24. ágúst 2011
Annars er dagurinn að mestu búinn að fara í jarðskjálftasýninguna. Við Björn G. Björnsson, leikmyndahönnuður, erum búin að velja stein úr Reykjafjalli sem borinn verður inn og stærðarinnar trjárót af soðnu tré. Allir textar eru farnir til hans og nú þarf bara að safna saman nógu miklu af myndum. Ef einhver þarna úti lumar á myndum af afleiðingum skjálftans þá endilega sendið þær til mín eins fljótt og hægt er. Nú erum við að vinna að reynslusögum fólks frá skjálftanum og þurfum að heyra í nokkrum einstaklingum vegna þessa.

Allt útlit er fyrir að stór sýning ljósmynda sem teknar eru á Norður Grænlandi verði sett upp utan á íþróttahúsinu í byrjun september. Mjög skemmtilegt verkefni á vegum Fiann Paul sem helst varð frægur fyrir að róa yfir Atlantshafið á síðasta ári. Á sama tíma verður haldin hér stór alþjóðleg ráðstefna um Norðurslóðir svo þetta á vel saman. Hér má sjá myndir eftir Fiann. Þær eru ótrúlega flottar !
Það er hreinlega allt að gerast í Hveragerði :-)
Comments:
Skrifa ummæli