<$BlogRSDUrl$>

23. apríl 2006

Núna koma færslurnar í kippum ! !

Sumardagurinn fyrsti var líflegur og skemmtilegur hér í Hveragerði eins og ávallt.
Heldur meira var lagt í dagskrána en venjulega enda var 60 ára afmæli Hveragerðisbæjar haldið hátíðlegt þennan dag. Dagurinn byrjaði með hátíðarmessu þar sem ég og Herdís Þórðar fluttum ritningarorð.
Stórfjölskyldan hittist hjá mömmu í hádegismat í tilefni þess að Sigurbjörg kom að austan. Eftir hádegi skunduðu allir uppá Garðyrkjuskóla þar sem var opið hús og hátíðardagskrá. Dvalarheimilið Ás fékk umhverfisviðurkenningu Hveragerðisbæjar þetta árið og er stofnunin vel að þeim heiðri komin enda umhverfi, gróður og garðar til fyrirmyndar á þeim bæ. Íslandsmeistarakeppnin í blómaskreytingum fór fram þennan dag og er það nýbreytni. Allur gróður í Skálanum skartaði sínu fegursta enda er þetta besti og litríkasti árstíminn þar.

Í Listaskálanum fór fram Myndlistarsýning barna sem forseti Íslands opnaði að viðstöddu gríðarlegu fjölmenni. Hvorki var það nú sýningin eða forsetinn sem dró að sér þessa mannmergð heldur Sylvía Nótt sem kom með fríðu föruneyti og söng Evróvisjón lagið. Hún er flott á sviði og búningurinn var frábær. Synd reyndar hversu mörg lítil kríli sáu ekki stórstjörnuna fyrir troðningnum.
Hægt er að sjá myndband af flutningnum á heimasíðu
Sjálfstæðismanna í Hveragerði: www.blahver.is

Hátíðarfundur bæjarstjórnar var seinnipartinn þar sem meðal annars körfuboltastelpurnar voru heiðraðar og Bragi Einarsson. Á fundinum var frumflutt nýtt lag Magnúsar Þór Sigmundssonar samið í tilefni af afmæli bæjarins. Afskaplega fallegt og ekki var myndbandið síðra en það var unnið af Ingvari Sigurðssyni.

Að fundi loknum bauð bæjarstjórn til hátíðarkvöldverðar á Hótel Örk. Þar voru mættir margir fyrrverandi bæjarstjórnarmenn í Hveragerði ásamt gestum frá Ölfusi, Árborg og forseta Íslands og frú.
-----------------------------
Aðalfundur stjórnar Kjörís haldinn eftir vinnu á föstudag. Afkoman góð þó að alltaf viljum við gera enn betur og auðvitað sé alltaf hægt að gera betur. Það var fróðlegt að sjá hvernig verslunin er sífellt að færast á færri hendur og nokkuð ljóst að umfjöllun Morgunblaðsins um smásöluverslun á Íslandi er löngu tímabær.

Ég, Guðrún og Laufey Sif fórum til Reykjanesbæjar um kvöldið þar sem ég var kynnir á konukvöldi Sjálfstæðiskvenna þar í bæ. Margar konur mættu og nutu dagskrárinnar sem var glæsileg og ekki voru veitingarnar síðri.
Flott kvöld stelpur!!!
Gaman að hitta Rakel þarna en hún var ein af þeim sem stóð fyrir kvöldinu. Við ílengdumst lengur en góðu hófi gengdi enda margar góðar konur mættar og gaman að spjalla í góðu tómi.
-------------------------
Í opnu húsi á laugardagsmorgninum voru myndir til sýnis sem Guðmundur tók á flugi þeirra Karls hér yfir bænum í vikunni. Afskaplega gaman að sjá Hveragerði frá þessu sjónarhorni og nýjir vinklar sköpuðust í umræðunni um skipulagsmál. Fjöldi fólks mætti í opna húsið og ljóst að þetta húsnæði nægir engan veginn nú þegar kosningabaráttan er að komast á fullan skrið.

Eftir hádegi fór ég með Albert, Hafstein og Dagnýju að sjá Kalla á þakinu í Borgarleikhúsinu. Ekki seinna vænna þar sem þetta var síðasta sýning. Allir í hópnum skemmtu sér konunglega, Sveppi var frábær sem ærslabelgurinn Kalli og sýningin lifandi og skemmtileg. Strákunum til mikillar "gleði" var svo kíkt örstutt í Kringluna en brúnin lyftist við veitingar á heimleiðinni.

Hittumst systurnar og mamma um kvöldið, ekki annað hægt þar sem við erum allar á þessu landshorni núna.
----------------------------
Fundur í kosningastjórninni á sunnudagsmorgni og í blaðstjórn seinnipart sunnudags.
Það eru óteljandi hlutir sem þurfa að smella núna.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet