21. ágúst 2004
Var að sveima í netheimum þegar ég rakst inná heimasíðu Ögmundar Jónassonar, alþingismanns. Þar er hann með skemmtilegar vangaveltur varðandi friðhelgi einkalífs "fræga" fólksins sem hingað kemur. Þær vangaveltur rötuðu reyndar inná mbl.is og er gaman að lesa þetta. Vekur kannski ekki síður upp spurningar um okkar eigið "fræga" fólk, eigum við, þessi örþjóð, nógu marga "fræga" til að halda úti öllum þessu kjaftasögumiðlum? Einhvern veginn finnst mér ég sífellt vera að sjá sama fólkið í öllum þessum blöðum. En ég les þetta kannski ekki nógu oft?
----------------------------
Á síðunni hans Ögmundur er að finna athugasemdir og greinarkorn frá hinum ýmsu einstaklingum og meðal annars rakst ég á eftirfarandi vísu eftir Kistján Hreinsson sem mér fannst vel við hæfi í dag:
Þegar Framsókn hverfur
Burtu dapur flokkur fer,
feigð að honum sverfur,
þrifalegt mun þykja hér
þegar Framsókn hverfur.
Kristján segir síðan: svona til að óskhyggja mín og spádómsgáfa fái ennþá meiri slagkraft, vil ég að þessi vísa fái að ná til landans. Þess vegna er vel við hæfi að setja hana hér inn.
-----------------------------
Þetta er ágætis vísa sem á vel við núna þegar þingflokki Framsóknarmanna finnst við hæfi að loka á pólitíska framtíð Sivjar Friðleifsdóttur.
Ankannalegt fannst mér síðan að hluti þingflokksins skyldi síðan tylla sér glaðhlakkalegur á kaffihús til að fagna saman að þessum gjörningi loknum. Einhvern veginn svo aldeilis ekki við hæfi á svona stundu. Það var líka athyglisvert hverjum fannst ástæða til að fagna í góðra vina hópi.
Þetta verður Framsóknarflokknum ekki til framdráttar.
----------------------------
Á síðunni hans Ögmundur er að finna athugasemdir og greinarkorn frá hinum ýmsu einstaklingum og meðal annars rakst ég á eftirfarandi vísu eftir Kistján Hreinsson sem mér fannst vel við hæfi í dag:
Þegar Framsókn hverfur
Burtu dapur flokkur fer,
feigð að honum sverfur,
þrifalegt mun þykja hér
þegar Framsókn hverfur.
Kristján segir síðan: svona til að óskhyggja mín og spádómsgáfa fái ennþá meiri slagkraft, vil ég að þessi vísa fái að ná til landans. Þess vegna er vel við hæfi að setja hana hér inn.
-----------------------------
Þetta er ágætis vísa sem á vel við núna þegar þingflokki Framsóknarmanna finnst við hæfi að loka á pólitíska framtíð Sivjar Friðleifsdóttur.
Ankannalegt fannst mér síðan að hluti þingflokksins skyldi síðan tylla sér glaðhlakkalegur á kaffihús til að fagna saman að þessum gjörningi loknum. Einhvern veginn svo aldeilis ekki við hæfi á svona stundu. Það var líka athyglisvert hverjum fannst ástæða til að fagna í góðra vina hópi.
Þetta verður Framsóknarflokknum ekki til framdráttar.
Comments:
Skrifa ummæli