<$BlogRSDUrl$>

29. ágúst 2004

Sunnulækjarskóli á Selfossi



Fór í dag ásamt Ingu Lóu að skoða nýja grunnskólann á Selfossi, Sunnulækjarskóla. Í þessum nýja skóla verður unnið eftir harla nýstárlegum kennsluaðferðum eða einstaklingsmiðaðri kennslu. Þarna eru hefðbundnar bekkjarstofur ekki til staðar heldur munu bekkirnir vera í opnum sameiginlegum rýmum en engir veggir skilja að bekkina. Við fyrstu sýn virkar þetta svolítið yfirþyrmandi þar sem manns hefðbundni skilningur og reynsla af skólastarfi segir manni að bekkur eigi að vera í sinni stofu með sínum kennara. En þetta fyrirkomulag býður uppá allt aðra hluti og aðrar kennsluaðferðir og verður gaman að fylgjast með hvernig til tekst.
Kennsla með þessum hætti gerir heilmiklar kröfur bæði til kennara og nemenda. Kennari þarf að haga sinni kennslu þannig að hún samræmist öðrum bekkjum sem í rýminu eru og það má ekki gerast að kennari missi nemendurnar í óþekkt og ólæti! ! !
Með sama hætti má segja að krakkarnir þurfa að temja sér aðra og betri hegðun þar sem öll frávik verða ansi áberandi. En auðvitað byggir þetta á því að börnin venjast þessum skólaháttum frá fyrstu tíð. Má til að segja það að kennsla í Grunnskólanum á Kópaskeri hefur verið með þessum hætti ansi lengi og húsið byggt með svona kennsluhætti í huga fyrir þónokkuð löngu síðan. Samkvæmt Sigrúnu mágkonu var fín reynsla af þessu þar.

En Sunnulækjarskóli á Selfossi er glæsileg bygging og Árborgarbúar mega vera stoltir af þessari nýjustu viðbót við skólastofnanir bæjarins.


Þar sem ég var að skoða heimasíðu Sunnulækjarskóla rakst ég á afar skemmtilega heimasíðu 1. bekkjar. Mæli með að þið skoðið hana. En ég vildi samt ekki síst benda ykkur á tenglasafnið sem ég fann þarna og er frábært fyrir alla foreldra.

23. ágúst 2004

Þjóðarblómið

Lambagras

Vil endilega hvetja fólk til að kynna sér kosninguna um þjóðarblómið.
Áskotnaðist þessi líka fíni bæklingur þar sem tilnefnd blóm voru kynnt, ekki ósvipað fegurðarsamkeppni. Nema að nú megum við öll vera með og taka þátt í valinu sem fer víst fram í byrjun október. Með þessum pistli ætla ég auðvitað að hafa skoðanamyndandi áhrif og hvetja alla til að velja lambagrasið. Því að ef einkennisblóm íslenskra heiða og móa er til þá er það lambagrasið. Ég myndi reyndar alveg vera sátt við fífuna það er líka afskaplega "íslenskt" blóm. Verð að segja að þjóðin ylli mér miklum vonbrigðum ef hún veldi baldursbrána því þótt að það sé afskaplega krúttlegt blóm þá er þetta þjóðarblóm Dana og við ættum nú ekki annað eftir en að hampa því sama hér.
Endilega kíkið að þessa heimasíðuog athugið hvað ykkur finnst flottast.
Maður fær hin undarlegustu áhugamál í sumarfríinu eins og þið sjáið :-)

21. ágúst 2004

Var að sveima í netheimum þegar ég rakst inná heimasíðu Ögmundar Jónassonar, alþingismanns. Þar er hann með skemmtilegar vangaveltur varðandi friðhelgi einkalífs "fræga" fólksins sem hingað kemur. Þær vangaveltur rötuðu reyndar inná mbl.is og er gaman að lesa þetta. Vekur kannski ekki síður upp spurningar um okkar eigið "fræga" fólk, eigum við, þessi örþjóð, nógu marga "fræga" til að halda úti öllum þessu kjaftasögumiðlum? Einhvern veginn finnst mér ég sífellt vera að sjá sama fólkið í öllum þessum blöðum. En ég les þetta kannski ekki nógu oft?
----------------------------
Á síðunni hans Ögmundur er að finna athugasemdir og greinarkorn frá hinum ýmsu einstaklingum og meðal annars rakst ég á eftirfarandi vísu eftir Kistján Hreinsson sem mér fannst vel við hæfi í dag:

Þegar Framsókn hverfur

Burtu dapur flokkur fer,
feigð að honum sverfur,
þrifalegt mun þykja hér
þegar Framsókn hverfur.


Kristján segir síðan: svona til að óskhyggja mín og spádómsgáfa fái ennþá meiri slagkraft, vil ég að þessi vísa fái að ná til landans. Þess vegna er vel við hæfi að setja hana hér inn.
-----------------------------

Þetta er ágætis vísa sem á vel við núna þegar þingflokki Framsóknarmanna finnst við hæfi að loka á pólitíska framtíð Sivjar Friðleifsdóttur.
Ankannalegt fannst mér síðan að hluti þingflokksins skyldi síðan tylla sér glaðhlakkalegur á kaffihús til að fagna saman að þessum gjörningi loknum. Einhvern veginn svo aldeilis ekki við hæfi á svona stundu. Það var líka athyglisvert hverjum fannst ástæða til að fagna í góðra vina hópi.
Þetta verður Framsóknarflokknum ekki til framdráttar.


19. ágúst 2004

Af stökkbreyttum hrossaflugum og vinum þeirra!

Það er ótrúleg veðráttan sem ríkt hefur hér í sumar en auðvitað koma þessi gæði ekki án galla ... það er lyginni líkast dýralífið hér þessa dagana.
Held að þetta sé ekki bundið við Heiðmörkina eingöngu heldur hef ég heyrt að þessi óáran sé út um allt neðra þorpið !
Ég er að sjálfsögðu að tala um stökkbreyttu hrossaflugurnar sem eru mann lifandi að drepa.
Einu sinni gat maður drepið þessi kvikindi með klósettpappír án þess að finna fyrir því en núna standa lappirnar alls staðar út undan svo það dugar ekkert minna en Sunnlenska!!!
Það er ekki hægt að opna glugga að kvöldi til því þá streyma þær inn og við tekur tímafrek vinna við að koma öllum hópnum fyrir kattarnef. Eini plúsinn er að húskötturinn Gulli virðist ráða við að veiða þetta þó hann hafi hingað til ekki verið fengsæll nema hvað hann hefur verið duglegur við að draga inn ánamaðka.
-------------------------
Annað og það ekki síður hvimleitt kvikindi hefur gert sig heimakominn í garðinum hjá okkur og það er hin fræga hvíta fluga sem garðyrkjubændur hata öðru fremur. Hún hefur lagt sig eins og ský yfir garðinn og virðist eiga upptök sín í nærliggjandi garðyrkjustöð. Veðráttan gerir það síðan að verkum að hún lifir góðu lífi í görðunum hér í kring.
-------------------------
Risastór járnsmiður hefur einnig numið land í Hveragerði. Fundum einn slíkan dauðann á ísgerðarlóðinni í fyrra og sendum hann í greiningu, vorum alveg viss um að hann hefði komið með gámi að utan. En viti menn... Eftir dúk og disk kom bréf frá Náttúrufræðistofnun þar sem þeir snilllingar sögðu að þetta væri nýr landnemi sem líklega hefði komið með plöntugámi til Ingibjargar Sigmunds og væri nú að dreifa sér um miðbik Hveragerðis úr því hann væri kominn niður að Kjörís.
---------------------------
Man þá tíð þegar stóru kóngulærnar voru eingöngu í efra þorpinu og það meira að segja bundnar við ákveðið svæði. En hvað skeði! Nú hafa þær hertekið allan bæinn og hvert sem litið er má sjá listavel ofna vefi og stórar og vænar kóngulær að störfum. Þetta er orðið eins og í útlöndum að maður þarf að sópa vefina í burtu á hverjum morgni þegar maður röltir í vinnuna.

Er nema von að maður biðji um fimbulkulda í vetur. Hef mætt miklu skilningsleysi þegar ég undanfarið hef talað um nauðsyn þess að í vetur fáum við að lágmarki þriggja vikna kafla þar sem frostið fer niður í 15-20°c.
Fátt myndi aftur á móti gleðja mig meira :-)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet