30. ágúst 2011
Undanfarnir dagar hafa verið heldur annasamir. Þess vegna voru rólegheitin í kvöld kærkomin. Samband ungra Sjálfstæismanna hélt þing sitt hér á Hótel Örk um síðustu helgi. Glæsilegur hópur sem fundaði stíft og skemmti sér vel! Ég og Guðrún systir tókum á móti hópnum í Kjörís á föstudagskvöldið og á laugardagskvöldið var hátíðarkvöldverður með tilheyrandi skemmtun.
Á laugardeginum fórum við MA systur uppí Biskupstungur þar sem við heimsóttum Haukadalskirkjugarð, týndum bláber og áttum saman góðan dag sem endaði í kaffi með fjölskyldunni í Gýgjarhólskoti. Adda vinkona okkar hefði orðið 47 ára þennan dag, við söknum góðrar vinkonu !
Á sunnudeginum var síðan farið í skemmtiferð með Skógræktarfélagi Hveragerðis. Virkilega góð ferð í góðum félagsskap. Eftirminnilegust er heimsóknin til hans Jóns á Akranesi sem ræktar alls konar ávexti og ber með góðum árangri. Afleggjari af frábærum jarðarberjaplöntum rataði hingað í garðinn, með góðfúslegu leyfi !
Mánudagur í vinnunni var erilsamur og langur. Yfir miðbik dagsins fórum við Ninna Sif í ferð um Ölkelduháls og Bitru með Ragnheiði Elínu og Þorgerði Katrínu. Við gengum síðan niður Reykjadalinn í miklu blíðskaparveðri. Ótrúlega margir ferðamenn staddir í dalnum þrátt fyrir að mest ferðamannatíminn sé á enda.
Meirihlutafundur á mánudagskvöldinu varð ansi langur og samt komumst við ekki yfir nema brotabrot af því sem hefði þurft að ræða.
Í dag þriðjudag var fundur bæjarráðs næstkomandi fimmtudag undirbúinn. Þó nokkuð mörg mál á dagskrá og þar einna stærst framlagning þingsályktunartillögu um verndun og nýtingu jarðvarma og fallvatna.
Á laugardeginum fórum við MA systur uppí Biskupstungur þar sem við heimsóttum Haukadalskirkjugarð, týndum bláber og áttum saman góðan dag sem endaði í kaffi með fjölskyldunni í Gýgjarhólskoti. Adda vinkona okkar hefði orðið 47 ára þennan dag, við söknum góðrar vinkonu !
Á sunnudeginum var síðan farið í skemmtiferð með Skógræktarfélagi Hveragerðis. Virkilega góð ferð í góðum félagsskap. Eftirminnilegust er heimsóknin til hans Jóns á Akranesi sem ræktar alls konar ávexti og ber með góðum árangri. Afleggjari af frábærum jarðarberjaplöntum rataði hingað í garðinn, með góðfúslegu leyfi !
Mánudagur í vinnunni var erilsamur og langur. Yfir miðbik dagsins fórum við Ninna Sif í ferð um Ölkelduháls og Bitru með Ragnheiði Elínu og Þorgerði Katrínu. Við gengum síðan niður Reykjadalinn í miklu blíðskaparveðri. Ótrúlega margir ferðamenn staddir í dalnum þrátt fyrir að mest ferðamannatíminn sé á enda.
Meirihlutafundur á mánudagskvöldinu varð ansi langur og samt komumst við ekki yfir nema brotabrot af því sem hefði þurft að ræða.
Í dag þriðjudag var fundur bæjarráðs næstkomandi fimmtudag undirbúinn. Þó nokkuð mörg mál á dagskrá og þar einna stærst framlagning þingsályktunartillögu um verndun og nýtingu jarðvarma og fallvatna.
Comments:
Skrifa ummæli