31. mars 2011
Hitti í morgun starfshópinn sem skoðar nú verklag og aðferðir Gunnskólans í eineltismálum. Þau eru að vinna afar faglega að sinni úttekt og hittu í dag fjölmarga aðila sem þessi mál snerta á einn eða annan hátt.
Í kaffinu kvöddum við hana Höllu sem nú lætur af störfum hjá bænum eftir að hafa séð um það að halda öllu fínu hér hjá okkur á bæjarskrifstofunni. Eftir hádegi hitti ég líka hana Addý sem nú hættir sem forstöðumaður sundlaugar og það gerir líka Sirrý forstöðumaður íþróttahúss. Það eru miklar breytingar þessa dagana á ýmsum sviðum og tilveran ósköp ólík því sem hún var fyrir nokkrum árum.
Hitti Ástu Camillu vegna Blóma í bæ. Átti síðan góðan fund með Snorra Baldurssyni, slökkviliðsstjóra um starf slökkviliðssins og framtíð þess.
Hingað kom einnig Mats Wibe Lund með stórskemmtilega bók þar sem ég fann m.a. þessa mynd sem væntanlega er tekin í kringum 1950. Ég tel að maðurinn standi svona nokkurn veginn á horni Austurmerkur og Breiðumerkur en aðrar ábendingar um staðsetningu eru vel þegnar.
1. apríl 2010
Þessi athugasemd barst um hæl frá Gunnu vinkonu:
ég var að skoða myndina á blogginu þínu. maðurinn stendur u.þ.b. á Þelamörkinni og er á leið upp götuna sem heitir Litlamörk. Húsin eru Höfn þar sem Hólmfríður frænka þín bjó og áður Siggi trölli og svo er bakaríð á bak við sem var þá bílaverkstæði Aðalsteins Michelsen og sem Aage tók seinna við.
Í allri ykkar skönnun á myndum, hafið þið væntanlega ekki rekist á mynd af Reykjum frá þeim tíma sem kirkjan stóð enn. Slík mynd er vandfundin, er búin að láta Héraðsskjalasafnið leita en ef slíkt rekur á fjörur ykkar værum við mjög áhugasöm hérna handan árinnar.
kveðja Gunna
Í kaffinu kvöddum við hana Höllu sem nú lætur af störfum hjá bænum eftir að hafa séð um það að halda öllu fínu hér hjá okkur á bæjarskrifstofunni. Eftir hádegi hitti ég líka hana Addý sem nú hættir sem forstöðumaður sundlaugar og það gerir líka Sirrý forstöðumaður íþróttahúss. Það eru miklar breytingar þessa dagana á ýmsum sviðum og tilveran ósköp ólík því sem hún var fyrir nokkrum árum.
Hitti Ástu Camillu vegna Blóma í bæ. Átti síðan góðan fund með Snorra Baldurssyni, slökkviliðsstjóra um starf slökkviliðssins og framtíð þess.
Hingað kom einnig Mats Wibe Lund með stórskemmtilega bók þar sem ég fann m.a. þessa mynd sem væntanlega er tekin í kringum 1950. Ég tel að maðurinn standi svona nokkurn veginn á horni Austurmerkur og Breiðumerkur en aðrar ábendingar um staðsetningu eru vel þegnar.
1. apríl 2010
Þessi athugasemd barst um hæl frá Gunnu vinkonu:
ég var að skoða myndina á blogginu þínu. maðurinn stendur u.þ.b. á Þelamörkinni og er á leið upp götuna sem heitir Litlamörk. Húsin eru Höfn þar sem Hólmfríður frænka þín bjó og áður Siggi trölli og svo er bakaríð á bak við sem var þá bílaverkstæði Aðalsteins Michelsen og sem Aage tók seinna við.
Í allri ykkar skönnun á myndum, hafið þið væntanlega ekki rekist á mynd af Reykjum frá þeim tíma sem kirkjan stóð enn. Slík mynd er vandfundin, er búin að láta Héraðsskjalasafnið leita en ef slíkt rekur á fjörur ykkar værum við mjög áhugasöm hérna handan árinnar.
kveðja Gunna
30. mars 2011
Dagurinn meira og minna undirlagður ferðamálum og uppbyggingu og sóknarfærum í þeirri grein. Byrjaði á að hitta Sigurdísi, forstöðumann Upplýsingamiðstöðvar, og fórum við yfir málefni miðstöðvarinnar og þá möguleika sem eru á uppbyggingu og framþróun þar.
Að því loknu hittum við Davíð, forstöðumann Markaðsstofu Suðurlands, en það er engin launung að bæjarstjórninni hér mislíkaði það að Markaðsstofan flutti sig héðan og á Selfoss í haust. Erum við nú að vinna að aukinni samvinnu Upplýsingamiðstöðvar og Markaðsstofunnar.
Hitti síðan fulltrúa frá ferðaþjónustu aðila sem hefur hug á að auka starfsemi sína hér fyrir austan fjall. Við fórum á heilmikið flug og sáum möguleika í hverju horni. Spennandi að vinna frekar úr því.
Eftir hádegi hitti ég Morten sem rekur ásamt Kolbrúnu konu sinni, Gistiheimilið að Frumskógum. Hann er alltaf skemmtilegur og ekki er nú verra hversu hugmyndaríkur hann er. Fundur okkar endaði á því að hann býður bæjarstjórn í heimsókn næsta mánudag þannig að þá gefst okkur tækifæri til að kynnast betur starfseminni og þeim hugmyndum sem þau hjónin hafa.
Eftir klukkan fjögur gafst ágætis tóm til að hringja í þá sem höfðu reynt að ná í mig yfir daginn og til að svara tölvupóstum sem höfðu hrúgast upp yfir daginn.
Að því loknu hittum við Davíð, forstöðumann Markaðsstofu Suðurlands, en það er engin launung að bæjarstjórninni hér mislíkaði það að Markaðsstofan flutti sig héðan og á Selfoss í haust. Erum við nú að vinna að aukinni samvinnu Upplýsingamiðstöðvar og Markaðsstofunnar.
Hitti síðan fulltrúa frá ferðaþjónustu aðila sem hefur hug á að auka starfsemi sína hér fyrir austan fjall. Við fórum á heilmikið flug og sáum möguleika í hverju horni. Spennandi að vinna frekar úr því.
Eftir hádegi hitti ég Morten sem rekur ásamt Kolbrúnu konu sinni, Gistiheimilið að Frumskógum. Hann er alltaf skemmtilegur og ekki er nú verra hversu hugmyndaríkur hann er. Fundur okkar endaði á því að hann býður bæjarstjórn í heimsókn næsta mánudag þannig að þá gefst okkur tækifæri til að kynnast betur starfseminni og þeim hugmyndum sem þau hjónin hafa.
Eftir klukkan fjögur gafst ágætis tóm til að hringja í þá sem höfðu reynt að ná í mig yfir daginn og til að svara tölvupóstum sem höfðu hrúgast upp yfir daginn.
29. mars 2011
Fjögurra tíma fundur hjá Strætó í morgun. Þar kynntu forsvarsmenn fyrirtækisins starfsemina fyrir okkur Ástu í Árborg og Þorvarði Hjalta auk Aðalsteins í Flóahreppi. Auk okkar voru mættir Vegamálastjóri og fulltrúar innanríkisráðuneytisins. Nú er unnið ötullega að endurbættum almannasamgöngum og horfir ráðuneytið hingað til Árborgar og Hveragerðis en hér hefur tekist afskaplega vel til með skipulag og framkvæmda almenningssamgangna.
Í Þorlákshöfn, síðdegis, var fundur fulltrúa "helstu sveitarfélaga í Árnessýslu" eins og við köllum okkur svona meira í gríni. Á fundinum var gengið frá erindisbréfum og samningi um sameiginlega velferðarþjónustu á þessu svæði. Þetta samstarf hefur gengið afskaplega vel og er til fyrirmyndar hvernig samstöðu hefur verið náð á milli aðila í þessum hópi. Stefnt er að því að samningurinn fari fyrir sveitarstjórninar á apríl fundi þeirra. Til þess að það náist þarf að halda vel á spöðunum næstu daga.
Símafundur í stjórn sveitarstjórnarráðs Sjálfstæðisflokksins klukkan 18. Góður fundur þar sem Einar Kristinn Guðfinnsson, þingmaður, fór yfir drög að frumvarpi sem hann er að vinna og beint snertir málefni sveitarstjórna. Það væri mikill munur ef ríkisstjórnin væri til í að vinna með okkur sveitarstjórnum í landinu að hinum ýmsu málum en allt of mörg mál hafa endað í hnút í samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Ef samstaða næðist þá brynnu til dæmis ekki þessir eldar í skólamálum sem nú loga á höfuðborgarsvæðinu.
Reyndar sýnist mér flest allt í dag falla í skuggann af vanda Orkuveitunnar. Get ekki nógsamlega þakkað það að takast skyldi að koma í veg fyrir að fráveitan hér yrði seld. Nóg var nú samt þegar Hitaveitan var hálfgefin til Orkuveitunnar hér um árið.
Síðdegis setti ég saman stutta grein til birtingar í fréttablaði Sjálfstæðisflokksins. Ráðleysi ríkisstjórnarinnar heitir hún ! Hún er örugglega ekki yfir 1500 slög sem er mantra margar útgefanda :-)
Troðfullt íþróttahúsið í kvöld þegar stelpurnar okkar urðu að lúta í gras fyrir Njarðvík í oddaleik um sæti í úrslitunum. Grautfúlt en svona eru íþróttirnar! En stelpurnar hafa staðið sig afburða vel í vetur og við erum virkilega stolt af þessum flotta hópi sem ekki síst eru afburða fyrirmyndir þeirra sem yngri eru.
Hér er mynd sem tekin var yfir pallana áðan. Sjaldan eða alrei verið fleiri í húsinu !
Í Þorlákshöfn, síðdegis, var fundur fulltrúa "helstu sveitarfélaga í Árnessýslu" eins og við köllum okkur svona meira í gríni. Á fundinum var gengið frá erindisbréfum og samningi um sameiginlega velferðarþjónustu á þessu svæði. Þetta samstarf hefur gengið afskaplega vel og er til fyrirmyndar hvernig samstöðu hefur verið náð á milli aðila í þessum hópi. Stefnt er að því að samningurinn fari fyrir sveitarstjórninar á apríl fundi þeirra. Til þess að það náist þarf að halda vel á spöðunum næstu daga.
Símafundur í stjórn sveitarstjórnarráðs Sjálfstæðisflokksins klukkan 18. Góður fundur þar sem Einar Kristinn Guðfinnsson, þingmaður, fór yfir drög að frumvarpi sem hann er að vinna og beint snertir málefni sveitarstjórna. Það væri mikill munur ef ríkisstjórnin væri til í að vinna með okkur sveitarstjórnum í landinu að hinum ýmsu málum en allt of mörg mál hafa endað í hnút í samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Ef samstaða næðist þá brynnu til dæmis ekki þessir eldar í skólamálum sem nú loga á höfuðborgarsvæðinu.
Reyndar sýnist mér flest allt í dag falla í skuggann af vanda Orkuveitunnar. Get ekki nógsamlega þakkað það að takast skyldi að koma í veg fyrir að fráveitan hér yrði seld. Nóg var nú samt þegar Hitaveitan var hálfgefin til Orkuveitunnar hér um árið.
Síðdegis setti ég saman stutta grein til birtingar í fréttablaði Sjálfstæðisflokksins. Ráðleysi ríkisstjórnarinnar heitir hún ! Hún er örugglega ekki yfir 1500 slög sem er mantra margar útgefanda :-)
Troðfullt íþróttahúsið í kvöld þegar stelpurnar okkar urðu að lúta í gras fyrir Njarðvík í oddaleik um sæti í úrslitunum. Grautfúlt en svona eru íþróttirnar! En stelpurnar hafa staðið sig afburða vel í vetur og við erum virkilega stolt af þessum flotta hópi sem ekki síst eru afburða fyrirmyndir þeirra sem yngri eru.
Hér er mynd sem tekin var yfir pallana áðan. Sjaldan eða alrei verið fleiri í húsinu !
28. mars 2011
Öll að lagast af pestinni, held að árshátíðin hafi gert gæfumuninn :-)
En dagurinn í dag var annasamur í vinnunni. Þar sem síðustu tvær vikur hafa nú verið á hálfum afköstum þá er ýmislegt sem þurfti að draga að landi í dag. Vann í ýmsum málum fram eftir morgni en hitti líka Guðjón skólastjóra en við förum reglulega yfir ýmislegt er tengist skólastarfinu. Fór einnig yfir atriði er lúta að viðhaldi bæði húsa og útisvæða með Guðmundi Baldurssyni. Það er ýmislegt sem þarf að huga að núna þegar fer að vora. Þar er mikilvægast að halda öllum öryggismálum í góðu lagi, en þar gefum við ekki afslátt þrátt fyrir kreppu. Hitti einnig Ara Eggertsson, kennara, en skólinn hefur fengið styrk til þess að setja á fót verkefni fyrir unglinga sem byggir á útivinnu og umhverfisúrbótum undir Hamrinum. Þar stendur til að byggja grillskjólk í útistofunni og einnig að setja upp nokkrar stöðvar sem geta nýst til leikja og kennslu í skóginum. Það verður gaman að sjá hvernig til tekst.
Hitti einnig aðila frá fasteignafélaginu Reitum í dag en það er ljóst að miklar breytingar eru framunda á umhverfinu í verslunarmiðstöðinni. Við fórum yfir ýmsa möguleika sem eru í stöðunni en það er ýmislegt spennandi hægt að gera ef vilji er til staðar. Fundurinn í dag var afar góður og þar fæddust hugmyndir sem gaman verður að kanna hvort hægt sé að þoka áfram. Ljóst er orðið að Sparisjóðurinn mun loka í endaðann apríl en það rými hefur Hveragerðisbær á leigu samkvæmt upphaflega leigusamningnum. Svo sem óþarfi að rifja það upp að samningurinn er óuppsegjanlegur í 25 ár.... Nú þarf að finna þessu plássi nýtt hlutverk !
Sat verkfund vegna gatnagerðar í Heiðmörk en verktakarnir eru komnir aftur og mættu síðdegis með tækin til að hefja framkvæmdir við Heiðmörk milli Reykjamerkur og Grænumerkur. Byrjað verður við Grænumörk og framkvæmdum síðan þokað uppá við. Kom fram á fundinum að verktakinn vill helst klára verkið með snaggaralegum hætti og er það vel. Óþarfi að drolla yfir hlutunum ef hægt er að klára.
Síðdegis var langur meirihlutafundur enda margt sem þurfti að ræða. Það er nóg fram undan og fjöldi spennandi verkefna í farvatninu....
En dagurinn í dag var annasamur í vinnunni. Þar sem síðustu tvær vikur hafa nú verið á hálfum afköstum þá er ýmislegt sem þurfti að draga að landi í dag. Vann í ýmsum málum fram eftir morgni en hitti líka Guðjón skólastjóra en við förum reglulega yfir ýmislegt er tengist skólastarfinu. Fór einnig yfir atriði er lúta að viðhaldi bæði húsa og útisvæða með Guðmundi Baldurssyni. Það er ýmislegt sem þarf að huga að núna þegar fer að vora. Þar er mikilvægast að halda öllum öryggismálum í góðu lagi, en þar gefum við ekki afslátt þrátt fyrir kreppu. Hitti einnig Ara Eggertsson, kennara, en skólinn hefur fengið styrk til þess að setja á fót verkefni fyrir unglinga sem byggir á útivinnu og umhverfisúrbótum undir Hamrinum. Þar stendur til að byggja grillskjólk í útistofunni og einnig að setja upp nokkrar stöðvar sem geta nýst til leikja og kennslu í skóginum. Það verður gaman að sjá hvernig til tekst.
Hitti einnig aðila frá fasteignafélaginu Reitum í dag en það er ljóst að miklar breytingar eru framunda á umhverfinu í verslunarmiðstöðinni. Við fórum yfir ýmsa möguleika sem eru í stöðunni en það er ýmislegt spennandi hægt að gera ef vilji er til staðar. Fundurinn í dag var afar góður og þar fæddust hugmyndir sem gaman verður að kanna hvort hægt sé að þoka áfram. Ljóst er orðið að Sparisjóðurinn mun loka í endaðann apríl en það rými hefur Hveragerðisbær á leigu samkvæmt upphaflega leigusamningnum. Svo sem óþarfi að rifja það upp að samningurinn er óuppsegjanlegur í 25 ár.... Nú þarf að finna þessu plássi nýtt hlutverk !
Sat verkfund vegna gatnagerðar í Heiðmörk en verktakarnir eru komnir aftur og mættu síðdegis með tækin til að hefja framkvæmdir við Heiðmörk milli Reykjamerkur og Grænumerkur. Byrjað verður við Grænumörk og framkvæmdum síðan þokað uppá við. Kom fram á fundinum að verktakinn vill helst klára verkið með snaggaralegum hætti og er það vel. Óþarfi að drolla yfir hlutunum ef hægt er að klára.
Síðdegis var langur meirihlutafundur enda margt sem þurfti að ræða. Það er nóg fram undan og fjöldi spennandi verkefna í farvatninu....
27. mars 2011
Árshátið starfsmanna Hveragerðisbæjar var afar vel heppnuð í gærkvöldi. Ljúffengur matur, bráðskemmtileg skemmtiatriði sem öll voru flutt af heimamönnum og dúndrandi fjör á ballinu. Hvað er hægt að biðja um meira! Jón "Skeiðamaður" sá um fjörið en hann er öldungis frábær við veislustjórnina. Hann segir reyndar að ég sé sennilega sinn helsti aðdáandi og er ég frekar stolt af því :-) ... Hann heldur uppi ótrúlega skemmtilegum böllum, klikkar aldrei :-)
En það var gaman að sjá að allir skemmtu sér hið besta og skemmtunin fór afar vel fram. Það er fátt betra fyrir samheldni og móral en góð skemmtun sem þessi.
Takk öllsömul fyrir frábært kvöld.
En það var gaman að sjá að allir skemmtu sér hið besta og skemmtunin fór afar vel fram. Það er fátt betra fyrir samheldni og móral en góð skemmtun sem þessi.
Takk öllsömul fyrir frábært kvöld.
17. mars 2011
Mætti í vinnuna í dag svona rétt til að dreifa pestinni er ég hrædd um ...
Bæjarráð klukkan 8 í morgun. Frekar fá mál á dagskrá og enginn ágreiningur um neitt
þeirra.
Tveir stuttir fundir fyrir hádegi þar sem íbúar komu og ræddu annars vegar um umhverfismál og hins vegar um námskeið sem eflt gætu sjálfstraust ungs fólks hér í Hveragerði.
Strax eftir hádegi var fundur með aðilum sem kynntu okkur nýja uppsetningu á heimasíðu bæjarins. Núverandi síða er afar þreytandi og erfitt að koma þar inn efni. Maður varla nennir að standa í því stappi lengur...
Klukkan tvö hófst fundur í stjórn Sorpstöðvar Suðurlands, þar var ársreikningur 2010 samþykktur með tæplega 30 milljón króna tapi. Ennfremur hófst í dag endurskoðun á fjárhagsáætlun ársins 2011 í ljósi slæmrar niðurstöðu og breyttra forsendna en sorpmagn hefur minnkað mikið frá því sem mest var.
Klukkan 16 eða strax í kjölfar stjórnarfundarins hófst fundr með Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra og hans fólki ásamt fulltrúum Vegagerðarinnar og þingmönnum kjördæmisins með okkur fulltrúum sveitarfélaga sem Suðurlandsvegurinn þverar. Þorvarður Hjalta kynnti sjónarmið okkar sveitarstjórnarmanna en við leggjum áherslu á að ráðist verði í breikkun Suðurlandsvegar án upptöku vegtolla. Góður fundur en enn hefur ekkert verið ákveðið um framhaldið. Að loknum fundinum um Suðurlandsveginn yfirgáfu flestir fundinn en við sátum eftir sveitarstjórnarmenn ásamt Vegagerðinni og ræddum almenningssamgöngur og þá framtíð sem sett er fram í framtíðarskýrslunni hans Dags B. E. 20/20. Fundum lauk ekki fyrr en rétt fyrir kl. 19 svo þetta varð langur dagur.
Í kvöld var farið yfir heimastjórnartímabilið og sögu Íslands fram yfir seinni heimstyrjöld með grunnskólanemanum. Gaman að því ...
Bæjarráð klukkan 8 í morgun. Frekar fá mál á dagskrá og enginn ágreiningur um neitt
þeirra.
Tveir stuttir fundir fyrir hádegi þar sem íbúar komu og ræddu annars vegar um umhverfismál og hins vegar um námskeið sem eflt gætu sjálfstraust ungs fólks hér í Hveragerði.
Strax eftir hádegi var fundur með aðilum sem kynntu okkur nýja uppsetningu á heimasíðu bæjarins. Núverandi síða er afar þreytandi og erfitt að koma þar inn efni. Maður varla nennir að standa í því stappi lengur...
Klukkan tvö hófst fundur í stjórn Sorpstöðvar Suðurlands, þar var ársreikningur 2010 samþykktur með tæplega 30 milljón króna tapi. Ennfremur hófst í dag endurskoðun á fjárhagsáætlun ársins 2011 í ljósi slæmrar niðurstöðu og breyttra forsendna en sorpmagn hefur minnkað mikið frá því sem mest var.
Klukkan 16 eða strax í kjölfar stjórnarfundarins hófst fundr með Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra og hans fólki ásamt fulltrúum Vegagerðarinnar og þingmönnum kjördæmisins með okkur fulltrúum sveitarfélaga sem Suðurlandsvegurinn þverar. Þorvarður Hjalta kynnti sjónarmið okkar sveitarstjórnarmanna en við leggjum áherslu á að ráðist verði í breikkun Suðurlandsvegar án upptöku vegtolla. Góður fundur en enn hefur ekkert verið ákveðið um framhaldið. Að loknum fundinum um Suðurlandsveginn yfirgáfu flestir fundinn en við sátum eftir sveitarstjórnarmenn ásamt Vegagerðinni og ræddum almenningssamgöngur og þá framtíð sem sett er fram í framtíðarskýrslunni hans Dags B. E. 20/20. Fundum lauk ekki fyrr en rétt fyrir kl. 19 svo þetta varð langur dagur.
Í kvöld var farið yfir heimastjórnartímabilið og sögu Íslands fram yfir seinni heimstyrjöld með grunnskólanemanum. Gaman að því ...
16. mars 2011
Dagurinn í dag fór fyrir lítið. Gangan í gær í hríðarbylnum olli heiftarlegri hálsbólgu og hita og því er ég búin að vera heima í dag. Nokkur símtöl þó meðal annars við ósáttan kattaeiganda, við Lánasjóð sveitarfélaga auk tveggja til Noregs vegna Hamarshallarinnar.
15. mars 2011
Hingað mættu srax klukkan 8, fulltrúar frá SASS, Árborg og Ölfusi sem ásamt mér og Guðmundi Þór, formanni bæjarráðs, munu funda næstkomandi fimmtudag með innanríkisráðherra vegna Suðurlandsvegar og þeirra vegbóta sem vonandi verður ráðist í innan tíðar. Það er afar brýnt að ekki verði hikað meira en orðið er og að þegar verði ráðist í úrbætur á þessum hættulegasta vegi landsins. Í beinu framhaldi verður reyndar einnig fundur með sömu aðilum vegna almenningssamgangna. Það væri gott að fá á hreint hvernig styrkjum Vegagerðarinnar vegna þess verkefnis verður háttað til framtíðar.
Heimsótti Óskaland í morgun og átti góðan fund með leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra. Nú hafa öll börn sem orðin eru 18 mánaða fengið boð um inntöku í leikskólana þannig að það gengur vonum framar að efna loforðið um að 18 mánaða börn fái leikskólavistun. Það var gott hljóð í starfsmönnum en ég kíkti við á öllum deildum og sá hversu frábært starf er unnið þarna. Það var sérstaklega gaman að fylgjast með krökkunum í salnum en hreyfing er skipulögð af Söndru Sigurðardóttur sem er að gera virkilega skemmtilega hluti á leikskólanum.
Átti langt samtal við Þorlák Helgason, sem er prímus mótor í Olweusar áætluninni hér á landi. Hann mun stýra starfi hóps sérfræðinga sem ætlar að fara yfir verkferla í grunnskólanum og gefa góð ráð til framtíðar litið þannig að hér megi verða enn betra skólastarf en er í dag. Þar þurfum við öll að leggjast á árar.
Heimsótti leikskólann Undraland eftir hádegi og hitti þar alla stjórnendur á góðum fundi. Fórum almennt yfir starf leikskólans og verkferla eins og við gerðum á Óskalandi. Heimsótti reyndar ekki deildirnar þar því ég hafði ekki eins mikinn tíma og ég hefði viljað. Það verður bætt úr því frekar fyrr en seinna.
Hitti Torfa Sigurðsson, lögmann, vegna fasteignar hér í Hveragerði þar sem við þurfum að leysa ákveðið, allt of gamalt mál. Bind vonir við að þarna hafi þokast í rétta átt.
Við Ásta Camilla hittum síðan formann og framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Íslands og ræddum hugsanlega aðkomu félagsins að sýningunni Blóm í bæ í sumar. Mjög jákvæður og góður fundur þar sem ýmsar hugmyndir voru ræddar.
Fórum síðan yfir umsóknir frá Hveragerðisbæ til Menningarráðs Suðurlands en íbúar eru afar hugmyndaríkir og duglegir við að sækja styrki til hinna ýmsu viðburða.
Ákvað að fara í gönguhópinn í dag þrátt fyrir einstaklega leiðinlegt veður. Kvöldið fór síðan í að greina ljóðstafi, endarím, víxlrím og runurím sem er miklu, miklu skemmtilegra heldur en endalaust stagl um hætti sagna :-)
Heimsótti Óskaland í morgun og átti góðan fund með leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra. Nú hafa öll börn sem orðin eru 18 mánaða fengið boð um inntöku í leikskólana þannig að það gengur vonum framar að efna loforðið um að 18 mánaða börn fái leikskólavistun. Það var gott hljóð í starfsmönnum en ég kíkti við á öllum deildum og sá hversu frábært starf er unnið þarna. Það var sérstaklega gaman að fylgjast með krökkunum í salnum en hreyfing er skipulögð af Söndru Sigurðardóttur sem er að gera virkilega skemmtilega hluti á leikskólanum.
Átti langt samtal við Þorlák Helgason, sem er prímus mótor í Olweusar áætluninni hér á landi. Hann mun stýra starfi hóps sérfræðinga sem ætlar að fara yfir verkferla í grunnskólanum og gefa góð ráð til framtíðar litið þannig að hér megi verða enn betra skólastarf en er í dag. Þar þurfum við öll að leggjast á árar.
Heimsótti leikskólann Undraland eftir hádegi og hitti þar alla stjórnendur á góðum fundi. Fórum almennt yfir starf leikskólans og verkferla eins og við gerðum á Óskalandi. Heimsótti reyndar ekki deildirnar þar því ég hafði ekki eins mikinn tíma og ég hefði viljað. Það verður bætt úr því frekar fyrr en seinna.
Hitti Torfa Sigurðsson, lögmann, vegna fasteignar hér í Hveragerði þar sem við þurfum að leysa ákveðið, allt of gamalt mál. Bind vonir við að þarna hafi þokast í rétta átt.
Við Ásta Camilla hittum síðan formann og framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Íslands og ræddum hugsanlega aðkomu félagsins að sýningunni Blóm í bæ í sumar. Mjög jákvæður og góður fundur þar sem ýmsar hugmyndir voru ræddar.
Fórum síðan yfir umsóknir frá Hveragerðisbæ til Menningarráðs Suðurlands en íbúar eru afar hugmyndaríkir og duglegir við að sækja styrki til hinna ýmsu viðburða.
Ákvað að fara í gönguhópinn í dag þrátt fyrir einstaklega leiðinlegt veður. Kvöldið fór síðan í að greina ljóðstafi, endarím, víxlrím og runurím sem er miklu, miklu skemmtilegra heldur en endalaust stagl um hætti sagna :-)
14. mars 2011
Náði að lesa og svara heilum helling af tölvupósti áður en ég brunaði á Selfoss til fundar við Sjálfstæðismenn þar á bæ. Ræddum við ýmis sameiginleg hagsmunamál áður en haldið var heim aftur í mígandi úrhellinu.
Eftir hádegi voru nokkrir fundir meðal annars með Kristni fasteignasala og Haraldi Guðmundssyni, nýráðnum umsjónarmanni umhverfis og garðyrkju.
Er enn að vinna kúfinn af verkefnum síðustu viku en þá varð allt undan að láta vegna umræðunnar um einelti. Mér finnst gott að sjá að umræðan hefur kviknað víða og að samfélagið sé að komast til meðvitundar um það að eineltið leynist því miður í hverju samfélagi.
Góður meirihlutafundur í kvöld en þeir eru alltaf á mánudagskvöldum.
Eftir hádegi voru nokkrir fundir meðal annars með Kristni fasteignasala og Haraldi Guðmundssyni, nýráðnum umsjónarmanni umhverfis og garðyrkju.
Er enn að vinna kúfinn af verkefnum síðustu viku en þá varð allt undan að láta vegna umræðunnar um einelti. Mér finnst gott að sjá að umræðan hefur kviknað víða og að samfélagið sé að komast til meðvitundar um það að eineltið leynist því miður í hverju samfélagi.
Góður meirihlutafundur í kvöld en þeir eru alltaf á mánudagskvöldum.
12. mars 2011
Þegar mætt var í opið hús Sjálfstæðismanna í morgun kom í ljós að ofnkrani hafði gefið sig og parketið er ónýtt vegna vatnsins. Heilmikið tjón því nú þarf að rífa upp öll gólfefnin og leggja ný.
Skrapp til Ingu Lóu í í hádeginu en við hittumst orðið alltof sjaldan. Núna eru allir orðnir svo uppteknir að maður kíkir varla nokkurn tíma í hús.
Opnun í Listasafninu eftir hádegi. Þar var verið að opna sýninguna "Is (not)/(Ei)land" sem er samstarfsverkefni pólskra ljósmyndara og íslenskra skálda. Þetta er mjög skemmtileg og aðgengileg sýning sem allir eiga að geta haft gaman af. Ljósmyndararnir ferðuðust um Ísland ásamt skáldunum og tóku myndir í samræmi við ákveðin þemu. Virkilega flott og áhugavert. Ekki skemmdi fyrir að í hliðarsal opnaði Héraðsskjalasafnið sýningu á gömlum ljósmyndum úr Ölfusinu (Hveragerði, sveitin, Þorlákshöfn). Þar getur maður skemmt sér við að þekkja fólkið á myndunum sem teknar eru fyrir áratugum síðan. Þarna er einnig verið að sýna afar skemmtilegar kvikmyndir sem teknar eru af Fagrahvammsfjölskyldunni fyrir löngu. Það er til dæmis mjög gaman að sjá þarna krakka svamla í sundlauginni gömlu sem falin er í skóginum og flestum gleymd í dag. Hvet alla til að bregða sér í Listasafnið og skoða frábærar sýningar.
Fjölskyldukaffi hjá Sigurbjörgu, en snúllurnar hennar litlu halda svo sannarlega uppi fjörinu. Yndislegar báðar tvær!
Í kvöld fór ég ásamt Laufeyju og Elvari á frumsýningu hjá Leikfélagi Hveragerðis sem hóf í dag sýningar á Blessuðu barnaláni eftir Kjartan Ragnarsson. Stórskemmtileg sýning þar sem leikarar fóru á kostum í bráðfyndinni sýningu. Salurinn lá líka iðulega í krampahlátri þannig að það var greinilegt að sýningin féll vel í kramið. Þarna mátti sjá nokkra sem voru að stíga sín fyrstu spor á leiksviði en það var ekki að sjá að það háði þeim á nokkurn hátt. Gervin voru til dæmis svo góð að ég þekkti ekki Viktoríu fyrr en eftir hlé.
Skil það reyndar ekki en svona var það nú samt :-)
Skrapp til Ingu Lóu í í hádeginu en við hittumst orðið alltof sjaldan. Núna eru allir orðnir svo uppteknir að maður kíkir varla nokkurn tíma í hús.
Opnun í Listasafninu eftir hádegi. Þar var verið að opna sýninguna "Is (not)/(Ei)land" sem er samstarfsverkefni pólskra ljósmyndara og íslenskra skálda. Þetta er mjög skemmtileg og aðgengileg sýning sem allir eiga að geta haft gaman af. Ljósmyndararnir ferðuðust um Ísland ásamt skáldunum og tóku myndir í samræmi við ákveðin þemu. Virkilega flott og áhugavert. Ekki skemmdi fyrir að í hliðarsal opnaði Héraðsskjalasafnið sýningu á gömlum ljósmyndum úr Ölfusinu (Hveragerði, sveitin, Þorlákshöfn). Þar getur maður skemmt sér við að þekkja fólkið á myndunum sem teknar eru fyrir áratugum síðan. Þarna er einnig verið að sýna afar skemmtilegar kvikmyndir sem teknar eru af Fagrahvammsfjölskyldunni fyrir löngu. Það er til dæmis mjög gaman að sjá þarna krakka svamla í sundlauginni gömlu sem falin er í skóginum og flestum gleymd í dag. Hvet alla til að bregða sér í Listasafnið og skoða frábærar sýningar.
Fjölskyldukaffi hjá Sigurbjörgu, en snúllurnar hennar litlu halda svo sannarlega uppi fjörinu. Yndislegar báðar tvær!
Í kvöld fór ég ásamt Laufeyju og Elvari á frumsýningu hjá Leikfélagi Hveragerðis sem hóf í dag sýningar á Blessuðu barnaláni eftir Kjartan Ragnarsson. Stórskemmtileg sýning þar sem leikarar fóru á kostum í bráðfyndinni sýningu. Salurinn lá líka iðulega í krampahlátri þannig að það var greinilegt að sýningin féll vel í kramið. Þarna mátti sjá nokkra sem voru að stíga sín fyrstu spor á leiksviði en það var ekki að sjá að það háði þeim á nokkurn hátt. Gervin voru til dæmis svo góð að ég þekkti ekki Viktoríu fyrr en eftir hlé.
Skil það reyndar ekki en svona var það nú samt :-)
11. mars 2011
Fundur í stjórn sorpstöðvar á Selfossi í morgun. Þar er nú unnið að endurskoðun fjárhagsáætlunar þar sem tap ársins 2010 varð meira en búist var við. Sú vinna heldur áfram í næstu viku.
Fundur með starfsmönnum skólans eftir hádegi þar sem ég kynnti bókun bæjarstjórnar frá því í gær.
Hitti þolendur eineltis á afar góðum fundi síðdegis þar sem ég gerði grein fyrir viðbrögðum bæjarstjórnar og næstu skrefum.
60 ára afmæliskaffi Kvenfélagsins hér í Hveragerði var ljúf og notaleg stund í miklum kvennafans. Félagið hefur í gegnum tíðina sinnt afar mörgum og mikilvægum málefnum hér í Hveragerði og hefur iðulega markað spor sem eftir hefur verið tekið. Innilega til hamingju aftur með merkan áfanga og takk fyrir allt það góða sem þið hafið gefið bæjarbúum.
Fórum í kvöld í leikhúsið með mömmu og Sigurbjörgu að sjá "Allir synir mínir". RAfskaplega vel leikin sýning sem á allar þær stjörnur skilið sem henni hefur hlotnast.
Fundur með starfsmönnum skólans eftir hádegi þar sem ég kynnti bókun bæjarstjórnar frá því í gær.
Hitti þolendur eineltis á afar góðum fundi síðdegis þar sem ég gerði grein fyrir viðbrögðum bæjarstjórnar og næstu skrefum.
60 ára afmæliskaffi Kvenfélagsins hér í Hveragerði var ljúf og notaleg stund í miklum kvennafans. Félagið hefur í gegnum tíðina sinnt afar mörgum og mikilvægum málefnum hér í Hveragerði og hefur iðulega markað spor sem eftir hefur verið tekið. Innilega til hamingju aftur með merkan áfanga og takk fyrir allt það góða sem þið hafið gefið bæjarbúum.
Fórum í kvöld í leikhúsið með mömmu og Sigurbjörgu að sjá "Allir synir mínir". RAfskaplega vel leikin sýning sem á allar þær stjörnur skilið sem henni hefur hlotnast.
10. mars 2011
Hef hitt starfsmenn grunnskólans á svo til hverjum degi í vikunni. Þessir fundir hafa verið afar góðir að mínu mati og virkilega gagnlegir fyrir mig þar sem það er svo auðvelt að lokast inni á bæjarskrifstofunni þegar svona kröftuglega gefur á bátinn. Nægur er víst tölvupósturinn og áreitið sem þarf að bregðast við...
Hef heilmikið samviskubit yfir því að hafa ekki haft tíma til að heimsækja leikskólana með sama hætti en það mun ég gera í upphafi næstu viku.
Annars funduðum við Guðmundur, skipulags- og byggingafulltrúi, með íbúum úr "neðra þorpinu" sem farið hafa í allar nauðsynlegar framkvæmdir þegar Austurveitan var tengd í húsin. Þetta voru þrjú heimili sem þar með komu til greina sem mögulegir aðilar í málsókn gegn Orkuveitunni sem Hveragerðisbær mun styðja. Eitt þeirra mun verða sóknaraðili í málinu og hefur verið gengið frá því. Ragnar Hall lögmaður hefur tekið málið að sér og hér með er það komið í gang. Ég hef fulla trú á því að þetta mikla réttlætismál vinnist.
Hittum síðan Peter Jessen verkfræðing vegna Hamarshallarinnar en nú þarf að ganga frá endanlegum teikningum og undirbúa útboðsgögn vegna undirstaðanna undir bygginguna. Útboðið verður væntanlega á vormánuðum en þeitta er þónokkur steypuvinna.
Hitti Ástu Camillu og fórum við yfir ýmis atriði vegna blómasýningarinnar sem haldin verður í endaðann júní. Þetta er allt í afar góðum höndum og gaman að fylgjast með framvindu þessa jákvæða og góða máls.
Bæjarstjórnarfundur kl. 17 venju samkvæmt en í þetta skiptið var hann undirlagður umræðu um grunnskólann og eineltis umræðuna. Bæjarstjórn samþykkti einróma þá bókun sem er hér fyrir ofan.
Meistaraflokkur karla sigraði glæsilega síðasta leikinn í deildinni gegn Stjörnunni. Liðið er fallið í 1. deild en mikið rosalega var ég stolt af strákunum. Enginn erlendur leikmaður en þeir unnu samt, fullt af strákum sem ég hef fylgst með frá því þeir voru litlir að gera góða hluti. þetta er góð ábending til þeirra liða sem nú hafa á að skipa allt að þremur erlendum leikmönnum. Slíkt er ekki íþróttinni til framdráttar.
Við vinkonurnar hittumst síðan hjá Jenný í gærkvöldi og áttum ferlega gott kvöld laaangt fram eftir kvöldi...
Hef heilmikið samviskubit yfir því að hafa ekki haft tíma til að heimsækja leikskólana með sama hætti en það mun ég gera í upphafi næstu viku.
Annars funduðum við Guðmundur, skipulags- og byggingafulltrúi, með íbúum úr "neðra þorpinu" sem farið hafa í allar nauðsynlegar framkvæmdir þegar Austurveitan var tengd í húsin. Þetta voru þrjú heimili sem þar með komu til greina sem mögulegir aðilar í málsókn gegn Orkuveitunni sem Hveragerðisbær mun styðja. Eitt þeirra mun verða sóknaraðili í málinu og hefur verið gengið frá því. Ragnar Hall lögmaður hefur tekið málið að sér og hér með er það komið í gang. Ég hef fulla trú á því að þetta mikla réttlætismál vinnist.
Hittum síðan Peter Jessen verkfræðing vegna Hamarshallarinnar en nú þarf að ganga frá endanlegum teikningum og undirbúa útboðsgögn vegna undirstaðanna undir bygginguna. Útboðið verður væntanlega á vormánuðum en þeitta er þónokkur steypuvinna.
Hitti Ástu Camillu og fórum við yfir ýmis atriði vegna blómasýningarinnar sem haldin verður í endaðann júní. Þetta er allt í afar góðum höndum og gaman að fylgjast með framvindu þessa jákvæða og góða máls.
Bæjarstjórnarfundur kl. 17 venju samkvæmt en í þetta skiptið var hann undirlagður umræðu um grunnskólann og eineltis umræðuna. Bæjarstjórn samþykkti einróma þá bókun sem er hér fyrir ofan.
Meistaraflokkur karla sigraði glæsilega síðasta leikinn í deildinni gegn Stjörnunni. Liðið er fallið í 1. deild en mikið rosalega var ég stolt af strákunum. Enginn erlendur leikmaður en þeir unnu samt, fullt af strákum sem ég hef fylgst með frá því þeir voru litlir að gera góða hluti. þetta er góð ábending til þeirra liða sem nú hafa á að skipa allt að þremur erlendum leikmönnum. Slíkt er ekki íþróttinni til framdráttar.
Við vinkonurnar hittumst síðan hjá Jenný í gærkvöldi og áttum ferlega gott kvöld laaangt fram eftir kvöldi...
Tökum höndum saman !
Í ljósi atburða liðinna daga samþykkti bæjarstjórn Hveragerðisbæjar á fundi sínum þann 11. mars að fela hópi sérfræðinga að fara yfir verklag Grunnskólans í Hveragerði varðandi eineltismál. Hópnum er í framhaldinu falið að koma með ráðleggingar um það sem betur má fara með það fyrir augum að gera enn betur á þessu sviði en gert er í dag. Bæjarstjórn leggur áherslu á að hópurinn vinni hratt og örugglega og skili niðurstöðum sínum eins fljótt og auðið er.
Á fundinum var eftirfarandi bókað: Bæjarstjórn telur að umræðan um einelti undanfarna daga sé afar þörf og vonandi nær hún að vekja sem flesta til vitundar um þá meinsemd sem einelti er. Einelti í grunnskólum sem annars staðar er smánarblettur og öll umræða sem orðið getur til að koma í veg fyrir slíkt er af hinu góða.
Grunnskólinn í Hveragerði var einn af fyrstu skólum á landinu (2004) til að taka upp Olweusar áætlunina gegn einelti. Allt skólasamfélagið tekur þátt í þeirri áætlun, starfsfólk skólans, nemendur og foreldrar. Reynslan hefur sýnt okkur að þegar allir vinna saman tekst okkur yfirleitt að uppræta einelti. Það getur tekið tíma en það má aldrei gefast upp.
Bæjarstjóri vill koma á framfæri að með markvissum hætti hefur bæjarstjórn nú brugðist við umræðu undanfarinna daga. Ljóst er að bæjaryfirvöld og bæjarbúar munu taka höndum saman með það að markmiði að einelti verði útrýmt úr bæjarfélaginu.
------
Þessi fréttatilkynning var send á alla fjölmiðla síðdegis í dag en einungis dv.is hefur birt hana þegar þetta er ritað. Rétt er að geta þess að fyrirsögnin er frá þeim miðli komin eins og hér sést berlega.
Í ljósi atburða liðinna daga samþykkti bæjarstjórn Hveragerðisbæjar á fundi sínum þann 11. mars að fela hópi sérfræðinga að fara yfir verklag Grunnskólans í Hveragerði varðandi eineltismál. Hópnum er í framhaldinu falið að koma með ráðleggingar um það sem betur má fara með það fyrir augum að gera enn betur á þessu sviði en gert er í dag. Bæjarstjórn leggur áherslu á að hópurinn vinni hratt og örugglega og skili niðurstöðum sínum eins fljótt og auðið er.
Á fundinum var eftirfarandi bókað: Bæjarstjórn telur að umræðan um einelti undanfarna daga sé afar þörf og vonandi nær hún að vekja sem flesta til vitundar um þá meinsemd sem einelti er. Einelti í grunnskólum sem annars staðar er smánarblettur og öll umræða sem orðið getur til að koma í veg fyrir slíkt er af hinu góða.
Grunnskólinn í Hveragerði var einn af fyrstu skólum á landinu (2004) til að taka upp Olweusar áætlunina gegn einelti. Allt skólasamfélagið tekur þátt í þeirri áætlun, starfsfólk skólans, nemendur og foreldrar. Reynslan hefur sýnt okkur að þegar allir vinna saman tekst okkur yfirleitt að uppræta einelti. Það getur tekið tíma en það má aldrei gefast upp.
Bæjarstjóri vill koma á framfæri að með markvissum hætti hefur bæjarstjórn nú brugðist við umræðu undanfarinna daga. Ljóst er að bæjaryfirvöld og bæjarbúar munu taka höndum saman með það að markmiði að einelti verði útrýmt úr bæjarfélaginu.
------
Þessi fréttatilkynning var send á alla fjölmiðla síðdegis í dag en einungis dv.is hefur birt hana þegar þetta er ritað. Rétt er að geta þess að fyrirsögnin er frá þeim miðli komin eins og hér sést berlega.
9. mars 2011
Umræðan hefur haldið áfram um einelti hér í dag. Það er afar sorglegt að svona margir skuli koma fram með sögur sem þessar. Þó vil ég meina að Hveragerði sé hvorki verri né betri staður en hver annar og ég veit að það er unnið ötullega í upprætingu eineltis í grunnskólanum. Unnið er í samræmi við Olweusaráætlunina og vel flestir kennarar hafa hlotið þjálfun í ART meðferðarforminu sem er leið til draga úr og fyrirbyggja óæskilega hegðun með því að kenna félagsvæna hegðun. Vel og skipulega hefur verið tekið á málum og því er afar sorglegt að sjá að enn skuli einelti þrífast hér. Við slíkt verður ekki unað og því munu verða kallaðir til sérfræðingar til að fara yfir vinnulag og það hvernig bæta megi aðferðir skólans til að koma megi í veg fyrir einelti. Ekki má þó missa sjónar á þeirri staðreynd að einelti er meinsemd sem öll bæjarfélög glíma við og ættu fleiri því að grípa til aðgerða nú þegar til að koma í veg fyrir þessa meinsemd í íslensku samfélagi. Við sem fullorðin erum ættum líka að horfa í kringum okkur og skoða hvort að eineltið sé ekki einfaldlega allt um kring. Ekki síður meðal fullorðinna en barna.
Í kvöld fórum við nokkur héðan á góðan aðalfund fulltrúaráðs Sjálfstæðismanna í Árnessýslu utan Árborgar sem haldinn var að Borg í Grímsnesi. Góður og líflegur fundur þar sem varaformaður flokksins fór á kostum. Hún er lífleg og skelegg kona hún Ólöf.
Þar var þessi flotta mynd tekin af okkur lopapeysukonunum! Íslenskt já takk.
Umfjöllun um Hveragerði á Stöð 2 í kvöld
Í kvöld fórum við nokkur héðan á góðan aðalfund fulltrúaráðs Sjálfstæðismanna í Árnessýslu utan Árborgar sem haldinn var að Borg í Grímsnesi. Góður og líflegur fundur þar sem varaformaður flokksins fór á kostum. Hún er lífleg og skelegg kona hún Ólöf.
Þar var þessi flotta mynd tekin af okkur lopapeysukonunum! Íslenskt já takk.
Umfjöllun um Hveragerði á Stöð 2 í kvöld
8. mars 2011
Stórkostlegir dagar fyrir norðan að baki. Fyrst nokkrir í firðinum fagra, Skagafirði. Það er alltaf jafn gott að láta tengdaforeldrana dekra við sig. Ekki minnkaði nú munaðurinn þegar komið var til Grenivíkur þar sem við eyddum helginni við spilamennsku, spjall og ótrúlegar átveislur alla helgina. Þúsund þakkir fyrir yndislega helgi, Gunna, Svava, Eiríkur, Þjóðbjörg og Skírnir. Öxnadalsheiði ófær þegar halda átti heim á leið svo við brugðum okkur fyrir Tröllaskaga og renndum enn og aftur í gegnum öll göngin sem þar eru. Heilmikill krókur en skemmtileg og falleg leið.
Þegar við nálguðumst Hveragerði tók vinnan við en DV náði mér í síma á Holtavörðuheiði. Voru að biðja um viðbrögð við viðtali sem hafði birst þá um morguninn í blaðinu, þar sem líst var einelti í grunnskólanum hér í Hveragerði. Gat svo sem lítið sagt þeim enda hafði ég ekki séð viðtalið.
Dagurinn í dag, mánudagur, fór síðan að stóru leyti í umræður og vinnu í kjölfar þessa viðtals. Ræddi við félagsmálastjóra, skólastjóra og formann fræðslunefndar.
Sendum í kjölfarið frá okkur fréttatilkynningu sem birtist hér fyrir neðan.
Eðli máls samkvæmt er okkur óheimilt að fjalla um efnisatriði þessa einstaka máls en í tilkynningunni er farið yfir þær leiðir sem nýttar eru þegar eineltis mál koma upp í grunnskólanum. Það er afar brýnt að í sífellu sé unnið að því að uppræta einelti sem því miður virðist víða þrífast og ekki vera einskorðað við Hveragerði þó að umræðan nú snúist um bæjarfélagið okkar. Fyrst og fremst verðum við öll að muna það að "aðgát skal höfð í nærveru sálar". Það á að vera grunnregla í öllum samskiptum manna á milli.
Ég hef lengi haldið uppá þennan hluta úr "Einræðum Starkaðar" eftir Einar Benediktsson. Ef við gætum munað þetta væri líf margra einfaldara en það er í dag:
Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt
aðgát skal höfð i nærveru sálar.
Svo oft leynist strengur í brjósti sem brast
við biturt andsvar gefið án sakar.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast
sem aldrei verður tekið til baka.
Hér er hægt að hlusta á viðtal við þá sem þetta skrifar. "Bylgjan síðdegis" í dag.
Þegar við nálguðumst Hveragerði tók vinnan við en DV náði mér í síma á Holtavörðuheiði. Voru að biðja um viðbrögð við viðtali sem hafði birst þá um morguninn í blaðinu, þar sem líst var einelti í grunnskólanum hér í Hveragerði. Gat svo sem lítið sagt þeim enda hafði ég ekki séð viðtalið.
Dagurinn í dag, mánudagur, fór síðan að stóru leyti í umræður og vinnu í kjölfar þessa viðtals. Ræddi við félagsmálastjóra, skólastjóra og formann fræðslunefndar.
Sendum í kjölfarið frá okkur fréttatilkynningu sem birtist hér fyrir neðan.
Eðli máls samkvæmt er okkur óheimilt að fjalla um efnisatriði þessa einstaka máls en í tilkynningunni er farið yfir þær leiðir sem nýttar eru þegar eineltis mál koma upp í grunnskólanum. Það er afar brýnt að í sífellu sé unnið að því að uppræta einelti sem því miður virðist víða þrífast og ekki vera einskorðað við Hveragerði þó að umræðan nú snúist um bæjarfélagið okkar. Fyrst og fremst verðum við öll að muna það að "aðgát skal höfð í nærveru sálar". Það á að vera grunnregla í öllum samskiptum manna á milli.
Ég hef lengi haldið uppá þennan hluta úr "Einræðum Starkaðar" eftir Einar Benediktsson. Ef við gætum munað þetta væri líf margra einfaldara en það er í dag:
Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt
aðgát skal höfð i nærveru sálar.
Svo oft leynist strengur í brjósti sem brast
við biturt andsvar gefið án sakar.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast
sem aldrei verður tekið til baka.
Hér er hægt að hlusta á viðtal við þá sem þetta skrifar. "Bylgjan síðdegis" í dag.
Fréttatilkynning
Hveragerðisbær og forsvarsmenn Grunnskólans í Hveragerði telja að umræðan um einelti undanfarna daga sé afar þörf og vonandi nær hún að vekja sem flesta til meðvitundar um þá meinsemd sem einelti er. Einelti í grunnskólum sem annars staðar er smánarblettur og öll umræða sem orðið getur til að koma í veg fyrir slíkt er af hinu góða.
Það þarf kjark til að standa með barninu sínu í erfiðum aðstæðum og slíkt er hlutverk foreldra og forráðamanna þeirra sem yngstir eru.
Einelti er ofbeldi sem hvergi á að líðast. Þess vegna var Grunnskólinn í Hveragerði með fyrstu skólum á landinu (2004) til að taka upp Olweusar áætlunina gegn einelti.
Allt skólasamfélagið tekur þátt í þeirri áætlun, starfsfólk skólans, nemendur og foreldrar. Reynslan hefur sýnt okkur að þegar allir vinna saman tekst okkur yfirleitt að uppræta einelti. Það getur tekið tíma en það má aldrei gefast upp.
Í Grunnskólanum í Hveragerði er unnið gegn einelti á eftirfarandi hátt:
• Unnið er eftir Olweusaráætlun
• ART-þjálfun, bekkjarART og boðið upp á meðferðarART.
(ART = Þjálfun í félagsfærni, sjálfstjórn og félagsvænum viðhorfum).
• Vinabekkir – vinahópar
• Þjónusta námsráðgjafa
Í erfiðustu tilfellunum er málum vísað til nemendaverndarráðs. Í því sitja, deildarstjóri sérkennslu, staðgengill skólastjóra, námsráðgjafi, félagsmálastjóri, skólasálfræðingur og fulltrúi heilsugæslu. Hlutverk þess er meðal annars að finna viðunandi lausn á eineltismálum.
Samkvæmt niðurstöðum úr könnunum þar á meðal úr Skólapúlsi mælist einelti í Grunnskólanum í Hveragerði minna en almennt gerist í skólum landsins.
Hvert tilfelli eineltis er einu tilfelli of mikið. Því þurfa allir að vera vakandi fyrir einkennum sem bent geta til vanlíðunar barna. Í kjölfar umræðu undanfarinna daga munu allir sem að málefnum barna koma leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að börnum í Hveragerði megi líða sem best, í og utan skóla.
Hveragerði 8. mars 2011.
Guðjón Sigurðsson Aldís Hafsteinsdóttir
Skólastjóri Bæjarstjóri
Hveragerðisbær og forsvarsmenn Grunnskólans í Hveragerði telja að umræðan um einelti undanfarna daga sé afar þörf og vonandi nær hún að vekja sem flesta til meðvitundar um þá meinsemd sem einelti er. Einelti í grunnskólum sem annars staðar er smánarblettur og öll umræða sem orðið getur til að koma í veg fyrir slíkt er af hinu góða.
Það þarf kjark til að standa með barninu sínu í erfiðum aðstæðum og slíkt er hlutverk foreldra og forráðamanna þeirra sem yngstir eru.
Einelti er ofbeldi sem hvergi á að líðast. Þess vegna var Grunnskólinn í Hveragerði með fyrstu skólum á landinu (2004) til að taka upp Olweusar áætlunina gegn einelti.
Allt skólasamfélagið tekur þátt í þeirri áætlun, starfsfólk skólans, nemendur og foreldrar. Reynslan hefur sýnt okkur að þegar allir vinna saman tekst okkur yfirleitt að uppræta einelti. Það getur tekið tíma en það má aldrei gefast upp.
Í Grunnskólanum í Hveragerði er unnið gegn einelti á eftirfarandi hátt:
• Unnið er eftir Olweusaráætlun
• ART-þjálfun, bekkjarART og boðið upp á meðferðarART.
(ART = Þjálfun í félagsfærni, sjálfstjórn og félagsvænum viðhorfum).
• Vinabekkir – vinahópar
• Þjónusta námsráðgjafa
Í erfiðustu tilfellunum er málum vísað til nemendaverndarráðs. Í því sitja, deildarstjóri sérkennslu, staðgengill skólastjóra, námsráðgjafi, félagsmálastjóri, skólasálfræðingur og fulltrúi heilsugæslu. Hlutverk þess er meðal annars að finna viðunandi lausn á eineltismálum.
Samkvæmt niðurstöðum úr könnunum þar á meðal úr Skólapúlsi mælist einelti í Grunnskólanum í Hveragerði minna en almennt gerist í skólum landsins.
Hvert tilfelli eineltis er einu tilfelli of mikið. Því þurfa allir að vera vakandi fyrir einkennum sem bent geta til vanlíðunar barna. Í kjölfar umræðu undanfarinna daga munu allir sem að málefnum barna koma leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að börnum í Hveragerði megi líða sem best, í og utan skóla.
Hveragerði 8. mars 2011.
Guðjón Sigurðsson Aldís Hafsteinsdóttir
Skólastjóri Bæjarstjóri
1. mars 2011
Undanfarnir dagar hafa verið heldur annasamir. Margir fundir og langir dagar.
Til mín leitar fólk með hin ýmsu erindi. Stundum persónuleg, stundum pólitísk en öllum eru þau mikilvæg. Ég reyni eftir fremsta megni að leysa það sem á mínu borði lendir og oftar en ekki tekst það. Þó ekki alltaf og það er erfitt...
Rétt fyrir hádegi áttum ég, Róbert og Ólafur framkvæmdastjóri HNLFÍ, góðan fund með þingmönnum Suðurkjördæmis inná Alþingi. Ræddum við þar framtíð Heilsustofnunar en afar mikilvægt er að rekstrargrundvöllur þess fyrirtækis verði tryggður til framtíðar.
Eftir hádegi gengum við Helga frá fundarboði bæjarráðsfundar sem halda á á fimmtudaginn. Þar verður meðal annars tekin fyrir sú tillaga meirihlutans að foreldrar greiði sama verð hjá dagforeldrum og í leikskólum þegar börn hafa náð 18 mánaða aldri. Þetta mun skipta þá máli sem ekki koma börnum sínum á leikskóla um leið og þau hafa aldur til. Okkur finnst þetta góð tillaga sem ekki er ýkja kostnaðarsöm.
Minnisblað um minnkum stjórnunarkostnaðar á leikskólunum verður einnig lagt fyrir en eindrægni og sátt ríkir um að leikskólastjórar og aðstoðarleikskólastjórar taki 4 klst launalaust frí á viku. Þetta var ákveðið í stað þess að fara í stærri breytingar á stjórnun skólanna. Þessi lausn kemur fjárhagslega út á svipaðan hátt en okkur skilst að þessi vinnubrögð og þetta mikla samráð sem viðhaft var þyki til eftirbreytni í þessum geira eftir því sem annar aðstoðarleikskólastjórinn hafði eftir forystumönnum í Félagi leikskólakennara. Það var ánægjulegt að heyra það en kannski ekki skrýtið í ljósi umræðunnar um breytingarnar sem nú eru fyrirhugaðar í Reykjavík og í fjölda annarra sveitarfélaga.
Síðdegis var fundur með íbúum í "neðra þorpinu" þar sem rætt var um málefni hitaveitunnar og málsókn sem bæjarstjórn hefur ákveðið að greiða til að íbúar geti leitað réttar síns í þessu máli. Það er ekki skrýtið þó að íbúar í þessum hluta bæjarins sem greiða þurfa allt að 500 þúsund fyrir þjónustu sem aðrir í bæjarfélaginu fá ókeypis undrist himinhrópandi óréttlætið í málinu. Ragnar Hall lögmaður mætti á fundinn og kynnti álit sitt á samningstöðunni og lýsti því jafnframt yfir að hann væri tilbúinn til að reka málið. Munum funda með íbúum sem falla undir þau skilyrði sem nauðsynleg eru í næstu viku.
Vann í ýmsum málum á skrifstofunni í kvöld og náði að grynnka aðeins á tölvupóstinum auk þess sem fundargerð bæjarráðs var kláruð.
Það hefur verið heldur fróðlegt að fylgjast með umræðum á facebook sem ég geri yfirleitt undir miðnætti á kvöldin. Mér hefur alltaf fundist harla undarlegt hversu frjálslega fólk skrifar á þá síðu. Held stundum að það hreinlega gleymist að skrifin eru ígildi þess að þau væru í dagblöðum. En þetta vita auðvitað allir sem á annað borð eru á facebook...
Til mín leitar fólk með hin ýmsu erindi. Stundum persónuleg, stundum pólitísk en öllum eru þau mikilvæg. Ég reyni eftir fremsta megni að leysa það sem á mínu borði lendir og oftar en ekki tekst það. Þó ekki alltaf og það er erfitt...
Rétt fyrir hádegi áttum ég, Róbert og Ólafur framkvæmdastjóri HNLFÍ, góðan fund með þingmönnum Suðurkjördæmis inná Alþingi. Ræddum við þar framtíð Heilsustofnunar en afar mikilvægt er að rekstrargrundvöllur þess fyrirtækis verði tryggður til framtíðar.
Eftir hádegi gengum við Helga frá fundarboði bæjarráðsfundar sem halda á á fimmtudaginn. Þar verður meðal annars tekin fyrir sú tillaga meirihlutans að foreldrar greiði sama verð hjá dagforeldrum og í leikskólum þegar börn hafa náð 18 mánaða aldri. Þetta mun skipta þá máli sem ekki koma börnum sínum á leikskóla um leið og þau hafa aldur til. Okkur finnst þetta góð tillaga sem ekki er ýkja kostnaðarsöm.
Minnisblað um minnkum stjórnunarkostnaðar á leikskólunum verður einnig lagt fyrir en eindrægni og sátt ríkir um að leikskólastjórar og aðstoðarleikskólastjórar taki 4 klst launalaust frí á viku. Þetta var ákveðið í stað þess að fara í stærri breytingar á stjórnun skólanna. Þessi lausn kemur fjárhagslega út á svipaðan hátt en okkur skilst að þessi vinnubrögð og þetta mikla samráð sem viðhaft var þyki til eftirbreytni í þessum geira eftir því sem annar aðstoðarleikskólastjórinn hafði eftir forystumönnum í Félagi leikskólakennara. Það var ánægjulegt að heyra það en kannski ekki skrýtið í ljósi umræðunnar um breytingarnar sem nú eru fyrirhugaðar í Reykjavík og í fjölda annarra sveitarfélaga.
Síðdegis var fundur með íbúum í "neðra þorpinu" þar sem rætt var um málefni hitaveitunnar og málsókn sem bæjarstjórn hefur ákveðið að greiða til að íbúar geti leitað réttar síns í þessu máli. Það er ekki skrýtið þó að íbúar í þessum hluta bæjarins sem greiða þurfa allt að 500 þúsund fyrir þjónustu sem aðrir í bæjarfélaginu fá ókeypis undrist himinhrópandi óréttlætið í málinu. Ragnar Hall lögmaður mætti á fundinn og kynnti álit sitt á samningstöðunni og lýsti því jafnframt yfir að hann væri tilbúinn til að reka málið. Munum funda með íbúum sem falla undir þau skilyrði sem nauðsynleg eru í næstu viku.
Vann í ýmsum málum á skrifstofunni í kvöld og náði að grynnka aðeins á tölvupóstinum auk þess sem fundargerð bæjarráðs var kláruð.
Það hefur verið heldur fróðlegt að fylgjast með umræðum á facebook sem ég geri yfirleitt undir miðnætti á kvöldin. Mér hefur alltaf fundist harla undarlegt hversu frjálslega fólk skrifar á þá síðu. Held stundum að það hreinlega gleymist að skrifin eru ígildi þess að þau væru í dagblöðum. En þetta vita auðvitað allir sem á annað borð eru á facebook...