28. apríl 2006
Minni á opnun kosningamiðstöðvar okkar mánudaginn 1. maí klukkan 14.
Sérstakur gestur er Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi munu einnig koma í heimsókn.
Glæsilegar kaffiveitingar og að sjálfsögðu ís fyrir börnin ! ! !
Hvergerðingar semog aðrir gestir fjölmennið --- allir alltaf velkomnir.
Sérstakur gestur er Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi munu einnig koma í heimsókn.
Glæsilegar kaffiveitingar og að sjálfsögðu ís fyrir börnin ! ! !
Hvergerðingar semog aðrir gestir fjölmennið --- allir alltaf velkomnir.
27. apríl 2006
Formleg opnun kosningamiðstöðvar okkar Sjálfstæðismanna
verður mánudaginn 1. maí klukkan 14.
Við höfum tekið á leigu húsnæði í Gamla Kvennaskólanum, Hverabakka, þar sem áður var apótek. Það verður gaman að sjá hvernig fólki líkar að vera í miðbænum. Við þrifum Hverabakka hátt og lágt í gærkvöldi enda er húsið núna skínandi fínt. Við fundum strax hversu mikill munur er að vera á jarðhæð, fólk var farið að kíkja við um leið og ljós sást í húsinu þannig að við höfum trú á því að þessi flutningur sé til góðs.
Nokkrir vaskir sveinar voru síðan fram á nótt að hengja upp risa stórt skilti af listanum utan á "trésmiðjuna". Nú kemst enginn hjá því að sjá hverjir eru í framboði á vegum Sjálfstæðisfélagsins í Hveragerði ! !
----------------------------
Í dag var ég á fundi í Valhöll á vegum Landssambands Sjálfstæðiskvenna er bar yfirskriftina forystukonur í sveitarstjórnum. Þar fluttum ég, Ragnheiður í Mosfellsbæ, Hanna Birna í Reykjavík, Ásgerður á Seltjarnarnesi og Sigríður á Álftanesi stuttar framsögur um sveitarstjórnarmál og aðkomu okkar að þeim vettvangi.
Að þeim loknum fjölluðum við vítt og breitt um þau málefni sem helst brenna á konum semog öðrum sveitarstjórnarmönnum enda eru áherslumálin þau sömu hvort sem við erum karlar eða konur.
----------------------------------------------------
Í kvöld lauk námskeiði á vegum Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins um listina að hafa áhrif. Fjöldi manns sótti námskeiðið sem var gagnlegt en ekki síður skemmtilegt enda alltaf gaman í góðra vina hópi.
---------------------------------------------------------
Í morgun var síðasti vinnudagur Sigurbjargar Jóhannsdóttur, Bíbíar, hér í Kjörís. Hún hefur unnið hjá fyrirtækinu í rúm 25 ár en hefur nú ákveðið að láta gott heita enda hefur hún náð þeim áfanga að mega lögum samkvæmt fara að taka því rólega.
Það verður skrýtið að heyra ekki skagfirsku brandarana og vísurnar lengur í kaffitímum en hún lofaði reyndar að mæta reglulega í afmæliskaffið svo fráhvarfs einkennin yrðu ekki eins slæm. Við lofuðum aftur á móti að láta hana vita næst þegar Guðni Ágústsson boðar komu sína því ekki vill hún láta það spyrjast að Framsóknarmenn sæki Kjörís heim án þess að fá sínar hefðbundnu veitingar.
----------------------------------------
Rakel okkar er 21. árs í dag. Til hamingju með daginn unga dama ! ! !
verður mánudaginn 1. maí klukkan 14.
Við höfum tekið á leigu húsnæði í Gamla Kvennaskólanum, Hverabakka, þar sem áður var apótek. Það verður gaman að sjá hvernig fólki líkar að vera í miðbænum. Við þrifum Hverabakka hátt og lágt í gærkvöldi enda er húsið núna skínandi fínt. Við fundum strax hversu mikill munur er að vera á jarðhæð, fólk var farið að kíkja við um leið og ljós sást í húsinu þannig að við höfum trú á því að þessi flutningur sé til góðs.
Nokkrir vaskir sveinar voru síðan fram á nótt að hengja upp risa stórt skilti af listanum utan á "trésmiðjuna". Nú kemst enginn hjá því að sjá hverjir eru í framboði á vegum Sjálfstæðisfélagsins í Hveragerði ! !
----------------------------
Í dag var ég á fundi í Valhöll á vegum Landssambands Sjálfstæðiskvenna er bar yfirskriftina forystukonur í sveitarstjórnum. Þar fluttum ég, Ragnheiður í Mosfellsbæ, Hanna Birna í Reykjavík, Ásgerður á Seltjarnarnesi og Sigríður á Álftanesi stuttar framsögur um sveitarstjórnarmál og aðkomu okkar að þeim vettvangi.
Að þeim loknum fjölluðum við vítt og breitt um þau málefni sem helst brenna á konum semog öðrum sveitarstjórnarmönnum enda eru áherslumálin þau sömu hvort sem við erum karlar eða konur.
----------------------------------------------------
Í kvöld lauk námskeiði á vegum Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins um listina að hafa áhrif. Fjöldi manns sótti námskeiðið sem var gagnlegt en ekki síður skemmtilegt enda alltaf gaman í góðra vina hópi.
---------------------------------------------------------
Í morgun var síðasti vinnudagur Sigurbjargar Jóhannsdóttur, Bíbíar, hér í Kjörís. Hún hefur unnið hjá fyrirtækinu í rúm 25 ár en hefur nú ákveðið að láta gott heita enda hefur hún náð þeim áfanga að mega lögum samkvæmt fara að taka því rólega.
Það verður skrýtið að heyra ekki skagfirsku brandarana og vísurnar lengur í kaffitímum en hún lofaði reyndar að mæta reglulega í afmæliskaffið svo fráhvarfs einkennin yrðu ekki eins slæm. Við lofuðum aftur á móti að láta hana vita næst þegar Guðni Ágústsson boðar komu sína því ekki vill hún láta það spyrjast að Framsóknarmenn sæki Kjörís heim án þess að fá sínar hefðbundnu veitingar.
----------------------------------------
Rakel okkar er 21. árs í dag. Til hamingju með daginn unga dama ! ! !
26. apríl 2006
Í gær mánudag voru fundir í skólanefnd Fjölbrautaskólans og í skólanefnd Grunnskólans í Hveragerði. Helst bar til tíðinda að skólanefnd Grunnskólans mælti með ráðningu Páls Leó Jónssonar, bæjarfulltrúa í Árborg, í stöðu aðstoðarskólastjóra til eins árs en Helga Guðjónsdóttir hyggur á nám. Nefndin var einhuga í afstöðu sinni.
FSu hefur fengið heimild Menntamálaráðuneytisins til að innrita duglega nemendur úr 10.bekk í janúar í stað ágúst. Með því móti eiga nemendurnir raunhæfan kost á því að útskrifast mun fyrr stúdentar en ella gæti orðið. Þetta er gott dæmi um þá valkosti sem nemendum standa nú til boða og mikilvægt er að kynna bæði fyrir nemendum, foreldrum og skólafólki á Suðurlandi.
-------------------------------
Dagurinn í dag, þriðjudagur, fór að mestu í ýmislegt stúss fyrir kosningabaráttuna. Sjálfstæðismenn hafa tekið á leigu húsnæði fyrir kosningaskrifstofu í Hverabökkum, gamla Kvennaskólahúsinu. Skrifstofan verður því mun betur staðsett en áður, miðsvæðis í Hveragerði nálægt bæði verslun og þjónustu.
Vinstri grænir í Hveragerði kynntu framboðslista sinn í dag. Því er ljóst að þrír listar að lágmarki bjóða fram í vor. Framboðið hleypir óneitanlega nýju blóði í baráttuna sem er gott. Það er mikilvægt að kjósendur hafi skýra valkosti í vor og nokkuð ljóst að stefna VG er skýr og vafningalaus, allavega á landsvísu. Samkrull tveggja ólíkra flokka getur aftur á móti aldrei boðið skýra og afdráttarlausa stefnu, ég hef ekki trú á því að kjósendur láti bjóða sér slíkt í vor
FSu hefur fengið heimild Menntamálaráðuneytisins til að innrita duglega nemendur úr 10.bekk í janúar í stað ágúst. Með því móti eiga nemendurnir raunhæfan kost á því að útskrifast mun fyrr stúdentar en ella gæti orðið. Þetta er gott dæmi um þá valkosti sem nemendum standa nú til boða og mikilvægt er að kynna bæði fyrir nemendum, foreldrum og skólafólki á Suðurlandi.
-------------------------------
Dagurinn í dag, þriðjudagur, fór að mestu í ýmislegt stúss fyrir kosningabaráttuna. Sjálfstæðismenn hafa tekið á leigu húsnæði fyrir kosningaskrifstofu í Hverabökkum, gamla Kvennaskólahúsinu. Skrifstofan verður því mun betur staðsett en áður, miðsvæðis í Hveragerði nálægt bæði verslun og þjónustu.
Vinstri grænir í Hveragerði kynntu framboðslista sinn í dag. Því er ljóst að þrír listar að lágmarki bjóða fram í vor. Framboðið hleypir óneitanlega nýju blóði í baráttuna sem er gott. Það er mikilvægt að kjósendur hafi skýra valkosti í vor og nokkuð ljóst að stefna VG er skýr og vafningalaus, allavega á landsvísu. Samkrull tveggja ólíkra flokka getur aftur á móti aldrei boðið skýra og afdráttarlausa stefnu, ég hef ekki trú á því að kjósendur láti bjóða sér slíkt í vor
23. apríl 2006
Núna koma færslurnar í kippum ! !
Sumardagurinn fyrsti var líflegur og skemmtilegur hér í Hveragerði eins og ávallt.
Heldur meira var lagt í dagskrána en venjulega enda var 60 ára afmæli Hveragerðisbæjar haldið hátíðlegt þennan dag. Dagurinn byrjaði með hátíðarmessu þar sem ég og Herdís Þórðar fluttum ritningarorð.
Stórfjölskyldan hittist hjá mömmu í hádegismat í tilefni þess að Sigurbjörg kom að austan. Eftir hádegi skunduðu allir uppá Garðyrkjuskóla þar sem var opið hús og hátíðardagskrá. Dvalarheimilið Ás fékk umhverfisviðurkenningu Hveragerðisbæjar þetta árið og er stofnunin vel að þeim heiðri komin enda umhverfi, gróður og garðar til fyrirmyndar á þeim bæ. Íslandsmeistarakeppnin í blómaskreytingum fór fram þennan dag og er það nýbreytni. Allur gróður í Skálanum skartaði sínu fegursta enda er þetta besti og litríkasti árstíminn þar.
Í Listaskálanum fór fram Myndlistarsýning barna sem forseti Íslands opnaði að viðstöddu gríðarlegu fjölmenni. Hvorki var það nú sýningin eða forsetinn sem dró að sér þessa mannmergð heldur Sylvía Nótt sem kom með fríðu föruneyti og söng Evróvisjón lagið. Hún er flott á sviði og búningurinn var frábær. Synd reyndar hversu mörg lítil kríli sáu ekki stórstjörnuna fyrir troðningnum.
Hægt er að sjá myndband af flutningnum á heimasíðu
Sjálfstæðismanna í Hveragerði: www.blahver.is
Hátíðarfundur bæjarstjórnar var seinnipartinn þar sem meðal annars körfuboltastelpurnar voru heiðraðar og Bragi Einarsson. Á fundinum var frumflutt nýtt lag Magnúsar Þór Sigmundssonar samið í tilefni af afmæli bæjarins. Afskaplega fallegt og ekki var myndbandið síðra en það var unnið af Ingvari Sigurðssyni.
Að fundi loknum bauð bæjarstjórn til hátíðarkvöldverðar á Hótel Örk. Þar voru mættir margir fyrrverandi bæjarstjórnarmenn í Hveragerði ásamt gestum frá Ölfusi, Árborg og forseta Íslands og frú.
-----------------------------
Aðalfundur stjórnar Kjörís haldinn eftir vinnu á föstudag. Afkoman góð þó að alltaf viljum við gera enn betur og auðvitað sé alltaf hægt að gera betur. Það var fróðlegt að sjá hvernig verslunin er sífellt að færast á færri hendur og nokkuð ljóst að umfjöllun Morgunblaðsins um smásöluverslun á Íslandi er löngu tímabær.
Ég, Guðrún og Laufey Sif fórum til Reykjanesbæjar um kvöldið þar sem ég var kynnir á konukvöldi Sjálfstæðiskvenna þar í bæ. Margar konur mættu og nutu dagskrárinnar sem var glæsileg og ekki voru veitingarnar síðri.
Flott kvöld stelpur!!!
Gaman að hitta Rakel þarna en hún var ein af þeim sem stóð fyrir kvöldinu. Við ílengdumst lengur en góðu hófi gengdi enda margar góðar konur mættar og gaman að spjalla í góðu tómi.
-------------------------
Í opnu húsi á laugardagsmorgninum voru myndir til sýnis sem Guðmundur tók á flugi þeirra Karls hér yfir bænum í vikunni. Afskaplega gaman að sjá Hveragerði frá þessu sjónarhorni og nýjir vinklar sköpuðust í umræðunni um skipulagsmál. Fjöldi fólks mætti í opna húsið og ljóst að þetta húsnæði nægir engan veginn nú þegar kosningabaráttan er að komast á fullan skrið.
Eftir hádegi fór ég með Albert, Hafstein og Dagnýju að sjá Kalla á þakinu í Borgarleikhúsinu. Ekki seinna vænna þar sem þetta var síðasta sýning. Allir í hópnum skemmtu sér konunglega, Sveppi var frábær sem ærslabelgurinn Kalli og sýningin lifandi og skemmtileg. Strákunum til mikillar "gleði" var svo kíkt örstutt í Kringluna en brúnin lyftist við veitingar á heimleiðinni.
Hittumst systurnar og mamma um kvöldið, ekki annað hægt þar sem við erum allar á þessu landshorni núna.
----------------------------
Fundur í kosningastjórninni á sunnudagsmorgni og í blaðstjórn seinnipart sunnudags.
Það eru óteljandi hlutir sem þurfa að smella núna.
Sumardagurinn fyrsti var líflegur og skemmtilegur hér í Hveragerði eins og ávallt.
Heldur meira var lagt í dagskrána en venjulega enda var 60 ára afmæli Hveragerðisbæjar haldið hátíðlegt þennan dag. Dagurinn byrjaði með hátíðarmessu þar sem ég og Herdís Þórðar fluttum ritningarorð.
Stórfjölskyldan hittist hjá mömmu í hádegismat í tilefni þess að Sigurbjörg kom að austan. Eftir hádegi skunduðu allir uppá Garðyrkjuskóla þar sem var opið hús og hátíðardagskrá. Dvalarheimilið Ás fékk umhverfisviðurkenningu Hveragerðisbæjar þetta árið og er stofnunin vel að þeim heiðri komin enda umhverfi, gróður og garðar til fyrirmyndar á þeim bæ. Íslandsmeistarakeppnin í blómaskreytingum fór fram þennan dag og er það nýbreytni. Allur gróður í Skálanum skartaði sínu fegursta enda er þetta besti og litríkasti árstíminn þar.
Í Listaskálanum fór fram Myndlistarsýning barna sem forseti Íslands opnaði að viðstöddu gríðarlegu fjölmenni. Hvorki var það nú sýningin eða forsetinn sem dró að sér þessa mannmergð heldur Sylvía Nótt sem kom með fríðu föruneyti og söng Evróvisjón lagið. Hún er flott á sviði og búningurinn var frábær. Synd reyndar hversu mörg lítil kríli sáu ekki stórstjörnuna fyrir troðningnum.
Hægt er að sjá myndband af flutningnum á heimasíðu
Sjálfstæðismanna í Hveragerði: www.blahver.is
Hátíðarfundur bæjarstjórnar var seinnipartinn þar sem meðal annars körfuboltastelpurnar voru heiðraðar og Bragi Einarsson. Á fundinum var frumflutt nýtt lag Magnúsar Þór Sigmundssonar samið í tilefni af afmæli bæjarins. Afskaplega fallegt og ekki var myndbandið síðra en það var unnið af Ingvari Sigurðssyni.
Að fundi loknum bauð bæjarstjórn til hátíðarkvöldverðar á Hótel Örk. Þar voru mættir margir fyrrverandi bæjarstjórnarmenn í Hveragerði ásamt gestum frá Ölfusi, Árborg og forseta Íslands og frú.
-----------------------------
Aðalfundur stjórnar Kjörís haldinn eftir vinnu á föstudag. Afkoman góð þó að alltaf viljum við gera enn betur og auðvitað sé alltaf hægt að gera betur. Það var fróðlegt að sjá hvernig verslunin er sífellt að færast á færri hendur og nokkuð ljóst að umfjöllun Morgunblaðsins um smásöluverslun á Íslandi er löngu tímabær.
Ég, Guðrún og Laufey Sif fórum til Reykjanesbæjar um kvöldið þar sem ég var kynnir á konukvöldi Sjálfstæðiskvenna þar í bæ. Margar konur mættu og nutu dagskrárinnar sem var glæsileg og ekki voru veitingarnar síðri.
Flott kvöld stelpur!!!
Gaman að hitta Rakel þarna en hún var ein af þeim sem stóð fyrir kvöldinu. Við ílengdumst lengur en góðu hófi gengdi enda margar góðar konur mættar og gaman að spjalla í góðu tómi.
-------------------------
Í opnu húsi á laugardagsmorgninum voru myndir til sýnis sem Guðmundur tók á flugi þeirra Karls hér yfir bænum í vikunni. Afskaplega gaman að sjá Hveragerði frá þessu sjónarhorni og nýjir vinklar sköpuðust í umræðunni um skipulagsmál. Fjöldi fólks mætti í opna húsið og ljóst að þetta húsnæði nægir engan veginn nú þegar kosningabaráttan er að komast á fullan skrið.
Eftir hádegi fór ég með Albert, Hafstein og Dagnýju að sjá Kalla á þakinu í Borgarleikhúsinu. Ekki seinna vænna þar sem þetta var síðasta sýning. Allir í hópnum skemmtu sér konunglega, Sveppi var frábær sem ærslabelgurinn Kalli og sýningin lifandi og skemmtileg. Strákunum til mikillar "gleði" var svo kíkt örstutt í Kringluna en brúnin lyftist við veitingar á heimleiðinni.
Hittumst systurnar og mamma um kvöldið, ekki annað hægt þar sem við erum allar á þessu landshorni núna.
----------------------------
Fundur í kosningastjórninni á sunnudagsmorgni og í blaðstjórn seinnipart sunnudags.
Það eru óteljandi hlutir sem þurfa að smella núna.
20. apríl 2006
19. apríl 2006
Frábær sýning, Þrek og tár ! ! !
Nú verða Hvergerðingar og nærsveitamenn að taka fram sparifötin og skella sér í leikhús. Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson var frumsýnt hjá Leikfélagi Hveragerðis í kvöld. Við Pálína fórum saman á sýninguna og það er skemmst frá því að segja að við skemmtum okkur konunglega. Þetta er stór og viðamikil sýning og maður er fljótur að gleyma því að staðsetningin er litla leikhúsið við Austurmörkina. Búið er að innrétta salinn þannig að sviðið er mjög stórt og gefur alveg nýja möguleika fyrir leikstjórann, Ólaf Jens Sigurðsson, sem unnið hefur frábært starf með þessari uppsetningu. Fjölmargir leikarar og söngvarar taka þátt í sýningunni sem er kraftmikil og lifandi þannig að aldrei myndast dauður punktur. Heil hljómsveit er á sviðinu allan tímann sem gefur sýningunni mikla dýpt og styður vel við leikara og söngvara sem vægast sagt fara á kostum hvort sem um leik eða söng er að ræða. Það er alltaf gaman að sjá vini og nágranna bregða sér í önnur og ný gervi og nú hefur leikfélaginu greinilega bæst liðsauki því nokkrir ungir menn úr nágrannabyggðum taka þátt og setja skemmtilegan svip á sýninguna.
Þegar lögð hefur verið svona mikil vinna í eina sýningu og útkoman jafn góð og hér er reyndin þá eigum við sem ekki nennum að vera með allavega að tölta niður í leikhús og sjá herlegheitin. Það er vel þess virði !!
Tónlistin er kapítuli útaf fyrir sig, afskaplega falleg, hér er titillagið,
þrek og tár, reyndar flutt af Hauki Morthens og Erlu Þorsteins, en það er ekki verra fyrir það ! !
Nú verða Hvergerðingar og nærsveitamenn að taka fram sparifötin og skella sér í leikhús. Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson var frumsýnt hjá Leikfélagi Hveragerðis í kvöld. Við Pálína fórum saman á sýninguna og það er skemmst frá því að segja að við skemmtum okkur konunglega. Þetta er stór og viðamikil sýning og maður er fljótur að gleyma því að staðsetningin er litla leikhúsið við Austurmörkina. Búið er að innrétta salinn þannig að sviðið er mjög stórt og gefur alveg nýja möguleika fyrir leikstjórann, Ólaf Jens Sigurðsson, sem unnið hefur frábært starf með þessari uppsetningu. Fjölmargir leikarar og söngvarar taka þátt í sýningunni sem er kraftmikil og lifandi þannig að aldrei myndast dauður punktur. Heil hljómsveit er á sviðinu allan tímann sem gefur sýningunni mikla dýpt og styður vel við leikara og söngvara sem vægast sagt fara á kostum hvort sem um leik eða söng er að ræða. Það er alltaf gaman að sjá vini og nágranna bregða sér í önnur og ný gervi og nú hefur leikfélaginu greinilega bæst liðsauki því nokkrir ungir menn úr nágrannabyggðum taka þátt og setja skemmtilegan svip á sýninguna.
Þegar lögð hefur verið svona mikil vinna í eina sýningu og útkoman jafn góð og hér er reyndin þá eigum við sem ekki nennum að vera með allavega að tölta niður í leikhús og sjá herlegheitin. Það er vel þess virði !!
Tónlistin er kapítuli útaf fyrir sig, afskaplega falleg, hér er titillagið,
þrek og tár, reyndar flutt af Hauki Morthens og Erlu Þorsteins, en það er ekki verra fyrir það ! !
18. apríl 2006
Mörgum finnst rólegt yfir pólitíkinni og fjöldi fólks hefur beinlínis kvartað yfir rólegheitunum. Þeir hinir sömu virðast sannfærðir um að við frambjóðendur liggjum bara á meltunni og bíðum eftir að atkvæðin detti af himnum ofan. Það er líka erfitt að gera sér í hugarlund þá miklu vinnu sem liggur að baki framboði sem þessu. Allir á listanum hafa haft nóg að gera undanfarið, fundahöld, myndatökur og allskonar uppákomur hafa verið tíðar þó að þær hafi ekki farið hátt. Við höfum ekki enn opnað kosningaskrifstofuna en það fer þó að líða að því, þannig að óþreyjufullir stuðningsmenn geta farið að hlakka til. Opnu húsin á laugardagsmorgnum eru vettvangurinn þessa dagana. Enda sífellt fleiri sem leggja leið sína til okkur í morgunkaffi á laugardögum. Í dag gátu Hvergerðingar séð Gumma "fjórða" flögra yfir Hveragerði með Kalla "áttunda" á þyrlunni. Hef ekki enn heyrt í fjórða manninum eftir ferðina, spurning hvort hann sé rúmfastur :-)
17. apríl 2006
Páskar 2006
Mikil umferð hefur verið í bæjarfélaginu um páskana enda veðrið eins og best verður á kosið. Sól og blíða þó að furðulegur snjóbylur í nokkrar mínútur á föstudaginn langa hafi komið flestum á óvart. Tjaldsvæðið hefur greinilega fest sig í sessi því við töldum um 30 húsbíla þar um helgina. Flestir komu á skírdag og voru svo yfir helgina. Þar sem við búum svo til við hliðina á tjaldsvæðinu fór það ekki fram hjá okkur að útileguvertíðin er hafin þegar ilminn frá útigrillunum lagði yfir hverfið. Það er heldur ekki amalegt að vera hér á tjaldsvæðinu, í göngufæri við verslanir og þjónustu og við hliðina á sundlauginni. Það var líka greinilegt að Mallorca stemningin í sundlauginni heillaði því þar sátu gestir í sólbaði undir húsveggnum, kaffivagninn kominn út og freknurnar hópuðust á næpuhvít nefin. Nú geta gestir í sundlauginni líka notið bókmennta því þar eru plöstuð ljóð í heitu pottunum. Á fundi í dag var vitnað í eitt þeirra þannig að þetta framtak vekur athygli.
-------------------------------
Það er ekki hægt að taka sér frí frá kosningabaráttunni og þessi helgi var ekki undanskilin. Fundað var stíft yfir helgina en eftir páska fer baráttan á fullan skrið. Listi okkar Sjálfstæðismanna er afar vel skipaður og mikill hugur í mannskapnum. Heimasíðan okkar www.blahver.is er mikið heimsótt en þar er hægt að finna ýmsar upplýsingar um framboðið sem og bæjarfélagið.
-------------------------------
Þrátt fyrir fundahöld var nú samt tími til veisluhalda. Fyrst var haldin ættingjaafmælisveisla fyrir 16 ára soninn á skírdag en vinirnir mættu svo í pizzuveislu í kvöld. Páskadögurður hjá Guðrúnu og Jóa er að verða að hefð en það er alltaf gaman þegar stórfjölskyldan hittist. Núna eru allir heimavið nema Sigurbjörg sem gat ekki slitið sig frá Austfjörðum. Við bindum nú samt vonir við það að hún láti sjá sig á Sumardaginn fyrsta en þá stendur mikið til hér í Hveragerði.
Löng hefð er fyrir hátíðahöldum á Garðyrkjuskólanum á Sumardaginn fyrsta, þúsundir gesta flykkjast þá austur fyrir fjall til að heimsækja skólann og njóta þess sem þar er í boði. Í ár er dagskrá þessa dags enn viðameiri en áður þar sem nú er einnig haldið hátíðlegt 60 ára afmæli Hveragerðisbæjar. Dagskrá afmælisins tvinnast saman við opið hús Garðyrkjuskólans og því verður nóg við að vera allan daginn.
Sérstakur hátíðarfundur bæjarstjórnar verður síðdegis þar sem hr. Ólafur Ragnar Grímsson mun heiðra okkur með nærveru sinni. Á þeim fundi verður frumflutt nýtt Hveragerðislag sem Magnús Þór Sigmundsson hefur samið. Við heyrðum það í mjög hrárri mynd á bæjarstjórnarfundi nýlega svo það verður gaman að heyra það fullunnið í flutningi frábærra tónlistarmanna. Það er full ástæða til að hvetja alla til að heimsækja Hveragerði á Sumardaginn fyrsta, það verður ábyggilega nóg við að vera.
Allir gestir verða síðan að koma við í Eden því nú er ljóst að Bragi og Karen verða þar ekki mikið lengur þar sem búið er að selja staðinn. Reksturinn verður afhentur nýjum eigendum 1. maí en Bragi, Karen og fjölskylda hyggja á flutning frá Hveragerði fljótlega eftir það. Það er mikil eftirsjá að þessari fjölskyldu sem markað hefur stór spor í sögu Hveragerðisbæjar. Miklu stærri heldur en við kannski gerum okkur grein fyrir í dag. Eden hefur ávallt verið fastur punktur hér í bæ alveg síðan að Margrét kráka talaði við gesti, tískusýningar á fimmtudögum voru fastur punktur í tilverunni og Ramon spilaði seiðandi lög á gítar. Myndlistarsýningar auðguðu tilveruna og ekki síður listamennirnir og spekúlantarnir sem drógust að Braga eins og segull. Um leið og Hvergerðingar þakka Braga, Karen og fjölskyldu fyrir framlag sitt til þessa bæjarfélags er það von okkar að nýjir eigendur haldi merkjum þeirra hátt á loft og að reksturinn verði áfram það aðdráttarafl fyrir Hveragerði sem hann ávallt hefur verið.
Mikil umferð hefur verið í bæjarfélaginu um páskana enda veðrið eins og best verður á kosið. Sól og blíða þó að furðulegur snjóbylur í nokkrar mínútur á föstudaginn langa hafi komið flestum á óvart. Tjaldsvæðið hefur greinilega fest sig í sessi því við töldum um 30 húsbíla þar um helgina. Flestir komu á skírdag og voru svo yfir helgina. Þar sem við búum svo til við hliðina á tjaldsvæðinu fór það ekki fram hjá okkur að útileguvertíðin er hafin þegar ilminn frá útigrillunum lagði yfir hverfið. Það er heldur ekki amalegt að vera hér á tjaldsvæðinu, í göngufæri við verslanir og þjónustu og við hliðina á sundlauginni. Það var líka greinilegt að Mallorca stemningin í sundlauginni heillaði því þar sátu gestir í sólbaði undir húsveggnum, kaffivagninn kominn út og freknurnar hópuðust á næpuhvít nefin. Nú geta gestir í sundlauginni líka notið bókmennta því þar eru plöstuð ljóð í heitu pottunum. Á fundi í dag var vitnað í eitt þeirra þannig að þetta framtak vekur athygli.
-------------------------------
Það er ekki hægt að taka sér frí frá kosningabaráttunni og þessi helgi var ekki undanskilin. Fundað var stíft yfir helgina en eftir páska fer baráttan á fullan skrið. Listi okkar Sjálfstæðismanna er afar vel skipaður og mikill hugur í mannskapnum. Heimasíðan okkar www.blahver.is er mikið heimsótt en þar er hægt að finna ýmsar upplýsingar um framboðið sem og bæjarfélagið.
-------------------------------
Þrátt fyrir fundahöld var nú samt tími til veisluhalda. Fyrst var haldin ættingjaafmælisveisla fyrir 16 ára soninn á skírdag en vinirnir mættu svo í pizzuveislu í kvöld. Páskadögurður hjá Guðrúnu og Jóa er að verða að hefð en það er alltaf gaman þegar stórfjölskyldan hittist. Núna eru allir heimavið nema Sigurbjörg sem gat ekki slitið sig frá Austfjörðum. Við bindum nú samt vonir við það að hún láti sjá sig á Sumardaginn fyrsta en þá stendur mikið til hér í Hveragerði.
Löng hefð er fyrir hátíðahöldum á Garðyrkjuskólanum á Sumardaginn fyrsta, þúsundir gesta flykkjast þá austur fyrir fjall til að heimsækja skólann og njóta þess sem þar er í boði. Í ár er dagskrá þessa dags enn viðameiri en áður þar sem nú er einnig haldið hátíðlegt 60 ára afmæli Hveragerðisbæjar. Dagskrá afmælisins tvinnast saman við opið hús Garðyrkjuskólans og því verður nóg við að vera allan daginn.
Sérstakur hátíðarfundur bæjarstjórnar verður síðdegis þar sem hr. Ólafur Ragnar Grímsson mun heiðra okkur með nærveru sinni. Á þeim fundi verður frumflutt nýtt Hveragerðislag sem Magnús Þór Sigmundsson hefur samið. Við heyrðum það í mjög hrárri mynd á bæjarstjórnarfundi nýlega svo það verður gaman að heyra það fullunnið í flutningi frábærra tónlistarmanna. Það er full ástæða til að hvetja alla til að heimsækja Hveragerði á Sumardaginn fyrsta, það verður ábyggilega nóg við að vera.
Allir gestir verða síðan að koma við í Eden því nú er ljóst að Bragi og Karen verða þar ekki mikið lengur þar sem búið er að selja staðinn. Reksturinn verður afhentur nýjum eigendum 1. maí en Bragi, Karen og fjölskylda hyggja á flutning frá Hveragerði fljótlega eftir það. Það er mikil eftirsjá að þessari fjölskyldu sem markað hefur stór spor í sögu Hveragerðisbæjar. Miklu stærri heldur en við kannski gerum okkur grein fyrir í dag. Eden hefur ávallt verið fastur punktur hér í bæ alveg síðan að Margrét kráka talaði við gesti, tískusýningar á fimmtudögum voru fastur punktur í tilverunni og Ramon spilaði seiðandi lög á gítar. Myndlistarsýningar auðguðu tilveruna og ekki síður listamennirnir og spekúlantarnir sem drógust að Braga eins og segull. Um leið og Hvergerðingar þakka Braga, Karen og fjölskyldu fyrir framlag sitt til þessa bæjarfélags er það von okkar að nýjir eigendur haldi merkjum þeirra hátt á loft og að reksturinn verði áfram það aðdráttarafl fyrir Hveragerði sem hann ávallt hefur verið.
9. apríl 2006
Ákveðið var á föstudagsmorgni að láta ekki úrtöluraddir efasemdarmanna ráða för og því drifum við okkur á fund flokksráðs, formanna og frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins sem haldinn var á Akureyri. Spáð hafði verið hundleiðinlegu veðri og fjölmiðlar gerðu sitt til að fæla fólk frá ferðalögum. Síðan var hvorki færð né veður jafn slæmt og af var látið og ferðin norður gekk að óskum.
Fundurinn var afbragðsgóður enda nokkuð ljóst að enginn flokkur kemst með tærnar þar sem Sjálfstæðismenn hafa hælana þegar kemur að skipulagningu svona viðburða. Miklar umræður urðu og gagnlegar og farið var yfir ýmis mál sem efst verða á baugi í kosningabaráttunni. Stefnuyfirlýsingu fundarins má lesa hér.
Á fundinn fóru sú sem þetta ritar, Eyþór, Unnur og Guðmundur. Bílferðirnar voru vel nýttar til að fara yfir stefnumálin og til að ganga frá ýmsum lausum endum. Hinn félagslegi þáttur svona funda verður seint ofmetinn. Liðsheildin styrkist, fólk hittist úr ólíkum sveitarfélögum, með ólík sjónarmið sem gaman og gagnlegt er að ræða. Þingmenn, ráðherrar og forysta flokksins eru með í umræðunum og koma sjónarmiðum ríkiststjórnar á framfæri. Þannig tengjast stjórnsýslustigin saman og skilningur myndast á störfum og þörfum hvors fyrir sig.
-----------------------
Vinkona mín hún Þórdís Borgþórsdóttir hefur verið áberandi í umræðunni undanfarna daga og vakið máls á því ófremdarástandi sem ríkir varðandi skort á hjúkrunarfræðingum. Þau hjónin litu hér við í dag og var gagnlegt að heyra betur hennar hlið á málinu. Nokkuð ljóst í mínum huga að fjöldatakmarkanir í hjúkrunarfræðiskor eiga ekki rétt á sér þegar ástandið er eins og það er í dag.
Mér þætti líka gaman að kanna hvort að fjöldatakmarkanir í læknadeild eigi rétt á sér þegar skortur er á læknum og laun þeirra út úr öllu korti ekki síst vegna þess.
Síðan er það alveg ljóst í mínum huga (og margra annarra) að endurskoða verður daggjöld hjúkrunar- og dvalarheimila með það fyrir augum að hækka lægstu laun á þessum heimilum. Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn eiga að taka frumkvæði í þessu máli og leysa þennan brýna vanda strax.
------------------------
Auglýsing um stefnumál Samfylkingarinnar hleypti í mig illu blóði og skrifaði ég því pistil um málið inná www.blahver.is. Endilega lesið skrifin ! !
Fundurinn var afbragðsgóður enda nokkuð ljóst að enginn flokkur kemst með tærnar þar sem Sjálfstæðismenn hafa hælana þegar kemur að skipulagningu svona viðburða. Miklar umræður urðu og gagnlegar og farið var yfir ýmis mál sem efst verða á baugi í kosningabaráttunni. Stefnuyfirlýsingu fundarins má lesa hér.
Á fundinn fóru sú sem þetta ritar, Eyþór, Unnur og Guðmundur. Bílferðirnar voru vel nýttar til að fara yfir stefnumálin og til að ganga frá ýmsum lausum endum. Hinn félagslegi þáttur svona funda verður seint ofmetinn. Liðsheildin styrkist, fólk hittist úr ólíkum sveitarfélögum, með ólík sjónarmið sem gaman og gagnlegt er að ræða. Þingmenn, ráðherrar og forysta flokksins eru með í umræðunum og koma sjónarmiðum ríkiststjórnar á framfæri. Þannig tengjast stjórnsýslustigin saman og skilningur myndast á störfum og þörfum hvors fyrir sig.
-----------------------
Vinkona mín hún Þórdís Borgþórsdóttir hefur verið áberandi í umræðunni undanfarna daga og vakið máls á því ófremdarástandi sem ríkir varðandi skort á hjúkrunarfræðingum. Þau hjónin litu hér við í dag og var gagnlegt að heyra betur hennar hlið á málinu. Nokkuð ljóst í mínum huga að fjöldatakmarkanir í hjúkrunarfræðiskor eiga ekki rétt á sér þegar ástandið er eins og það er í dag.
Mér þætti líka gaman að kanna hvort að fjöldatakmarkanir í læknadeild eigi rétt á sér þegar skortur er á læknum og laun þeirra út úr öllu korti ekki síst vegna þess.
Síðan er það alveg ljóst í mínum huga (og margra annarra) að endurskoða verður daggjöld hjúkrunar- og dvalarheimila með það fyrir augum að hækka lægstu laun á þessum heimilum. Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn eiga að taka frumkvæði í þessu máli og leysa þennan brýna vanda strax.
------------------------
Auglýsing um stefnumál Samfylkingarinnar hleypti í mig illu blóði og skrifaði ég því pistil um málið inná www.blahver.is. Endilega lesið skrifin ! !
6. apríl 2006
Fengum í morgun heimsókn frá dönskum bragðefna birgja sem kom með prufur af ís í farteskinu. Smökkuðum 18 mismunandi tegundir af ís en að lokinni svoleiðis törn eru bragðlaukarnir orðnir ansi slappir.
Betri helmingurinn er veðurtepptur á Reyðarfirði. Hann ætlaði að keyra heim snemma í morgun en lenti í gjörninga veðri á Fjörðunum og prísar sig nú sælan að vera þó í húsi. Hríðin er slík að það sér víst ekki út úr augum. Spurning hvort viðrar til aksturs á morgun. Það er varla að maður trúi þessu þegar við lítum út í blíðuna sem ríkir hér.
Fundur frambjóðenda og flokksráðs byrjar á Akureyri seinni partinn á morgun. Spáin er afar lítið spennandi og við höfum ákveðið að fylgjast með veðurfréttum í fyrramálið og sjá til hvort farið verður af stað. Ef karlarnir í hópnum fá að ráða þá verður farið hvernig sem viðrar. Eyþór er líka vanur jeppakarl á fjöllum og myndi sjálfsagt skutla okkur stystu leið yfir hálendið lóðsaður af GSP staðsetningartæki ef hann fengi að ráða :-)
Betri helmingurinn er veðurtepptur á Reyðarfirði. Hann ætlaði að keyra heim snemma í morgun en lenti í gjörninga veðri á Fjörðunum og prísar sig nú sælan að vera þó í húsi. Hríðin er slík að það sér víst ekki út úr augum. Spurning hvort viðrar til aksturs á morgun. Það er varla að maður trúi þessu þegar við lítum út í blíðuna sem ríkir hér.
Fundur frambjóðenda og flokksráðs byrjar á Akureyri seinni partinn á morgun. Spáin er afar lítið spennandi og við höfum ákveðið að fylgjast með veðurfréttum í fyrramálið og sjá til hvort farið verður af stað. Ef karlarnir í hópnum fá að ráða þá verður farið hvernig sem viðrar. Eyþór er líka vanur jeppakarl á fjöllum og myndi sjálfsagt skutla okkur stystu leið yfir hálendið lóðsaður af GSP staðsetningartæki ef hann fengi að ráða :-)
5. apríl 2006
Í dag hittumst ég, Pálína og Hjalti til að undirbúa bæjarráðsfund í fyrramálið. Mjög mörg mál eru á dagskrá en samt held ég að fundurinn verði snaggaralegur. Þannig er það oft þegar fundarboðið er mjög stórt. Það eru miklu frekar þunnu fundarboðin sem valda löngu fundunum ! !
Fundargerðir afmælisnefndar eru lagðar fyrir bæjarráð. Á sumardaginn fyrsta verður haldið með pompi og pragt uppá 60 ára afmæli bæjarins. Aðaldagskráin verður í Listaskálanum þar sem hr. Ólafur Ragnar Grímsson opnar myndlistarsýningu grunnskólabarna en einnig verða ljósmyndir frá árdögum byggðar í Hveragerði þar til sýnis. Sá mér til mikillar ánægju að Sylvía Nótt mun mæta með lífvörðum og fríðu föruneyti og skemmta Hvergerðingum. Sú heimsókn mun án vafa kæta unga sem aldna íbúa bæjarins.
Í kvöld var opinn fundur um stefnumál D-listans. Við hittumst í Hverasvæðishúsinu og áttum þar góða kvöldstund þar sem mikið var skrafað og skeggrætt. Vöfflurnar sem Gummi og Eyþór áttu heiðurinn af vöktu lukku, spurning að þeir sjái bara um veitingarnar framvegis! ! !
Hér hefur verið hífandi rok í allan dag og hundleiðinlegt veður. Við getum nú samt ekki kvartað hér á Suðvesturhorninu sem höfum ekki séð snjó í allan vetur. Við segjum að það hafi snjóað í gær og í dag en það festir ekki einu sinn. Hrædd um að þau kalli þetta ekki snjó fyrir norðan og vestan. Skrýtið að hugsa til þess að þar sé allt á kafi.
Fundargerðir afmælisnefndar eru lagðar fyrir bæjarráð. Á sumardaginn fyrsta verður haldið með pompi og pragt uppá 60 ára afmæli bæjarins. Aðaldagskráin verður í Listaskálanum þar sem hr. Ólafur Ragnar Grímsson opnar myndlistarsýningu grunnskólabarna en einnig verða ljósmyndir frá árdögum byggðar í Hveragerði þar til sýnis. Sá mér til mikillar ánægju að Sylvía Nótt mun mæta með lífvörðum og fríðu föruneyti og skemmta Hvergerðingum. Sú heimsókn mun án vafa kæta unga sem aldna íbúa bæjarins.
Í kvöld var opinn fundur um stefnumál D-listans. Við hittumst í Hverasvæðishúsinu og áttum þar góða kvöldstund þar sem mikið var skrafað og skeggrætt. Vöfflurnar sem Gummi og Eyþór áttu heiðurinn af vöktu lukku, spurning að þeir sjái bara um veitingarnar framvegis! ! !
Hér hefur verið hífandi rok í allan dag og hundleiðinlegt veður. Við getum nú samt ekki kvartað hér á Suðvesturhorninu sem höfum ekki séð snjó í allan vetur. Við segjum að það hafi snjóað í gær og í dag en það festir ekki einu sinn. Hrædd um að þau kalli þetta ekki snjó fyrir norðan og vestan. Skrýtið að hugsa til þess að þar sé allt á kafi.
4. apríl 2006
Að lokinni vinnu í dag fór ég á kynningarfund sem haldinn var að beiðni Eðalhúsa og Búmanna en á fundinum fóru þessir aðilar yfir uppbyggingaráform sín á lóðinni þar sem Garðyrkjustöð Óttars Baldurssonar stendur nú. Það er auðvitað þyngra en tárum taki að horfa á eftir þessari garðyrkjustöð í úreldingu. Þetta er ein af bestu stöðvum bæjarins, húsakostur tiltölulega nýr og reksturinn til fyrirmyndar. Þarna munu þónokkur störf tapast en mér telst svo til að þá muni hafa tapast hér á milli 30 og 40 störf úr landbúnaðnum einum á síðustu árum. Mestu munar auðvitað um Ullarþvottastöðina þar sem unnu um 13 manns. En síðan hefur fjöldi garðyrkjustöðva verið lagður niður og nægir þar að nefna, Grein, Rósakot, Álfafell, Hlíðarhaga, Hjá Steindóri Gests, Garðyrkjustöðin hans Björns Sigurðssonar og fleiri mætti telja. Það eru ekki margir orðnir eftir í þessum höfuðatvinnuvegi okkar sem einu sinni var og með nýjasta útspili Landbúnaðarráðherra þar sem öll höft eru afnumin á innflutningi garðplantna munu sjálfsagt fleiri sigla í kjölfarið. Merkilegt hvernig hægt er að réttlæta það að einni atvinnugrein sé fórnað svona gjörsamlega á meðan ekki er hróflað við tollum á öðrum.
En aftur að lóðinni sem talað er um hér í upphafi. Þar kynntu Búmenn hverfi með 50 íbúðum fyrir félagsmenn sína. Á margan hátt spennandi og skemmtilega hannað þó að auðvitað þurfi að laga þarna ákveðin atriði. Það er alltaf gaman að heyra þær pælingar sem búa að baki þegar hönnuðir og arkitektar eru að störfum. Í þessu tilfelli höfðu þeir gróðurhúsin í nágrenninu til hliðsjónar enda má sjá áberandi útlitslegar tengingar á milli gróðurhúsanna og Búmannahverfisins tilvonandi.
Strax að loknum kynningarfundinum fundaði ég með góðum hópi þar sem farið var yfir málefni skólanna í Hveragerði. Þessi fundur var hluti af málefnavinnunni sem núna er í fullum gangi hjá okkur Sjálfstæðismönnum.
Annað kvöld, miðvikudagskvöld, klukkan 20 boðum við frambjóðendur D-listans til kaffispjalls í Hverasvæðishúsinu þar sem bæjarbúar geta hitt okkur og komið með ábendingar og tillögur varðandi málefni bæjarins. Þetta er líka góður vettvangur til að koma á framfæri ábendingum um það sem betur má fara bæði í rekstri og framkvæmdum. Við vonumst til að sjá sem flesta enda málefnin áhugaverð. Karlarnir á listanum ætla að skella í nokkrar vöfflur þannig að boðið verður uppá veitingar ! !
En aftur að lóðinni sem talað er um hér í upphafi. Þar kynntu Búmenn hverfi með 50 íbúðum fyrir félagsmenn sína. Á margan hátt spennandi og skemmtilega hannað þó að auðvitað þurfi að laga þarna ákveðin atriði. Það er alltaf gaman að heyra þær pælingar sem búa að baki þegar hönnuðir og arkitektar eru að störfum. Í þessu tilfelli höfðu þeir gróðurhúsin í nágrenninu til hliðsjónar enda má sjá áberandi útlitslegar tengingar á milli gróðurhúsanna og Búmannahverfisins tilvonandi.
Strax að loknum kynningarfundinum fundaði ég með góðum hópi þar sem farið var yfir málefni skólanna í Hveragerði. Þessi fundur var hluti af málefnavinnunni sem núna er í fullum gangi hjá okkur Sjálfstæðismönnum.
Annað kvöld, miðvikudagskvöld, klukkan 20 boðum við frambjóðendur D-listans til kaffispjalls í Hverasvæðishúsinu þar sem bæjarbúar geta hitt okkur og komið með ábendingar og tillögur varðandi málefni bæjarins. Þetta er líka góður vettvangur til að koma á framfæri ábendingum um það sem betur má fara bæði í rekstri og framkvæmdum. Við vonumst til að sjá sem flesta enda málefnin áhugaverð. Karlarnir á listanum ætla að skella í nokkrar vöfflur þannig að boðið verður uppá veitingar ! !
1. apríl 2006
Í stað hefðbundins opins húss á laugardagsmorgni var farið í gönguferð um miðbæ Hveragerðis með Birni Pálssyni, sagnfræðingi. Margir héldu reyndar að auglýsingin væri apríl gabb, því allir vita að Björn er mikill vinstri maður og hefur alltaf verið. Því þótti mönnum þetta samkrull harla ólíklegt. En Björn er víðsýnn fræðimaður og gat ekki sleppt þessu tækifæri til að miðla fróðleik um bæjarfélagið. Enda varð gönguferðin hin skemmtilegasta, veðrið var líka með eindæmum fallegt þrátt fyrir að kuldinn hafi níst innað beini, enda norðan rok. Þátttaka var framar vonum og fylltist Sjálfstæðishúsið að lokinni göngu af kaffiþyrstu og köldu fólki.
Sjálfstæðisfélag Hveragerðis hefur nú opnað heimasíðu á slóðinni; www.blahver.is. Endilega lítið við þar og fylgist með hvernig kosningabaráttan gengur fyrir sig.
-------------------------------
Ég snarféll í fyrstu fyrir aprílgabbi Ríkissjónvarpsins enda fannst mér afskaplega líklegt að Sylvíu Nótt yrði meinað að taka þátt í Söngvakeppninni í Aþenu. Það hélt ég að væri vegna þess að hún hefur nafn Guðs í flimtingum í enskri útgáfu af laginu. Sú staðreynd á áreiðanlega eftir að fara fyrir brjósið á sanntrúuðum blóðheitum suðurevrópubúum. Þegar átti að stefna fólki til útvarpsshússins til að mótmæla þessu kom í ljós hvers kyns var. Það dugar víst að láta gabba sig rækilega einu sinni á lífsleiðinni. Við gleymum seint þegar við keyrðum út um allt Seltjarnarnes til að reyna að finna hvalavöðuna sem þar hafði synt á land. Skyldum heldur ekkert í því hvers vegna alls staðar var flaggað í hálfa stöng þennan dag, það hlyti einhver afar merkilegur að vera dáinn ! !
Síðar um daginn kom í ljós að það var fyrsti apríl sem þetta árið bar uppá föstudaginn langa. ÉG verð að bæta við að það eru afskaplega mörg ár síðan þetta var og við höfum ekki látið gabbast jafn kröftuglega síðan. Vinir okkar í Sandgerði, sem upplýstu okkur um staðreyndir málsins, eru aftur á móti örugglega enn að hlægja að okkur.
Sjálfstæðisfélag Hveragerðis hefur nú opnað heimasíðu á slóðinni; www.blahver.is. Endilega lítið við þar og fylgist með hvernig kosningabaráttan gengur fyrir sig.
-------------------------------
Ég snarféll í fyrstu fyrir aprílgabbi Ríkissjónvarpsins enda fannst mér afskaplega líklegt að Sylvíu Nótt yrði meinað að taka þátt í Söngvakeppninni í Aþenu. Það hélt ég að væri vegna þess að hún hefur nafn Guðs í flimtingum í enskri útgáfu af laginu. Sú staðreynd á áreiðanlega eftir að fara fyrir brjósið á sanntrúuðum blóðheitum suðurevrópubúum. Þegar átti að stefna fólki til útvarpsshússins til að mótmæla þessu kom í ljós hvers kyns var. Það dugar víst að láta gabba sig rækilega einu sinni á lífsleiðinni. Við gleymum seint þegar við keyrðum út um allt Seltjarnarnes til að reyna að finna hvalavöðuna sem þar hafði synt á land. Skyldum heldur ekkert í því hvers vegna alls staðar var flaggað í hálfa stöng þennan dag, það hlyti einhver afar merkilegur að vera dáinn ! !
Síðar um daginn kom í ljós að það var fyrsti apríl sem þetta árið bar uppá föstudaginn langa. ÉG verð að bæta við að það eru afskaplega mörg ár síðan þetta var og við höfum ekki látið gabbast jafn kröftuglega síðan. Vinir okkar í Sandgerði, sem upplýstu okkur um staðreyndir málsins, eru aftur á móti örugglega enn að hlægja að okkur.