26. apríl 2006
Í gær mánudag voru fundir í skólanefnd Fjölbrautaskólans og í skólanefnd Grunnskólans í Hveragerði. Helst bar til tíðinda að skólanefnd Grunnskólans mælti með ráðningu Páls Leó Jónssonar, bæjarfulltrúa í Árborg, í stöðu aðstoðarskólastjóra til eins árs en Helga Guðjónsdóttir hyggur á nám. Nefndin var einhuga í afstöðu sinni.
FSu hefur fengið heimild Menntamálaráðuneytisins til að innrita duglega nemendur úr 10.bekk í janúar í stað ágúst. Með því móti eiga nemendurnir raunhæfan kost á því að útskrifast mun fyrr stúdentar en ella gæti orðið. Þetta er gott dæmi um þá valkosti sem nemendum standa nú til boða og mikilvægt er að kynna bæði fyrir nemendum, foreldrum og skólafólki á Suðurlandi.
-------------------------------
Dagurinn í dag, þriðjudagur, fór að mestu í ýmislegt stúss fyrir kosningabaráttuna. Sjálfstæðismenn hafa tekið á leigu húsnæði fyrir kosningaskrifstofu í Hverabökkum, gamla Kvennaskólahúsinu. Skrifstofan verður því mun betur staðsett en áður, miðsvæðis í Hveragerði nálægt bæði verslun og þjónustu.
Vinstri grænir í Hveragerði kynntu framboðslista sinn í dag. Því er ljóst að þrír listar að lágmarki bjóða fram í vor. Framboðið hleypir óneitanlega nýju blóði í baráttuna sem er gott. Það er mikilvægt að kjósendur hafi skýra valkosti í vor og nokkuð ljóst að stefna VG er skýr og vafningalaus, allavega á landsvísu. Samkrull tveggja ólíkra flokka getur aftur á móti aldrei boðið skýra og afdráttarlausa stefnu, ég hef ekki trú á því að kjósendur láti bjóða sér slíkt í vor
FSu hefur fengið heimild Menntamálaráðuneytisins til að innrita duglega nemendur úr 10.bekk í janúar í stað ágúst. Með því móti eiga nemendurnir raunhæfan kost á því að útskrifast mun fyrr stúdentar en ella gæti orðið. Þetta er gott dæmi um þá valkosti sem nemendum standa nú til boða og mikilvægt er að kynna bæði fyrir nemendum, foreldrum og skólafólki á Suðurlandi.
-------------------------------
Dagurinn í dag, þriðjudagur, fór að mestu í ýmislegt stúss fyrir kosningabaráttuna. Sjálfstæðismenn hafa tekið á leigu húsnæði fyrir kosningaskrifstofu í Hverabökkum, gamla Kvennaskólahúsinu. Skrifstofan verður því mun betur staðsett en áður, miðsvæðis í Hveragerði nálægt bæði verslun og þjónustu.
Vinstri grænir í Hveragerði kynntu framboðslista sinn í dag. Því er ljóst að þrír listar að lágmarki bjóða fram í vor. Framboðið hleypir óneitanlega nýju blóði í baráttuna sem er gott. Það er mikilvægt að kjósendur hafi skýra valkosti í vor og nokkuð ljóst að stefna VG er skýr og vafningalaus, allavega á landsvísu. Samkrull tveggja ólíkra flokka getur aftur á móti aldrei boðið skýra og afdráttarlausa stefnu, ég hef ekki trú á því að kjósendur láti bjóða sér slíkt í vor
Comments:
Skrifa ummæli