5. nóvember 2013
Tilveran getur stundum verið undarleg og mikið er nú heimurinn lítill í raun :-)
Sat í gærkvöldi og fletti í gegnum "leiguna" og valdi þar að horfa á þátt á RÚV um tóbaksfíknina. Góður og skemmtilegur þáttur og ekki spillti nú fyrir að í honum var viðtal við Stewart nokkurn Maxwell þingmann í Skotlandi og rak ég þá upp stór augu enda var hann með mér í kosningaeftirlitinu í Bosníu á síðasta ári, skemmtilegur náungi. Ég stóðst ekki mátið og lét hann vita :-) Honum fannst þetta jafn merkilegt og mér og taldi að þetta væri örugglega í fyrsta sinn sem hann væri í sjónvarpi á Íslandi.
Annars fara flestar stundir dagsins í fjárhagsáætlunargerð og vinnu við ýmislegt henni tengt. Samt verður auðvitað að svara tölvupósti og hitta þá sem hingað koma og það er oft drjúgur tími sem fer í slíkt.
Síðdegis náði ég gæðastund með Haraldi Fróða og foreldrum hans. Hann er auðivitað allra barna bestur þessi ungi maður.
-------------------------
Á laugardaginn skruppum við Lárus ásamt Alberti á opnun kosningaskrifstofu Halldórs Halldórssonar sem nú býður sig fram til forystu í borginni. Þetta var skemmtileg samkoma sem gaf góðan tón fyrir baráttuna framundan. Ætluðum jafnvel að koma við á fleiri skrifstofum en Albert harðneitaði og fannst þetta alveg ágætt :-)
Við Laufey röltum síðan Laugaveginn með Harald Fróða - stemningin þar var engu lík. Mikið fjör og mikið af fólki, líf og fjör í hverju húsi enda Airwaves gestir allir greinilega komnir á fætur.
Laufey var á Airwaves og þar var þessi flotta mynd tekin af henni. Mér var send myndin um miðja nótt með skilaboðum frá minni ágætu vinkonu Ragnheiði Elínu um að mæta nú á Airwaves á næsta ári! Það er hreinlega aldrei að vita nema maður geri það :-)
Sat í gærkvöldi og fletti í gegnum "leiguna" og valdi þar að horfa á þátt á RÚV um tóbaksfíknina. Góður og skemmtilegur þáttur og ekki spillti nú fyrir að í honum var viðtal við Stewart nokkurn Maxwell þingmann í Skotlandi og rak ég þá upp stór augu enda var hann með mér í kosningaeftirlitinu í Bosníu á síðasta ári, skemmtilegur náungi. Ég stóðst ekki mátið og lét hann vita :-) Honum fannst þetta jafn merkilegt og mér og taldi að þetta væri örugglega í fyrsta sinn sem hann væri í sjónvarpi á Íslandi.
Annars fara flestar stundir dagsins í fjárhagsáætlunargerð og vinnu við ýmislegt henni tengt. Samt verður auðvitað að svara tölvupósti og hitta þá sem hingað koma og það er oft drjúgur tími sem fer í slíkt.
Síðdegis náði ég gæðastund með Haraldi Fróða og foreldrum hans. Hann er auðivitað allra barna bestur þessi ungi maður.
-------------------------
Á laugardaginn skruppum við Lárus ásamt Alberti á opnun kosningaskrifstofu Halldórs Halldórssonar sem nú býður sig fram til forystu í borginni. Þetta var skemmtileg samkoma sem gaf góðan tón fyrir baráttuna framundan. Ætluðum jafnvel að koma við á fleiri skrifstofum en Albert harðneitaði og fannst þetta alveg ágætt :-)
Við Laufey röltum síðan Laugaveginn með Harald Fróða - stemningin þar var engu lík. Mikið fjör og mikið af fólki, líf og fjör í hverju húsi enda Airwaves gestir allir greinilega komnir á fætur.
Laufey var á Airwaves og þar var þessi flotta mynd tekin af henni. Mér var send myndin um miðja nótt með skilaboðum frá minni ágætu vinkonu Ragnheiði Elínu um að mæta nú á Airwaves á næsta ári! Það er hreinlega aldrei að vita nema maður geri það :-)
Comments:
Skrifa ummæli