30. ágúst 2011
Undanfarnir dagar hafa verið heldur annasamir. Þess vegna voru rólegheitin í kvöld kærkomin. Samband ungra Sjálfstæismanna hélt þing sitt hér á Hótel Örk um síðustu helgi. Glæsilegur hópur sem fundaði stíft og skemmti sér vel! Ég og Guðrún systir tókum á móti hópnum í Kjörís á föstudagskvöldið og á laugardagskvöldið var hátíðarkvöldverður með tilheyrandi skemmtun.
Á laugardeginum fórum við MA systur uppí Biskupstungur þar sem við heimsóttum Haukadalskirkjugarð, týndum bláber og áttum saman góðan dag sem endaði í kaffi með fjölskyldunni í Gýgjarhólskoti. Adda vinkona okkar hefði orðið 47 ára þennan dag, við söknum góðrar vinkonu !
Á sunnudeginum var síðan farið í skemmtiferð með Skógræktarfélagi Hveragerðis. Virkilega góð ferð í góðum félagsskap. Eftirminnilegust er heimsóknin til hans Jóns á Akranesi sem ræktar alls konar ávexti og ber með góðum árangri. Afleggjari af frábærum jarðarberjaplöntum rataði hingað í garðinn, með góðfúslegu leyfi !
Mánudagur í vinnunni var erilsamur og langur. Yfir miðbik dagsins fórum við Ninna Sif í ferð um Ölkelduháls og Bitru með Ragnheiði Elínu og Þorgerði Katrínu. Við gengum síðan niður Reykjadalinn í miklu blíðskaparveðri. Ótrúlega margir ferðamenn staddir í dalnum þrátt fyrir að mest ferðamannatíminn sé á enda.
Meirihlutafundur á mánudagskvöldinu varð ansi langur og samt komumst við ekki yfir nema brotabrot af því sem hefði þurft að ræða.
Í dag þriðjudag var fundur bæjarráðs næstkomandi fimmtudag undirbúinn. Þó nokkuð mörg mál á dagskrá og þar einna stærst framlagning þingsályktunartillögu um verndun og nýtingu jarðvarma og fallvatna.
Á laugardeginum fórum við MA systur uppí Biskupstungur þar sem við heimsóttum Haukadalskirkjugarð, týndum bláber og áttum saman góðan dag sem endaði í kaffi með fjölskyldunni í Gýgjarhólskoti. Adda vinkona okkar hefði orðið 47 ára þennan dag, við söknum góðrar vinkonu !
Á sunnudeginum var síðan farið í skemmtiferð með Skógræktarfélagi Hveragerðis. Virkilega góð ferð í góðum félagsskap. Eftirminnilegust er heimsóknin til hans Jóns á Akranesi sem ræktar alls konar ávexti og ber með góðum árangri. Afleggjari af frábærum jarðarberjaplöntum rataði hingað í garðinn, með góðfúslegu leyfi !
Mánudagur í vinnunni var erilsamur og langur. Yfir miðbik dagsins fórum við Ninna Sif í ferð um Ölkelduháls og Bitru með Ragnheiði Elínu og Þorgerði Katrínu. Við gengum síðan niður Reykjadalinn í miklu blíðskaparveðri. Ótrúlega margir ferðamenn staddir í dalnum þrátt fyrir að mest ferðamannatíminn sé á enda.
Meirihlutafundur á mánudagskvöldinu varð ansi langur og samt komumst við ekki yfir nema brotabrot af því sem hefði þurft að ræða.
Í dag þriðjudag var fundur bæjarráðs næstkomandi fimmtudag undirbúinn. Þó nokkuð mörg mál á dagskrá og þar einna stærst framlagning þingsályktunartillögu um verndun og nýtingu jarðvarma og fallvatna.
25. ágúst 2011
Skyggnilýsingafundur með Þórhalli miðli í gærkvöldi sem haldinn var í Grunnskólanum var bráðskemmtilegur. Það voru starfsmenn leikskólans Undralands sem stóðu fyrir fundinum en nú safna leikskólastarfsmenn af krafti fyrir vinnuferð sem fara á í til London í október. Þórhallur var í miklu stuði og merkilegt að fylgjast með honum!
Í kvöld var götugrill fyrir íbúa Heiðmerkur neðan Breiðumerkur haldið hér hjá okkur Lárusi. Þátttaka var mjög góð og fólk skemmti sér ágætlega sýndist mér. Tilgangurinn var að sjálfsögðu að hittast og kynnast. Fara örstutt yfir nágrannavörsluna, safna netföngum hópsins og eiga saman skemmtilega stund. Ég gat ekki betur séð en að þetta hefði allt saman tekist. Í götunni býr fólk á öllum aldri sumir eru búnir að vera hér í um það bil 50 ár en aðrir fluttu hingað í fyrra. Sú sem hefur búið hér lengst er hún Anna Sigga en síðan flutti hingað nokkur stór hópur í kringum 1990. Þá var hér heill hellingur af börnum og mikið fjör en nú eru ekki mörg lítil kríli í götunni. Þó mættu nokkur hér í dag og þar á meðal einn bumbubúi svo Heiðmerkur fólkinu er enn að fjölga :-)
Verktakarnir sem vinna að endurnýjun götunnar okkar komu í grillið eins og rætt hafði verið um. Þeir eru alveg sérlega þægilegir og hafa gert allt sem hægt er til að framkvæmdirnar hefðu sem minnst áhrif. Það er greinilegt að íbúum hér líkar vel við hópinn !
Í kvöld var götugrill fyrir íbúa Heiðmerkur neðan Breiðumerkur haldið hér hjá okkur Lárusi. Þátttaka var mjög góð og fólk skemmti sér ágætlega sýndist mér. Tilgangurinn var að sjálfsögðu að hittast og kynnast. Fara örstutt yfir nágrannavörsluna, safna netföngum hópsins og eiga saman skemmtilega stund. Ég gat ekki betur séð en að þetta hefði allt saman tekist. Í götunni býr fólk á öllum aldri sumir eru búnir að vera hér í um það bil 50 ár en aðrir fluttu hingað í fyrra. Sú sem hefur búið hér lengst er hún Anna Sigga en síðan flutti hingað nokkur stór hópur í kringum 1990. Þá var hér heill hellingur af börnum og mikið fjör en nú eru ekki mörg lítil kríli í götunni. Þó mættu nokkur hér í dag og þar á meðal einn bumbubúi svo Heiðmerkur fólkinu er enn að fjölga :-)
Verktakarnir sem vinna að endurnýjun götunnar okkar komu í grillið eins og rætt hafði verið um. Þeir eru alveg sérlega þægilegir og hafa gert allt sem hægt er til að framkvæmdirnar hefðu sem minnst áhrif. Það er greinilegt að íbúum hér líkar vel við hópinn !
24. ágúst 2011
Ég gæti auðveldlega misst mig í stjórnlausa söfnun á alls konar furðulegum hlutum! Gerði stórkostlega ferð í nytjagáminn hér á gámasvæðinu í dag. Fyllti skottið af alls konar dóti en sem betur fer fyrir Lárus þá er þetta nú ekki á leiðinni heim heldur er ég að safna fyrir jarðskjálftasýninguna. Þarna voru matarstell, pottar og alls konar eldhúsdót sem mun aldeilis koma sér vel þegar farið verður að stilla upp eldhúsinu hrunda. Þarna fann ég líka þessa forláta eldhússtóla sem eru reyndar allt of smart fyrir sýninguna en falla eins og flís við rass að stílnum í eldhúsinu :-) Vonandi að eigendum þeirra fyrrverandi falli vel ný notkun !
Annars er dagurinn að mestu búinn að fara í jarðskjálftasýninguna. Við Björn G. Björnsson, leikmyndahönnuður, erum búin að velja stein úr Reykjafjalli sem borinn verður inn og stærðarinnar trjárót af soðnu tré. Allir textar eru farnir til hans og nú þarf bara að safna saman nógu miklu af myndum. Ef einhver þarna úti lumar á myndum af afleiðingum skjálftans þá endilega sendið þær til mín eins fljótt og hægt er. Nú erum við að vinna að reynslusögum fólks frá skjálftanum og þurfum að heyra í nokkrum einstaklingum vegna þessa.
Allt útlit er fyrir að stór sýning ljósmynda sem teknar eru á Norður Grænlandi verði sett upp utan á íþróttahúsinu í byrjun september. Mjög skemmtilegt verkefni á vegum Fiann Paul sem helst varð frægur fyrir að róa yfir Atlantshafið á síðasta ári. Á sama tíma verður haldin hér stór alþjóðleg ráðstefna um Norðurslóðir svo þetta á vel saman. Hér má sjá myndir eftir Fiann. Þær eru ótrúlega flottar !
Það er hreinlega allt að gerast í Hveragerði :-)
Annars er dagurinn að mestu búinn að fara í jarðskjálftasýninguna. Við Björn G. Björnsson, leikmyndahönnuður, erum búin að velja stein úr Reykjafjalli sem borinn verður inn og stærðarinnar trjárót af soðnu tré. Allir textar eru farnir til hans og nú þarf bara að safna saman nógu miklu af myndum. Ef einhver þarna úti lumar á myndum af afleiðingum skjálftans þá endilega sendið þær til mín eins fljótt og hægt er. Nú erum við að vinna að reynslusögum fólks frá skjálftanum og þurfum að heyra í nokkrum einstaklingum vegna þessa.
Allt útlit er fyrir að stór sýning ljósmynda sem teknar eru á Norður Grænlandi verði sett upp utan á íþróttahúsinu í byrjun september. Mjög skemmtilegt verkefni á vegum Fiann Paul sem helst varð frægur fyrir að róa yfir Atlantshafið á síðasta ári. Á sama tíma verður haldin hér stór alþjóðleg ráðstefna um Norðurslóðir svo þetta á vel saman. Hér má sjá myndir eftir Fiann. Þær eru ótrúlega flottar !
Það er hreinlega allt að gerast í Hveragerði :-)
23. ágúst 2011
Brá þónokkuð þegar ég las og heyrði viðbrögð ýmissa þingmanna við tillögu um verndum Bitru og Grænsdals í morgun. Átti ekki von á þessum viðbrögðum og hvað þá úr þessari átt. Ræddi í kjölfarið við þingflokksformann Sjálfstæðismanna og við urðum ásáttar um að farið yrði í gönguferð inn Reykjadal hið allra fyrsta til að kynna flokksfélögum okkar þetta vinsæla útivistarsvæði sem greinilega er mörgum sem lokuð bók !
Ég og Óttar Proppé ásamt Önnu Guðrúnu sem sinnir alþjóðamálum hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sátum athyglisverðan videófund í dag þar sem þátt tóku fulltrúar sveitarfélaga í Litháen, Lettlandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi ásamt framkvæmdastjóra Samtaka Evrópskra sveitarfélaga. Tæknin er stórkostleg :-)
Rétt náði austur á fund með fulltrúum Golfklúbbs Hveragerðis. Þar er afar blómlegur og góður rekstur. Völlurinn er mjög vinsæll og helgarnar iðulega uppbókaðar langt fram í tímann. Nú er verið að leita að nýjum framkvæmdastjóra í stað Þuríðar sem flytur til Nýja Sjálands innan skamms. Það hafa borist um 40 umsóknir um starfið víða að af landinu svo það er greinilega afar eftirsóknarvert að stýra golfklúbbnum hér í bæ.
---------------------
Dagskráin, fréttablað Sunnlendinga, hefur sett upp fína heimasiðu. Það er um að gera að fylgjast með henni í framtíðinni en linkur á hana er kominn inn í tenglasafnið hér til vinstri.
Ég og Óttar Proppé ásamt Önnu Guðrúnu sem sinnir alþjóðamálum hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sátum athyglisverðan videófund í dag þar sem þátt tóku fulltrúar sveitarfélaga í Litháen, Lettlandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi ásamt framkvæmdastjóra Samtaka Evrópskra sveitarfélaga. Tæknin er stórkostleg :-)
Rétt náði austur á fund með fulltrúum Golfklúbbs Hveragerðis. Þar er afar blómlegur og góður rekstur. Völlurinn er mjög vinsæll og helgarnar iðulega uppbókaðar langt fram í tímann. Nú er verið að leita að nýjum framkvæmdastjóra í stað Þuríðar sem flytur til Nýja Sjálands innan skamms. Það hafa borist um 40 umsóknir um starfið víða að af landinu svo það er greinilega afar eftirsóknarvert að stýra golfklúbbnum hér í bæ.
---------------------
Dagskráin, fréttablað Sunnlendinga, hefur sett upp fína heimasiðu. Það er um að gera að fylgjast með henni í framtíðinni en linkur á hana er kominn inn í tenglasafnið hér til vinstri.
22. ágúst 2011
Haustlegt um að litast í rigningunni í dag og rökkrinu í kvöld. Það var frábært að taka góðan skurk i garðinum í gær svo núna er friður með hann fram að haustverkunum.
Týndum öll rifsberin af runnunum og náðum í kringum kílói. Það hefur eitthvað undarlegt komið fyrir á blómgunartíma allavega tala allir um að engin rifsber að ráði séu á runnunum.
Sparar manni vinnuna við að sulta í ár :-)
Upplýsingamiðstöðin opnaði í nýju húsnæði í morgun. Virkilega flott finnst mér og nú eru hún í alfaraleið í verslunarmiðstöðinni. Það á enn eftir að fínpússa ýmislegt þarna inni en allt lofar þetta góðu. Miklu bjartara og skemmtilegra. Búið er að rýma húsnæðið þar sem Upplýsingamiðstöðin var og þar er nú verið að mála og breyta til að hægt sé að setja þar upp sýningu um jarðskjálftann 2008. Við fengum á Barnalandi ótrúlega flotta eldhúsinnréttingu sem fer upp í vikunni. Erum búin að útbúa nokkur sýningarspjöld og erum að vinna í því að fá myndbönd til að hafa þarna til sýnis. Jarðskjálftahermirinn verður á nýjum stað og sprungan fær almennilega að njóta sín núna. Ég vona að ferðamenn eigi eftir að taka þessari nýjung fagnandi og væntanlega getum við opnað með pompi og pragt uppúr mánaðamótum.
Ég hvet líka alla til að heimsækja bókasafnið sem hefur tekið heilmiklum stakkaskiptum. Það kemur afar vel út og er yfirbragð þess ekki síðra á nýjum stað.
Í dag voru engir skipulagðir fundir. Það er oft ansi drjúgir dagar á skrifstofunni þegar þannig viðrar. Ég fór því yfir skjöl og pappíra, flokkaði og henti stórum haug sem búið var að vinna úr. Það er með ólíkindum hvað safnast fyrir af pappírum og ég er svo langt í frá sú duglegasta að taka til í stöflunum!
Enn og aftur set ég mér það markmið að skrifa oftar á bloggið, spurnig hvort það gangi nú ekki eftir núna á haustmánuðum.
Týndum öll rifsberin af runnunum og náðum í kringum kílói. Það hefur eitthvað undarlegt komið fyrir á blómgunartíma allavega tala allir um að engin rifsber að ráði séu á runnunum.
Sparar manni vinnuna við að sulta í ár :-)
Upplýsingamiðstöðin opnaði í nýju húsnæði í morgun. Virkilega flott finnst mér og nú eru hún í alfaraleið í verslunarmiðstöðinni. Það á enn eftir að fínpússa ýmislegt þarna inni en allt lofar þetta góðu. Miklu bjartara og skemmtilegra. Búið er að rýma húsnæðið þar sem Upplýsingamiðstöðin var og þar er nú verið að mála og breyta til að hægt sé að setja þar upp sýningu um jarðskjálftann 2008. Við fengum á Barnalandi ótrúlega flotta eldhúsinnréttingu sem fer upp í vikunni. Erum búin að útbúa nokkur sýningarspjöld og erum að vinna í því að fá myndbönd til að hafa þarna til sýnis. Jarðskjálftahermirinn verður á nýjum stað og sprungan fær almennilega að njóta sín núna. Ég vona að ferðamenn eigi eftir að taka þessari nýjung fagnandi og væntanlega getum við opnað með pompi og pragt uppúr mánaðamótum.
Ég hvet líka alla til að heimsækja bókasafnið sem hefur tekið heilmiklum stakkaskiptum. Það kemur afar vel út og er yfirbragð þess ekki síðra á nýjum stað.
Í dag voru engir skipulagðir fundir. Það er oft ansi drjúgir dagar á skrifstofunni þegar þannig viðrar. Ég fór því yfir skjöl og pappíra, flokkaði og henti stórum haug sem búið var að vinna úr. Það er með ólíkindum hvað safnast fyrir af pappírum og ég er svo langt í frá sú duglegasta að taka til í stöflunum!
Enn og aftur set ég mér það markmið að skrifa oftar á bloggið, spurnig hvort það gangi nú ekki eftir núna á haustmánuðum.