<$BlogRSDUrl$>

7. nóvember 2013

Þetta flotta viðtal við hana Laufeyju mína var flutt í Ríkisútvarpinu þann 27. október. Þarna lýsir hún heimsreisunni þeirra Elvars með skemmtilegum hætti :-) Margt þarna sem ég vissi ekki um, sem betur fer verð ég að segja.

Viðtalið ....

6. nóvember 2013

Heimsótti Grunnskólann í morgun. Kíkti á tvo bekki sem báðir voru ofur stilltir og áhugasamir annars vegar hjá Möggu Ísaks og hins vegar hjá Ingu Lóu. Fór eiginlega til að hitta Ármann tölvumann en nú eru starfsmenn TRS að setja upp nýju kennaratölvurnar sem bæjarstjórn samþykkti að settar yrðu upp nú nýverið. Ég gat ekki betur heyrt en að almenn ánægja ríkti með græjurnar en með þessu er gerð stórfelld bragarbót á tölvukosti skólans. Áfram verður síðan haldið á næsta ári og það vonandi fyrr en seinna en bæjarstjórn ákvað einnig að vinna að uppsetningu þráðlauss nets og að aðgengi nemenda að tölvum yrði bættur.

Ræddi einnig við Fanneyju skólastjóra um ýmislegt er varðar fjárhagsáætlunargerð næsta árs áður en ég heimsótti Guðbjörgu í mötuneytið en það geri ég alltaf ef ég kem upp í skóla. Þar eru nefnilega á þessum tíma alltaf á boðstólum nokkuð góðar veitingar - jafnvel líka fyrir LKL fólk ;-)
-----------
Við Helga unnum síðan í fjárhagsáætlun og erum að alltaf að kafa dýpra og dýpra. Þetta er ógurlega skemmtilegt þegar við byrjum á þessu, finnst mér.
-----------
Fundur síðdegis í starfshópi vegna Skólaþjónustu Árnesþings. Um næstu helgi verður auglýst eftir starfsmönnum og þá fer nú að komast endanleg mynd á þetta hjá okkur. Við teljum að verið sé að vanda mjög til undirbúnings og höfum miklar væntingar til þess að vel takist til. Á næstunni verða nokkrir fundir vegna þessa, bæði með sveitarstjórnarmönnum og skólafólkinu. Þetta er afar spennandi ferill :-)
----------
Hitti Söndru Guðmundsdóttur, formann foreldrafélags leikskólanna, á góðum fundi seinna í dag. Ræddum við þar um starf félagsins og nýjan samning milli Hveragerðisbæjar og félagsins.
-----------
Fór með vinkonunum á tónleika með Magnúsi Þór Sigmundssyni og Fjallabræðrum sem haldnir voru í kirkjunni í kvöld. Þetta voru sannkallaðir Magga tónleikar þar sem öll lögin sem flutt voru voru eftir hann. Hann er ótrúlegur listamaður og svo er hann líka svo skemmtilegur, það er frábær blanda. Þúsund þakkir fyrir gott kvöld Lionsfólk :-)



5. nóvember 2013

Tilveran getur stundum verið undarleg og mikið er nú heimurinn lítill í raun :-)

Sat í gærkvöldi og fletti í gegnum "leiguna" og valdi þar að horfa á þátt á RÚV um tóbaksfíknina. Góður og skemmtilegur þáttur og ekki spillti nú fyrir að í honum var viðtal við Stewart nokkurn Maxwell þingmann í Skotlandi og rak ég þá upp stór augu enda var hann með mér í kosningaeftirlitinu í Bosníu á síðasta ári, skemmtilegur náungi. Ég stóðst ekki mátið og lét hann vita :-) Honum fannst þetta jafn merkilegt og mér og taldi að þetta væri örugglega í fyrsta sinn sem hann væri í sjónvarpi á Íslandi.

Annars fara flestar stundir dagsins í fjárhagsáætlunargerð og vinnu við ýmislegt henni tengt. Samt verður auðvitað að svara tölvupósti og hitta þá sem hingað koma og það er oft drjúgur tími sem fer í slíkt.

Síðdegis náði ég gæðastund með Haraldi Fróða og foreldrum hans. Hann er auðivitað allra barna bestur þessi ungi maður.
-------------------------
Á laugardaginn skruppum við Lárus ásamt Alberti á opnun kosningaskrifstofu Halldórs Halldórssonar sem nú býður sig fram til forystu í borginni. Þetta var skemmtileg samkoma sem gaf góðan tón fyrir baráttuna framundan. Ætluðum jafnvel að koma við á fleiri skrifstofum en Albert harðneitaði og fannst þetta alveg ágætt :-)

Við Laufey röltum síðan Laugaveginn með Harald Fróða - stemningin þar var engu lík. Mikið fjör og mikið af fólki, líf og fjör í hverju húsi enda Airwaves gestir allir greinilega komnir á fætur.

Laufey var á Airwaves og þar var þessi flotta mynd tekin af henni. Mér var send myndin um miðja nótt með skilaboðum frá minni ágætu vinkonu Ragnheiði Elínu um að mæta nú á Airwaves á næsta ári! Það er hreinlega aldrei að vita nema maður geri það :-)

1. nóvember 2013

Var þátttakandi í hringborðsumræðum Morgunblaðsins sem fram fóru á Hótel Selfossi í morgun. Þar voru auk mín þau Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri í Vík, Elvar Eyvindsson frá Rangárþingi Eystra, Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri á Kirkjubæjarklaustri, Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs á Selfossi og Þorgils Torfi Jónsson, oddviti á Hellu. Þarna spunnust miklar og skemmtilegar umræður um möguleika og framtíðarsýn Suðurlands ásamt alls konar umræðum um núverandi stöðu landshlutans. Öll vorum við sammála um að hér væru miklir möguleikar sem brýnt væri að vinna vel úr, virkja þyrfti frumkvæði heimamanna og styðja við frumkvöðla. Það verður gaman að sjá hvernig blaðamaðurinn moðar úr öllu því sem þarna var sagt.

Síðdegis tók síðan við annar fundur um nýjung á sviði ferðamennsku sem vel er þess virði að fylgja betur úr hlaði. Ég var boðuð til þessa fundar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem ég er fulltrúi sveitarfélaganna í Ferðamálaráði. Undanfarið hefur mikil umræða skapast um ferðaþjónustu og ýmis málefni henni tengd. Í gær varð til dæmis þó nokkuð fár vegna fréttar sem Magnús Hlynur gerði uppúr erindi mínu á Ferðamálaþingi sem haldið var í liðinni viku á Hótel Heklu. Þar fjallaði ég meðal annars um gjaldtökuna í Hveragarðinum En þar hefur ferðamönnum fækkað um helming miðað við árið á undan. Aftur á móti er fjöldi ferðamanna svipaður og var árið 2011 á svæðinu og því væri kannski nær að kanna hvað gerðist eiginlega árið 2012 ? Það sem uppúr stendur er aftur á móti sú staðreynd að nú verða til tekjur í Hveragarðinum sem runnið geta til viðhalds og endurbóta og almenns rekstrar án þess að við höfum þurft að leggja út í kostnað sem ekki var fyrir. Það hlýtur að teljast jákvæð niðurstaða eftir þetta sumar.

Safnahelgi Suðurlands hófst í dag og verður mikið um að vera út um allan fjórðung. Hér í Hveragerði opnaði myndlistarsýning Sæunnar í Bókasafninu með pompi og pragt og afhjúpað var nýtt söguskilti um Kvennaskólann að Hverabökkum. Um það sáu fyrrverandi námsmeyjar skólans þær Steinunn Runólfsdóttir og Kristín Jóhannsdóttir. Þær létu ekki bítandi kuldann og rokið aftra sér frá því að afhjúpa skiltið en bæjarstjórinn var aftur á móti svo illa klæddur og krókloppinn að myndirnar sem teknar voru við þetta tækifæri eru allar hreyfðar og ómögulegar. Verðum eiginlega að endurtaka athöfnina þess vegna :-)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet