6. desember 2011
Undanfarnir tveir dagar hafa að mestu farið í að koma út fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun. Fundarboð bæjarstjórnar fór út í dag en það er alltaf heilmikill áfangi. Í fundarboðinu eru líka fjórir þjónustusamningar við félög hér í bæ, Hjálparsveitina, Skátafélagið Strók, Leikfélagið og Söngsveitina. Hefði viljað klára samninginn við Golfarana en það er heldur dýpra á honum. Vonandi næst hann inn fyrir næsta fimmtudag.
Í gær var langur fundur vegna nýrrar heimasíðu Hveragerðisbæjar. Þetta tekur tímann sinn verð ég að segja en nú stefnum við á að setja síðuna út á netið á fimmtudag.
Hitti líka fulltrúa TRS (Tölvu og raftækjaþjónustu Suðurlands) og fórum við yfir mál er varða netþjóna bæjarins. Þeir eru óneitanlega komnir til ára sinna en sá elsti er frá árinu 2003. Við verðum að finna lausn á þeim málum og það strax. Ræddum líka tölvumál grunnskólans en þar eru núna rúmlega 50 tölvur, afskaplega misjafnar að gæðum. Þau mál verða einngi skoðuð gaumgæfilega.
Í gærkvöldi var maraþon fundur meirihlutans, eðli máls samkvæmt. Fórum yfir fjárhagsáætlanirnar og gerðum síðustu breytingarnar sem þar þurfi að gera.
Í gær var langur fundur vegna nýrrar heimasíðu Hveragerðisbæjar. Þetta tekur tímann sinn verð ég að segja en nú stefnum við á að setja síðuna út á netið á fimmtudag.
Hitti líka fulltrúa TRS (Tölvu og raftækjaþjónustu Suðurlands) og fórum við yfir mál er varða netþjóna bæjarins. Þeir eru óneitanlega komnir til ára sinna en sá elsti er frá árinu 2003. Við verðum að finna lausn á þeim málum og það strax. Ræddum líka tölvumál grunnskólans en þar eru núna rúmlega 50 tölvur, afskaplega misjafnar að gæðum. Þau mál verða einngi skoðuð gaumgæfilega.
Í gærkvöldi var maraþon fundur meirihlutans, eðli máls samkvæmt. Fórum yfir fjárhagsáætlanirnar og gerðum síðustu breytingarnar sem þar þurfi að gera.
Comments:
Skrifa ummæli