<$BlogRSDUrl$>

21. október 2013

Það er alltaf gaman að fólki með gott skopskyn. Fékk þessa laglínu senda frá Eiríki Hjálmarssyni, upplýsingafulltrúa Orkuveitunnar, í dag. Hann er að syngja í kór sem heldur tónleika í Hveragerði á morgun.

Smellið á nóturnar og þá sjáið þið textabrotið :-)


15. október 2013

Hitti mannfræðing frá Írlandi í dag en hann kom að ræða hvaða áhrif jarðskjálftar og orkunýting hefur á íbúa hér. Skemmtilegt spjall til undirbúnings doktorsverkefni sem hann er að gera. Ég sendi hann auðvitað til annarra aðila hér í bæ sem mega eiga von á tölvupósti á næstu dögum með beiðni um viðtal.

Rögnvaldur Guðmundsson, ferðamálafrömuður leit hér við og það gerði einnig Birgir S. Birgisson, garðyrkubóndi sem og Haraldur Fróði en myndin hér til hliðar er tekin í þeirri heimsókn!

Annars var unnið í fundarboði bæjarráðs fyrir fimmtudaginn en þar eru nokkuð mörg stór mál á dagskrá eins og til dæmis kaup á byggingaréttinum á Tívolí lóðinni, endurnýjun varmaskiptis í sundlauginni svo hægt sé að fara í sturtu með góðu móti og lagfæring og endurnýjun gólfefna í sölum líkamsræktarinnar svo fátt eitt sé nefnt.
Það er afar gott fyrir hálsliðina að teygja svolítið á þeim þess vegna ákvað ég að snúa myndinni svona ;-)

Held að það hafi verið reynt að eitra fyrir mér ! Það getur hent besta fólk í pólitík eins og við heyrum í fréttum þessa dagana. Unnur Þormóðs mætti nefnilega galvösk með flensusprauturnar og bólusetti mig fyrir bæði inflúenslu og lungnabólgu. Núna sólarhring síðar gef ég ekki lyft handleggnum er með hita og beinverki þannig að "mér hefur liðið betur". Ef það væri hægt að kommenta á færslurnar myndi ég klárlega óska eftir samúð í kommentakerfinu ;-) Spurning hvað hafi eiginlega verið í þessum sprautum hjá henni Unni !


12. október 2013

Í síðustu viku var meðal annars unnið að stofnun nýrrar skólaþjónustu í Árnesþingi utan Árborgar á góðum fundi oddvita á Borg í Grímsnesi. Það var mikið gæfuspor þegar við fengum Gerði G. Óskarsdóttur fyrrverandi fræðslustjóra Reykjavíkur til að vinna með okkur að skipulaginu og stofnun þjónustunnar. Hún er mikill reynslubolti sem kann fagið betur en flestir aðrir. Næstu skref í þessu máli er að afla samþykkis allra sveitarstjórnanna á svæðinu og auglýsa síðan eftir starfsmönnum. Það þarf að gerast fljótlega í nóvember.

Hitti Finnboga Alfreðsson, atvinnuráðgjafa hjá SASS og fórum við yfir ýmsa þætti er lúta að atvinnumálum í Hveragerði en nú vinna ráðgjafar SASS að mótum atvinnustefnu í fjórum sveitarfélögum á svæðinu. Við urðum fyrir valinu og fer verkefnið vel af stað. Í lok fundar fórum við í langa bílferð þar sem ég sýndi honum Hveragerði og helstu fyrirtækin hér. Já! það er hægt að fara í langan bíltúr í Hveragerði, þetta er ekki svo lítið sveitarfélag :-)

Undanfarið hef ég átt í nokkrum samskiptum við Íbúðalánasjóð. Nú er staðan þannig hér í Hveragerði að ILS á hér 45 íbúðir, 21 er auð, 19 í leigu en 5 eru óíbúðarhæfar. Þessi eignastaða er ekkert frábrugðin því sem er í öðrum sveitarfélögum hér á Suðurlandi en sjóðurinn á hér 361 íbúð. Það er aftur á móti uggvænlegt að sjóðurinn skuli þannig vera orðinn einn helsti eigandi íbúðahúsnæðis á Suðurlandi og á hans vegum standa hér tugir ef ekki hundruðir af tómum íbúðum. Úr því þarf að bæta strax.

Tónleikar kennara Tónlistarskóla Árnessýslu á föstudagskvöldið voru hreint frábærir. Fjölbreytt og skemmtileg efnisskrá en það kom á óvart hversu fjölhæfir kennarar skólans eru. Vissi það reyndar fyrir en það kom mér samt á óvart :-)

11. október 2013

Árlegar stofnanaheimsóknir bæjarráðs frá morgni og fram eftir degi. Heimsóttum leikskólana, grunnskólann, upplýsingamiðstöðina, íþróttamannvirki, Heimilið Birkimörk, áhaldahúsið og bókasafnið. Alls staðar var okkur afar vel tekið af áhugasömum og drífandi stjórnendum og starfsmönnum Hveragerðisbæjar. Fórum á hverjum stað yfir það sem helst mætti bæta og breyta og þá sérstaklega með tilliti til fjárhagsáætlunargerðar næsta árs. Vikurnar framundan verða þétt pakkaðar vinnu við fjárhagsáætlun.

Enduðum heimsóknatörnina í Kjörís þar sem við nældum okkur í ís beint af færibandinu. Það er besti ísinn það vita þeir sem hafa prufað :-)

Þessi flotta mynd af starfsmönnum áhaldahúss verður að fá að fljóta með ...

Við Jóhanna hittum Heiðar Inga og Maríu Rún frá Cross fit Hengli síðdegis og áttum við þau mjög gott samtal um málefni stöðvarinnar sem svo sannarlega hefur slegið í gegn undanfarið ár. Hér er mikil líkamsræktarbylgja og aldeilis frábært framboð á íþróttum og alls konar líkamsrækt í bænum. Jóga, pilates, zumba, ropejóga, cross fit, tækjasalur, sund í tveimur laugum, hlaupahópur og alls konar íþróttir innan vébanda Hamars stendur íbúum hér til boða. Það er útilokað annað en að allir geti fundið sér eitthvað við hæfi. Síðan var verið að ákveða að hafa opna tíma í Hamarshöllinni fyrir fjölskyldur og einstaklinga 20 ára og eldri á þriðjudagskvöldum og skilst mér að þetta hafi mælst vel fyrir á þriðjudaginn síðasta þegar fyrsti tíminn var.

Bæjarstjórnarfundur var snaggaralegur enda verður að segjast eins og er að útsending og upptaka á fundum virðist gera það að verkum að bæjarfulltrúar ræða minna um einstök mál. Getur verið gott og stytt fundina en væntanlega breytist þetta þegar þessar nýjungar verða orðnar að venju.

Hitti vinkonurnar úr MA í Reykjavík í kvöld. Alltaf jafn gaman enda hópurinn haldið saman í rúm 30 ár. Heldur ótrúlegt :-)

10. október 2013

Fjölmargir boltar á lofti í einu - líflegt og skemmtilegt :-)

Fundur í dag varðandi fyrirhugaða skólaþjónustu í Árnesþingi utan Árborgar. Undirbjuggum fund sveitarstjóra/oddvita á sama svæði sem halda á á föstudaginn næsta. Þar verður vonandi málum fleytt kröftuglega áfram þannig að hægt sé að auglýsa fljótlega eftir starfsmönnum til þjónustunnar.

Annar fundur í dag vegna málefna fatlaðs fólks. Stór og góður fundur til undirbúnings gerðar fjárhagsáætlunar.

Hitti í morgun aðila sem áhuga hafa á uppbyggingu ferðatengdrar þjónustu hér í Hveragerði. Það er ýmislegt í gangi og margir með hugmyndir sem spennandi verður að sjá hvort verði að veruleika.

Átti góðan fund vegna breytinga í umhverfisdeild og áhaldahúsi. Nú verður væntanlega auglýst eftir nýjum umhverfisfulltrúa um næstu helgi svo áhugasamir eru hvattir til að fylgjast vel með Fréttablaðinu um helgina og auglýsingu á heimasíðu bæjarins.

Höfum ekki fundið fleiri mýs á skrifstofunni sem er ansi gott :-) Aftur á móti tala margir um að músafaraldur sé í gangi, heldur óskemmtilegt sérstaklega ef mark er takandi á hinni gömlu þjóðtrú um að mikill músagangur gefi til kynna harðann vetur. Ef það verður raunin tapa ég tveimur rauðvínsflöskum til Guðmdundar Bald. og Árna Svavars. :-)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet