19. apríl 2006
Frábær sýning, Þrek og tár ! ! !
Nú verða Hvergerðingar og nærsveitamenn að taka fram sparifötin og skella sér í leikhús. Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson var frumsýnt hjá Leikfélagi Hveragerðis í kvöld. Við Pálína fórum saman á sýninguna og það er skemmst frá því að segja að við skemmtum okkur konunglega. Þetta er stór og viðamikil sýning og maður er fljótur að gleyma því að staðsetningin er litla leikhúsið við Austurmörkina. Búið er að innrétta salinn þannig að sviðið er mjög stórt og gefur alveg nýja möguleika fyrir leikstjórann, Ólaf Jens Sigurðsson, sem unnið hefur frábært starf með þessari uppsetningu. Fjölmargir leikarar og söngvarar taka þátt í sýningunni sem er kraftmikil og lifandi þannig að aldrei myndast dauður punktur. Heil hljómsveit er á sviðinu allan tímann sem gefur sýningunni mikla dýpt og styður vel við leikara og söngvara sem vægast sagt fara á kostum hvort sem um leik eða söng er að ræða. Það er alltaf gaman að sjá vini og nágranna bregða sér í önnur og ný gervi og nú hefur leikfélaginu greinilega bæst liðsauki því nokkrir ungir menn úr nágrannabyggðum taka þátt og setja skemmtilegan svip á sýninguna.
Þegar lögð hefur verið svona mikil vinna í eina sýningu og útkoman jafn góð og hér er reyndin þá eigum við sem ekki nennum að vera með allavega að tölta niður í leikhús og sjá herlegheitin. Það er vel þess virði !!
Tónlistin er kapítuli útaf fyrir sig, afskaplega falleg, hér er titillagið,
þrek og tár, reyndar flutt af Hauki Morthens og Erlu Þorsteins, en það er ekki verra fyrir það ! !
Nú verða Hvergerðingar og nærsveitamenn að taka fram sparifötin og skella sér í leikhús. Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson var frumsýnt hjá Leikfélagi Hveragerðis í kvöld. Við Pálína fórum saman á sýninguna og það er skemmst frá því að segja að við skemmtum okkur konunglega. Þetta er stór og viðamikil sýning og maður er fljótur að gleyma því að staðsetningin er litla leikhúsið við Austurmörkina. Búið er að innrétta salinn þannig að sviðið er mjög stórt og gefur alveg nýja möguleika fyrir leikstjórann, Ólaf Jens Sigurðsson, sem unnið hefur frábært starf með þessari uppsetningu. Fjölmargir leikarar og söngvarar taka þátt í sýningunni sem er kraftmikil og lifandi þannig að aldrei myndast dauður punktur. Heil hljómsveit er á sviðinu allan tímann sem gefur sýningunni mikla dýpt og styður vel við leikara og söngvara sem vægast sagt fara á kostum hvort sem um leik eða söng er að ræða. Það er alltaf gaman að sjá vini og nágranna bregða sér í önnur og ný gervi og nú hefur leikfélaginu greinilega bæst liðsauki því nokkrir ungir menn úr nágrannabyggðum taka þátt og setja skemmtilegan svip á sýninguna.
Þegar lögð hefur verið svona mikil vinna í eina sýningu og útkoman jafn góð og hér er reyndin þá eigum við sem ekki nennum að vera með allavega að tölta niður í leikhús og sjá herlegheitin. Það er vel þess virði !!
Tónlistin er kapítuli útaf fyrir sig, afskaplega falleg, hér er titillagið,
þrek og tár, reyndar flutt af Hauki Morthens og Erlu Þorsteins, en það er ekki verra fyrir það ! !
Comments:
Skrifa ummæli