13. september 2006
Í dag var 25 ára afmæli Fjölbrautaskóla Suðurlands haldið hátíðlegt. Fyrst og fremst voru það nemendur og starfsmenn sem gerðu sér glaðan dag í tilefni þessara tímamóta.
Því miður tepptist ég á fundi á síðustu stundu og komst því ekki í kaffiboðið sem haldið var seinnipartinn í dag en ég vona að hamingjuóskirnar hafi komist til skila.
Fundir eru ansi fyrirferðamiklir í dagskránni, en í dag komu ýmsir aðilar í heimsókn sem flestir áttu það sammerkt að hafa áhuga á skipulags- og byggingamálum.
Mörg stór svæði í eigu einkaaðila eru nú í skoðun og útlit fyrir að framkvæmdir á nokkrum þeirra fari í gang á næsta ári. Þar á meðal eru 46 íbúðir sem Búmenn hafa hug á að reisa hér í Hveragerði. Hér eru í dag 16 íbúðir á þeirra vegum sem notið hafa mikilla vinsælda. Allt útlit fyrir að nýju íbúðirnar, sem rísa munu þar sem Gróðrarstöð Óttars stóð áður, muni einnig slá í gegn.
Því miður tepptist ég á fundi á síðustu stundu og komst því ekki í kaffiboðið sem haldið var seinnipartinn í dag en ég vona að hamingjuóskirnar hafi komist til skila.
Fundir eru ansi fyrirferðamiklir í dagskránni, en í dag komu ýmsir aðilar í heimsókn sem flestir áttu það sammerkt að hafa áhuga á skipulags- og byggingamálum.
Mörg stór svæði í eigu einkaaðila eru nú í skoðun og útlit fyrir að framkvæmdir á nokkrum þeirra fari í gang á næsta ári. Þar á meðal eru 46 íbúðir sem Búmenn hafa hug á að reisa hér í Hveragerði. Hér eru í dag 16 íbúðir á þeirra vegum sem notið hafa mikilla vinsælda. Allt útlit fyrir að nýju íbúðirnar, sem rísa munu þar sem Gróðrarstöð Óttars stóð áður, muni einnig slá í gegn.
Comments:
Skrifa ummæli