4. desember 2011
Elín Pálmadóttir mætti aftur á opið hús okkar Sjálfstæðismanna á laugardaginn. Það er þvílíkur fengur að fá svona góða gesti. Hún hefur fylgst með íslensku þjóðilífi í tugi ára sem einn öflugasti blaðamaður okkar og er hafsjór af fróðleik. Hún sagði okkur ýmislegt frá Mogga árunum og sagði sögur af ýmsum þeim sem hún hefur unnið með eins og til dæmis Bjarna Benediktssyni, eldri, og fleirum. Stórkostleg kona. Það er svo gaman að fá góða gesti í opnu húsin. Víkkar óneitanlega sjóndeildarhringinn.
Eftir hádegi fékk ég Hafrúnu litlu Kemp lánaða og fórum við frænkurnar á rúntinn. Heimsóttum bókasafnið þar sem norræna félagið gaf kakó og piparkökur og kynnti Nóbelsverðlaunaskáldið Thomas Tanström. Við stoppuðum nú ekki lengi enda varla dagskrá fyrir 3 ára. Kíktum síðan á sýningu Péturs og Örvars en þeir sýndu ljósmyndir og málverk á gamla hótelinu. Virkilega flott hjá þeim félögum.
Í dag sunnudag voru jólatónleikar Söngsveitar Hveragerðis í kirkjunni. Glæsilegir tónleikar þar sem Chrissie Thelma spilaði á fiðlu, Lára Dröfn á píanó, Ásdís Mjöll og Berglind Ólafs sungu einsöng, kór miðstigs Grunnskólans söng nokkur lög og félagar úr Söngsveitinni sungu bæði saman og einir. Hátíðlegt og flott.
Takk kærlega fyrir mig :-)
Eftir hádegi fékk ég Hafrúnu litlu Kemp lánaða og fórum við frænkurnar á rúntinn. Heimsóttum bókasafnið þar sem norræna félagið gaf kakó og piparkökur og kynnti Nóbelsverðlaunaskáldið Thomas Tanström. Við stoppuðum nú ekki lengi enda varla dagskrá fyrir 3 ára. Kíktum síðan á sýningu Péturs og Örvars en þeir sýndu ljósmyndir og málverk á gamla hótelinu. Virkilega flott hjá þeim félögum.
Í dag sunnudag voru jólatónleikar Söngsveitar Hveragerðis í kirkjunni. Glæsilegir tónleikar þar sem Chrissie Thelma spilaði á fiðlu, Lára Dröfn á píanó, Ásdís Mjöll og Berglind Ólafs sungu einsöng, kór miðstigs Grunnskólans söng nokkur lög og félagar úr Söngsveitinni sungu bæði saman og einir. Hátíðlegt og flott.
Takk kærlega fyrir mig :-)
Comments:
Skrifa ummæli