<$BlogRSDUrl$>

21. júní 2012

Annasamir dagar að baki. Í gær byrjaði dagurinn á vægu áfalli þegar ég sá forsíðu Sunnlenska þar sem mælt var með lyfjagjöf fyrir Hvergerðinga og með fylgdi mynd af mér! Ég er auðvitað ekki læknir og myndi aldrei mæla með lyfjagjöf fyrir einn eða neinn enda var viðtalið við Hallgrím lækni. Myndbirtingin í hæsta máta undarleg! En það getur sjálfsagt ekki skaðað að bæta vítamínbúskapinn. Tilefni fréttarinnar var auðvitað athugaemdin á blogginu mínu þar sem ég sagði frá viðtali mínu við Hallgrím. Bloggið hefur greinilega áhrif :-)

Guðmundur Garðarsson, frá Þorlálshöfn, kom í heimsókn en hann er að hefja rekstur á fjarstýrðum bílum á Tívolí lóðinni. Það er örugglega bráðsniðugt og gaman að prófa það. Um næstu helgi verður semsagt hægt að leigja sér fjarstýrðan bíl og geysast með hann yfir hóla og hæðir. Á örugglega eftir að verða vinsælt. Held alveg örugglega að fótbolta golfvöllur hafi nýlega verið opnaður á Hótel Örk, það er líka afskaplega sniðug afþreying. Undanfarið hef ég fengið þónokkrar fyrirspurnir varðandi ýmsar nýjungar og það verður spennandi að sjá hvað verður að veruleika af því.

Dagurinn í gær var ansi erilsamur og gríðarlega mikið að gera. Heilmikið stúss í kringum Blóm í bæ og endaði dagurinn á því að við Sigurbjörg systir reittum arfa í beðunum í Listigarðinum fram undir miðnætti. Sjálfboðaliðakvöldið var fámennt en góðmennt, það hefði þurft að hringja í fólk til að ná því út. En annars eru flestir önnum kafnir í sínum eigin garði því enginn vill láta það spyrjast um sig að umhverfi heimilisins eða fyrirtækisins sé ósnyrtilegt þegar alls staðar er orðið svona fínt.

Bæjarráðsfundur í morgun þar sem Ninna Sif var kjörin nýr formaður. Nokkur mál á dagskrá meðal annars var samþykkt að heimila staðsetningu söluskála við Hengladalaá. Spennandi að fylgjast með því. Einnig var áveðið hverjir hlytu viðurkenningu fyrir fegursta garðinn. Nöfnin eru komin á heimasíðu Hveragerðisbæjar. Garðaskoðunin er á sunnudag milli kl. 16 og 18, ekki missa af því.

Grill fyrir alla sem koma að sýningunni í kvöld. Lárus ásamt konunum á Garðyrkjuskólanum grilaði lambasteik sem rann ljúflega ofan í mannskapinn. Það er mikil stemning í hópnum og ég get ekki annað séð en að allir séu ánægðir þátttakendur jafnt sem áhorfendur.

Setningin á morgun kl. 14, Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðarráðherra, setur hátíðina.

19. júní 2012

Undirbjó bæjarráðsfund á fimmtudaginn. Skoðaði m.a. aðstæður við bílastæðið við Hengladalaá en þar hafa Magnea og Þorsteinn í Reykjakoti sótt um leyfi til að setja niður lítinn söluskála. Bæjarráð hefur þegar fjallað um erindið og tekið vel í það.

Umferð ferðamanna um þetta svæði hefur margfaldast á undanförnum árum og nú er svo komið að lagfæra verður aðstöðu þeirra bæði þarna og í Reykjadal, þangað sem langflestir eru að fara. Merkileg tilviljun að í dag hafði RÚV samband við mig vegna endurbóta í Reykjadal sem Ölfus, Hveragerði, LBHÍ og Eldhestar hafa ráðist útí með styrk Framkvæmdasjóðs Ferðamálastofu. Frétt um málið verður í kvöldfréttum RÚV, skilst mér. Enn skemmtilegra er þó að fréttastofan hafði áður nálgast BS ritgerðina hennar Laufeyjar minnar sem einmitt er um úrbætur á gönguleiðinni inn Reykjadal og væntanlega verður vitnað í hana í fréttunum líka. Það er skemmtileg tilviljun !

Við Guðmundur skoðuðum líka framkvæmdirnar í Grunnskólanum en þar er nú verið að endurbæta 6 kennslustofur, bæta hljóðvist og lýsingu. Við hefðum getað gert svo miklu meira í skólanum en fjárveitingin leyfir ekki meira í bili.

Í kvöld fór ég ásamt bæjarráði og skoðuðum við garða hér í bæ. Nú hafa verið valdir þrír garðar og tillaga um að þeir verði valdir fallegustu garðar ársins 2012 verður lögð fyrir bæjarráð á fimmtudaginn. Kvöldið var afar skemmtilegt og greinilegt að fjöldi fallegra garða er hér í Hveragerði.

Fékk loksins senda myndir frá heimsókn Stefan Füle, stækkunarstjóra Evrópusambandsins, set tvær inn hér á síðuna.18. júní 2012

Nýja heimasíða bæjarins er að gera mig gráhærða! Nú var ég í óratíma að setja inn myndir frá 17. júní hátíðahöldunum sem venjulega tekur augnablik. Skil ekki enn hvað var að!

Í allan dag streymdu rútur á planið fyrir utan gluggann hjá mér og greinilega fóru margir ferðamenn og keyptu sér ís eða brauðmeti hjá Almari. Yfir þúsund manns komu á Upplýsingamiðstöðina í dag og var þetta einn stærsti dagur þar eins og víða annars staðar. Þessi ferðamanna hópur er þó hvorki að versla né borða fyrir einhver ósköp enda sjálfsagt kvöldverður um borð í skipunum í kvöld.

Heilmikill undirbúningur er í gangi vegna Blóma í bæ og margt sem þarf að klára. Fór ekki heim fyrr en rúmlega 7 í kvöld. Lalla tókst að bjarga nautaframhryggnum frá því að enda í gúllasi eins og ég hafði hugsað mér, það var reyndar ágætt hjá honum :-) Seint í kvöld var síðan farið út í garð og eitt stykki mini-garður varð til. Á reyndar eftir að útfæra betur grísa-pollinn, álpappírinn er ekki alveg að gera sig! En ég er nú samt nokkuð ánægð með mig! Þessi er til útibrúks en Elínborgu áskotnuðust alveg hrikalega flottir mini þykkblöðungar sem hún ætlar að nota í sinn mini garð. Sá hlýtur að þurfa að vera inni! Er að hugsa um að gera annan svona mér til skemmtunar, af því ég hef nú ekkert við að vera :-)


17. júní 2012

17. júní var sólríkur og gleðilegur hér í Hveragerði. Á efstu myndinni bíðum við eftir skrúðgöngunni í innkeyrslunni heima. Alltaf gaman að sjá hana nálgast.


16. júní 2012

Málflutningur Orkuveitunnar í dag hefur verið með hreinum ólíkindum. Það er merkilegt að íbúar á höfuðborgarsvæðinu og við hér í Hveragerði skulum að þeirra mati eiga að umbera mengun sem mælist of oft yfir viðmiðunarmörkum í 5 ár á meðan þar á bæ er unnið að tilraunastarfsemi sem nú er á byrjunarreit. Hvers vegna eru þessar tilraunir ekki löngu hafnar? Hvaða tryggingu hafa íbúar fyrir því að við lendum ekki aftur á byrjunarreit eftir 5 ár? Fjármunirnir sem hingað til hafa verið settir í mengunarvarna verkefni eru hreinir smáaurar í samanburði við það sem virkjunin kostar.

Fékk símtal í morgun frá lækni sem benti mér á að í raun ættu þeir sem búa við aukna mengun af hvaða tagi sem hún er að auka inntöku á magnesíum og joði þar sem þessi efni styrkja "mengunarvarnir" líkamans. Finnst sjálfsagt að koma þessari ábendingu áfram.

Ræddi við Ólaf framkvæmdastjóra Heilsustofnunar um sameiginleg verkefni. Enduðum samtalið á að ræða um "stóra bekkjamálið" en kvörtunum hefur rignt yfir bæjarskrifstofuna vegna bekkjar sem er fyrir framan bílastæði HNLFÍ þar sem dvalargestir sitja og reykja þar sem nú er ekki lengur leyft að reykja á lóð eða í húsum stofnunarinnar. Bæði nágrannar og vegfarendur hafa af reykingunum mikinn ama fyrir nú utan það að með þessu sýnir stofnunin ekki sýna bestu hlið. Svona smávægileg mál geta oft tekið ómældan tíma !

Fundur í samráðshópi um Evrópusambands umsóknina í dag. Þar fór Auðunn Atlason, ráðgjafi ráðherra í Evrópumálum yfir stöðuna í samningaviðræðunum en kosningar næsta vor setja óneitanlega spurningamerki um það vinnuferli sem nú er í gangi. Anna Guðrun Björnsdóttir frá Sambandinu fór yfir byggðastefnu ESB.   2007-2013 eru settar 347 milljarðar Evra til Byggðamála sem er um það bil helmingur af framlögunum sem ríkin greiða til ESB. Framlög til landa eru mjög mismunandi Danir fá til dæmis 15,9 EUR í styrki á meðan að Eistar fá 373 EUR.  Það er ekki sjálfgefið að koma út í plús þegar framlög inní ESB og styrkir frá ESB eru teknir saman. En fundurinn í dag var afar fróðlegur eins og þessir fundir reyndar alltaf eru.

Keyrði beint austur á Selfoss til að vera við vígslu björgunarmiðstöðvar Árborgar. Glæsilegt hús en bílaflotinn vakti ekki síður athygli. Fulltrúar á höfuðborgarsvæðinu höfðu á orði að þetta væri mun stærri floti en hjá þeim! Virkilega skemmtileg samkoma og fjölmargir skemmtilegir gestir á staðnum.

Svaraði tölvupóstum og setti fréttir á heimasíðuna þegar heim var komið og enn og aftur ekki farið úr vinnunni fyrr en undir 8 þrátt fyrir öll góð áform um annað !

14. júní 2012

I´m back at last !

Búin að vera í 10 daga henni Ameríku og betri helmingurinn orðinn fimmtugur eins ótrúlegt og það nú er! Bandaríkin sýndu sínar bestu hliðar og skipulagið á road tripínu frá Boston til New York, upp til Hartford og Wethersfield í Connecticut, Niður til Mystik við ströndina út á Þorskhöfða (Cape Cod) og endað á afar skemmtilegum hestabúgarði utan við Boston. 15 söfn, garðar og sýningar svo þetta var svo sannarlega ferð á la Aldís :-)

Jú víst þótti Lárusi líka gaman, við heimsóttum til dæmis fyrsta kjarnorkuknúna kafbátinn, Titanic sýningu og sýninguna "Bodies" í NY.
Ekki bara rósagarða, semsagt :-)
---------------------------
En það var mætt í vinnu á mánudaginn og það er svo sannarlega nóg að gera. Dagarnir fljúga áfram og alltaf er nóg á verkefnalistanum.

Í dag var unnið að undirbúningi bæjarstjórnarfundar sem haldinn var síðdegis. Heilmikið stúss í kringum það. Hingað kom Eva Marín Hlynsdóttir sem vinnur að doktorsverkefni um áhrif sveitar- og bæjarstjóra á stjórnsýslu. Það var skemmtilegt spjall. Mér finnst alltaf gaman að taka þátt í svona verkefnum og ræða um starfið ýmislegt sem að því snýr. Hingað komu síðdegis Elsa og Stella frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Þorsteinn frá Umhverfisstofnun til að ræða brennisteinsvetnis mælingar og niðurstöður undanfarinna mánaða. Ljóst að mengun hér er á tímabilum meiri en æskilegt er. Merkileg tilviljun að í dag skuli Orkuveitan einnig halda ársfund sinn og boða þar að fyrirtækið muni óska eftir breytingu á reglugerð um brennisteinsvetnismengun með það fyrir augum að reglugerðin taki ekki að fullu gildi fyrr árið 2019 eða 5 árum síðar en ráðgert er. Slíkt er algjörlega óásættanlegt og við munum berjast af fullu afli gegn þeim áformum. Höfum reyndar fyrir margt nokkru hafið þá vinnu því það var nokkuð ljóst í vetur að OR myndi reyna þetta þar sem enginn árangur hefur náðst í að beisla brennisteinsvetnið frá Hellisheiðarvirkjun.

Fréttamenn komu hingað í kvöld frá RÚV til að taka viðtal vegna þessa og það sama gerði Morgunblaðið. Hefði ekki átt að fara í litun hjá henni Ólöfu í hádeginu. Þá daga vill maður helst ekki vera úti við og hvað þá lenda í sjónvarpsviðtali, seinheppin alltaf ;-)


This page is powered by Blogger. Isn't yours?

 • Um Aldísi ...
 • Ræður og greinar ...
 • Aftur á forsíðu...
 • Tenglar
 • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
 • Síða Sjálfstæðisflokksins
 • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
 • Sjálfstæðiskonur
 • Sjálfstæðismenn í Suður.
 • Gagnagátt Sambandsins
 • Besti ísinn!
 • Morgunblaðið á netinu
 • Vísir.is
 • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
 • Fleiri Sunnlenskar fréttir
 • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
 • Hveragerði
 • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
 • Grunnskólinn í­ Hveragerði
 • Íþróttafélagið Hamar
 • Veðurspá fyrir Hveragerði
 • Fjölbrautaskóli Suðurlands
 • Gagnasöfn Hvar.is
 • Besti bloggarinn ! ! !
 • Vefbanki Valla...
 • SASS
 • Myndir Bjössa á Bláfelli
 • Nátturan.is
 • Orðaþýðingar - frábær síða
 • Færð og veður á SV-landi
 • Leitarvélin
 • Sí­maskráin
 • Ýmsar myndir
 • Myndasíða
 • Úr reisubókinni
 • Flórída janúar 2017
 • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
 • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
 • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
 • Búkarest í Rúmení­u 2006
 • Ítalía 2007
 • Svartfjallaland 2008
 • Danmörk 2010
 • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
 • Hefur þú skoðun?
 • Hafðu samband!
  Eldri færslur
 • 1.1.2004 - 1.2.2004
 • 1.2.2004 - 1.3.2004
 • 1.3.2004 - 1.4.2004
 • 1.5.2004 - 1.6.2004
 • 1.6.2004 - 1.7.2004
 • 1.7.2004 - 1.8.2004
 • 1.8.2004 - 1.9.2004
 • 1.9.2004 - 1.10.2004
 • 1.10.2004 - 1.11.2004
 • 1.11.2004 - 1.12.2004
 • 1.12.2004 - 1.1.2005
 • 1.1.2005 - 1.2.2005
 • 1.3.2005 - 1.4.2005
 • 1.4.2005 - 1.5.2005
 • 1.5.2005 - 1.6.2005
 • 1.6.2005 - 1.7.2005
 • 1.7.2005 - 1.8.2005
 • 1.8.2005 - 1.9.2005
 • 1.9.2005 - 1.10.2005
 • 1.10.2005 - 1.11.2005
 • 1.11.2005 - 1.12.2005
 • 1.12.2005 - 1.1.2006
 • 1.1.2006 - 1.2.2006
 • 1.2.2006 - 1.3.2006
 • 1.3.2006 - 1.4.2006
 • 1.4.2006 - 1.5.2006
 • 1.5.2006 - 1.6.2006
 • 1.6.2006 - 1.7.2006
 • 1.7.2006 - 1.8.2006
 • 1.8.2006 - 1.9.2006
 • 1.9.2006 - 1.10.2006
 • 1.10.2006 - 1.11.2006
 • 1.11.2006 - 1.12.2006
 • 1.12.2006 - 1.1.2007
 • 1.1.2007 - 1.2.2007
 • 1.2.2007 - 1.3.2007
 • 1.3.2007 - 1.4.2007
 • 1.4.2007 - 1.5.2007
 • 1.5.2007 - 1.6.2007
 • 1.6.2007 - 1.7.2007
 • 1.7.2007 - 1.8.2007
 • 1.8.2007 - 1.9.2007
 • 1.9.2007 - 1.10.2007
 • 1.10.2007 - 1.11.2007
 • 1.11.2007 - 1.12.2007
 • 1.12.2007 - 1.1.2008
 • 1.1.2008 - 1.2.2008
 • 1.2.2008 - 1.3.2008
 • 1.3.2008 - 1.4.2008
 • 1.4.2008 - 1.5.2008
 • 1.5.2008 - 1.6.2008
 • 1.6.2008 - 1.7.2008
 • 1.7.2008 - 1.8.2008
 • 1.8.2008 - 1.9.2008
 • 1.9.2008 - 1.10.2008
 • 1.10.2008 - 1.11.2008
 • 1.11.2008 - 1.12.2008
 • 1.12.2008 - 1.1.2009
 • 1.1.2009 - 1.2.2009
 • 1.2.2009 - 1.3.2009
 • 1.3.2009 - 1.4.2009
 • 1.4.2009 - 1.5.2009
 • 1.5.2009 - 1.6.2009
 • 1.6.2009 - 1.7.2009
 • 1.7.2009 - 1.8.2009
 • 1.8.2009 - 1.9.2009
 • 1.9.2009 - 1.10.2009
 • 1.10.2009 - 1.11.2009
 • 1.11.2009 - 1.12.2009
 • 1.12.2009 - 1.1.2010
 • 1.1.2010 - 1.2.2010
 • 1.2.2010 - 1.3.2010
 • 1.3.2010 - 1.4.2010
 • 1.4.2010 - 1.5.2010
 • 1.5.2010 - 1.6.2010
 • 1.6.2010 - 1.7.2010
 • 1.7.2010 - 1.8.2010
 • 1.8.2010 - 1.9.2010
 • 1.9.2010 - 1.10.2010
 • 1.10.2010 - 1.11.2010
 • 1.11.2010 - 1.12.2010
 • 1.12.2010 - 1.1.2011
 • 1.1.2011 - 1.2.2011
 • 1.2.2011 - 1.3.2011
 • 1.3.2011 - 1.4.2011
 • 1.4.2011 - 1.5.2011
 • 1.5.2011 - 1.6.2011
 • 1.6.2011 - 1.7.2011
 • 1.7.2011 - 1.8.2011
 • 1.8.2011 - 1.9.2011
 • 1.9.2011 - 1.10.2011
 • 1.10.2011 - 1.11.2011
 • 1.11.2011 - 1.12.2011
 • 1.12.2011 - 1.1.2012
 • 1.1.2012 - 1.2.2012
 • 1.2.2012 - 1.3.2012
 • 1.3.2012 - 1.4.2012
 • 1.4.2012 - 1.5.2012
 • 1.5.2012 - 1.6.2012
 • 1.6.2012 - 1.7.2012
 • 1.7.2012 - 1.8.2012
 • 1.8.2012 - 1.9.2012
 • 1.9.2012 - 1.10.2012
 • 1.10.2012 - 1.11.2012
 • 1.11.2012 - 1.12.2012
 • 1.12.2012 - 1.1.2013
 • 1.1.2013 - 1.2.2013
 • 1.2.2013 - 1.3.2013
 • 1.3.2013 - 1.4.2013
 • 1.4.2013 - 1.5.2013
 • 1.5.2013 - 1.6.2013
 • 1.6.2013 - 1.7.2013
 • 1.7.2013 - 1.8.2013
 • 1.8.2013 - 1.9.2013
 • 1.9.2013 - 1.10.2013
 • 1.10.2013 - 1.11.2013
 • 1.11.2013 - 1.12.2013
 • 1.12.2013 - 1.1.2014
 • 1.1.2014 - 1.2.2014
 • 1.2.2014 - 1.3.2014
 • 1.3.2014 - 1.4.2014
 • 1.4.2014 - 1.5.2014
 • 1.5.2014 - 1.6.2014
 • 1.8.2014 - 1.9.2014
 • 1.9.2014 - 1.10.2014
 • 1.10.2014 - 1.11.2014
 • 1.11.2014 - 1.12.2014
 • 1.12.2014 - 1.1.2015
 • 1.1.2015 - 1.2.2015
 • 1.2.2015 - 1.3.2015
 • 1.3.2015 - 1.4.2015
 • 1.4.2015 - 1.5.2015
 • 1.6.2015 - 1.7.2015
 • 1.7.2015 - 1.8.2015
 • 1.8.2015 - 1.9.2015
 • 1.9.2015 - 1.10.2015
 • 1.10.2015 - 1.11.2015
 • 1.11.2015 - 1.12.2015
 • 1.12.2015 - 1.1.2016
 • 1.1.2016 - 1.2.2016
 • 1.2.2016 - 1.3.2016
 • 1.3.2016 - 1.4.2016
 • 1.4.2016 - 1.5.2016
 • 1.5.2016 - 1.6.2016
 • 1.6.2016 - 1.7.2016
 • 1.7.2016 - 1.8.2016
 • 1.8.2016 - 1.9.2016
 • 1.9.2016 - 1.10.2016
 • 1.10.2016 - 1.11.2016
 • 1.11.2016 - 1.12.2016
 • 1.12.2016 - 1.1.2017
 • 1.1.2017 - 1.2.2017
 • 1.2.2017 - 1.3.2017
 • 1.3.2017 - 1.4.2017
 • 1.5.2017 - 1.6.2017
 • 1.6.2017 - 1.7.2017
 • 1.8.2017 - 1.9.2017
 • 1.9.2017 - 1.10.2017
 • 1.10.2017 - 1.11.2017
 • 1.11.2017 - 1.12.2017
 • 1.12.2017 - 1.1.2018
 • 1.1.2018 - 1.2.2018
 • 1.2.2018 - 1.3.2018
 • 1.3.2018 - 1.4.2018
 • 1.4.2018 - 1.5.2018
 • 1.5.2018 - 1.6.2018
 • 1.8.2018 - 1.9.2018
 • 1.11.2018 - 1.12.2018
 • 1.4.2021 - 1.5.2021
 • 1.5.2021 - 1.6.2021
 • 1.6.2021 - 1.7.2021
 • 1.7.2021 - 1.8.2021
 • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet