegurð er mikil þarna á heiðinni og ekki skemmdu haustlitirnir fyrir.
Stangarhjón sáu um glæsilegar veitingar um kvöldið og skemmtu menn sér hið besta fram eftir nóttu. Myndir eru komnar inná myndasíðuna, en myndatextar koma síðar.
Comments:
Skrifa ummæli