<$BlogRSDUrl$>

17. apríl 2006

Páskar 2006

Mikil umferð hefur verið í bæjarfélaginu um páskana enda veðrið eins og best verður á kosið. Sól og blíða þó að furðulegur snjóbylur í nokkrar mínútur á föstudaginn langa hafi komið flestum á óvart. Tjaldsvæðið hefur greinilega fest sig í sessi því við töldum um 30 húsbíla þar um helgina. Flestir komu á skírdag og voru svo yfir helgina. Þar sem við búum svo til við hliðina á tjaldsvæðinu fór það ekki fram hjá okkur að útileguvertíðin er hafin þegar ilminn frá útigrillunum lagði yfir hverfið. Það er heldur ekki amalegt að vera hér á tjaldsvæðinu, í göngufæri við verslanir og þjónustu og við hliðina á sundlauginni. Það var líka greinilegt að Mallorca stemningin í sundlauginni heillaði því þar sátu gestir í sólbaði undir húsveggnum, kaffivagninn kominn út og freknurnar hópuðust á næpuhvít nefin. Nú geta gestir í sundlauginni líka notið bókmennta því þar eru plöstuð ljóð í heitu pottunum. Á fundi í dag var vitnað í eitt þeirra þannig að þetta framtak vekur athygli.
-------------------------------
Það er ekki hægt að taka sér frí frá kosningabaráttunni og þessi helgi var ekki undanskilin. Fundað var stíft yfir helgina en eftir páska fer baráttan á fullan skrið. Listi okkar Sjálfstæðismanna er afar vel skipaður og mikill hugur í mannskapnum. Heimasíðan okkar www.blahver.is er mikið heimsótt en þar er hægt að finna ýmsar upplýsingar um framboðið sem og bæjarfélagið.
-------------------------------
Þrátt fyrir fundahöld var nú samt tími til veisluhalda. Fyrst var haldin ættingjaafmælisveisla fyrir 16 ára soninn á skírdag en vinirnir mættu svo í pizzuveislu í kvöld. Páskadögurður hjá Guðrúnu og Jóa er að verða að hefð en það er alltaf gaman þegar stórfjölskyldan hittist. Núna eru allir heimavið nema Sigurbjörg sem gat ekki slitið sig frá Austfjörðum. Við bindum nú samt vonir við það að hún láti sjá sig á Sumardaginn fyrsta en þá stendur mikið til hér í Hveragerði.

Löng hefð er fyrir hátíðahöldum á Garðyrkjuskólanum á Sumardaginn fyrsta, þúsundir gesta flykkjast þá austur fyrir fjall til að heimsækja skólann og njóta þess sem þar er í boði. Í ár er dagskrá þessa dags enn viðameiri en áður þar sem nú er einnig haldið hátíðlegt 60 ára afmæli Hveragerðisbæjar. Dagskrá afmælisins tvinnast saman við opið hús Garðyrkjuskólans og því verður nóg við að vera allan daginn.
Sérstakur hátíðarfundur bæjarstjórnar verður síðdegis þar sem hr. Ólafur Ragnar Grímsson mun heiðra okkur með nærveru sinni. Á þeim fundi verður frumflutt nýtt Hveragerðislag sem Magnús Þór Sigmundsson hefur samið. Við heyrðum það í mjög hrárri mynd á bæjarstjórnarfundi nýlega svo það verður gaman að heyra það fullunnið í flutningi frábærra tónlistarmanna. Það er full ástæða til að hvetja alla til að heimsækja Hveragerði á Sumardaginn fyrsta, það verður ábyggilega nóg við að vera.

Allir gestir verða síðan að koma við í Eden því nú er ljóst að Bragi og Karen verða þar ekki mikið lengur þar sem búið er að selja staðinn. Reksturinn verður afhentur nýjum eigendum 1. maí en Bragi, Karen og fjölskylda hyggja á flutning frá Hveragerði fljótlega eftir það. Það er mikil eftirsjá að þessari fjölskyldu sem markað hefur stór spor í sögu Hveragerðisbæjar. Miklu stærri heldur en við kannski gerum okkur grein fyrir í dag. Eden hefur ávallt verið fastur punktur hér í bæ alveg síðan að Margrét kráka talaði við gesti, tískusýningar á fimmtudögum voru fastur punktur í tilverunni og Ramon spilaði seiðandi lög á gítar. Myndlistarsýningar auðguðu tilveruna og ekki síður listamennirnir og spekúlantarnir sem drógust að Braga eins og segull. Um leið og Hvergerðingar þakka Braga, Karen og fjölskyldu fyrir framlag sitt til þessa bæjarfélags er það von okkar að nýjir eigendur haldi merkjum þeirra hátt á loft og að reksturinn verði áfram það aðdráttarafl fyrir Hveragerði sem hann ávallt hefur verið.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet