23. ágúst 2011
Brá þónokkuð þegar ég las og heyrði viðbrögð ýmissa þingmanna við tillögu um verndum Bitru og Grænsdals í morgun. Átti ekki von á þessum viðbrögðum og hvað þá úr þessari átt. Ræddi í kjölfarið við þingflokksformann Sjálfstæðismanna og við urðum ásáttar um að farið yrði í gönguferð inn Reykjadal hið allra fyrsta til að kynna flokksfélögum okkar þetta vinsæla útivistarsvæði sem greinilega er mörgum sem lokuð bók !
Ég og Óttar Proppé ásamt Önnu Guðrúnu sem sinnir alþjóðamálum hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sátum athyglisverðan videófund í dag þar sem þátt tóku fulltrúar sveitarfélaga í Litháen, Lettlandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi ásamt framkvæmdastjóra Samtaka Evrópskra sveitarfélaga. Tæknin er stórkostleg :-)
Rétt náði austur á fund með fulltrúum Golfklúbbs Hveragerðis. Þar er afar blómlegur og góður rekstur. Völlurinn er mjög vinsæll og helgarnar iðulega uppbókaðar langt fram í tímann. Nú er verið að leita að nýjum framkvæmdastjóra í stað Þuríðar sem flytur til Nýja Sjálands innan skamms. Það hafa borist um 40 umsóknir um starfið víða að af landinu svo það er greinilega afar eftirsóknarvert að stýra golfklúbbnum hér í bæ.
---------------------
Dagskráin, fréttablað Sunnlendinga, hefur sett upp fína heimasiðu. Það er um að gera að fylgjast með henni í framtíðinni en linkur á hana er kominn inn í tenglasafnið hér til vinstri.
Ég og Óttar Proppé ásamt Önnu Guðrúnu sem sinnir alþjóðamálum hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sátum athyglisverðan videófund í dag þar sem þátt tóku fulltrúar sveitarfélaga í Litháen, Lettlandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi ásamt framkvæmdastjóra Samtaka Evrópskra sveitarfélaga. Tæknin er stórkostleg :-)
Rétt náði austur á fund með fulltrúum Golfklúbbs Hveragerðis. Þar er afar blómlegur og góður rekstur. Völlurinn er mjög vinsæll og helgarnar iðulega uppbókaðar langt fram í tímann. Nú er verið að leita að nýjum framkvæmdastjóra í stað Þuríðar sem flytur til Nýja Sjálands innan skamms. Það hafa borist um 40 umsóknir um starfið víða að af landinu svo það er greinilega afar eftirsóknarvert að stýra golfklúbbnum hér í bæ.
---------------------
Dagskráin, fréttablað Sunnlendinga, hefur sett upp fína heimasiðu. Það er um að gera að fylgjast með henni í framtíðinni en linkur á hana er kominn inn í tenglasafnið hér til vinstri.
Comments:
Skrifa ummæli