<$BlogRSDUrl$>

18. desember 2011

Hér má sjá flott myndband um starfsemi samtakanna CEMR sem eru Evrópu samtök sveitarfélaga og landshlutasamtaka. Þarna má meðal annars sjá íslenskar kveðjur :-)

17. desember 2011

Vaknaði snemma og fór strax í heimsókn til að taka viðtal fyrir jólablað Bláhvers. Unga daman hér á myndinni er orðin aðeins eldri og verður viðmælandi jólablaðsins í ár. Þetta varð hinn skemmtilegasti morgun og viðtalið var tilbúið, fullskrifað og frágengið fyrir síðdegiskaffi. Í milli tíðinni fórum við Guðmundur Þór út verslunarmiðstöð þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir flottasta piparkökuhúsið, frumlegustu skreytinguna úr endurnýttu efni og síðast en ekki síst fyrir flottustu jólaskreytingarnar. Allir vinningshafar voru myndaðir í bak og fyrir og munu allar þessar upplýsingar birtast í jólablaði Bláhvers sem dreift verður í næstu viku. Ég skrifaði líka annál ársins 2011 þar sem reynt var að rifja upp það sem helst bar til tíðinda á árinu. Sumu sleppti ég vísvitandi þó það hafi tekið bæði tíma og orku á árinu enda alltaf skemmtilegra og uppbyggilegra að horfa til þess og minnast þess sem jákvætt er. Dagurinn fór allur í greinaskrif og leit að ljósmyndum svo jólaundirbúningur varð ekki að neinu. Er að reyna að telja mér trú um að jólin komi eftir sem áður ! ! !

Við Albert fórum samt og keyptum jólatré svo það mun ekki klúðrast jafn eftirminnilega og í fyrra þegar engu munaði að tré yrði stolið úr næsta garði þegar uppgötvaðist á Þorláksmessu að öll tré voru uppseld. Það mun allavega ekki endurtaka sig :-)

Hveragerðisbær er alveg ótrúlega fallegur þegar snjórinn fellur svona léttur og fínn og leggst eins og mjúkt teppi yfir gróður og grundir. Jólaljósin njóta sín vel og sjaldan eða aldrei hafa þau verið fleiri. Endilega kíkið á vinningshafana í samkeppninni hans Róberts: Haraldur og Sigurbjörg í Hraunbæ 6, lentu í 1. sæti, í öðru sæti voru Örn og Elísabet í Heiðarbrúninni og í því þriðja lentu Sísi og Smári í Varmahlíð. Við Albert kíktum á skreytingarnar eftir jólatrjáakaupin og leist óhemju vel á !

16. desember 2011

Undanfarnar vikur hafa verið með eindæmum annasamar svo varla hefur sést útúr augum fyrir verkefnum og viðburðum. Búið er að samþykkja fjárhagsáætlun næsta árs og þriggja ára áætlun með meðfylgjandi greinargerðum. Fór síðari umræða fram í gær í þokkalegasta bróðerni. Reyndar greiddi minnihlutinn atkvæði gegn áætlununum með bókunum en við öðru var nú varla að búast. Þau eru samkvæm sjálfum sér og eru á móti uppbyggingu Hamarshallarinnar sem rísa mun næsta sumar, þess vegna m.a. geta þau ekki samþykkt áætlun sem gerir ráð fyrir þeirri framkvæmd.

Annars hafa verið tíðir fundir í hönnunarhópi Hamarshallarinnar. Útboðið verður auglýst í blöðum núna um helgina. Svo nú þurfa verktakar að fylgjast vel með !

Um síðustu helgi fór ég með góðum hópi til Brussel á fund í CEMR sem eru samtök sveitarstjórnar og landshlutasamtaka í Evrópu. Ég hef sótt þessa fundi í ein 3 ár og haft mikið gagn af. Það er nauðsynlegt fyrir okkur hér á Íslandi að sækja fróðleik og reynslu til nágrannaþjóða okkar enda kemur á daginn að öll glímum við við sömu vandamálin þó að stærðargráða þeirra sé óneitanlega misjöfn eftir löndum. Á fundinn mætti fjöldi góðra fyrirlesara en mesta athygli vakti óneitanlega koma Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem hélt góða ræðu á fundinum. Hann er miklu líflegri svona í eigin persónu :-) Einnig vakti athygli einkar gott erindi frá fulltrúa frá Sameinuðu þjóðunum sem hélt erindi um fátækt og misskiptingu í heiminum.

Við Ásta framkvæmdastjóri Árborgar hittum fulltrúa Strætó í gær og fórum yfir uppgjörsmál núna þegar samningur þessara sveitarfélaga er kominn að leiðarlokum. Þann 1. janúar tekur við nýr umsjónaraðili og nýr akstursaðili en ekkert bendir til annars en að hér á milli Árborgar, Hveragerðis og Reykjavíkur verði aksturinn með sama hætti og verið hefur. Vagnarnir verða öðruvísi útlits en nú er búið að sérmála vagnana bláa og gula.

Í gærkvöldi voru haldnir í kirkjunni aldeilis frábærir tónleikar með Páli Óskari, Moniku, strengjasveit, Söngsveit Hveragerðis og Söngfélagi Þorlákshafnar. Algjörlega troðfullt en þrátt fyrir þrengslin létu gestir það ekki á sig fá og skemmtu sér hið besta. Vonandi verður þetta að árlegri hefð en þá ættu tónleikarnir að vera tvennir. Það myndi pottþétt verða uppselt á þá báða!


Í kvöld hélt Haukur frændi minn uppá 7 ára afmælið sitt. Eins og það er stutt síðan að þessu ungi maður kom í heiminn með miklum látum! Myndirnar eru ekki síst settar inn fyrir Laufeyju Sif og Elvar sem nú eru á leið til Lhasa í Tíbet eftir að hafa verið í Kathmandu í Nepal í nokkra daga.
Fundur í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag. Þar áskotnaðist mér þessi fína mynd frá Magnúsi Karel. Mér skilst að þetta sé jólakort stjórnarinnar í ár! Tekin á Stórhöfða í Vestmannaeyjum í blankalogni í haust. Hugsið ykkur það :-)... og talandi um jólakort! Eftir að hafa setið við fram á nótt er ég að verða hálfnuð með að kvitta undir jólakort bæjarins. Er með þá furðulegu sérvisku að kvitta sjálf undir. Skemmti mér síðan við að setja kveðjur í sum kortin sem lenda síðan bara einhvers staðar :-)

Guðrún, Valdimar og Lárus komu færandi hendi í kaffitímann í morgun og gáfu okkur þessa líku fínu ístertu. Þau hafa skemmt sér konunglega við að búa þetta til ! Myndin af þeirri sem þetta skrifar er tekin í Boston þegar búið var að þurrausa lyfjabúðir af flensulyfjum í þeirri von að tækist að lækna flensuna sem hótaði að eyðileggja helgarferð okkar systra!

Það er með vilja að nærmynd er ekki birt af tertunni :-)

7. desember 2011

Las yfir fjárhagsáætlun Brunavarna Árnessýslu sem tekin var fyrir á fundi Fulltrúaráðs þess í dag. Þar er Guðmundur Þór Guðjónsson, fulltrúi Hveragerðisbæjar. Í kjölfarið heyrði ég í Kristjáni slökkviliðsstjóra vegna ákveðinna mála sem ég rak augun í í skýrslunni sem fylgdi fjárhagsáætlun.

Átti gott samtal við Ástu framkvæmdastjóra Árborgar en við heyrumst reglulega. Það er gott að geta leitað til nágranna þegar spurningar vakna. Við eigum mjög gott samstarf rétt eins og ég átti við Ragnheiði fyrirrennara Ástu í embætti. Við Ásta höfum í nokkurn tíma beðið fundar með forsvarsmönnum Strætós og eftir gott símtal við Hörð fjármálastjóra þeirra ákváðum við fund í næstu viku.

Á milli símtala og tölvupósta reyndum við Helga að finna okkur tíma til að undirbúa bæjarstjórnarfundinn á morgun. Þar verður fjárhagsáætlun lögð fram svo kynning á henni verður að vera tilbúin fyrir morgundaginn. Á sama tíma þurfum við að vinna greinargerð með áætluninni sem lögð verður fram við seinni umræðu á fimmtudaginn í næstu viku.
Þar sem ég er að fara í skotferð til Brussel á sunnudaginn og kem ekki aftur fyrr en síðdegis á þriðjudag þá þurfa öll gögn að vera tilbúin áður en að því kemur.

Eftir hádegi var fundur með verkfræðingum vegna Hamarshallarinnar. Þar höfum við átt afar gott samstarf við Ara og Peter frá Verkís og Eirík frá Proark. Ég veit ég hef sagt þetta áður en NÚ hyllir undir útboð. Átti strax eftir fundinn gott samtal við Per Thore i Noregi sem er umboðsmaður Duol í Skandinavíu og fórum við yfir ýmis atriði, ákváðum síðan að heyrast aftur í fyrramálið til að fara enn betur yfir lausa enda.

Hljóp mjög hratt í gegnum jólaföndursdag grunnskólans, bara rétt til að líta á betri helminginn steikja laufabrauð sem selt var til styrktar 10. bekk. Við áttum nefnilega að vera hjá Ester í jólasundi og -boði, sundkonurnar, niður í Þorlákshöfn. Áttum þar afskaplega notalega kvöldstund í skemmtilegum félagsskap.

Heyrði í Íslandsvininum Robert Dell sem stundað hefur tilraunir í ræktun í upphituðum jarðvegi á Reykjum og við Heilsustofnun í nokkur ár. Honum hefur borist beiðni frá þáttagerðarmönnum sem vinna umhverfisþætti fyrir Al Jazeera sjónvarpsstöðina um að gerður yrði þáttur hér í Hveragerði um gróðurtilraunirnar. Mér finnst þetta mjög spennandi og sérstaklega gaman fyrir Robert og mikil viðurkenning á því sem hann hefur verið að gera hér.

Nú eru Laufey og Elvar komin til Delhi eftir rúmlega mánaðar flakk um Indland. Þar munu þau stoppa í nokkra daga áður en þau fljúga til Katmandu í Nepal. Allt hefur gengið eins og í sögu og ferðin er mikið ævintýri! Myndin sem fylgir er stolin af facebook og sýnir dótturina á ströndinni í Goa. Ekki alveg í besta félagsskapnum þarna!

6. desember 2011

Undanfarnir tveir dagar hafa að mestu farið í að koma út fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun. Fundarboð bæjarstjórnar fór út í dag en það er alltaf heilmikill áfangi. Í fundarboðinu eru líka fjórir þjónustusamningar við félög hér í bæ, Hjálparsveitina, Skátafélagið Strók, Leikfélagið og Söngsveitina. Hefði viljað klára samninginn við Golfarana en það er heldur dýpra á honum. Vonandi næst hann inn fyrir næsta fimmtudag.

Í gær var langur fundur vegna nýrrar heimasíðu Hveragerðisbæjar. Þetta tekur tímann sinn verð ég að segja en nú stefnum við á að setja síðuna út á netið á fimmtudag.

Hitti líka fulltrúa TRS (Tölvu og raftækjaþjónustu Suðurlands) og fórum við yfir mál er varða netþjóna bæjarins. Þeir eru óneitanlega komnir til ára sinna en sá elsti er frá árinu 2003. Við verðum að finna lausn á þeim málum og það strax. Ræddum líka tölvumál grunnskólans en þar eru núna rúmlega 50 tölvur, afskaplega misjafnar að gæðum. Þau mál verða einngi skoðuð gaumgæfilega.

Í gærkvöldi var maraþon fundur meirihlutans, eðli máls samkvæmt. Fórum yfir fjárhagsáætlanirnar og gerðum síðustu breytingarnar sem þar þurfi að gera.

4. desember 2011

Elín Pálmadóttir mætti aftur á opið hús okkar Sjálfstæðismanna á laugardaginn. Það er þvílíkur fengur að fá svona góða gesti. Hún hefur fylgst með íslensku þjóðilífi í tugi ára sem einn öflugasti blaðamaður okkar og er hafsjór af fróðleik. Hún sagði okkur ýmislegt frá Mogga árunum og sagði sögur af ýmsum þeim sem hún hefur unnið með eins og til dæmis Bjarna Benediktssyni, eldri, og fleirum. Stórkostleg kona. Það er svo gaman að fá góða gesti í opnu húsin. Víkkar óneitanlega sjóndeildarhringinn.

Eftir hádegi fékk ég Hafrúnu litlu Kemp lánaða og fórum við frænkurnar á rúntinn. Heimsóttum bókasafnið þar sem norræna félagið gaf kakó og piparkökur og kynnti Nóbelsverðlaunaskáldið Thomas Tanström. Við stoppuðum nú ekki lengi enda varla dagskrá fyrir 3 ára. Kíktum síðan á sýningu Péturs og Örvars en þeir sýndu ljósmyndir og málverk á gamla hótelinu. Virkilega flott hjá þeim félögum.

Í dag sunnudag voru jólatónleikar Söngsveitar Hveragerðis í kirkjunni. Glæsilegir tónleikar þar sem Chrissie Thelma spilaði á fiðlu, Lára Dröfn á píanó, Ásdís Mjöll og Berglind Ólafs sungu einsöng, kór miðstigs Grunnskólans söng nokkur lög og félagar úr Söngsveitinni sungu bæði saman og einir. Hátíðlegt og flott.
Takk kærlega fyrir mig :-)

2. desember 2011

Einn af þessum dögum sem fór í ýmis verkefni sem annars hafa setið á hakanum.

Fór ásamt Jóhönnu út í hríðina í morgun til að sjá þegar leikskólabörnin opnuðu jóladagatalsglugga númer tvö í Garðyrkjustöð Ingibjargar Sigmunds. Þangað mætti stór hópur leikskólabarna mér til mikillar undrunar því veðrið var vægast sagt leiðinlegt. En mikið var notalegt að vera inní gróðurhúsinu í vonda veðrinu með kakó og piparkökur. Jólaglugginn hjá Ingibjörgu er mjög fallegur, reyndar ættaður frá Ísafirði þar sem afi hennar var klæðskeri og klæddi alltaf jólasvein í forláta jólasveinabúning í sýningarglugga sínum þar. Nú prýðir þessi sami búningur jólasvein hér í Hveragerði.

Til mín koma stundum nemar í hinum ýmsu skólum sem eru að gera verkefni tengd Hveragerði til að ræða málin. Í dag lenti ég í spennandi viðtali um eitt af mínum uppáhalds hugðarefnum, ferðaþjónustu. Það er fátt sem getur kveikt neistann eins vel og það !

Stjórnarfundur hjá Kjörís síðdegis þar sem m.a. var farið yfir rekstrartölur það sem af er árinu. Fyrirtækið stendur traustum fótum þó ekki velli þar milljónir uppúr hverjum vasa. Það er sárgrætilegt aftur á móti að verða vitni að því hvernig eftirlitsiðnaðurinn á Íslandi fer núna hamförum í eftirfylgni við alls konar reglugerðir sem misvitrir ráðamenn taka upp í blindni frá Brussel. Kostnaður við slíkt nemur sjálfsagt hundruðum milljóna hjá framleiðendum hér á landi. Er þar sérstaklega átt við einstaklega strangar reglur um merkingu matvæla. Auðvitað er sjálfsagt að merkja matvæli vel og skilmerkilega. En það er merkilegt að sjá síðan í verslunum innfluttar vörur, jafnvel evrópskar, sem sumar hverjar standast ekki lágmarkskröfur um innihaldslýsingar og merkingar!

-----------------------

Í kvöld vann lið Hveragerðisbæjar góðan sigur á Skagamönnum í Útsvarinu. Spennandi og jöfn keppni sem vannst á lokasprettinum með ótrúlegri vitneskju Ólafs um Óskarsverðlaunin :-) Þau, María, Úlfur og Ólafur stóðu sig frábærlega og eru þar með komin í 8 liða úrslit. Innilega til hamingju !

1. desember 2011

Langur fundur í bæjarráði í morgun. Þónokkur stór mál á dagskrá og síðast en ekki síst fórum við vel yfir rekstraryfirlit næsta árs og síðan var því vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn í næstu viku. Tekjuforsendur næsta árs voru samþykktar samhljóða með eftirfarandi bókun:

Við ákvörðun um tekjuforsendur bæjarins fyrir árið 2012 er horft til verðlagsþróunar og þeirra möguleika á tekjuöflun sem bæjarfélagið hefur. Útsvar er í lögbundnu hámarki. Álagningarprósentur fasteignagjalda eru óbreyttar sem og aðrar álögur á húseigendur í Hveragerði. Gjöld vegna hunda og katta hækka með vísitölu eða um 5,3%. Slíkt hið sama gera leikskólagjöld en við áætlunargerð fyrir árið 2012 er reynt að halda álögum á barnafjölskyldur í algjöru lágmarki. Gjald fyrir heitan hádegismat og salatbar í mötuneyti grunnskólans hækkar um 20 kr pr. máltíð og mun frá áramótum kosta 310 kr. Með því er reynt að mæta hækkunum fyrri ára sem ekki hafa verið settar inní verð máltíðanna nema að litlu leyti. Gjald fyrir klukkustundina í skólaseli nemur 170 kr og hækkar um 10 kr frá því sem nú er. Nokkur hækkun verður á stökum miðum í Sundlaugina Laugaskarði en aðrir liðir hækka minna. Eftir sem áður munu börn og ungmenni yngri en 18 ára og búsett eru í Hveragerði fá ókeypis í sund og slíkt hið sama fá þau börn sem stunda nám í Grunnskólanum en eru búsett í Ölfusi.

Klukkan 11 heimsóttum við skólann þar sem allir nemendur og starfsmenn tóku þátt í sameiginlegum söng þjóðarinnar kl. 11:15. Virkilega skemmtilegt og vel heppnað. Að lokinni söngstundinni sem reyndar endaði með uppáhaldslagi allra "Snjókorn falla..." afhenti fulltrúi Landverndar skólanum Grænfánann.

Á heimasíðu Grænfánans kemur fram að Grænfáninn sé umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Skrefin sjö eru ákveðin verkefni sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Verkefnin eru bæði til kennslu í bekk og til að bæta daglegan rekstur skóla. Þau auka þekkingu nemenda og skólafólks og styrkja grunn að því að tekin sé ábyrg afstaða og innleiddar raunhæfar aðgerðir í umhverfismálum skóla. Jafnframt sýnir reynslan í Evrópu að skólar sem taka þátt í verkefninu geta sparað talsvert í rekstri.

Hér í skólanum hafa Garðar Árnason og Ari Eggertsson kennarar borið hitann og þungann af undirbúningu þessarar umhverfisvottunar. Svona viðurkenning kemur ekki af sjálfu sér heldur er rökrétt framhald umfangsmikillar undirbúningsvinnu og mikils vinnuframlags allra sem að verkefninu hafa komið. Hafið kærar þakkir fyrir Ari og Garðar, nemendur og allir aðrir sem að verkefninu hafa komið. Umhverfismál hafa ávallt skipt miklu máli en í nútíma samfélagi er lífsspursmál að gjörðir okkar spilli ekki umhverfi og möguleikum komandi kynslóða. Fræðslan í skólanum gegnir þar stóru hlutverki. Nú verður haldið áfram á sömu braut því auðvitað er grænfáninn kominn til að vera. Mennirnir þrír á myndinni eru Ari, Guðjón, skólastjóri og Garðar og það er Ari sem horfir svona lotningarfullur á Guðjón :-)

Eftir hádegi var fundur vegna undirbúnings Hamarshallarinnar. Þar er allt að verða komið á lokastig. Útboð verður auglýst fyrir jól á sökklum og annarri undirbúningsvinnu. Verktíminn verður væntanlega nokkuð langur. Við vonumst til þess að fá góð verð í verkið enda teljum við það frekar einfalt og verktíminn verður nokkuð langur. Húsið verður rétt tæpir 5.000 m2 svo fá hús ef nokkur í Hveragerði eru stærri. Sem dæmi um stærðina þá verða settir þarna upp um 50 reykskynjarar! Hugað er vel að öllum öryggis- og aðgengismálum og ljóst er að enginn afsláttur er gefinn á því sviði.

Við Jóhanna hittum fulltrúa Golfklúbbs Hveragerðis í dag. Þar mætti nýráðinn framkvæmdastjóri klúbbsins Kristinn Daníelsson ásamt formanni Erlingi Arthúrssyni. Við stefnum á að klára nýjan samning milli Hveragerðisbæjar og Golfklúbbsins á allra næstu dögum með það að markmiði að hann verði lagður fyrir bæjarstjórn í næstu viku.

Í kvöld er stefnan tekin á Listasafn Árnesinga þar sem nokkur valinkunn skáld lesa úr verkum sínum. Veit að það verður notaleg stund í góðum hópi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

 • Um Aldísi ...
 • Ræður og greinar ...
 • Aftur á forsíðu...
 • Tenglar
 • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
 • Síða Sjálfstæðisflokksins
 • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
 • Sjálfstæðiskonur
 • Sjálfstæðismenn í Suður.
 • Gagnagátt Sambandsins
 • Besti ísinn!
 • Morgunblaðið á netinu
 • Vísir.is
 • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
 • Fleiri Sunnlenskar fréttir
 • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
 • Hveragerði
 • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
 • Grunnskólinn í­ Hveragerði
 • Íþróttafélagið Hamar
 • Veðurspá fyrir Hveragerði
 • Fjölbrautaskóli Suðurlands
 • Gagnasöfn Hvar.is
 • Besti bloggarinn ! ! !
 • Vefbanki Valla...
 • SASS
 • Myndir Bjössa á Bláfelli
 • Nátturan.is
 • Orðaþýðingar - frábær síða
 • Færð og veður á SV-landi
 • Leitarvélin
 • Sí­maskráin
 • Ýmsar myndir
 • Myndasíða
 • Úr reisubókinni
 • Flórída janúar 2017
 • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
 • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
 • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
 • Búkarest í Rúmení­u 2006
 • Ítalía 2007
 • Svartfjallaland 2008
 • Danmörk 2010
 • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
 • Hefur þú skoðun?
 • Hafðu samband!
  Eldri færslur
 • 1.1.2004 - 1.2.2004
 • 1.2.2004 - 1.3.2004
 • 1.3.2004 - 1.4.2004
 • 1.5.2004 - 1.6.2004
 • 1.6.2004 - 1.7.2004
 • 1.7.2004 - 1.8.2004
 • 1.8.2004 - 1.9.2004
 • 1.9.2004 - 1.10.2004
 • 1.10.2004 - 1.11.2004
 • 1.11.2004 - 1.12.2004
 • 1.12.2004 - 1.1.2005
 • 1.1.2005 - 1.2.2005
 • 1.3.2005 - 1.4.2005
 • 1.4.2005 - 1.5.2005
 • 1.5.2005 - 1.6.2005
 • 1.6.2005 - 1.7.2005
 • 1.7.2005 - 1.8.2005
 • 1.8.2005 - 1.9.2005
 • 1.9.2005 - 1.10.2005
 • 1.10.2005 - 1.11.2005
 • 1.11.2005 - 1.12.2005
 • 1.12.2005 - 1.1.2006
 • 1.1.2006 - 1.2.2006
 • 1.2.2006 - 1.3.2006
 • 1.3.2006 - 1.4.2006
 • 1.4.2006 - 1.5.2006
 • 1.5.2006 - 1.6.2006
 • 1.6.2006 - 1.7.2006
 • 1.7.2006 - 1.8.2006
 • 1.8.2006 - 1.9.2006
 • 1.9.2006 - 1.10.2006
 • 1.10.2006 - 1.11.2006
 • 1.11.2006 - 1.12.2006
 • 1.12.2006 - 1.1.2007
 • 1.1.2007 - 1.2.2007
 • 1.2.2007 - 1.3.2007
 • 1.3.2007 - 1.4.2007
 • 1.4.2007 - 1.5.2007
 • 1.5.2007 - 1.6.2007
 • 1.6.2007 - 1.7.2007
 • 1.7.2007 - 1.8.2007
 • 1.8.2007 - 1.9.2007
 • 1.9.2007 - 1.10.2007
 • 1.10.2007 - 1.11.2007
 • 1.11.2007 - 1.12.2007
 • 1.12.2007 - 1.1.2008
 • 1.1.2008 - 1.2.2008
 • 1.2.2008 - 1.3.2008
 • 1.3.2008 - 1.4.2008
 • 1.4.2008 - 1.5.2008
 • 1.5.2008 - 1.6.2008
 • 1.6.2008 - 1.7.2008
 • 1.7.2008 - 1.8.2008
 • 1.8.2008 - 1.9.2008
 • 1.9.2008 - 1.10.2008
 • 1.10.2008 - 1.11.2008
 • 1.11.2008 - 1.12.2008
 • 1.12.2008 - 1.1.2009
 • 1.1.2009 - 1.2.2009
 • 1.2.2009 - 1.3.2009
 • 1.3.2009 - 1.4.2009
 • 1.4.2009 - 1.5.2009
 • 1.5.2009 - 1.6.2009
 • 1.6.2009 - 1.7.2009
 • 1.7.2009 - 1.8.2009
 • 1.8.2009 - 1.9.2009
 • 1.9.2009 - 1.10.2009
 • 1.10.2009 - 1.11.2009
 • 1.11.2009 - 1.12.2009
 • 1.12.2009 - 1.1.2010
 • 1.1.2010 - 1.2.2010
 • 1.2.2010 - 1.3.2010
 • 1.3.2010 - 1.4.2010
 • 1.4.2010 - 1.5.2010
 • 1.5.2010 - 1.6.2010
 • 1.6.2010 - 1.7.2010
 • 1.7.2010 - 1.8.2010
 • 1.8.2010 - 1.9.2010
 • 1.9.2010 - 1.10.2010
 • 1.10.2010 - 1.11.2010
 • 1.11.2010 - 1.12.2010
 • 1.12.2010 - 1.1.2011
 • 1.1.2011 - 1.2.2011
 • 1.2.2011 - 1.3.2011
 • 1.3.2011 - 1.4.2011
 • 1.4.2011 - 1.5.2011
 • 1.5.2011 - 1.6.2011
 • 1.6.2011 - 1.7.2011
 • 1.7.2011 - 1.8.2011
 • 1.8.2011 - 1.9.2011
 • 1.9.2011 - 1.10.2011
 • 1.10.2011 - 1.11.2011
 • 1.11.2011 - 1.12.2011
 • 1.12.2011 - 1.1.2012
 • 1.1.2012 - 1.2.2012
 • 1.2.2012 - 1.3.2012
 • 1.3.2012 - 1.4.2012
 • 1.4.2012 - 1.5.2012
 • 1.5.2012 - 1.6.2012
 • 1.6.2012 - 1.7.2012
 • 1.7.2012 - 1.8.2012
 • 1.8.2012 - 1.9.2012
 • 1.9.2012 - 1.10.2012
 • 1.10.2012 - 1.11.2012
 • 1.11.2012 - 1.12.2012
 • 1.12.2012 - 1.1.2013
 • 1.1.2013 - 1.2.2013
 • 1.2.2013 - 1.3.2013
 • 1.3.2013 - 1.4.2013
 • 1.4.2013 - 1.5.2013
 • 1.5.2013 - 1.6.2013
 • 1.6.2013 - 1.7.2013
 • 1.7.2013 - 1.8.2013
 • 1.8.2013 - 1.9.2013
 • 1.9.2013 - 1.10.2013
 • 1.10.2013 - 1.11.2013
 • 1.11.2013 - 1.12.2013
 • 1.12.2013 - 1.1.2014
 • 1.1.2014 - 1.2.2014
 • 1.2.2014 - 1.3.2014
 • 1.3.2014 - 1.4.2014
 • 1.4.2014 - 1.5.2014
 • 1.5.2014 - 1.6.2014
 • 1.8.2014 - 1.9.2014
 • 1.9.2014 - 1.10.2014
 • 1.10.2014 - 1.11.2014
 • 1.11.2014 - 1.12.2014
 • 1.12.2014 - 1.1.2015
 • 1.1.2015 - 1.2.2015
 • 1.2.2015 - 1.3.2015
 • 1.3.2015 - 1.4.2015
 • 1.4.2015 - 1.5.2015
 • 1.6.2015 - 1.7.2015
 • 1.7.2015 - 1.8.2015
 • 1.8.2015 - 1.9.2015
 • 1.9.2015 - 1.10.2015
 • 1.10.2015 - 1.11.2015
 • 1.11.2015 - 1.12.2015
 • 1.12.2015 - 1.1.2016
 • 1.1.2016 - 1.2.2016
 • 1.2.2016 - 1.3.2016
 • 1.3.2016 - 1.4.2016
 • 1.4.2016 - 1.5.2016
 • 1.5.2016 - 1.6.2016
 • 1.6.2016 - 1.7.2016
 • 1.7.2016 - 1.8.2016
 • 1.8.2016 - 1.9.2016
 • 1.9.2016 - 1.10.2016
 • 1.10.2016 - 1.11.2016
 • 1.11.2016 - 1.12.2016
 • 1.12.2016 - 1.1.2017
 • 1.1.2017 - 1.2.2017
 • 1.2.2017 - 1.3.2017
 • 1.3.2017 - 1.4.2017
 • 1.5.2017 - 1.6.2017
 • 1.6.2017 - 1.7.2017
 • 1.8.2017 - 1.9.2017
 • 1.9.2017 - 1.10.2017
 • 1.10.2017 - 1.11.2017
 • 1.11.2017 - 1.12.2017
 • 1.12.2017 - 1.1.2018
 • 1.1.2018 - 1.2.2018
 • 1.2.2018 - 1.3.2018
 • 1.3.2018 - 1.4.2018
 • 1.4.2018 - 1.5.2018
 • 1.5.2018 - 1.6.2018
 • 1.8.2018 - 1.9.2018
 • 1.11.2018 - 1.12.2018
 • 1.4.2021 - 1.5.2021
 • 1.5.2021 - 1.6.2021
 • 1.6.2021 - 1.7.2021
 • 1.7.2021 - 1.8.2021
 • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet