<$BlogRSDUrl$>

18. ágúst 2015


Blómstrandi dagar tókust afskapega vel og við erum veðurguðunum afar þakklát fyrir að það stytti upp um hádegi á laugardeginum og við nutum veðurblíðu þar til síðdegis þegar aftur gerði duglega skúr.  Það eina sem ekki naut sín sem skyldi vegna veðurs var síðari hluti dagskrár Hljómlistarfélagsins í Listigarðinum.  Eigum það inni þar til síðar  :-) 
En það vakti athygli hversu margir opnuðu hús sín og sýndu listir sínar þessa helgi en það var gaman að heimsækja alla þessa staði.  Kunnum við þeim öllum bestu þakkir fyrir.

En nú finnst mér haustið nálgast óðfluga, Blómstrandi dagar búnir, skólar að byrja og barnabörnin í fjölskyldunni týnast burt eitt af öðru.  Börnin þeirra Valda og Sigrúnar verða öll í Danmörku í vetur, Tvíburarnir fóru i gær en Guðbjörg í lýðháskóla í síðustu viku.  Dagný þeirra Guðrúnar og Jóa er að fara til USA aftur og héðan frá okkur fara Bjarni og Hafdís í Háskólann á Akureyri og Albert á Laugarvatn. 
Það er fámennt en góðmennt í familíunni í Hveragerði í vetur :-)

Í dag undirbjó ég fundarboð bæjarráðs í vikunni.  Las yfir drög að atvinnustefnu sem verða kynnt á fundinum og skrifaði minnisblöð.  Leiðrétti líka reglur frístundaskólans sem einnig verða lagðar fyrir í vikunni. 

Eftir hádegi var fundur um svæðisskipulag á Suðurlandi, sá fyrsti af þremur.  Það var skemmtilegt að hlusta á Matthildi Elmarsdóttur, en hún er eldklár í sínu fagi.  Hún hefur samt svo til ekkert breyst frá því við vorum saman á heimavist MA fyrir áratugum síðan  :-)

Síðdegis fékk Haraldur Fróði að vera hjá ömmu og síðan komu börn og tengdabörn í mat og hitting. Bjarni og Hafdís fara norður í vikunni svo þetta voru síðustu forvöð að ná öllum saman.


Hér er Haraldur Fróði alsæll í stofusófanum hjá ömmu :-)


15. ágúst 2015

Rás 2 setti upp stúdió á skrifstofunni hennar Höllu Drafnar og þar var í morgun bein útsending á þættinum Virkir morgnar.  Þar var það Sóli Hólm sem tók viðtal m.a. við mig um Hveragerði og helgina framundan.  

Fékk góða heimsókn frá aðilum sem eru að velta fyrir sér að byggja hér upp starfsemi sem gæti tengst alþjóðlegum samtökum.  Það verður spennandi að sjá hvernig þetta þróast, en lítill kvistur getur hæglega orðið að stóru tré ef vel er haldið á spilum. 
Við heimsóttum meðal annars garðyrkjuskólann þar sem við skoðuðum bæði skólahúsnæðið og Fífilbrekka en þangað inn hef ég aldrei áður komið. Jónas frá Hriflu byggði húsið en þetta var víst eina húsið sem hann byggði á ævinni.  Þarna inni eru upprunalegar veggklæðningar og þessi vígalegi arinn.  Húsið skemmdist mikið í jarðskjálftanum og síðan hefur því lítið sem ekkert verið haldið við. 



Þurfti að vera komin til Reykjavíkur kl. 17 í viðtal í vikulokaþætti Útvarps Sögu. Þangað hef ég aldrei komið áður.  Með mér í þættinum var Ólafur Dýrmundsson sem er löngu landsfrægur sem einn okkar helsti sérfræðingur í sauðfjárrækt og landbúnaði.  Mér fannst virkilega gaman að hitta hann en hann er ótrúlega fróður og viðræðurgóður. 


Brunaði austur eftir þáttinn og rétt náði í beina útsendingu á Sumardögum Rúv sem í kvöld voru sendir út héðan frá Hveragerði.  Þátturinn var að mínu mati góð kynning á Hveragerði, litríkur og líflegur.

Í kvöld fór ég síðan á jazz og blues hátíðina á Hótel Örk sem Páll Sveinsson á heiðurinn af.  Mjög vel lukkuð og skemmtileg.  Þurfti því miður að fara snemma en ég verð betur skipulögð á næsta ári, en ég vona svo sannarlega að hér verði framhald á.  

þegar ég kom loksins heim voru  Lárus og Albert búnir að skreyta garðinn afskapega glæsilega.  Mikið sem ég var ánægð með þá feðga. 


Til dæmis hafa þeir lýst upp gróðurinn - en á morgun set ég upp hina ómissandi "baðströnd" í innkeyrslunni :-)





14. ágúst 2015

Alls konar erill í ýmsum málum í dag. 
Við Guðmundur byrjuðum daginn á að fara yfir skipulagsmál á Tívolíreitnum og einnig inn í Dal. 
Skipulagsmál eru afskaplega vandmeðfarin og því fannst mér harla undarlegt þegar ég sá um daginn að innst í dalnum er núna komið risastórt plan.  Ég hef grun um að þarna eigi að rísa fjárrétt Ölfusinga en við Hvergerðingar höfum ekki heyrt neitt um þessa framkvæmd sem hafa mun heilmikil áhrif á þessu svæði.  Hvað á þessi rétt að vera stór? Hvað er gerðið stórt og hvar er það?  Hvernig á aðkoma að henni að vera? Hvernig er hönnunin?  Falleg eins og Hrunarétt eða hálfgert bráðabirgðamannvirki? Hver er vegtengingin og hvernig fer með vaðið? Fjöldi spurninga en engin svör!  Sá síðan í fundargerð bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Ölfuss frá því í apríl að það eigi að grenndarkynna fjárrét fyrir Hveragerðisbæ.  Sú grenndarkynning hefur aldrei farið fram og því tel ég nokkuð ljóst að hér hafi einhverjir farið ansi illilega fram úr sér við framkvæmdir.  Þetta verður allt skoðað betur á næstu dögum !

Fundur í framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins síðdegis.  Nú er verið að undir´búa Landsfund flokksins  sem haldinn verður í haust.  Fundurinn er tileinkaður konum í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og þess mun sjá stað í dagskrá og umgjörð. 

12. ágúst 2015

Kláraði reglur er varða frístundastyrki til barna hér í Hveragerði.  Styrkina er hægt að fá vegna tómstundaiðikunar barna á aldrinum 0-18 ára.  Það var ákveðið af bæjarstjórn að hafa aldursmörkin svona rúm til að allir sem skilgreindir eru sem barn gætu nýtt sér þetta.  Á fundi bæjarstjórnar í september munu reglurnar verða lagðar fyrir til samþykktar og í kjölfarið verður hægt að sækja styrkinn gegn framvísun greiðslukvittana. Þess vegna er um að gera að geyma núna allar kvittanir.

Eftir hádegi hittist stjórn þjónusturáðs um málefni fatlaðs fólks (Ég, Ásta og Ásgeir í Vík) og heimsóttum við Sólheima í Grímsnesi.  Þar búa nú 43 fatlaðir einstaklingar sem njóta frábærrar aðstöðu og góðs atlætis.  Þarna eru glæsilegar vinnustofur og húsakostur allur eins og best verður á kosið. Þeir Pétur, Guðmundur Ármann og Magnús Ólafsson tóku vel á móti okkur og fræddu okkur um starfsemina og framtíðarhorfur.  Það er alltaf gaman að heimsækja Sólheima og full ástæða tll að hvetja fólk til þess, þó ekki sé nema bara fyrir hrikalega góðu kökurnar á kaffihúsinu :-)



10. ágúst 2015

Mánudagur og kominn háttatími fyrir löngu - the story of my life :-)

Í dag hefur umræða um ketti og meint dráp á þeim hér í Hveragerði verið fyrirferðamikil á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum.  Lögreglan hefur þetta mál til rannsóknar, allavega þrír dauðir kettir verða krufnir og litaði fiskbitinn sem fannst vestur í bæ er kominn í efnagreiningu.  Það er afar mikilvægt að lögreglunni sé treyst til að fara með þetta mál þannig að sannleikurinn komi í ljóst.  Dómstóll götunnar er afar slæmur og allar yfirlýsingar og sleggjudóma ber að varast.  

Í dag bárust teikningar af Grímsstaðareitnum, þær hafa verið undirritaðar og bíða nú endanlegs samþykkis Skipulagsstofnunar.  Á Blómstrandi dögum ætlum við okkur að kynna hluta þessara lóða sem vænlegan byggingakost.  Reyndar ekki með neinu offorsi heldur með penu skilti á svæðinu. 

Átti afskaplegan góðan fund með Sigrúnu og Hörpu sem eru  dagforeldrar hér í bæ.  Harpa hefur reynslu af starfinu en Sigrún er að byrja en báðar eru þær bæði áhugasamar og afar ábyrgar.  Þeir eru heppnir foreldrarnir sem lenda í vistun hjá þeim.  Enn vantar eitt dagforeldri í viðbót, áhugasamri ættu að hafa samband við Maríu vegna þess hið allra fyrsta. 

Sumardagar RÚV verða staddir hér í Hveragerði á föstudaginn.  Gaf þeim góðan lista yfir viðmælendur sem er hver öðrum skemmtilegrir.  Þetta eru líflegir þættir svo við getum ekki skorið okkur úr þar. 

Um helgina afgreiddum við Ásta í Árborg á Bókamarkaði Bókabæjanna austanfjalls sem er í Leikhúsinu við Austurmörk hér í Hveragerði.  Þetta var afar krefjandi, þurfti að læra á búðarkassann og posavélina og þar sem ég var með slappara móti, gekk það alls ekki nógu vel...  Nota  það allavega sem afsökun. Ásta er miklu efnilegri búðarkona en ég nokkurn tíma.  Ég henta betur í svona almenn minga ling með kúnnunum....


Fyrir utan var grænmetismarkaður Hjartar Ben í fullum gangi.  Bæjarfógetarnir tóku sig vel út með kaiupmanninum. 


Stelpurnar hennar Sigurbjargar systur voru svo fínar í nýju peysunum frá ömmu Laufeyju að ég bara varð að smella af þeim þessari mynd :-)




Ein að lokum til að sanna það að ég hafi verið í 250 ára afmæli Hússins á Eyrarbakka. Þurfti nefnilega að stinga af um leið og hátíðardagskránni lauk til að afgreiða bækur.  Alltaf nóg að gera :-)


5. ágúst 2015

Nóg að gera og mikið líf í öllum deildum bæjarins. Í dag undirbjó ég fund bæjarráðs sem haldinn verður í fyrramálið en þar verða m.a. á dagskrá fjórar umsóknir um lóðir í Dalsbrún.  Ákveði bæjarráð að úthluta þeim öllum þá eru lóðir fyrir parhús og raðhús þar með uppseldar þar til ný lönd verða brotin fyrir þessa íbúðategund.  Þess vegna sátum við Guðmundur skipulags- og byggingafulltrúi enn eina ferðina og brutum heilann um næstu skref í lóðamálum. Þar eru nokkrar leiðir nærtækar sem unnið verður í á næstunni.  

Átti gott samtal við Pál Gunnlaugsson, arkitekt, sem hannaði ásamt félögum sínum hjá ASK arkitektum, byggðina á Gímsstaðareitnum.  Það skipulag er nú frágengið og verða lóðir þar auglýstar lausar til umsóknar á næstu vikum. Páll mun vinna auglýsingaefni sem bæjarfélagið getur nýtt til kynningar á þessum eftirsóknarverða búsetukosti. 

Í dag eru íbúar í Hveragerði 2.422 og hefur íbúum fjölgað um 100 á síðustu 12 mánuðum, er það fjölgun langt yfir landsmeðaltali.  

Átti góðan fund með Davíð Samúelssyni sem sinnir atvinnutengdum verkefnum fyrir Hveragerði og hitti einnig Jóhönnu þar sem við fórum yfir dagskrá Blómastrandi daga sem verða fjölbreyttir að venju. 

Í gær fórum við Guðmundur í skoðunarferð um stofnanir þar sem unnið er að ýmis konar viðhaldsverkefnum. Þar tók ég meðal annars þessa mynd af nýjum neysluvatnslögnum íþróttahússins við Skólamörk.  Miklu merkilegri mynd en margur gerir sér grein fyrir því að með þessum lögnum og nýjum hitastillum þá verður vatnshiti í sturtunum vonandi í lagi sem ítrekað hefur verið kvartað yfir.


Leiðindapest er að stríða mér þessa dagana og því sleppti ég veiði í Hlíðarvatni sem annars stóð til boða.  Fúlt en hvað á maður að gera :-(

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet